Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2004 -

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

2004 -


JANÚAR:

Íþróttamenn heiðraðir

Í byrjun árs fór fram afhending viðurkenninga Frétta til einstaklinga sem að mati blaðsins hafa markað spor á nýliðnu ári. Fyrst voru viðurkenningartil einstaklinga, sem Fréttir telja að hafi lagt sitt af mörkum til að bæta mannlíf og stöðu Vestmannaeyja á árinu 2003 og svo var tilnefnd bjartasta vonin í íþróttum, framtak ársins og svo Eyjamaður ársins 2003. Sérstakar viðurkenningar fengu Unnur Sigmarsdóttir, Vigdís Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir fyrir framlag sitt til kvennahandboltans, Ingi Sigurðsson fyrirframlag til knattspyrnunnar, Heimir Hallgrímsson, þjálfari, fyrir framlag til kvennaknattspyrnunnar. Bjartasta vonin er Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona.

Þrettándagleðin í blíðskaparveðri

Veðrið lék við gesti þrettándagleði ÍBV. Algjört logn var á malarvellinum við Löngulág og nutu kynjaverur þrettándans sín vel við þær aðstæður. Góð mæting var og fengu krakkarnir tækifæri til að kveðja jólasveinana og kannski ekki síður Grýlu og Leppalúða sem héldu aftur til fjalla. Glæsileg flugeldasýning var uppi við Höll líkt og síðustu ár á vegum Björgunarfélagsins.

Ingibjörg íþróttamaður Vestmannaeyja

Þann 12. janúar var tilkynnt um val á Íþróttamanni Vestmannaeyja 2003 í Oddfellowhúsinu. Um leið var tilkynnt um val einstakra félaga innan IBV-hérðassambands á íþróttamönnum sínum. Íþróttamaður ársins var valin Ingibjörg Jónsdóttir, handknattleikskona. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, kosin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2003. íþróttamenn félaga héraðssambandsins eru eftirfarandi: Knattspymumaður ársins var valinn Birkir Kristinsson, knattspymukona var Karen Burke, handknattleiksmaður ársins var Robert Bognar, handknattleikskona ársins var Ingibjörg Jónsdóttir.

Gott hjá stelpunum

2. flokkur kvenna í knattspyrnnu tók þátt í Íslandsmótinu í riðli ÍBV sem leikinn var í Kópavogi. Eyjastúlkur unnu þrjá leiki af fjórum en töpuðu fyrir Breiðabliki og enduðu í öðru sæti riðilsins. Fyrir vikið komst IBV ekki í úrslit en aðeins eitt lið komst áfram úr riðlinum. Úrslit leikja ÍBV: ÍBV-Selfoss 16-0, ÍBV-Breiðablik 2-9, ÍBV-Grindavfk 6-1 og ÍBVKeflavík 6-0.

Sannfærandi sigur eftir langt hlé

Eftir rúmlega sjö vikna hlé lék kvennalið ÍBV gegn Gróttu/KR. Heimastúlkur byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en smám saman náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í hag. Komust þær yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik, 5-4 og náðu mest fimm marka forystu 8-13 en það var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik minnkuðu heimastúlkur muninn niður í þrjú mörk, 12-15 og var munurinn það sem eftir lifði leiks tvö til þrjú mörk. Leikmenn ÍBV náðu hins vegar góðum spretti í lokin, skoruðu fimm mörk gegn aðeins tveimur mörkum heimaliðsins og lokatölur urðu 23-29 fyrir ÍBV. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 8, Anna Yakova 7/2, Sylvia Strass 5, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Julia Gantimorova 24/2.

Vel heppnað mót en árangur ÍBV ekki góður

Í byrjun janúar fór fram Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss í 3. flokki karla en einn riðill var leikinn hér í Eyjum. Var það Suðurlandsriðill þar sem liðin af Suðurlandi léku öll í einum riðli. Eyjamenn áttu fyrirfram að vera með eitt af sterkustu liðunum en þrátt fyrir að vera oft á tíðum sterkari aðilinn í leikjum sínum þá náðu leikmenn IBV ekki að nýta yfirburði sína og töpuðu jafnvel fyrir talsvert slakari liðum. Það er ljóst að ef ekki á illa að fara í sumar þurfa strákamir að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis. Annars var framkvæmd mótsins ágæt, aðstaðan er glæsileg fyrir knattspyrnumót sem þetta, stór völlur og aðstaða fyrir áhorfendur er góð þannig að nú þurfa Eyjamenn að sækja um að halda Islandsmót meistaraflokkanna. Úrslitleikja; ÍBV: ÍBV-KFR 2-3 ÍBV-UMFH 4-2 ÍBV-Ægir 1-2 ÍBV-Hamar 2-1 ÍBV-Selfoss 3-1

5. flokkur kvenna Íslandsmeistari í C-flokki

Í janúar héldu stelpurnar í 5. flokki kvenna upp á land til að leika í Íslandsmótinu í handknattleik. IBV fór með þrjú lið til leiks, A-, B- og C-lið en C liðið stóð sig best. Stelpurnar í C liðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum og í milliriðli vann ÍBV alla þrjá leiki sína. Þar með var ÍBV komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti KA og sigraði ÍBV í leiknum með einu marki, 10-9 og urðu þar með Íslandsmeistarar eftir þetta fjölliðamóL A- og B-liðum ÍBV gekk líka ágætlega. Bæði liðin enduðu í sjöunda sæti sem er þokkalegur árangur.

Huginn Helgason nýr aðstoðarþjálfari

Í byrjun janúar var gengið frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara hjá knattspyrnuliði ÍBV en Sveinn Sveinsson, aðstoðarþjálfari liðsins síðasta sumar, ákvað að gefa ekki kost á sér á ný. Huginn Helgason, fyrrverandi leikmaður liðsins, var ráðinn í starfið en auk þess mun hann sjá um annan flokk karla. Huginn mun sjá um æfingahóp ÍBV hér í Eyjum í vetur, í samstarfi við Magnús Gylfason þjálfara ÍBV.

Gunnar Berg áfram

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú af krafti fyrir Evrópumótið sem fram fer í Slóveníu í lok janúar en liðið spilaði m.a. þrjá leiki gegn Sviss um helgina. Eyjamennirnir í liðinu, Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson fengu aðeins að spreyta sig í leikjunum en eftir leikina var fækkað um fjóra í íslenska liðinu. Þrátt fyrir að verja tíu skot á þrjátíu mínútum, var Birkir Ívar einn þeirra sem duttu út úr hópnum en Gunnar Berg er enn á meðal þeirra átján sem skipa hópinn.

Endurtaka Kolaportið

Á síðasta ári hélt kvennalið ÍBV í knattspyrnu lítið Kolaport þar sem gamlir munir voru til sölu á hlægilegu verði. Nú hafa stelpurnar ákveðið að endurtaka leikinn, ekki síst vegna góðra undirtekta bæjarbúa en áætlað er að setja upp lítið Kolaport í Týsheimilinu í lok febrúar. Íris Sæmundsdóttir, leikmaður ÍBV, segir að stemmningin síðast hafi verið góð en nú eigi að bæta um betur. „Við ætlum ekki bara að selja sjálf, heldur bjóðum við fólki að selja hluti fyrir það og svo ætlum við líka að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að taka bás á leigu til að selja sínar vörar. Við ætlum að búa til alvöru Kolaport og nú verður fólk bara að taka þátt í þessu með okkur." sagði Íris

Þrír sigrar í æfingaleikjum

Karlalið ÍBV hélt til Danmerkur um miðjan janúar og lék þar tvo æfingaleiki. Reyndar byrjaði æfingaferðin með leik gegn Fram sem verður í efri deild þegar Íslandsmótið hefst að nýju. Eyjamenn sigruðu í leiknum með 6 mörkum, 31 -37 og fengu þar með gott veganesti með sér til Danmerkur. Þar hélt velgengni Eyjamanna áfram því í Danaveldi mætti IBV einu úrvalsdeildarliði og toppliðinu í 1. deild. Fyrst var leikið gegn úrvalsdeildarliði Alaborg og sigruðu Eyjamenn í leiknum 26-32. Leikmenn ÍIBV voru svo ekki í teljandi vandræðum með topplið 1. deildarinnar dönsku, Viborg en þann leik vann ÍBV með níu mörkum, 23- 32. Til stóð að Guðfinnur Kristmannsson myndi koma til móts við ÍBV og leika með liðinu í Danmörku en þegar á reyndi fékk hann sig ekki lausan úr vinnu. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV var sáttur við ferðalagið. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þrír sigurleikir sem verður að teljast gott hjá karlaliði ÍBV, sérstaklega miðað við gengi okkar fram að þessu í vetur, þannig að ég er bara mjög sáttur. Svona ferð er líka mjög góð fyrir liðsheildina, hópurinn þjappar sér saman þannig að við eigum að vera nokkuð klárir fyrir átökin í 1. deild í næsta mánuði."

Stóðu uppi sem sigurvegarar

Knattspyrnulið ÍBV kvenna  lék sína fyrstu leiki fyrir komandi tímabil en þá tók liðið þátt í Hitaveitumótinu sem fram fór í Reykjaneshöll. Um var að ræða tvo leiki, fyrst var leikið gegn Íslandsmeisturum KR og svo gegn Stjörnunni. Leikurinn gegn KR var hörkuviðureign en Olga Færseth skoraði tvö af mörkum ÍBV og Margrét Lára eitt. Þar með var IBV komið í úrslitaleik mótsins þar sem liðið mætti Stjörnunni. Eyjastúlkur vora undir 1-3 þegar rúmlega 20 mínútur vora eftir en gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu áður en leiktíminn var úti. Úrslit leiksins fengust svo í vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV skoraði úr fimm vítaspyrnum en Stjarnan fjórum.

Sprækar stelpur í 5. flokki

Stelpurnar í 5. flokki C í handbolta hafa verið að gera það gott í vetur. Þær standa vel að vígi í Íslandsmótinu og á dögunum unnu þær fjölliðamót. Þetta er frábær árangur þar sem 25 lið taka þátt hverju sinni og tvisvar hafa þær orðið í öðru sæti og einu sinni í fyrsta. Einnig lspiluðu þær sjö leiki, unnu sex og gerðu eitt jafntefli og markatalan var 106-53 A og B liðin voru einnig að standa sig vel þar sem margar af þeim stúlkum eru á yngra ári.

Veðrið setti strik í ferðir yngri flokkanna

Um miðjan janúar átti unga fólkið í Eyjum að leika bæði í handbolta og fótbolta uppi á landi. Veðrið var mjög vont og ákvað ÍBV í samráði við foreldra að senda ekki börnin út í óvissuna. Enda var bæði slæmt sjóveður og slæm færð á vegum um allt land. Fyrir vikið fær fimmti flokkur karla ekki tækifæri á að leika í Íslandsmótinu innanhúss þar sem leikið hefur verið í öllum riðlum Íslandsmótsins. KSÍ gat hins vegar komið 4. flokki fyrir í öðrum riðli. Þá átti sjötti flokkur karla og kvenna að leika í handknattleik en hætt var við þá ferð. Eini flokkurinn sem fór upp á land var 3. flokkur kvenna í knattspyrnu en liðið lék fimm leiki. Úrslit leikjanna urðu þessi: IBV-Stjarnan 0-1, ÍBV-Keflavík5-3, ÍBV-Víkingur 4-0, ÍBV-FH 2-2, ÍBV-Fylkir 7-1. ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og kemst þar með ekki í úrslit.

Stelpurnar áfram

Eyjastúlkur mættu búlgarska liðinu Etar Veliko 64 tvívegis um miðjan janúar í Áskorendakeppni Evrópu og fóru báðir leikirnir fram í Eyjum. Eyjastúlkur renndu nokkuð blint í sjóinn en þegar á reyndi voru gestirnir mun slakari en ÍBV og áttu Eyjastúlkur ekki í vandræðum með að tryggja sig áfram með stórsigri í fyrri leiknum. Síðari leikurinn var hins vegar tilraunastarfsemi frá upphafi til enda, sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert en ólíkt skemmtilegra hefði verið að vinna báða leikina. Það var ljóst strax á fyrstu mínútu að Eyjaliðið var mun sterkara. ÍBV byrjaði af miklum krafti, skoraði fyrstu þrjú mörkin áður en gestirnir svöruðu úr vítakasti. Eyjastúlkur bættu svo við átta mörkum í viðbót og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 11-1 fyrir ÍBV. Eftir þetta færðist ró yfir leikinn, liðin skiptust á að skora en það duldist engum hvort liðið var betra og staðan í hálfleik var 19-8. Seinni hálfleikur var svo eins ójafn og sá fyrri, Eyjastúlkur juku muninn út leikinn og mestur varð munurinn 23 mörk, 38-15 en það voru gestirnir sem áttu síðasta orðið í leiknum og minnkuðu muninn niður í 22 mörk. Mörk ÍBV: Anna Yakova 12/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Birgit Engl 4, Sylvia Strass 4, Alla Gokorian 4, Anja Nielsen 3, Eh'sa Sigurðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Sæunn Magnúsdóttir 1, Hildur Jónsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 16.

