Anna Einarsdóttir (Fornusöndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Einarsdóttir frá Fornusöndum u. Eyjafjöllum, saumakona fæddist 8. ágúst 1893 og lést 25. október 1971.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson bóndi, f. 14. september 1848, d. 7. nóvember 1904, og Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1850, d. 7. júlí 1916.

Anna var með foreldrum sínum á Fornusöndum 1901, með móður sinnu á Fornusöndum 1910.
Hún flutti til Eyja 1924, var saumakona á Vesturvegi 21 1930, á Hásteinsvegi 5 1945 og 1949.
Hún eignaðist barn með Sæmundi 1914.
Anna lést 1971.

I. Barnsfaðir Önnu var Sæmundur Pálsson klæðskerameistari, f. 19. ágúst 1891 á Fróðholtshóli, Rangárvöllum, d. 29. maí 1953.
Barn þeirra:
1. Hulda María Sæmundsdóttir, húsfreyja í Rvk, f. 4. júní 1914, d. 21. júní 1996. Maður hennar Jón Sigurvin Þorleifsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.