Birgitta Borg Viggósdóttir
Birgitta Borg Viggósdóttir (hét áður Birgit Vini Borg Petersen) fæddist 1. nóvember 1938 í Danmörku.
Foreldrar hennar Viggo Petersen og Erna Vina Alice Borg Petersen.
Þau Vigfús giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Högni hófu sambúð, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Danmörku.
I. Fyrrum maður Birgittu er Vigfús Jónsson, rafvirkjameistari, f. 8. júlí 1934.
Börn þeirra:
1. Jón Vigfússon húsasmíðameistari, f. 17. ágúst 1958 í Eyjum. Kona hans Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir.
2. Nína Guðbjörg Vigfúsdóttir verslunarmaður í Danmörku, f. 10. janúar 1965 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Þórarinn Ævarsson. Fyrrum maður hennar Sveinþór Þórarinsson.
3. Karl Viggó Vigfússon bakarameistari, f. 1. febrúar 1972. Fyrrum kona hans Hrefna Pálsdóttir.
II. Sambúðarmaður Birgittu er Högni Högnason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.