Síðari leikurinn var hins vegar á allt öðrum nótum enda ljóst að erfitt var fyrir Aðalstein Eyjólfsson að fá leikmenn til að halda einbeitningu. Í stað þess að keyra á byrjunarliðinu, lét hann varamenn liðsins sjá um leikinn að mestu leyti og fyrir vikið var leikurinn jafn lengst af. Eyjastúlkur voru reyndar ávallt með örugga forystu, allt þar til fimm mínútur voru eftir að búlgarska liðið jafnaði og komst svo yfir í næstu sókn, 18-17. Eyjastúlkur náðu ekki að skora mark síðustu mínúturnar og því urðu þetta lokatölur leiksins. ÍBV komst áfram í 16 liða úrslit og sigraði búlgarska liðið samanlagt 55- 34. Óneitanlega glæsilegur árangur en óneitanlega hefði verið skemmtilegra að vinna seinni leikinn. Mörk ÍBV: Anna Yakova 5/1, Birgit Engl 4, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Varin skot: Julia Ganfimorova 17.

Eyjapeyjar á úrtaksæfingar

Þrír leikmenn ÍBV í knattspyrnu, Andri Ólafsson, Tryggvi Bjarnason og Jón Skaftason hafa verið boðaðir til æfinga hjá U-21 árs liði Íslands. Munu það vera fyrstu æfingar nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar. Þá hefur Ólafur Þór Berry verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-19 ára liðinu. Auk þess verða æfingar hjá U-17 ára landsliðinu og þar eiga Eyjamenn einn fulltrúa, Ellert Scheving Pálsson en nokkra athygli vekur að af 55 leikmönnum sem valdir voru á æfingar U-17 ára liðsins, eiga Eyjamenn aðeins einn fulltrúa

Auðveldur sigur

Eyjastúlkur léku gegn botnliði Fram í Eyjum. Leikurinn var jafnari en flestir áttu von á en sigur IBV var hins vegar aldrei í hættu og lokatölur urðu 35-26. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, gaf varamönnum liðsins tækifæri í leiknum í gær, Edda Eggertsdóttir kom inn á línuna og Ester Óskarsdóttir stýrði sóknarleiknum. Hún sýndi hversu efnileg hún er en þess má geta að hún er enn aðeins í fjórða flokki. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en einkenndist fyrst og fremst af furðulega harðri dómgæslu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru komnar sex brottvísanir í leiknum, sem urðu alls fimmtán og auk þess tvö rauð spjöld. Þetta er ekki síst furðulegt í ljósi þess að leikurinn var mjög prúðmannlega leikinn. Þá hafa vítin sjaldan verið fleiri, alls nítján í leiknum öllum og þurfti stundum ekki annað en að ryðjast á varnarmann til að fá víti. Staðan í hálfleik var hins vegar 19-14. Í upphafi síðari hálfleiks gerðu Eyjastúlkur svo út um leikinn, náðu mest átta marka forystu sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Lokatölur leiksins urðu svo 35-26 en með sigrinum komst ÍBV aftur í efsta sæti deildarinnar. Mörk ÍBV: Anna Yakova 7/2, Birgit Engl 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Anja Nielsen 4, Sylvia Strass 3/2, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 2/1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19/1.

ÍBV með yfírburði

ÍBV tók á móti Víkingum seinni hluta janúar mánaðar. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað, gestirnir skoruðu fyrsta markið og fyrstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að skora. En eftir það áttu Eyjastúlkur góðan leikkafla og náðu þriggja marka forystu. Leikmenn Víkings voru hins vegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 13-12 en á lokakaflanum skoruðu leikmenn ÍBV fimm mörk gegn einu marki gestanna og staðan í hálfleik var 18-13. Síðari hálfleikur var svo lengst af í jafnvægi, það er að segja, liðin skiptust á að skora og munurinn var fimm til sjö mörk. Sigur ÍBV var því aldrei í hættu, varamenn ÍBV fengu tækifæri undir lokin og skiluðu sínu hlutverki, lokatölur 35-27. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 7/3, Sylvia Strass 6, Birgit Engl 6, Anna Yakova 5, Anja Nielsen 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 17/1.

Sigur á Breiðabliki

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék æfingaleik gegn 1. deildarliði Breiðabliks og fór leikurinn fram í Fífunni. Í liði Eyjamanna mátti sjá nokkra nýliða í hópnum, m.a. Daníel Hafliðason sem hefur æft með liðinu að undanförnu. Eyjamenn unnu leikinn, 3-1 og var Daníel einmitt einn af markaskorurum liðsins en Gunnar Heiðar og Bjarni Geir skoruðu hin mörkin. Magnús Gylfason, þjálfari liðsins var ánægður með leik sinna manna. „Þetta var bara nokkuð öruggt hjá okkur, auðvitað enginn sambafótbolti en mér fannst Blikarnir ekki eiga séns gegn okkur. Það vantaði nokkra í okkar lið en í staðinn fékk ég tækifæri til að prófa nýja leikmenn sem stóðu sig vel. Í liðinu hjá okkur voru þrír leikmenn sem við erum að skoða, Daníel Hafliðason, Baldur Sigurðsson sem kemur frá Húsavík og svo Magnús Már Lúðvíksson. Þetta eru allt færir knattspyrnumenn og spurning hvort við semjum við þá," sagði Magnús.

Bikararnir raðast til Eyja

Kvennalið IBV í knattspyrnu hefur nú tekið þátt í tveimur æfingamótum í janúar og árangurinn hefur heldur betur verið góður. Þannig unnu stelpumar Hitaveitumótið og tóku svo þátt í Sparisjóðsmótinu á Akureyri. Eyjastelpur léku þrjá leiki í mótinu og unnu þá alla og markatala ÍBV í mótslok var glæsileg, 21 mark skorað en sex fengin á sig. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir að hann væri ánægður með mótið. „Já, núna komum við heim með bikar eftir hverja helgi. Þetta var samt strembið ferðalag, við lögðum af stað með Herjólfi á föstudagsmorgun og spiluðum svo fyrsta leikinn síðar um kvöldið á Akureyri. En stelpumar stóðu sig vel og ég var mjög ánægður með þær í þessari ferð," sagði Heimir. Úrslit ÍBV um helgina: ÍBV-Þór/KA/KS 7-5 (Olga 3, Margrét 2, Ema Dögg og Elena) ÍBV-Norðurlandslið 7-0 (Olga 3, Thelma Sigurðard. Pálína, Margrét, Elena) ÍBV-Stjarnan 7-1 (Bryndís 3, Karítas, Margrét, Olga)

Góð ferð hjá 2. flokki

2. flokkur karla í handknattleik nýtir hlé Remaxdeildarinnar vel. Liðið hafði aðeins leikið einn leik fyrir áramót og á því fullt af leikjum inni. Strákarnir léku þrjá leiki eina helgi í janúar en þeir unnu tvo leiki og töpuðu einum. Úrslitin voru þessi: Afturelding - ÍBV 27-25, Stjarnan - ÍBV 26-37, Fjölnir-ÍBV 30-38.

4. flokkur karla lék í fjölliðamóti en með ÍBV í riðli voru ÍR, Selfoss og Afturelding. Eyjapeyjar töpuðu öllum leikjunum og enduðu í neðsta sæti riðilsins.

Fjórði flokkur kvenna í knattspyrnu lék í sínum riðli í innanhússknattspyrnu og var leikið á Hvolsvelli. Með ÍBV í riðli voru Afturelding, Fylkir, KFR, KR og Ungmf. Bessastaðahrepps en ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og komst ekki í úrslit. Úrslit voru þessi: IBV 6 -UMF-Bessastaðahr. 2, ÍBV 5-KR 0, ÍBV 2- KFR 3, ÍBV 2- Fylkir 2 og ÍB V 5 -Afturelding 0.

Fjögur í úrtaki

Þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Sigurlásdóttir og Karítas Þórarinsdóttir hafa verið kallaðar á úrtaksæfingar hjá U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Æfingarnar í Reykjaneshöll og Egilshöll síðustu helgina í janúar. Þá er Ólafur Berry í úrtaki í U-19.

Verða með fiskidag einu sinni í mánuði

Kvennaráð IBV í handknattleik hélt fiskidag þar sem í boði voru alls kyns kræsingar úr sjávardjúpunum. Bryggjudagur hefur ávallt verið haldin af handknattleiksráði kvenna yfir sumartímann þar sem slegið er upp heljarmikilli veislu á bryggjunni en fiskidagurinn hefur minni umgjörð og áherslan lögð á góðan fisk á góðu verði. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksráðs kvenna, sagði í samtali við Fréttir að viðtökurnar hefðu verið ágætar. „Við reyndar heyrðum það svo eftir helgi að það voru einhverjir sem voru bara búnir að gleyma þessu eða vissu ekki af þessu. En við ætlum að laga það, auglýsa þetta betur næst þannig að þetta ætti ekki að fara framhjá neinum." Næst segirðu, stefnið þið á að halda svona fiskidag aftur? „Já, hugmyndin er að hafa fiskidag einu sinni í mánuði. Fólk þekkir þessa þjónustu hjá okkur frá Bryggju-deginum og þó við bjóðum upp á mikið úrval af fiski á fiskidegi þá er umgjörðin ekkert í líkingu við Bryggjudaginn. Við hins vegar bjóðum þetta á góðu verði og njótum góðs af velvilja fiskvinnslufyrirtækja í bænum. Mörg eru að gefa okkur þessar afurðir og þannig höfum við möguleika á að halda þetta." Hlynur og félagar voru ekki aðeins að bjóða upp á ferska ýsu um helgina því þar mátti finna saltfisk, kleinur og kjúklinga.

Garðbæingar léttur biti

ÍBV lék gegn Stjörnunni í Garðabænum en Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum. En Eyjastúlkur voru greinilega of stór biti fyrir Garðbæinga því lokatölur leiksins urðu 29-38. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu tuttugu mínúturnar og liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum. En síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks blómstraði lið ÍBV og skoruðu stelpurnar níu mörk gegn fimm mörkum heimastúlkna og breyttu stöðunni úr 10-12 í 15-21, sem voru hálfleikstölur. Það tók Eyjastúlkur svo ekki langan tíma í síðari hálfleik að gera út um leikinn því í stað þess að heimastúlkur minnkuðu muninn þá juku Eyjastúlkur hann og mestur varð munurinn tíu mörk, 24-34. Í lok leiksins sýndi leikklukkan í Garðabæ 29-37 en eftir að hafa horft á myndbandsupptöku af leiknum þá er ekki annað að sjá en að leikurinn hafi endað 29-38. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV staðfesti þetta og sagðist hafa grunað að það vantaði eitt mark upp á en vildi ekki gera mál úr því þar sem sigurinn skipti öllu máli. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 8/3, Anja Nielsen 6, Sylvia Strass 4, Birgit Engl 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 15/1.

2. flokkur karla á siglingu

2. flokkur karla lék tvo leiki gegn HK síðustu helgina í janúar. Leikirnir fóru þannig að í fyrri leiknum sigraði ÍBV með tíu marka mun en í þeim síðari með átta, 32- 24. Staðan í riðlinum er þannig að ÍBV er í þriðja sæti með tíu stig eftir sex leiki, Stjarnan er í öðru sæti með tólf stig eftir sjö leiki og Haukar eru efstir með tólf stig eftir átta leiki. Fjórði flokkur kvenna lék í þriðju umferð Íslandsmótsins en í sama riðli og ÍBV voru Fylkir, Valur og Stjarnan. ÍBV tapaði gegn Fylki, 12-11 og gegn Val 14-18 en unnu svo Stjörnuna 17-11.  

Nýr starfsmaður hjá ÍBV

ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið nýjan starfsmann en þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga. Starf hans verður að þjálfa þrjá flokka félagsins í knattspyrnu en auk þess mun Kiddi skipuleggja ferðir allra flokka félagsins og í sumar mun hann aðstoðar við skipulagningu mótanna tveggja, Shellmótsins og Vöruvalsmótsins. Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV sagði það væri mikill fengur fyrir félagið að fá Kidda til starfa.

Tillaga ÍBV um undanúrslit í bikarnum ekki samþykkt

Ársþing KSÍ fór fram síðustu helgina í janúar á Selfossi en IBV lagði fram eina tillögu, um að færa undanúrslitaleiki bikarkeppninnar aftur heim í hérað í stað þess að spila þá á Laugardalsvellinum. Tillagan var felld. Menn virðast ekki vera sammála hvernig atkvæðagreiðslan fór, forráðamenn ÍBV segja að tillagan hafi verið naumlega felld en aðrir segja að tillagan hafi verið kolfelld. Það sem kannski svíður mest er andstaða landsbyggðaliða en sem dæmi má nefna að bæði ÍA og KA greiddu gegn tillögunni sem kom veralega á óvart. Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði það vera mikil vonbrigði að tillagan hafi ekki náð í gegn.

FEBRÚAR:

Finnbogi semur

Ungur og efnilegur Eyjapeyi skrifaði undir hjá félaginu á upphafsdögum febrúar en það er Finnbogi Friðfinnsson, sonur Friðfinns Finnbogasonar í Eyjabúð og fyrrverandi leikmanns ÍBV. Finnbogi hefur leikið með yngri flokkum félagsins og er án efa einn efnilegasti markvörðurinn sem komið hefur upp í Eyjum í áraraðir.

