Bergþór Njáll Bergþórsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bergþór Njáll Bergþórsson.

Bergþór Njáll Bergþórsson flugumferðarstjóri fæddist 24. júní 1948.
Foreldrar hans vor Bergþór Njáll Jónsson sjómaður, f. 30. júní 1925 í Reykjavík, d. 6. október 2001, og Guðrún B. Hjálmarsdóttir kaupmaður, f. 7. febrúar 1931 í Reykjavík.

Bergþór lauk loftskeytaprófi 1968, prófi í flugumferðarstjórn 1971.
Hann stundaði ýmsa almenna vinnu til sjós og lands til 1970, starfaði í fjarritunardeild hjá flugmálastjóra 1970-1971, hefur síðan unnið við flugumferðarstjórn, fyrst í Eyjum og á Egilsstöðum, en frá 1973 starfaði hann í flugturninum og flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.
Þau Arndís Edda giftu sig, eignuðust ekki börn.

I. Kona Bergþórs er Arndís Edda Sigmundsdóttir Jónsson húsfreyja, f. 27. febrúar 1947. Foreldrar hennar voru Sigmundur Magnús Jónsson, f. 29. desember 1917, d. 10. janúar 2015, og Helga Þuríður Guðmundsdóttir, f. 1. apríl 1916, d. 6. nóvember 2011.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.