Auðunn Karlsson (Reykjadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Auðunn Kristinn Karlsson.

Auðunn Kristinn Karlsson í Reykjadal, sjómaður frá Reyðarfirði fæddist 7. janúar 1903 á Hjáleigueyri þar og lést 10. desember 2000 á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Foreldrar hans voru Karl Jóhannesson sjómaður, bóndi á Eskifirði, f. 20. september 1876, d. 29. desember 1958, og Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 15. júní 1884, d. 1. apríl 1919.
Fósturforeldrar Auðuns voru móðurforeldrar hans Árni Friðfinnsson bóndi á Hjáleigueyri, f. 7. desember 1846, og Sigríður Þorbjarnardóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1858, d. 14. september 1924.

Móðurbróðir Auðuns var Ottóníus Engilbert Árnason sjómaður í Skipholti 1923, f. 16. nóvember 1895, d. 26. janúar 1975.

Auðunn var með móður sinni og móðurforeldrum í Nótaskúrnum á Eskifirði 1910, með fósturforeldrum sínum í Húsi Sigurðar og Árna á Eskifirði 1920.
Hann átti heimili í Eyjum um 1928.
Hann var kvæntur háseti í Reykjadal við Brekastíg 5a 1930 með Önnu og barninu Maríu.
Þau fluttust að Stapakoti í Innri-Njarðvík 1930-1931, til Keflavíkur 1937. Þar bjuggu þau síðan.
Anna lést 1995, en Auðunn árið 2000.

Kona Auðuns, (29. maí 1929), var Anna Kristjánsdóttir húsfreyja frá Reykjadal, f. 27. ágúst 1910, d. 5. nóvember 1995.
Börn þeirra:
1. María Auðunsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1929 í Reykjadal, d. 30. janúar 2005. Maður hennar var Hallgrímur Kristmundsson.
2. Sigríður Auðunsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1934, d. 10. júní 2005. Maður hennar var Reynald Þorvaldsson.
3. Helga Auðunsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1935. Maður hennar: Garðar Brynjólfsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.