ÍBV afhenda áritaðan búning

Í byrjun febrúar fóru leikmenn ÍBV í heimsókn til Gunnars Karls Haraldssonar og afhentu honum ÍBV-búning áritaðan af leikmönnum liðsins. Gunnar er mikill keppnismaður og gefur ekki tommu eftir í baráttu sinni við veikindin. Gunnar myndi sóma sér vel í búningi ÍBV sem fulltrúi metnaðar og keppnishörku. Einnig afhentu leikmenn meistaraflokks Gunnari íþróttagalla sem er gjöf frá ÍBV aðalstjóm. Hvöttu leikmenn Gunnar til dáða um leið og Gunnar vildi fara sjá leikmenn vinna titil næsta sumar. Var þetta til að kitla hláturstaugar leikmanna sem sáu að þeir gátu engu svarað skemmtilegu skoti Gunnars.

Petra í raðir KR

Fyrrum markvörður ÍBV í knattspyrnu, Petra Fanney Bragadóttir gekk í raðir Íslandsmeistara KR en Petra lék síðast með ÍBV síðastliðið sumar. Petra þekkir ágætlega til í herbúðum KR en hún hefur æft með liðinu meðan hún dvelur í Reykjavík. Markvörður KR-inga, landsliðsmarkvörðurinn Þóra Helgadóttir, er í námi í Bandaríkjunum og hefur ávallt misst úr nokkra leiki á hverju sumri og er Petru ætlað að fylla í skarðið á meðan. Petra hefur leikið með ÍBV alla tíð og lék sex leiki með liðinu í efstu deild sumarið 2003. Koma enska landsliðsmarkvarðarins Rachel Brown varð hins vegar til þess að Petra lagði skóna á hilluna tímabundið.

Stórsigur á ÍR-ingum

Karlalið ÍBV lék tvo æfingaleiki fyrstu helgina í febrúar en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi átök í 1. deild Íslandsmótsins. Leikið var gegn úrvalsdeildarliðunum Haukum og ÍR og var leikið gegn Haukum á föstudag. Guðfinnur Kristmannsson var að leika sína fyrstu leiki með liðinu og ljóst að leikmenn þurftu tíma til að kynnast honum og hann liðinu. Haukarnir voru mun sterkari í leiknum og lokatölur urðu 31-21 fyrir Haukana. Daginn eftir léku strákarnir svo gegn ÍR-ingum en þeir enduðu í efsta sæti suðurriðils á meðan ÍBV endaði í því sjötta. En Eyjamenn báru litla virðingu fyrir silfurliði síðustu leiktíðar og sigruðu mjög örugglega, 17-30.

Tveir nýir leikmenn í bætast í hópinn  

Knattspyrnuliði ÍBV í kvennaflokki hefur borist góður liðsauki fyrir komandi sumar því um helgina skrifuðu þær Elín Anna Steinarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Bryndís lék upp alla yngri flokka með Tý og IBV og svo í meistaraflokki IBV en ákvað að söðla um fyrir síðasta tímabil og lék í 1. deildinni með ÍR. Þeir sem þekkja til kvennaknattspyrnunnar vita að Bryndís er allt of góður leikmaður til að vera í 1. deild og ákvað hún á dögunum að snúa aftur heim til ÍBV. Félagsskipti Elínar Önnu hafa legið nokkuð lengi í loftinu en Elín Anna var samningsbundin Breiðabliki. Félagið braut hins vegar á samningi við hana sem gerði henni kleift að rifta samningnum og ganga í raðir ÍBV.

Handboltinn óskar eftir styrk

Þrjú erindi frá handknattleiksdeild kvenna ÍBV voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 10.febrúar. Fyrst var það vegna greiðslu fyrir matarboð í tengslum við Evrópukeppnina en það gleymdist að ræða það fyrir leikinn að vaninn sé að bærinn borgi fyrir veisluna. Kostnaðurinn var um 200 þúsund krónur. Annað bréf var um sama mál og óskaði Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksráðs að í stað greiðslu fyrir veisluna var óskað eftir því að bæjaryfirvöld komi að ferðakostnaði vegna ferðar stelpnanna til Frakklands. Þriðja bréfið var svo tekið fyrir en þar er formlega óskað eftir styrk vegna ferðarinnar til Frakklands og kemur fram að kostnaður sé allt að ein og hálf milljón króna. Engin styrkur kemur frá Evrópusambandinu líkt og gerist í knattspyrnunni og fellur því allur kostnaður á handknattleiksdeildina. Bæjarráð samþykkti að eiga fund með forráðamönnum ÍBV - íþróttafélags til að ræða fjárhagsleg samskipti þessara aðila.

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn um miðjan febrúar og voru um fimmtíu manns á fundinum. Farið var yfir reikninga síðasta árs auk þess sem nokkrar tillögur lágu fyrir fundinum. I umræðu um reikninga aðalstjórnar og deilda ÍBV-íþróttafélag kom fram að nokkurrar óreiðu gætir hjá sumum deildum. Skoðunarmenn félagsins treystu sér ekki til að skrifa undir reikninga félagsins en fundurinn samþykkti þá engu að síður með þeim formerkjum að senda ársreikninga aftur til skoðunarmanna tíl samþykktar. Þá voru menn sammála um að færa þurfi bókhald deilda félagsins til betri vegar og jafnvel yrði það hlutverk skrifstofu ÍBV að sjá um bókhald deildanna. Ekkert var ákveðið í þeim efnum. Af tillögum sem lágu fyrir má nefna að allar fjáraflanir á vegum ÍBV fara nú í gegnum aðalstjórn en áður voru deildinnar hver í sínu horni og rákust fjáraflanir jafnvel á. Þá var samþykkt að félagið fjárfesti í nýju bókhaldsforriti í þeirri viðleitni að koma bókhaldi deilda í réttan farveg. Þá benti Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar á að þó að margt mætti betur fara í starfinu þá væri unnið mjög gott starf hjá ÍBV sem ekki mætti falla í skuggann á umræðunni um það sem þarf að bæta og tóku menn undir það. Ný stjórn var kosin, Óskar Freyr Brynjarsson var endurkjörinn sem formaður félagsins en auk hans eru þau Björgvin Eyjólfsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Guðný Einarsdóttir og Olga Bjarnadóttir í stjórn en varamenn eru þeir Tryggvi Kr. Ólafsson og Magnús Bragason. Skoðunarmenn reikninga félagsins fyrir árið 2004 eru þeir Gísli Valtýsson og Hörður Óskarsson.

ÍBV afhenti fjórum leikmönnum viðurkenningu samkvæmt nýjum reglum um slíkt. Nú verður miðað við leiki í deild, bikar, deildarbikar og Evrópukeppni með ÍBV og einstaklingum afhentar viðurkenningar fyrir 100 leiki, 150 leiki, 200 leiki og svo framvegis. Í ár fengu þeir Birkir Kristinsson (116), Bjarnólfur Lárusson (134), Hjalti Jóhannesson (139) og Ingi Sigurðsson (320) viðurkenningar fyrir leikjafjölda.

Í úrslit fjórða árið í röð

ÍBV komst í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð eftir að hafa unnið FH nokkuð sannfærandi í undanúrslitunum, 34 - 24. Í úrslitaleiknum mætir ÍBV hins vegar hinu Hafnarfjarðarliðinu, Haukum en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Haukar höfðu betur. Leikurinn var nánast eftir bókinni og í samræmi við það sem ÍBV hefur verið að gera í síðustu leikjum. Hraðinn var mikill og FH-ingar virtust ráða ágætlega við hann framan af. Varnarleikur ÍBV var reyndar afar slakur í fyrri hálfleik og þannig áttu gestirnir auðveldara með að fá góð færi. Þó að ÍBV hafi ávallt verið skrefinu á undan þá náðu þær aldrei að hrista Hafnfirðinga af sér og í hálfleik munaði aðeins tveimur mörkum, 16-14. Það var augljóst að ræða Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara ÍBV hitti beint í mark í leikhléi því Eyjastúlkur voru mun grimmari í síðari hálfleik. Strax frá fyrstu mínútu tóku þær völdin á vellinum, skoruðu fjögur mörk úr fyrstu fimm sóknum sínum á meðan gestirnir náðu aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Reyndar var varnarleikur og markvarsla hjá IBV í upphafi síðari hálfleiks í hæsta gæðaflokki og Hafnfirðingar náðu aðeins að skora tvívegis úr fyrstu sautján sóknum sínum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjastúlkur komnar tíu mörkum yfir, 29-19 og úrslitin ráðin. Undir lokin virtust gestirnir ætla að minnka muninn en Guðbjörg Guðmannsdóttir tók þá loksins við sér, skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og tryggði ÍBV farseðil í úrslitaleik bikarkeppninnar og lokatölur leiksins urðu 34-24. Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Alla Gokorian 8, Sylvia Strass 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 23/1 GUÐBJÖRG Guðmannsdóttir gerði vonir FH að engu á lokasprettinum þar sem hún skoraði fjögur síðustu mörkin.

Tryggvi til Orgryte

Tryggvi Guðmundsson gekk í febrúar í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte en fyrir eru tveir Íslendingar hjá liðinu, Jóhann Birnir Guðmundsson og Atli Sveinn Þórarinsson. Tryggvi hafði sett stefnuna suður á bóginn, helst á meginland Evrópu eða til Englands en erfið meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum snjalla sóknarmanni þannig að engin spennandi tilboð bárust.

Tvö stór töp fyrir Íslandsmeisturunum

Kvennalið ÍBV lék sína fyrstu leiki í Reykjavíkurmótinu en þá lék liðið tvívegis gegn KR. Leikirnir fóru báðir fram í Egilshöll. IBV tapaði báðum leikjunum stórt, annars vegar 5-1 og hins vegar 5-3 en Eyjastúlkur höfðu unnið KR fyrr í vetur í Hitaveitumótinu og því komu þessi töp nokkuð á óvart. Mörk ÍBV: Olga Færseth (2), Íris Sæmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eitt hvor.

Hanna Gudný hætt

Markvörðurinn efnilegi í kvennaliði ÍBV í knattspyrnu, Hanna Guðný Guðmundsdóttir, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hanna flutti til Reykjavíkur í vetur og hefur lítið getað æft vegna vinnu og í kjölfarið ákvað hún að taka sér frí frá knattspyrnunni. Þetta setur liðið í vandræði þar sem enginn varamarkvörður er til staðar en Heimir Hallgrímsson fékk lánaðan markvörð úr Haukum, sem að öllum líkindum mun leika nokkra leiki með liðinu.

Skrifar undir þriggja ára samning

Andri Eyvindsson skrifaði undir 3ja ára leikmannasamning við knattspyrnudeild IBV. Andri er fæddur 1986 og er á öðru ári í 2.flokki. Andri er einn af þeim fljótu og kappsömu leikmönnum sem eru að koma upp í meistaraflokk á næstu árum ef hann heldur áfram á þeirri braut sem knattspyrnudeildin skapar honum.

Tap í léttum æfingaleik

Karlalið IBV í knattspyrnu undirbýr sig nú af krafti fyrir sumarið en um helgina var áætlaður æfingaleikur Grindavíkinga og Eyjamanna. Leiknum var hins vegar frestað þar sem Grindvíkingar fengu ekki tíma í Reykjaneshöllinni og því fóru engir leikmenn frá Eyjum upp á land. En síðar um daginn losnaði tími og því fór Magnús Gylfason, þjálfari IBV að smala í lið. Í liði ÍBV mátti m.a. finna fyrrverandi leikmann liðsins, lánsmann úr öðrum liðum, í það minnsta tvo leikmenn sem eru í skoðun og í síðari hálfleik skellti Birkir Kristinsson sér í framlínuna en náði ekki að skora. Magnús Gylfason sagði að tilgangur leiksins hafi fyrst og fremst verið að komast inn úr kuldanum. „Ég tók enga leikmenn úr Eyjum þannig að þetta var frekar fámennur hópur. Þá fór ég í það að smala og fékk t.d. leikmenn úr Völsungi sem ekki komust í 16 manna hóp þeirra um helgina og svo spilaði Hjalti Jóhannesson með okkur. En þetta var fyrst og fremst hugsað sem góð æfing og gott að komast inn úr frostinu."

Von um sæti í átta liða úrslitum

ÍBV lék gegn franska úrvalsdeildarliðinu Le Havre í 16 liða úrslitum Áskorendakeppninnar á heimavelli þeirra síðarnefndu. Það var ljóst strax í byrjun að einbeitning leikmanna ÍBV var í hámarki. Leikmenn ætluðu að sanna sig gegn einu af toppliðum frönsku deildarinnar og þegar sjö mínútur voru búnar var staðan orðin 2-6 fyrir IBV. Lengst af í fyrri hálfleik munaði þremur til fjórum mörkum á liðunum en undir lok fyrri hálfleiks minnkuðu Frakkarnir muninn niður í eitt mark, 12-13. En þá tóku Eyjastúlkur við sér, skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og voru þar með þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15. Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir ÍBV því það tók Frakkana aðeins sjö mínútur að jafna leikinn, 16-16 og svo aftur 17-17. En með Öllu Gorkorian fremsta í flokki í sóknarleik ÍBV náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í hag. Á lokakaflanum gekk ÍBV allt í haginn, liðið skoraði sex mörk gegn aðeins einu marki Frakkanna og sigruðu með átta mörkum, 22-30. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Anna Yakova 5/1, Sylvia Strass 4, Birgit Engl 4, Anja Nielsen 2. Varin skot: Julia Gantimorova 23.

