Bergsteinn Bergsteinsson
Fara í flakk
Fara í leit
Bergsteinn Bergsteinsson var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 16. október 1877. Kona Bergsteins var Sigríður Tómasdóttir og áttu þau tvö börn, Bergstein og Sigríði. Bergsteinn byrjaði sjómennsku ungur. Áður en vélbátarnir komu til sögunnar var Bergsteinn á Ísaki. Bergsteinn var formaður á Farsæl og var sá bátur annar hæsti bátur í Vestmannaeyjum árið 1911.
Þann 27. desember 1911 fór vélamaðurinn á Farsæl að sækja Bergstein upp að Fjallasandi. Í þeirri ferð fórst Farsæll svo Bergsteinn var bátlaus. Réðist hann þá sem formaður á Ísland en 12. apríl 1912 fórst Bergsteinn ásamt allri áhöfn, alls 6 manns. Flak bátsins fannst aldrei, né mennirnir.
Heimildir
- Jón Sigurðsson. Þegar mb. Farsæll og mb. Ísland fórust. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1960. 9. árgangur.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.