Austurvegur 7

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Austurvegur 7
Byggingarframkvæmdir við Austurveg 7 í fullum gangi og eru þarna á myndinni Ingólfur og elsti sonur hans Þorsteinn á fullu í smíðunum
Ingólfur og Bera

Í húsinu við Austurveg 7 sem byggt var árið 1949 bjuggu hjónin Ingólfur Arnarson og Bera Þorsteinsdóttir ásamt sonum sínum Gylfa og Ingólfi einnig bjó móðir Ingólfs Sólrún Eyjólfsdóttir með þeim. Þau bjuggu öll í húsinu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973 en elsti sonur þeirra Þorsteinn var fluttur að heiman.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Húsin undir hrauninu, haust 2012.