ÍBV-stelpurnar deildarmeistarar C-liða

Um miðjan febrúar var haldið eitt af fimm deildarmótum vetrarins í fimmta flokki kvenna og fór mótið fram í Eyjum. ÍBV sendi þrjú lið til keppni og sagði Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari stelpnanna, að hún hefði mjög stóran og góðan hóp úr að velja. Árangurinn var mjög góður og miklar framfarir hjá stelpunum. A lið félagsins lenti í 4. sæti í 1. deild og B liðið í 2. sæti 1. deildar. Báðir flokkamir sýndu miklar framfarir. Unnur sagði að áður hafi liðin verið að tapa stórt gegn sumum af liðunum en þau voru mörg hver lögð að velli um helgina eða að leikirnir töpuðust naumt. Það var aftur á móti C liðið sem náði bestum árangrinum þegar þær urðu deildarmeistarar.

Jafntefli í fyrsta leik

Karlalið ÍBV í handbolta byrjaði loks keppni í 1. deild Íslandsmótsins þegar Víkingar voru sóttir heim. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, Víkingar leiddu þó leikinn með einu til tveimur mörkum mest allan hálfleikinn en Eyjamönnum tókst að jafna fyrir leikhlé, 10 -10. Í upphafi síðari hálfleiks náði ÍBV svo forystu í leiknum og þegar fimm mínútur voru eftir leiddi liðið 18 - 20. Víkingum tókst þó að jafna metin, 22 - 22 þegar 40 sekúndur voru eftir. Eyjamenn fengu boltann en brenndu af og Víkingar fengu aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir og Eyjamenn tveimur leikmönnum færri. Þeim tókst ekki að nýta sér það og niðurstaðan varð jafntefli. Erlingur Richardsson, þjálfari, var mjög ánægður með varnarleikinn og markvörsluna í liðinu. „Það stendur upp úr og það að menn börðust vel. Það var mikill vilji í liðinu en það sem betur mátti fara var sóknarleikurinn. Hann var ekki nógu góður og skotnýtingin léleg, aðeins 37%." Mörk ÍBV: Guðfinnur Kristmannsson 7, Michael Lauritzen 4, Sigurður Ari Stefánsson 3, Joseph Böze 2, Robert Bognar 2, Zoltan Belanyi 2, Sigurður Bragason 2. Varin skot: Jóhann Ingi Guðmundsson 23.

Á úrtaksæfingar

Þrír leikmenn ÍBV hafa verið kallaðir á úrtaksæfingar hjá U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Það eru þær Karitas Þórarinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Sigurlásdóttir. U-19 ára liðið tekur þátt í milliriðli fyrir Evrópumótið en riðillinn fer fram í Póllandi dagana 18. til 25. apríl.

Unglingaráð ÍBV-íþróttafélags skrifar

Í lok síðasta árs var skipað nýtt unglingaráð IBV-íþróttafélags sem hefur sett sér það markmið að efla allt unglingastarf félagsins og gera iðkendum kleift að stunda bæði knattspyrnu og handknattleik hjá félaginu. Einnig er það eitt af markmiðum ráðsins að efla allt innra starf félagsins og m.a. að félagslífið verði eins öflugt og mögulegt er. Til þess að þessi markmið geti ræst þá hefur unglingaráðið hrint af stað átaki í samstarfi við aðalstjórn félagsins, og aðalmarkmið þess er „aukin þátttaka barna og unglinga í starfi félagsins". ÍBV- íþróttafélag þarf að fjölga iðkendum hjá félaginu í knattspyrnu og handknattleik og um leið að stuðla að hollri hreyfingu barna og unglinga. ÍBV-íþróttafélag vill vera sem áður öflugt félag á landsvísu bæði félags og afrekslega, og til þess að svo verði þá þurfa að vera til staðar iðkendur í hverjum aldursflokki til að gera það mögulegt. Takmarkið er því að kynna starf félagsins fyrir sem flestum börnum og unglingum, ásamt því að hvetja sem flesta til að stunda íþróttir. ÍBV-íþróttafélag vill stuðla að því að sem flestir geti æft knattspyrnu og handknattleik án þess að það komi niður á annarri hvorri greininni. Þannig teljum við hjá félaginu að náist að byggja upp sterka einstaklinga sem njóta alhliða þjálfunar, en hitt er einnig ljóst að félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur. Einnig öðlast börn og unglingar aukinn sjálfsaga og styrk og hafa íþróttir mikið forvarnargildi gegn neyslu vímuefna eins og nýleg könnun Rannsóknar og greiningar ehf. staðfestir enn og aftur. Niðurstaðan í þeirri könnun var sú að börn og unglingar sem stunda íþróttir eru síður líkleg til að neyta vímuefna en þau sem ekki stunda einhverja íþrótt. Á síðustu misserum hefur ÍBV- íþróttafélag þurft að búa við minni þátttöku yngri iðkenda og meira brottfall eldri iðkenda. Þeirri þróun vill félagið snúa við og í samvinnu við þjálfara félagsins, foreldra barna og unglinga og skólakerfið er mögulegt að snúa þeirri þróun við. Því viljum við beina því til foreldra að hvetja börn sín til að stunda íþróttir sínar vel og hvetja þau til þátttöku sem ekki eru þátttakendur nú í dag. Það er í höndum foreldra að aðstoða börnin við að taka fyrstu skrefin og leggja stund á íþróttir. Í lok þessarar viku verða bekkir í báðum grunnskólum bæjarins heimsóttir og öllum börnum og unglingum afhent veggspjald þar sem kemur fram hvatning til þeirra frá unglingaráði og frá nokkrum afreksmönnum félagsins í knattspyrnu og handknattleik. Einnig eru á veggspjaldinu æfingatöflur allra flokka félagsins þannig settar upp að auðvelt á að vera fyrir foreldra að fylgjast með hvenær æfingar barna þeirra fara fram. Það er mikilvægt að þessu átaki sé fylgt vel eftir og því höfðum við til foreldra að hvetja börn sín til aukinnar þátttöku og um leið að styrkja ÍBV-íþróttafélag til frekari dáða. IBV-íþróttafélag hefur metnað til að eflast og standa áfram í fararbroddi innan íþróttahreyfingarinnar, og í þeim tilgangi mun félagið setja aukinn kraft í að hlúa að þjálfun og innra starfi félagsins. Liður í því er að fjölga þjálfurum hjá félaginu og hvetja yngra fólkið til að taka að sér þjálfun í meiri mæli. Núverandi ráði hefur tekist að koma því vel af stað því nú þegar eru fjórir nýir og upprennandi þjálfarar að taka sín fyrstu spor í knattspyrnuþjálfun. Í desember sl. var haldið þjálfaranámskeið í knattspyrnu hér í Eyjum og alls voru þar 15 þátttakendur sem luku A-stigi í þjálfunarstiga KSÍ. Stefnt er að áframhaldandi námskeiðshaldi og næst er það námskeið á vegum HSÍ sem vonandi verður sett á mjög fljótlega. Það er mjög mikilvægur þáttur í starfi félagsins að hafa vel menntaða þjálfara sem skilar sér um leið í betri þjálfun og í kjölfarið öflugri árangri einstakra iðkenda sem og flokka. Á næstu vikum munu þjálfarar og aðrir tengdir hreyfingunni rita greinar í þeim tilgangi að halda þessu málefni á lofti og leggja þessu átaki lið. ÍÞRÓTTIR stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama og eru besta forvörnin gegn neyslu vímuefna. Tökum því höndum saman og stöndum vel við bakið á bömum okkar og eflum félagsstarf ÍBV okkur öllum til hagsbóta.

Unglingaráð ÍBV, Ingi Sigurðsson, Hafdís Hannesdóttir, Eva Káradóttir, Magnús Sigurðsson, Guðbjörg Lilja Þórarinsdóttir og Kristján

Komnar í átta liða úrslit

ÍBV komst í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu þegar þær gerðu jafntefli við franska úrvalsdeildarliðið Le Havre, 27-27. Þessi úrslit dugðu ÍBV til að komast áfram þar sem liðið sigraði Frakkana með átta marka mun í fyrri leiknum. Samanlagt sigruðu stelpumar því 57- 49, nokkuð sannfærandi þrátt fyrir að þarna væri um að ræða lið sem var í þriðja sæti frönsku deildarinnar. Frakkarnir byrjuðu betur og vora komnir með þriggja marka forystu eftir aðeins tíu mínútna leik, 2-5. En Alla Gorkorian var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og hún dreif stelpurnar með sér. Eyjastúlkur náðu aftur yfirhöndinni og staðan í hálfleikvar 11-10. Í upphafi síðari hálfleiks var forskotið komið upp í fjögur mörk, 16-12 en þá hrökk allt í baklás, Frakkarnir komust aftur inn í leikinn og liðin skiptust á að skora. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka náðu Frakkarnir hins vegar góðum leikkafla og komust tveimur mörkum yfir, 23-25. En eins og í fyrri hálfleik náðu Eyjastúlkur að vinna sig aftur inn í leikinn og þegar mínúta var eftir var staðan 27-26 og IBV í sókn. Eyjastúlkur náðu hins vegar ekki að nýta færið, Frakkarnir brunuðu í sókn og jöfnuðu leikinn. Lokatölur urðu því 27-27 sem þýðir að IBV er í pottinum í átta liða úrslitum keppninnar. Árangur IBV er án efa sá glæsilegasti sem náðst hefur í kvennahandboltanum á Íslandi.. Mörk IBV: Alla Gorkorian 8/3, Birgit Engl 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sylvia Strass 4, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Anna Yakova 2, Anja Nielsen 1. Varin skot: 11

Sigur í fyrsta deildarbikarleik

Karlalið ÍBV lék fyrsta leik sinn deildarbikarkeppninni gegn Stjörnunni og fór leikurinn fram í knattspyrnuhöllinni Fífunni. Eyjamenn sigruðu í leiknum 5-2 en staðan í hálfleik var 3-1. Magnús Már Lúðvíksson, knattspyrnumaðurinn sem nú er í skoðun hjá ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn og bætti svo öðru við fljótlega eftir það en bæði mörkin skoraði hann með höfðinu. Garðbæingar minnkuðu hins vegar muninn en skömmu fyrir leikslok var það Bjarnólfur Lárusson sem skoraði þriðja mark ÍBV með skalla. Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark, 3-2 fljótlega í síðari hálfleik. Bjarnólfur skoraði annað skallamark sitt í leiknum um stundarfjórðungi fyrir leikslok og bætti svo við þriðja markinu sínu og fimmta marki ÍBV eftir að Eyjamenn höfðu fengið óbeina aukaspyrnu í teig Garðbæinga. Reyndar hafði Bjarnólfur fengið tækifæri til að ná þrennu fyrr í leiknum en þá lét hann verja frá sér vítaspyrnu.

Strákarnir stefna ótrauðir á toppinn

Karlalið ÍBV sótti lið Breiðabliks heim en Eyjamenn mættu mjög ákveðnir til leiks en strax á upphafsmínútunum komust þeir þremur mörkum yfir. Mikael Lauritzen fór fremstur í flokki en hann byrjaði leikinn í vinstra horninu en hefur til þessa yfirleitt leikið í því hægra þrátt fyrir að vera rétthentur. Eyjamenn héldu þriggja marka forystu lengst af í fyrri hálfleik en voru svo fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13- 17. Síðari hálfleikur fór vel af stað hjá Eyjamönnum og fljótlega var munurinn kominn í átta mörk 13-21. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna en Eyjamenn settu aftur í gír og komust aftur átta mörkum yfir, 22- 30. Eftir það slökuðu leikmenn IBV á klónni og heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir leikslok. Lokatölur urðu 28-34 en ÍBV er sem stendur í fjórða sæti 1. deildar með þrjú stig. Eyjamenn hafa reyndar aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið þrjá til fimm. Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins sagði í samtali við Fréttir að hann væri ánægður með sigurinn. „Við vorum komnir með átta marka forystu í seinni hálfleik en svo fengu varamennirnir að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel en Blikarnir náðu að minnka muninn þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Við erum búnir að ná í þrjú stig á útivelli af fjórum mögulegum en maður veit eiginlega ekkert um hin liðin. Selfyssingar hafa komið verulega á óvart en FH-ingar hafa verið í basli í sínum leikjum en þeim var spáð góðu gengi." Mörk ÍBV: Mikhael Lauritsen 7, Sigurður Ari Stefánsson 6,Josef Böse 4/2, Zoltan Belányi 4, Guðfinnur Kristmannsson 3, Björgvin Rúnarsson 3, Robert Bognar 3, Erlingur Richardsson 1, Kári Kristjánsson 1, Sigurður Bragason 1, Sindri Haraldsson 1/1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 21/2, Eyjólfur Hannesson 3.

