Birna Björnsdóttir (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Birna Björnsdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja fæddist þar 30. janúar 1913 og lést 28. febrúar 2007.
Foreldrar hennar voru Björn Emil Bjarnason bakari, sjómaður, verkamaður í Neskaupstað, f. 7. janúar 1885 í Veturhúsum í Reyðarfirði, d. 23. janúar 1963 í Neskaupstað, og kona hans Guðbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1888 á Dúki í Sæmundarhlíð, Skagaf., d. 28. júní 1951.

Birna var með foreldrum sínum, á Brennistöðum í Norðfirði 1920.
Þau Tómas hófu búskap, giftu sig 1940, eignuðust eitt barn og eitt kjörbarn. Þau bjuggu á Ingólfshvoli við Landagötu 3a við fæðingu Hilmars Gísla 1932, á Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi.
Tómas lést 1998 og Birna 2007.

I. Maður Birnu, (28. júní 1940), var Tómas Jóhannesson frá Neskaupstað, sjómaður, skipstjóri, síðan vigtarmaður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1911 á Nesi í Norðfirði, d. 10. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Hilmar Gísli Tómasson sjómaður, skipstjóri, f. 16. júní 1932 á Ingólfshvoli, d. 28. júní 1962.
2. Kjörbarn: Inga Elísabet Tómasdóttir, f. 25. maí 1949. Sambúðarmaður Eiríkur Arnþórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 18. febrúar 1998. Minning Tómasar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.