Baldur Böðvarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Baldur Böðvarsson.

Baldur Böðvarsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, útvarpsvirki, loftskeytamaður, stöðvarstjóri fæddist þar 6. nóvember 1924 og lést 1. júlí 2015.
Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason prestur, f. 18. apríl 1872 á Reykhólum, A.-Barð., d. 11. mars 1953, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 30. júlí 1893, d. 24. júní 1976.

Baldur lauk loftskeytaprófi og útvarpsvirkjaprófi hjá Pósti og síma.
Baldur var loftskeytamaður og símritari á Seyðisfirði frá 1951-1958, flutti til Neskaupstaðar, rak þar radíóverkstæði og varð síðar loftskeytamaður á Nesradíói. Hann flutti til Reykjavíkur 1974 og þaðan til Eyja, vann hjá Pósti og síma, fyrst á sæsímastöðinni og varð stöðvarstjóri. Síðustu starfsár sín var hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Selfossi.
Þau Hólmfríður giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu vð Vestmannabraut 22B. Þau skildu.
Þau Helga voru í sambúð.

I. Kona Baldurs, (skildu), var Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1927 í Rjóðri á Djúpavogi, d. 19. apríl 2015. Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson, kennari, skólastjóri, bóndi, f. 15. nóvember 1891, d. 14. febrúar 1941, og Marsilína Pálsdóttir húsfreyja, kennari, f. 26. apríl 1887, d. 13. apríl 1974.
Börn þeirra:
1. Hrafn Böðvar Baldursson, f. 19. nóvember 1946. Kona hans Anna María Sveinsdóttir.
2. Haukur Baldursson, verkfræðingur, f. 10. febrúar 1950. Kona hans Ingibjörg María Jónsdóttir.
3. Jón Baldursson, f. 1. febrúar 1951. Kona hans Anna Kristín Hansdóttir.
4. Bryndís Baldursdóttir, f. 1. desember 1964. Fyrrum maður hennar Geir Gunnarsson.

II. Sambúðarkona Baldurs var Helga Stefáns Ingvarsdóttir, verslunarmaður, húsfreyja, f. 28. desember 1924, d. 5. maí 2006. Foreldrar hennar voru Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður á Siglufirði, f. 17. júní 1888, d. 8. desember 1943, og Soffía Stefánsdóttir handavinnukennari, f. 6. október 1888, d. 26. janúar 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Baldurs og minning Helgu Stefáns Ingvarsdóttur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.