2. flokkur karla

Annar flokkur karla lék ásunnudaginn gegn Haukum í Íslandsmótinu og fór leikurinn fram á Ásvöllum. Eyjamönnum hefur gengið illa að komast í leiki í vetur og eiga talsverðan fjölda leikja inni á önnur lið. Engu að síður eru strákarnir um miðjan riðil. Haukar eru hins vegar í öðru sæti og höfðu þeir betur gegn ÍBV, lokatölur urðu 30- 29.

Fjórir á úrtaksæfingar

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Sigurlásdóttir hafa verið boðaðar á úrtaksæfingar hjá U-19 ára landsliðið Íslands. Um er að ræða einn æfingaleik og æfingu daginn eftir. Ólafur Þór Berry, knattspyrnumaðurinn efnilegi, hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U-19 ára landsliði Íslands. 31 leikmenn voru valdir til æfinganna. Þá hefur Birkir Hlynsson verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum með Undir 17 ára liðinu.

Sætur sigur í frábærum leik

Leik ÍBV og Hauka í bikarúrslitum kvenna verður minnst sem eins skemmtilegasta bikarúrslitaleiks kvenna fyrr og síðar. Leikurinn bauð upp á allt sem prýðir góðan úrslitaleik, hraða, spennu, dramatík og góð tilþrif. Eyjastúlkur hafa leikið mjög hraðan handbolta síðari hluta vetrar og áttu margir von á því að Hafnfirðingar næðu ekki að fylgja þeim eftir en annað kom á daginn. Það var í raun aðeins í blálokin sem stuðningsmenn gátu fagnað sigri en lokatölur leiksins urðu 35-32. Leikurinn fór ekki vel af stað hjá IBV, varnarleikurinn var slakur og sóknarleikurinn hægur. Liðið hefur oft leikið betur en og í raun náðu stelpurnar sér aldrei á flug. Það sýnir hins vegar styrk IBV að sigra Hauka, sem líklega voru að leika sinn besta leik í vetur. Það var mikill sálfræðisigur hjá stelpunum að jafna og komast svo yfir á síðustu andartökum fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 17:16 fyrir ÍBV. IBV byrjaði vel í síðari hálfleik og fljótlega var munurinn orðinn fjögur mörk. Sá munur hélst lengst af en þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka minnkuðu Haukar muninn niður í eitt mark, 31 -30. En þá tóku leikmenn ÍBV aftur við sér, skoruðu fjögur mörk gegn einu marki Hafnfirðinga og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn árið 2004. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9/3, Sylvia Strass 9, Anna Yakova 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Birgit Engl 4, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19.

Bikarmeisturunum fagnað við heimkomuna

Það var mikið um dýrðir á Básaskersbryggju þegar Herjólfur lagðist að bryggju rétt um klukkan 20.00 með nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvennahandboltanum. Fjöldi manns var á bryggjunni og fagnaði stelpunum. Bæjarstjóri og forráðamenn íþróttahreyfingarinnar færðu þeim blóm og heillaóskir og að lokum var mikil flugeldasýning stelpunum til heiðurs. Þær fengu meðal annars blóm og heillaóskir frá Haukastelpum, andstæðingum þeirra í úrslitunum, og KA-sem vann karlabikarinn.

Að sigra í slökum leik er hefð góð

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari, var að stýra liði í fyrsta skipti í bikarúrslitum en virkaði þrátt fyrir það sallarólegur á hliðarlínunni. „Ég á kannski eftir að fá smá spennufall en ég var ferlega rólegur á meðan á leiknum stóð," sagði Aðalsteinn í leikslok í samtali við Fréttir. Hann sagði undirbúning liðsins hafa verið góðan en vandamálið væri spennustig leikmanna. „Það var það eina sem ég hafði áhyggjur af og við hittum kannski ekki alveg á rétt spennustig í byrjun leiks. Leikmenn unnu sem einstaklingar og það boðar ekki gott en um leið og við fórum að vinna sem liðsheild og fórum að spila okkar bolta þá fór þetta að rúlla hjá okkur," sagði Aðalsteinn og bætti við að Haukarnir ættu hrós skilið fyrir góðan leik. ,,Þær voru margar Haukastúlkurnar sem blómstruðu í dag og báru uppi liðið. Stelpur, sem ekki hafa sýnt mikið í vetur. Leikurinn þróaðist þannig að við hefðum getað klárað leikinn svona tíu sinnum í síðari hálfleik en það datt ekki alveg okkar megin." Aðalsteinn var ekki alls kostar sáttur við dómgæsluna í leiknum. „Hún var okkur alls ekki í hag og virkilegt ósamræmi í henni. Mér fannst leikurinn ekki fljóta nógu vel og margt óhagstætt Eyjaliðinu í þeim efnum." Aðalsteinn sagði að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV stóran hluta leiksins. „Samt sem áður getur maður ekki verið annað en sáttur við að klára þetta og þá kemur gamla klisjan upp í hugann að sigra í slökum leik hlýtur að vera hefð góðra liða."

Gat dottið báðum megin

Guðbjörg Guðmannsdóttir var kampakát í leikslok enda búin að sigra í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. „Þetta var alveg rosalega gaman og með því skemmtilegra sem ég hef upplifað. Þetta var sigur þó þetta hafi ekki verið fallegasti leikur okkar í vetur. Þetta var spennuleikur eins og þeir gerast bestir og svona eiga bikarúrslitaleikir að vera. Þetta hefði í sjálfu sér getað dottið báðum megin en við tókum þetta í dag og það var frábært."  

Gáfu okkur aukastyrk á lokasprettinum

Alla Gorkorian var markahæst í Eyjaliðinu ásamt Sylviu Strass með níu mörk en hún var samt sem áður ekki sátt við sinn leik. „Nei, ég er ekki ánægð með minn hlut í leiknum. Þetta gekk ekki nógu vel en okkur tókst að vinna og það skipti öllu. Við byrjuðum leikinn illa og það var mikið af mistökum, sendingar rötuðu ekki rétta leið og svo var dómgæslan alls ekki nógu góð." Alla sagði aftur á móti að liðið hafi sýnt mikinn karakter með því að klára leikinn. „Það var ekki síst frábærum stuðningi áhorfenda að þakka, þau voru frábær á pöllunum og gáfu okkur aukastyrk á lokasprettinum."

Skipti öllu að ná forystunni á lokakafla fyrri hálfleiks

Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði IBV, tók við sínum fyrsta bikar og vonandi ekki þeim síðasta og var að sjálfsögðu himinlifandi með afrakstur dagsins. „Við byrjuðum alveg rosalega illa en sýndum mikinn karakter með að komast yfir á lokakafla fyrri hálfleiks. Ég held að það hafi skipt rosalega miklu máli að vera með forystuna í hálfleik enda höfðum við verið undir allan leikinn fram að því. Ég er ekki viss um að okkur hefði tekist að vinna ef við hefðum ekki náð því." Elísa sagði leikinn hafa verið alveg dæmigerðan bikarúrslitaleik, spennustig leikmanna hátt og mikið af mistökum. „Svo hélt vörnin ekki en þetta hafðist og það skiptir öllu. Leikurinn sjálfur skiptir ekki öllu, takmarkið var að vinna og hvernig við fórum að því skiptir ekki máli því við erum á leiðinni heim með bikarinn."

Tveir mikilvægir heimasigrar

Karlalið ÍBV lék tvo leiki á heimavelli í lok febrúar, fyrst gegn Þór frá Akureyri en svo gegn Selfossi. Leikurinn gegn Þór var jafn til að byrja með en eftir tíu mínútna leik fór að draga í sundur með liðunum. Jafnt og þétt juku Eyjamenn við forskotið og staðan í hálfleik var 19-10. Eins og sjá má á markaskorun ÍBV í fyrri hálfleik var mikill hraði í leiknum, nokkuð sem heimamenn réðu vel við en gestirnir ekki. Í hálfleik var nánast skipt um lið, þeir sem byrjuðu á bekknum hjá ÍBV fengu tækifæri en það var ekki að sjá á leik liðsins þar sem enn dró í sundur með liðunum. Lokatölur urðu svo 43-21, 22 marka stórsigur Eyjamanna og skoruðu allir útileikmenn ÍBV nema einn. Mörk IBV: Robert Bognar 7, Josef Böse 7/1, Björgvin Rúnarsson 5, Sigurður Ari Stefánsson 5, Zoltan Belany 5/1, Guðfinnur Kristmannsson 4, Kári Kristjánsson 3, Michael Lauritsen 2, Erlingur Richardsson 2, Sindri Haraldsson 2, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 16/1, Eyjólfur Hannesson 6.

Fyrir leikinn gegn Selfossi voru bæði lið ósigruð í 1.deild. Fyrstu mínúturnar voru gestirnir  sterkari og komust m.a. tveimur mörkum yfir en smám saman náðu Eyjamenn að komast inn í leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks fundu leikmenn ÍBV svo taktinn og skoruðu hvert markið á fætur öðru en sterkur varnarleikur og góð markvarsla skilaði liðinu mörgum hröðum sóknum. Staðan í hálfleik var 16-10. En Selfyssingar voru ekki af baki dottnir og með Eyjamanninn og þjálfara sinn, Sebastian Alexandersson í miklu stuði milli stanganna, tókst gestunum að minnka muninn niður í þrjú mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn galopinn að nýju. Liðin skiptust á að skora en undir lokin gáfust Selfyssingar hreinlega upp og Eyjamenn sigruðu með átta marka mun, 35-27. Mörk ÍBV: Rober Bognar 11, Sigurður Ari Stefánsson 7, Zoltan Belany 6, Josef Böse 3, Guðfinnur Kristmannsson 3, Björgvin Rúnarsson 3, Erlingur Richardsson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 20/1.

Jafntefli í deildarbikarnum

Karlalið ÍBV lék gegn Fram í deildarbikarnum en þetta var annar leikur Eyjamanna, áður hafði liðið sigrað Stjörnuna. Leikurinn gegn Fram fór fram í Egilshöll og það voru Eyjamenn sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Bjarnólfur Lárusson úr víti eftir að brotið hafði verið á Gunnari Heiðari Þorvaldssyni í vítateig Framara. En Framarar náðu að jafna fyrir leikhlé, úr vítaspyrnu og urðu það lokatölur leiksins, 1-1.

Basar í Týsheimilinu

Stelpurnar í fótboltanum hafa undanfarið efnt til basars í Týsheimilinu í anda Kolaportsins. Þar hafa þær boðið upp á ýmislegt sem þeim hefur verið gefið og líka hafa aðrir mætt með sitt dót og selt. Úrvalið er alveg ótrúlega mikið og margir hafa litið við og gert góð kaup.

Sigur og tap

Annar flokkur karla lék gegn jafnöldrum sínum úr Aftureldingu en Mosfellingar eru í efsta sæti B - riðils en flest liðin í riðlinum hafa leikið fleiri leiki en ÍBV. Eyjamenn fóru hins vegar illa að ráði sínu því það voru Mosfellingar sem voru sterkari og sigruðu með fjórum mörkum, 25- 29 en staðan í hálfleik var 10-15 gestunum í vil. Mörk ÍBV: Grétar Eyþórsson 9, Sindri Haraldsson 5, Leifur Jóhannesson 4, Magnús Sigurðsson 4, Jens Elíasson 2, Guðni Ingvarsson 1. Þriðji flokkur karla lék í lok febrúar gegn Þór frá Akureyri. Eyjamenn byrjuðu vel í leiknum og voru yfir í hálfleik 15-10. Þeir misstu hins vegar flugið í síðari hálfleik og gestirnir komust inn í leikinn en á lokakaflanum náðu Eyjamenn aftur taki á leiknum og lokatölur urðu 24-20. Mörk ÍBV: Baldvin Sigurbjörnsson 8, Guðni Ingvarsson 6, Grétar Eyþórsson 4, Hilmar Björnsson 3, Sævald Páll Hallgrímsson 3.

Tvö töp í Reykjavíkurmótinu

Kvennalið IBV í knattspyrnu lék tvo leiki gegn Val í Reykjavíkurmótinu síðustu helgina í febrúar og báðir leikirnir fóru fram í Egilshöll. Fyrri leikurinn, sem leikinn var á laugardag endaði með tveggja marka sigri Vals, 2-4 en mörk IBV skoruðu þær Olga Færseth og Margrét Lára Viðarsdóttir. Síðari leikurinn var hins vegar afleitur hjá Eyjastúlkum og lokatölur urðu 8-2 en Valur komst í 8-0. Aftur voru það Olga og Margrét Lára sem skoruðu fyrir ÍBV en ÍBV er neðst í efri deild Reykjavíkurmótsins eftir fjóra leiki og markatalan er fjórtán mörk í mínus.

MARS:

4. flokkur karla

4. flokkur karla lék í síðasta fjölliðamóti sínu fyrstu helgina í mars í Framheimilinu. Strákarnir hafa verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur undir stjórn Sigurðar Bragasonar, þjálfara síns sem hefur náð að skapa góða stemmningu á meðal strákanna. Nú er aðeins úrslitakeppnin eftir og verður hún leikin helgina 26.-28. mars. Úrslit helgarinnar voru annars þessi: ÍBV-Fram 25-28, ÍBV-Höttur 17- 16, ÍBV-Völsungur 17-17.

