Anna Konráðsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Konráðsdóttir.

Anna Konráðsdóttir kennari fæddist 21. maí 1896 á Hofsstöðum í Skagafirði og lést 7. mars 1985.
Foreldrar hennar voru Konráð Arngrímsson bóndi, kennari á Ytri-Brekkum í Akrahreppi, f. 21. janúar 1856, d. 20. mars 1944, og kona hans Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1872, d. 2. apríl 1948.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Kvennaskólanum á Blönduósi 1919-1921, lauk kennaraprófi 1924, sat kennaranámskeið í Askov 1926, í Axvall í Svíþjóð 1929.
Anna var kennari í Víðidal í Hún. 1921-1922, smábarnakennari í Eyjum 1926-1929, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1929-1934, í Austurbæjarskólanum frá 1934-1966, stundakennari þar 1966-1968.
Hún sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1936-1942.
Anna bjó í Sólhlíð 19 í Eyjum. Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.