Auður Marinósdóttir (Faxastíg 25)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Auður Marinósdóttir frá Faxastíg 25, húsfreyja í Rvk, fæddist 5. ágúst 1925 og lést 8. mars 1987.
Foreldrar hennar voru Sigurvin Marinó Jónsson vélstjóri, skipstjóri, pípulagningameistari, f. 20. maí 1900, d. 16. desember 1962, og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1988.

Börn Guðbjargar og Marinós:
1. Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, verkakona, f. 25. júní 1924 í Laugardal.
2. Auður Marinósdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. ágúst 1925 á Hvassafelli, d. 8. mars 1987.
3. Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927 á Selalæk.
4. Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 6. september 1930 á Brekastíg 33, d. 19. mars 2016.
5. Guðni Fanndal Marinósson, f. 30. desember 1934 á Faxastíg 25, d. 14. júlí 1935.
6. Eiður Sævar Marinósson vélstjóri, f. 30. ágúst 1939 á Ásavegi 14, d. 15. desember 2000.

Þau Hjálmar giftu sig, eignuðust tvö börn.
Auður lést 1987 og Hjálmar 2007.

I. Maður Auðar var Hjálmar Kjartansson málarameistari, f. 14. mars 1922 í Rvk, d. 7. október 2007. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson trésmiður, f. 21. september 1899, d. 24. mars 1989, og kona hans Kristrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10, júní 1894, d. 14. júní 1976.
Börn þeirra:
1. Viktor Hjálmarsson málari, f. 27. maí 1946. Kona hans Magnea Guðríður Ingólfsdóttir kennari.
2. Kjartan Már Hjálmarsson, f. 2. júní 1960. Kona hans Agla Björk Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.