Stelpurnar virðast óstöðvandi

Kvennalið ÍBV heldur áfram sigurgöngu sinni í handboltanum en í byrjun mars lék liðið tvo leiki, á útivelli gegn Haukum og heima gegn KA/Þór, og sigruðu stelpurnar í báðum leikjunum.  Í leiknum gegn Haukum var gríðarlegur hraði en að sama skapi var varnarleikur beggja ekki merkilegur. ÍBV byrjaði betur og voru stelpurnar einu til tveimur mörkum yfir framan af. Um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar hins vegar yfir, 9-8 en þá tóku leikmenn ÍBV aftur við sér og náðu þægilegu forskoti fyrir hálfleik, 14-18. Í upphafi síðari hálfleiks var jafnræði með liðunum en um leið og varnarleikurinn hjá IBV lagaðist, dró aftur í sundur með liðunum. Lokatölur leiksins urðu 39-34. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Birgit Engl 7, Sylvia Strass 6/2, Alla Gokorian 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Anja Nielsen 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1, Nína K. Björnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 17/1.

Nokkrum dögum síðar léku Eyjastúlkur svo gegn sameiginlegu liðið KA og Þórs frá Akureyri en staða liðanna í deildinni varð til þess að flestir áttu von á mjög auðveldum sigri ÍBV. Sú varð raunin en varamenn IBV léku lengst af í leiknum og skiluðu sínu hlutverki mjög vel. Þeir leikmenn sem spila mest fyrir ÍBV byrjuðu leikinn og náðu góðu forskoti á fyrstu tíu mínútum leiksins. Eftir það var komið að varamönnum IBV að spila en þrátt fyrir það voru Eyjastúlkur mun betri. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir fór hamförum í vinstra horninu og sýndi það og sannaði að þar er á ferðinni ein efnilegasta handknattleikskona landsins. Þá kom Edda Eggertsdóttir einnig sterk inn í lið IBV, lék flestar stöður og leysti það vel. Ester Óskarsdóttir átti einnig góða spretti og athyglisvert að fylgjast með henni í framtíðinni. Allir leikmenn liðsins nema einn skoruðu í leiknum, meira segja Julia Gantimorova, markvörður ÍBV skoraði yfir allan völlinn. Lokatölur leiksins urðu 38-25 en staðan í hálfleik var 21 -9. Eftir þessa leiki er ÍBV komið með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn. Mörk IBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 8, Edda Eggertsdóttir 6/1, Birgit Engl 6, Ester Óskarsdóttir 4/1, Anna Yakova 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Sylvia Strass 2, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 2/1, Alla Gokorian 1, Hildur G. Jónsdóttir 1, Julia Gantimorova 1.

Í efsta sæti í deildinni

Karlalið ÍBV hefur verið á mikilli siglingu eftir áramót og hefur ekki enn tapað leik. Eyjamenn léku tvo leiki fyrstu vikuna í mars, fyrst var tekið á móti FH-ingum og svo léku strákarnir á útivelli gegn Aftureldingu. Leikurinn gegn FH var harður, mikið barist en oft á tíðum fór minna fyrir handboltanum. Eyjamenn voru sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 18-13 fyrir ÍBV. En Hafnfirðingar börðust mjög vel í síðari hálfleik og náðu smám saman að minnka muninn. Kaflaskipti urðu í leiknum um miðjan síðari hálfleik þegar Amar Pétursson, fékk sína þriðju brottvísun en við það efldust gestirnir frekar en hitt. Eyjamenn sigruðu hins vegar eftir spennandi lokamínútur, lokatölur 33-29. Mörk ÍBV: Josef Böse 8/1, Robert Bognar 8, Sigurður Bragason 5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Erlingur Richardsson 3, Zoltán Belany 2/1, Guðfinnur Kristmannsson 2, Michael Lauritsen 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 21.

ÍBV spilaði gegn Aftureldingu þremur dögum síðar. Leikurinn var jafn til að byrja með en síðustu tíu mínútur í fyrri hálfleik náðu Eyjamenn upp góðum varnarleik og í kjölfarið komu nokkur hraðaupphlaup sem nýttust vel. Staðan í hálfleik var 8-14. Síðari hálfleikur var á allt öðrum nótum en sá fyrri og augljóst að Eyjamenn voru komnir á bragðið. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru, mörg hver úr hraðaupphlaupum eftir að hafa unnið boltann í vörn og þá var Jóhann Guðmundsson í banastuði í markinu. Mestur varð munurinn tólf mörk, 13-25 en leikurinn endaði með ellefu marka sigri ÍBV, 20-31. Eins og áður sagði var Jóhann Guðmundsson að verja mjög vel í marki ÍBV en alls varði hann 28 skot, þar af tvö víti. Mörk IBV: Guðfinnur Kristmannsson 6, Robert Bognar 5, Michael Lauritsen 5, Sigurður Ari Stefánsson 5, Björgvin Þór Rúnarsson 3, Zoltan Belany 3, Ríkharð Guðmundsson 2, Sindri Haraldsson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 28/2, Eyjólfur Hannesson 2.

Endar ná ekki saman

Kostnaðurinn sem fylgir þátttöku í Áskorendakeppninni í handboltanum gríðarlegur og hleypur hann á annarri milljón fyrir hverja umferð. Eyjastúlkur hafa nú farið í gegnum þrjár umferðir og ef dæmið er einfaldað þá ætti kostnaðurinn að vera í kringum fimm milljónir. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksráðs kvenna segir að innkoma á leikina hafi ekki verið eins góð og menn höfðu vonast til, þó að stemmningin hefði verið óaðfinnanleg. „Maður er kannski alltaf að vonast eftir að fleiri mæti, sama hversu margir koma. Við finnum fyrir miklum stuðningi við liðið en fólk verður að átta sig á því að þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við Eyjamenn verðum að leggjast á eitt ef við viljum ná árangri. Núna eru góðir menn að vinna með okkur í að afla fjár og við bindum miklar vonir við þá. En það vantar enn töluvert upp á að endar nái saman" segir Hlynur. „En með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem að vora á leiknum og ég er viss um að án þeirra hefði liðið aldrei komist áfram. En til að við getum spilað heimaleikinn okkar í Eyjum í næstu umferð verðum við að fá 1.000 manns og það verður takmarkið. Með samstilltu átaki tekst okkur Eyjamönnum það."

Glæsilegasti árangur íslensks handboltaliðs

Eyjastúlkur mættu króatíska liðinu Brodosplit Vranjic í byrjun mars og unnu samanlagt 60-58. Leikið var á laugardag og sunnudag. Það var fyrst og fremst frábær frammistaða liðsins í fyrri leiknum sem varð þess valdandi að ÍBV er nú í pottinum í undanúrslitum. Þá sigruðu Eyjastúlkur með ellefu marka mun og var sigurinn síst of stór. Fyrri leikur liðanna var mjög góður af hálfu Eyjastúlkna en eftir jafnar upphafsmínútur tóku þær öll völd á vellinum og hreinlega yfirspiluðu gestina. Króatarnir voru ekki sáttir við sinn leik, kenndu ferðaþreytu um enda hafði liðið ferðast í tæpan sólarhring fyrir leikinn. Það verður hins vegar ekki tekið af leikmönnum ÍBV að þær léku mjög vel og fremstar í flokki voru þær Julia Gantimorova í markinu sem varði 26 skot og Birgit Engl sem skoraði níu mörk og var sterk í hjarta varnarinnar. Lokatölur leiksins urðu 37-26 en staðan í hálfleik var 18-12. Mörk ÍBV: Birgit Engl 9, Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Sylvia Strass 6, Anna Yakova 6, Alla Gokorian 5/1, Anja Nielsen 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 26.

Leikirnir tveir voru hins vegar eins og svart og hvítt því í síðari leiknum voru það gestirnir sem voru mun sterkari. Flestir voru á því að ÍBV væri komið áfram í undanúrslit eftir fyrri leikinn enda ekki á hverjum degi sem ÍBV tapar á heimavelli. En annað kom á daginn. Leikurinn var afar erfiður fyrir ÍBV, króatíska liðið náði mest tíu marka forystu en komst ekki lengra. Lokatölur urðu 32-23, níu marka sigur Brodosplit Vranjic sem þýddi að IBV var komið áfram. Leikmenn IBV virtust ekki mæta með réttu hugarfari í leikinn, höfðu ekki stórar áhyggjur í upphafi leiks þegar skotin rötuðu ekki rétta leið. Þegar þær lentu 6 til 7 mörkum undir fór ÍBV að leika varfærnislega, í stað þess að leika sinn leik. Það var ekki fyrr en undir lokin að stuðningsmenn könnuðust við leik liðsins. Þá keyrðu Eyjastúlkur upp hraðann og í raun skiptir ekki máli hvernig Eyjastúlkur léku í leiknum, IBV er komið áfram í undanúrslit. Mörk ÍBV: Anna Yakova 9/3, Sylvia Strass 6/1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Alla Gorkorian 2, Anja Nielsen 1.

Langar til Þýskalands Aðalsteinn Eyjólfsson var uppgefinn og raddlaus eftir síðari leik. „Það fóru margar hugsanir í gegnum hausinn á mér í síðari hálfleik, ekki síst þegar þær náðu muninum í tíu mörk. Það mátti ekki miklu muna," sagði Aðalsteinn. „Við vorum ekki nógu einbeitt, Það vantaði græðgina og viljann til að skora í dag og liðið small einfaldlega ekki saman í dag. Taugarnar voru á köflum þandar til hins ýtrasta en við náðum að snúa spennunni upp í gleði seint í leiknum, skoruðum mikilvæg mörk og komum okkur áfram í þessari keppni. Ég er í raun jafn óánægður með leikinn og ég var ánægður með leikinn í gær en þar vorum við að spila virkilega vel," sagði Aðalsteinn en á hann sér einhverja óskamótherja? „Ég hef lengi sagt að mig langar til Þýskalands. Það eru þrjú þýsk lið ennþá í keppninni og það væri gaman að komast í vöggu handboltans í Evrópu."

Áttum von á minni mótspyrnu Eftir leikina var haldið hóf í Týsheimilinu þar sem formaður bæjarráðs, Andrés Sigmundsson, afhenti forráðamönnum Brodosplit Vranjic og dómurum leiksins bækur með ljósmyndum af Vestmannaeyjum. Þá tók til máls einn af forráðamönnum króatíska liðsins og í máli hans kom m.a. fram að þeir hafi átt von á mun minni mótspyrnu frá IBV. „Við töldum okkur heppna þegar við drógumst gegn ÍBV, litlu liði frá lítilli eyju við suðurströnd Íslands. En svo sjáum við núna að hér er vel staðið að málum, öflugt lið og áhorfendur sem styðja vel við bakið á sínu liði. Við erum jafnframt þakklát fyrir þær móttökur og velvilja sem okkur var sýndur hér og vonum að ÍBV vegni vel í keppninni." Rogny Nenad aðstoðarþjálfari króatíska liðsins sagði í leikslok að sínar stúlkur hafi tapað fyrri viðureigninni vegna ferðaþreytu. „Það verður aftur á móti ekki tekið af Vestmannaeyjaliðinu að þar fer gott og reynslumikið lið sem spilar vörnina mjög stíft og ákveðið. Úrslitin hefðu orðið önnur ef við hefðum komið degi fyrr. Við óskum ykkur góðs gengis í undanúrslitum."

Mikilvægir sigrar

ÍBV tók á móti Víkingum í toppslag 1. deildar. Leikurinn var kaflaskiptur, Víkingar voru mun sterkari í 45 mínútur en þá hrökk allt í baklás hjá þeim, Eyjamenn gengu á lagið og sigruðu 35-31 en í leikhléi var staðan 21 – l6 fyrir gestina. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn að Robert Bognar jafnaði fyrir ÍBV, 25-25. Við það var eins og allar flóðgáttir hafi opnast, Eyjamenn bættu við sex mörkum í viðbót án þess að Víkingar næðu að svara fyrir sig og staðan allt í einu orðin 31-25 fyrir ÍBV. Eyjamenn spiluðu svo skynsamlega á lokakaflanum, hægðu á leiknum, héldu Víkingum í öruggri fjarlægð og sigruðu 35-31. Mörk ÍBV: Robert Bognar 9, Sigurður Ari Stefánsson 7, Sigurður Bragason 6, Zoltan Belany 5/2, Josef Böse 2/1, Erlingur Richardsson 2, Björgvin Rúnarsson 2, Michael Lauritsen 1 og Guðfinnur Kristmannsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmundson 19.

Eyjamenn léku svo gegn Þór frá Akureyri fyrir norðan. Leikurinn fór vel af stað fyrir ÍBV og fljótlega náðu Eyjamenn undirtökunum en staðan í hálfleik var 10-17 fyrir Eyjamenn. Í upphafi síðari hálfleiks kom upp kæruleysi í leik Eyjamanna, heimamenn náðu að minnka muninn en náðu aldrei að jafna og Eyjamenn sigu aftur fram úr, lokatölur urðu 26-30. Mörk IBV: Zoltan Belany 10, Sigurður Ari Stefánsson 5, Erlingur Richardsson 5, Björgvin Þór Rúnarsson 3, Robert Bognar 3, Sigurður Bragason 2, Guðfinnur Kristmannsson 2. Varin skot: Jóhann Guðmundson 23.

