Anna Tómasdóttir (Svalbarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Tómasdóttir frá Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang., húsfreyja á Svalbarði fæddist 28. febrúar 1879 í Hjallanesi á Landi og lést 17. apríl 1956.
Foreldrar hennar voru Tómas Jónsson bóndi, f. 23. febrúar 1813 á Skammbeinsstöðum, d. 7. maí 1897, og barnsmóðir hans Ragnhildur Björnsdóttir frá Hjallanesi á Landi, síðar ráðskona í Rvk, f. 4. júlí 1850, d. 10. september 1933.

Anna var með föður sínum á Skammbeinsstöðum 1880, var tökubarn hjá Jóni Tómassyni hálfbróður sínum þar 1890, en Tómas faðir hennar var þar. Hún var hjú á Bolafæti í Hrepphólasókn í Árn. 1901.
Þau Bjarni giftu sig 1907, eignuðust tvö börn og fóstruðu barn. Þau bjuggu á Akranesi, fluttust til Eyja 1910, bjuggu í fyrstu í Godthaab við Strandveg 11, síðar á Svalbarði.
Anna lést 1956 og Bjarni 1962.

I. Maður Önnu, 1907, var Bjarni Jónsson faktor á Akranesi, síðar verslunarmaður, bókhaldari í Eyjum, f. 9. júní 1880, d. 2. desember 1962.
Börn þeirra:
1. Haraldur Bjarnason skrifstofumaður, f. 1. júní 1908 á Akranesi, d. 23. janúar 1955.
2. Ágúst Bjarnason bifreiðastjóri, bæjargjaldkeri, ríkisbókari, f. 18. ágúst 1910 í Godthaab, d. 3. janúar 1993.
Fósturbarn þeirra var sonur Haraldar sonar þeirra:
3. Sverrir Haraldsson listmálari, f. 18. mars 1930, d. 22. febrúar 1985.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.