Margrét Lára með þrennu í annað sinn

Þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth léku með íslenska kvennalandsliðinu gegn Skotlandi. Leikurinn fór fram í Egilshöll og er um leið fyrsti A-landsleikurinn sem fram fer innandyra hér á landi. Báðar voru í byrjunarliðinu og óhætt er að segja að Margrét Lára hafi minnt hressilega á sig. Þessi 18 ára gamla knattspyrnukona skoraði þrennu í leiknum og það sem meira er, þetta er önnur þrennan sem hún skorar með landsliðinu. Nú hefur Margrét leikið sex leiki með A-landsliðinu og hefur skorað átta mörk. Þar með er hún orðin næst markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi en aðeins þær Ásthildur Helgadóttir og Olga Færseth hafa skorað fleiri mörk. Og það sem meira er, enginn annar Íslendingur hefur áður skorað tvær þrennur með íslenska A-landsliðinu, hvorki í karla né kvennaknattspyrnunni. Þá má geta þess að aðeins er tæpt ár síðan að Margrét lék sinn fyrsta A-landsleik.

Fyrsta tap stelpnanna á heimavelli

ÍBV tapaði sínum fyrsta heimaleik í deildarkeppninni þegar Stjarnan kom í heimsókn. Það mátti merkja það á leik ÍBV strax frá upphafsmínútunni að stelpurnar hafa leikið tvo erfiða Evrópuleiki enda virkuðu leikmenn þungir og jafnvel áhugalausir. Stjörnustúlkur nýttu sér þetta og voru allan tímann yfir ef frá er talið upphaf leiksins en mestur varð munurinn fjögur mörk, 12-16. Eyjólfur Aðalsteinsson hefur greinilega haft sitthvað að segja við lærisveina sína því Eyjastúlkur mættu með allt öðru hugarfari í síðari hálfleik og úr varð spennandi viðureign. Um miðjan hálfleikinn jafnaði Guðbjörg Guðmannsdóttir 26-26 og eftir það skiptust liðin á að skora. Undir lok leiksins komust gestirnir hins vegar aftur tveimur mörkum yfir, 33-35 og það bil náðu heimastúlkur ekki að brúa nema hálfa leið og niðurstaðan því eins marks tap IBV á heimavelli, 34-35. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10/3, Sylvia Strass 6, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 6, Birgit Engl 4, Nína K. Björnsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 2, Anja Nielsen 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 12/1

Sigur og tap gegn Breiðabliki

Stelpurnar í fótboltanum léku tvo síðustu leiki sína í Reykjavíkurmótinu gegn Breiðabliki. Fyrri leikur liðanna fór fram sama dag og landsleikur Íslands og Skotlands og vantaði því leikmenn í bæði lið. Aðeins eitt mark skildi liðin að, það skoruðu Eyjastúlkur og unnu þar með sinn fyrsta leik í mótinu. Daginn eftir léku liðin svo aftur og í þetta sinn höfðu Blikastúlkur betur, lokatölur urðu 4-2.

Naumt tap fyrir FH

ÍBV lék í deildarbikarnum gegn FH og fór leikurinn fram Egilshöll. Liðin leika í efri deild, B-riðli. Atli Jóhannsson byrjaði á því að koma ÍBV yfir á átjándu mínútu en FH-ingar jöfnuðu fimmtán mínútum síðar og var staðan í leikhléi 1-1. Í síðari hálfleik skoruðu Hafnfirðingar tvívegis áður en Andri Ólafsson minnkaði muninn þremur mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Lokatölur urðu því 3-2 fyrir FH en Eyjamenn eru í fimmta sæti en átta lið eru í riðlinum.

Shell og ÍBV gera nýjan samning

Um miðjan mars undirrituðu Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs og Óskar Freyr Brynjarsson formaður ÍBV íþróttafélags, nýjan þriggja ára samning um áframhaldandi samstarf Skeljungs og ÍBV íþróttafélags um Shellmót í Eyjum. Shellmótið hefur unnið sér sess sem hápunktur knattspyrnunnar hjá 6. flokki drengja um allt land. Shellmótið hefur verið haldið síðan 1991 og því er mótið í ár hið fjórtánda í röðinni en áður var mótið kennt við Tomma. Um eitt hundrað knattspyrnulið alls staðar að af landinu koma til Vestmannaeyja í lok júní ár hvert til að taka þátt í Shellmótinu og lætur nærri að með aðstandendum og öðru fylgdarliði komi hátt í þrjú þúsund manns til Eyja á ári hverju í tengslum við mótið. Óskar Freyr sagði að samstarfið við Skeljung hefði verið mjög gott í gegnum árin. Gunnar Karl upplýsti að hann hefði í fyrsta skipti í fyrra komið á mótið sem gestur og þegar hann sá hversu glæsilega var staðið að þessu var ekki spurning í hans huga að hann vildi að Skeljungur héldi áfram að vera samstarfsaðili ÍBV í þessu móti.

Deildarmeistaratitillinn í höfn

Á sjö dögum í mars lék lið ÍBV fjóra leiki en til að tryggja sér sigur í deildarkeppninni vantaði fjögur stig upp á. Vikan fór ekki vel af stað, eftir tap gegn Stjörnunni á heimavelli kom annar tapleikurinn í röð gegn Gróttu/KR og tækifærunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fækkaði. En tveir sigurleikir gegn Fram gerðu það að verkum að ÍBV er deildarmeistari 2004. Leikurinn gegn Gróttu/KR olli vonbrigðum þar sem Eyjastúlkur stilltu upp sterku liði, aðeins Alla Gorkorian var hvíld. Það var hins vegar augljóst að leikmenn liðsins voru þreyttir og áhuginn fyrir deildarkeppninni í lágmarki. Álagið á lið ÍBV hefur verið vægast sagt mjög mikið, sjö leikir á tíu dögum og þar af tveir erfiðir leikir í Evrópukeppninni er líklega meira en flest lið myndu ráða við. En lokatölur í leik ÍBV og Gróttu/KR urðu 27-28 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-16. Eins og við var að búast voru leikirnir gegn Fram aðeins formsatriði enda Safamýrarliðið neðst í deildinni með aðeins eitt stig. Eyjastúlkur sýndu engan glansleik, fóru rólega af stað og unnu svo leikina í síðari hálfleik. Lokatölur í fyrri leiknum urðu 27- 39 en í síðari leiknum varð niðurstaðan tíu marka sigur ÍBV, 19-29. Ástæðan fyrir því að liðin léku tvívegis er að síðari leikurinn var hluti af þriðju umferð Íslandsmótsins. Liðið lék svo gegn FH, efsta sætið í deildinni var tryggt og því notaði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV tækifærið og gaf varamönnum liðsins enn meira tækifæri en í undanförnum leikjum. Byrjunarlið ÍBV var frábrugðið því sem sést hefur í liðinu mátti m.a. finna fjóra hornamenn og var Anja Nielsen t.d. í skyttuhlutverki og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var í hlutverki leikstjórnanda. Sóknarleikur ÍBV var ekki burðugur framan af og gestirnir náðu strax góðu forskoti en staðan í hálfleik var 9-22. Í síðari hálfleik var svo komið að varamönnum FH að fá tækifæri og við það snerist leikurinn ÍBV í hag, það er Eyjastúlkur unnu seinni hálfleikinn 17-11 en það dugði ekki til og lokatölur leiksins urðu 26-33. Þrír bestu leikmenn ÍBV í vetur, þær Anna Yakova, Alla Gokorian og Sylvia Strass léku ekkert í leiknum og Birgit Engl og Julia Gantimorova léku ekki mikið. Tölfræði vikunnar ÍBV-Grótta/KR; Sylvia Strass 9/5, Alla Gokorian 7/1, Birgit Engl 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Nína K. Björnsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 17 Fram-ÍBV Birgit Engl 11, Anna Yakova 11, Alla Gokorian 4, Nína K. Björnsdóttir 3, Anja Nielsen 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 1, Sylvia Strass 1, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1.

Fram-ÍBV Anna Yakova 12, Nína K. Björnsdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Birgit Engl 3, Sylvia Strass 2, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 2, Birna Þórsdóttir 1.

ÍBV-FH; Nína K. Björnsdóttir 7/3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 5, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Anja Nielsen 2, Edda Eggertsdóttir 2. Varin skot: Birna Þórsdóttir 6, Julia Gantimorova 5.

Tvö töp

Karlalið ÍBV Í knattspyrnu lék tvo leiki í deildarbikarnum, fyrst gegn Þrótti og svo gegn Keflavík. Fyrri leikurinn fór vel af stað hjá Eyjamönnum og var staðan orðin 0-2 fyrir þá strax í upphafi leiks. En Þróttarar voru ekki af baki dottnir, minnkuðu muninn fljótlega eftir það en Einar Hlöðver Sigurðsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-3 fyrir ÍBV þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var hins vegar afar illa leikinn af hálfu ÍBV, Þróttarar börðust hins vegar eins og ljón og uppskáru sigur, 4-3. Mörk ÍBV: Bjarni Rúnar Einarsson, Pétur Runólfsson og Einar Hlöðver Sigurðsson. Leikurinn gegn Keflavík var á öðrum nótum en Keflvíkingar komust yfir strax í upphafi leiks og bættu við öðru fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var mun betri hjá IBV og fljótlega náðu þeir að minnka muninn í eitt mark. En lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu því 2-l fyrir Keflavík.

Fyrsti leikur Halldórs

Halldór Sævar Grímsson, ungur og efnilegur markvörður, lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokki IBV í handknattleik um miðjan mars. Hann var í leikmannahópi ÍBV gegn Selfyssingum og kom inn á þar. Hann spilaði svo síðasta stundarfjórðunginn gegn Breiðablik og stóð sig vel, varði fjögur skot en Halldór er nítján ára gamall.

Vænleg staða í deildinni

Eyjamenn færðust nær sigri í 1. deild með tveimur sigrum, annars vegar voru Selfyssingar lagðir á Selfossi og hins vegar unnu Eyjamenn auðveldan sigur á Breiðabliki á heimavelli. Nú er staðan þannig að ÍBV dugir sigur í öðrum af tveimur lokaleikjum deildarinnar. Leikurinn gegn Selfyssingum var vel leikinn af hálfu ÍBV og fljótlega náðu Eyjamenn yfirhöndinni. Staðan í hálfleik var 15-21 fyrir ÍBV og ljóst hvoru megin sigurinn endaði. Síðari hálfleikur var svo í rólegri kantinum hjá Eyjamönnum og endaði leikurinn með átta marka sigri ÍBV, 26-34.

Strákarnir tóku svo á móti Breiðabliki en gestirnir hafa ekki náð að landa sigri eftir áramót. Leikurinn fór frekar rólega af stað, Eyjamenn léku ekki nema á hálfum hraða til að byrja með og því var jafnræði í byrjun. Það duldist hins vegar engum hvort liðið var sterkara og auk þess mættu gestirnir með aðeins níu leikmenn, tvo varamenn og var annar þeirra markmaður. Smám saman fór hins vegar að draga í sundur með liðunum og í hálfleik var staðan 21-13. Lokatölur urðu svo 42-27 og breytti engu að varamenn IBV luku leiknum. Mörk ÍBV: Davíð Óskarsson 8/2, Sigurður Ari Stefánsson 8, Robert Bognar 5, Erlingur Richardsson 4, Zoltan Belany 4, Michael Lauritsen 3, Sindri Haraldsson 3, Kári Kristjánsson 3, Guðfinnur Kristmannsson 2, Ríkharður Guðmundsson 1, Björgvin Þór Rúnarsson 1.

Leikmannamál að skýrast

Seinni hluta marsmánaðar var gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn sem munu spila með karlaliði ÍBV í knattspyrnu næsta sumar. Annars vegar Bandaríkjamanninn Mark Schulte og hins vegar við enska leikmanninn Ian Jeffs. Jeffs lék með IBV síðasta sumar, var þá á lánssamningi frá Crewe en mun ekki fá nýjan samning hjá félaginu og ákvað því að ganga í raðir IBV. Síðasta sumar lék hann sextán leiki með ÍBV í Landsbankadeildinni, skoraði fjögur mörk með liðinu en eitt af þeim var reyndar sjálfsmark. Mark Schulte var hins vegar til reynslu hjá ÍBV fyrr í mánuðinum og lék þá æfingaleik gegn Val. Hann er hávaxinn varnarmaður sem lék áður með bandaríska liðinu Minnesota Thunder.

Enduðu á sigri

Kvennalið ÍBV í handbolta lék tvo leiki síðustu vikuna í mars, fyrsti andstæðingur stelpnanna var Víkingur í Reykjavík, þar sem Aðalsteinn Eyjólfsson hvíldi lykilmenn. Anna Yakova og Alla Gorkorian voru ekki einu sinni í leikmannahópnum og fyrir vikið voru Eyjastúlkur dálítið lengi að ná áttum á vellinum og lokatölur urðu 28-23 Víkingum í vil Fyrri hálfleikur var afar slakur af hálfu ÍBV á meðan Víkingar léku mjög vel. Þær spiluðu mjög grimman varnarleik sem leikmenn IBV áttu ekkert svar við. Víkingar náðu strax forystunni í leiknum og jafnt og þétt jókst bilið á milli liðanna. Þegar leikmenn gengu svo til leikhlés var munurinn orðinn tíu mörk, 18-8 fyrir Víkinga. Leikmenn ÍBV mættu hins vegar mun ákveðnari í síðari hálfleik og eftir tíu mínútna leik var munurinn kominn niður í sex mörk. Julia Gantimorova var í miklu stuði og hélt áfram að verja vel í síðari hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir var munurinn kominn niður í tvö mörk. En þá var eins og orkan væri búin, Víkingar gengu á lagið og juku muninn í fimm mörk áður en yfir lauk. Mörk ÍBV: Sylvia Strass 8, Birgit Engl 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Ester Oskarsdóttir 1, Anja Nielsen 1, Nína K. Björnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 23/3  

Í síðasta leik í deildarkeppninni gegn Haukum var öllu tjaldað til og engin hvíldur en niðurstaðan varð líka öruggur, ellefu marka sigur ÍBV, 33- 22. Haukar komust strax tveimur mörkum yfir en þá tóku Eyjastúlkur öll völd á vellinum, breyttu stöðunni úr 1-3 í 14- 4, þrettán mörk gegn aðeins einu marki gestanna. Það var því ljóst þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður hvoru megin sigurinn endaði. Eftir þetta slökuðu leikmenn ÍBV á og staðan í hálfleik var 17-8 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik fengu svo varamenn IBV að spreyta sig en það kom ekki að sök. Aðalsteinn Eyjólfsson sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að nú væri komið að kaflaskiptum hjá ÍBV. „Þetta hefur verið langur mánuður, mikið álag og fyrir vikið hef ég hvílt lykilmenn í undanförnum leikjum. Það var nauðsynlegt fyrir okkur því næsti mánuður verður ekki síður strembinn, úrslit í Íslandsmótinu og svo undanúrslit í Evrópukeppninni. En engu að síður var mjög ljúft að vinna leikinn í dag, ég var ánægður með margt í leik liðsins og óánægður með annað sem sýnir að við getum enn bætt okkar leik. Núna fáum við smá pásu, fjóra daga og það verður gott fyrir okkur að fá loksins almennilega æfingu þar sem við getum fínpússað okkar leik fyrir átökin við KA/Þór í átta liða úrslitum," sagði Aðalsteinn. Mörk ÍBV: Anna Yakova 11/5, Alla Gokorian 7, Birgit Engl 5, Elísa Sigurðardóttir 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3, Anja Nielsen 2, Ester Óskarsdóttir 1, Sylvia Strass 1. Varin skot: Julia Gantimorova 27.

Spilað heima og heiman gegn Nurnberg

Áætlanir voru uppi um að hjá forráðamönnum ÍBV að selja heimaleikjaréttinn í Áskorendakeppninni enda höfðu forráðamenn þýska liðsins Nurnberg gert ÍBV tilboð þess efnis. Í lok mars var hins vegar tekin ákvörðun um að leika heima og heiman en útileikurinn verður 17. apríl og heimaleikurinn verður svo laugardaginn 24. apríl. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksráðs kvenna, segir að þetta hafi tekist með hjálp góðra manna og Vestmanneyjabæjar. ,,Ég vil sérstaklega nefna alþingismennina Guðjón Hjörleifsson og Lúðvík Bergvinsson sem reyndust okkur vel í að landa þessu. Það hefði verið neyðarbrauð að selja heimaleikinn og gert möguleika okkar á að komast í úrslitaleikinn litla. Með því að leika heima og heiman tel ég að allt sé opið því við erum að tefla fram einu sterkasta kvennaliði sem Ísland hefur átt í kvennahandboltanum og stelpurnar hafa aldrei verið betri en þegar mest ríður á," sagði Hlynur.

Markasúpa í toppbaráttunni

Eyjamenn sóttu FH-inga heim í lok mars en um var að ræða toppslag í 1. deild þar sem liðin eru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. FH-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda í vonina um efsta sætið en með sigri gátu Eyjamenn tryggt sér sigur í deildinni. Það kom þó ekki til þess, Hafnfirðingar sigruðu nokkuð sannfærandi, 43 - 37 og halda því enn í vonina. FH mættu mun ákveðnari til leiks á meðan leikmenn ÍBV virtust vera full afslappaðir. Varnarleikur og markvarsla var eitthvað sem virtist ekki ætla flækjast fyrir Eyjamönnum þetta kvöld því FH-ingar áttu yfirleitt greiða leið að marki ÍBV og skoruðu hvorki fleiri né færri en 24 mörk í fyrri hálfleik. Það var Eyjamönnum til happs að FH-ingar vora ekki heldur að spila vel í vörn, ekki í fyrri hálfleik í það minnsta þannig að munurinn í hálfleik var aðeins fjögur mörk, 24-20. Markaregnið hélt áfram í síðari hálfleik en Eyjamenn náðu að hanga fjórum til fimm mörkum á eftir heimaliðinu. Í lokin leit út fyrir að FH-ingar ætluðu að stinga af þegar þeir komust sjö mörkum yfir en Eyjamenn náðu að minnka muninn aftur niður í fimm mörk áður en yfir lauk. IBV dugir enn að sigra aðeins einu sinni enn til að tryggja sér efsta sætið í 1. deild. ÍB V. Mörk ÍBV: Josep Böse 6, Robert Bognar 6, Zoltan Belanyi 6, Sigurður Ari Stefánsson 4, Davíð Þór Óskarsson 4, Erlingur Richardsson 4, Sigurður Bragason 4, Michael Lauritsen 2, Guðfinnur Kristmannsson 1.

Markmaður til ÍBV

Forráðamenn ÍBV samið við Hrafn Davíðsson. Hrafn hefur spilað 4 leiki með U-19 landsliði Íslands. Hann er tvítugur að aldri og kemur í stað Igors Bjama Kostic, sem hélt til Færeyja, þar sem hann mun spila í sumar.

APRÍL:

Sara kölluð í U-19 ára landsliðið

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri leikur í milliriðli Evrópumótsins um miðjan mánuðinn en riðillinn verður leikinn í Póllandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var eini leikmaður ÍBV sem komst í átján manna lokahópinn en nú hefur Sara Sigurlásdóttir verið kölluð inn í hópinn. Kolbrún Steinþórsdóttir, leikmaður Breiðabliks meiddist og kemst ekki með liðinu og var því kallað á Söru sem að sjálfsögðu á heima í U-19 ára landsliði Íslands.

Góð æfingaferð - segir Magnús Gylfason þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu

Karlalið IBV var í síðustu viku í æfingaferð í Portúgal og dvöldu þar í viku. Auk þess að æfa við góðar aðstæður, tvisvar á dag, léku Eyjamenn þrjá æfingaleiki. Fyrst var leikið gegn Leiftri/Dalvík þar sem IBV hafði sigur, svo var leikur gegn portúgölsku liði sem endaði með jafntefli og síðasti leikurinn var gegn norska liðinu Fjóra sem Eyjamenn unnu. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir að hann væri mjög ánægður með ferðina. „Satt best að segja held ég að þetta sé ein besta æfingaferð sem ég hef farið. Við vorum á Spáni í fyrra og það var mjög gott en þetta var enn betra. Við æfðum tvisvar á dag við frábærar aðstæður og spiluðum svo þessa þrjá leiki, sem voru ágætir af okkar hálfu. Ég hefði reyndar vilja sjá menn nýta færin betur því við vorum að skapa okkur aragrúa marktækifæra. En það er nægur tími til að laga það," sagði Magnús. ÍBV gekk fyrir stuttu frá samningum við tvo erlenda leikmenn, breska leikmanninn Ian Jeffs og hinn bandaríska Mark Schulte og voru þeir báðir með liðinu ytra. „Þeir spiluðu alla leikina og ég var mjög ánægður með það sem ég sá til þeirra. Við þekkjum auðvitað Jeffs en Schulte spilaði mjög vel í stöðu vinstri bakvarðar og virðist koma til okkar í toppformi." En af hverju að fara í æfingaferð þegar tveir mánuðir eru enn í Íslandsmótið? „Það var nú þannig að það var stílað inn á þennan tíma til að skólastrákarnir kæmust með enda er komið páskafrí á þessum tíma. Eftir páska taka svo við próf og eftir prófin er einfaldlega orðið of seint að fara erlendis í æfingaferðir. Svo byrja sum liðin á grasi fljótlega eftir páska þannig að þetta er kannski hugsað til þess að stytta tímann á gervigrasinu aðeins." Magnús bætti því svo við að það væri mjög mikilvægt fyrir IBV að komast í þessar ferðir. „Ég hef áður sagt það að ef eitthvað lið eigi að fara í svona æfingaferð þá er það ÍBV. Við erum með tvískiptan leikmannahóp og svona ferðir eru ekki síður mikilvægar fyrir liðsandann," sagði Magnús að lokum.

Eyjamenn sigurvegarar í 1. deildinni í handbolta

Eyjamenn tóku á móti Aftureldingu í síðustu umferð 1. deildar en með sigri gátu strákarnir tryggt sér sigurinn í 1. deild. Tap myndi hins vegar þýða að FH-ingar, með þá Arnar Pétursson og Svavar Vignisson í fararbroddi, stælu efsta sætinu á síðustu stundu. Það vantaði ekkert upp á einbeitningu leikmanna ÍBV. Þeir mættu í leikinn til þess að vinna og gerðu það nokkuð sannfærandi þó það munaði aðeins fjórum mörkum í lokin, 26-22. Upphafsmínúturnar voru jafnar en smá saman náðu Eyjamenn tökum á leiknum. Hægt en örugglega dró í sundur með liðunum, allt þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, að leikmenn IB V gáfu í og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Þegar liðin gengu tíl búningsherbergja var staðan 16-8 fyrir ÍBV og staðan orðin vonlítil fyrir Mosfellinga. Síðari hálfleikur var á rólegri nótunum, leikmenn ÍBV leyfðu sér að slaka fullmikið á en til allrar lukku var mótstaðan lítil. Mosfellingum tókst þó að minnka muninn niður í fjögur mörk þegar sjö mínútur voru eftir. Þá settu Eyjamenn í reynslugírinn, Tveir sigrar hjá öðrum flokki Annar flokkur karla lék tvo leiki um helgina en þá tóku strákarnir á móti Fjölni. Eyjamenn eru í þriðja sæti B-riðils en Fjölnismenn í næst neðsta sætinu. Strákamir voru ekki í teljandi vandræðum með Reykjavíkurliðið. Fyrri leiknum lyktaði með tíu marka sigri ÍBV, 36-26 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-8.

Mörk ÍBV: Jens Elíasson 12, Grétar Eyþórsson 6, Sindri Haraldsson 4, Leifur Jóhannesson 4, Karl Haraldsson 3, Magnús Sigurðsson 2, Baldvin Sigurbjörnsson 1, Kári Kristjánsson 1, Sævald Hallgrímsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Benedikt Steingrímsson 1. Síðari leikurinn endaði hins vegar með þriggja marka sigri heimamanna, 36-33 en staðan í hálfleik var 18-17. Mörk IBV: Jens Elíasson 9, Grétar Eyþórsson 8, Kári Kristjánsson 6, Sindri Haraldsson 5, Magnús Sigurðsson 4, Leifur Jóhannesson 3, Karl Haraldsson 1.

Knattspyrnuleikur í Eyjum

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn í Eyjum verður 24. apríl næstkomandi en þá leikur kvennalið ÍBV gegn KR. Leikurinn er í deildarbikarnum og verður eini leikurinn í efri deild kvennakeppninnar sem ekki fer fram á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjaneshöll.

Leikmenn þakka stuðning alltof fárra áhorfenda

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, var ánægður með að markmiðinu um sigur í 1. deild væri náð. „Upphaflega markmiðið var að tryggja sér sæti í úrvalsdeild en þegar það gekk ekki upp þá settum við okkur nýtt markmið, að sigra 1. deildina. Mér fannst ég finna það strax eftir áramót að við værum með sterkasta liðið í deildinni enda kom það í ljós í æfingaleikjum þar sem við unnum m.a. ÍR auðveldlega. Það var líka mjög gott fyrir okkur að fá Guffa til liðs við okkur. Jóhann og Björgvin fluttu líka tíl Eyja og það hefur mikið að segja fyrir liðsheildina."

En þetta var dálítið erfiður leikur: "Já og nei. Mér fannst við alltaf hafa þetta í hendi okkar en þeir sóttu aðeins á okkur í síðari hálfleik. Við héldum sjálfsagt að þetta væri komið en svo var ekki. En við kláruðum þetta og náðum þar með markmiði okkar." - Svo kemur í ljós á morgun hvaða liði þið mætið í átta liða úrslitum, einhverjir óska mótherjar? „Mér er í raun alveg sama, það skiptir okkur engu máli. Við getum alveg slegið öll liðin út ef við viljum en helst myndi ég vilja sleppa við Hauka. Okkur hefur alltaf gengið illa með þá og mér sýnist þeir vera á uppleið núna. Annars skiptir það ekki öllu." sagði fyrirliðinn að lokum.

Mörk ÍBV: Guðfinnur Kristmannsson 7, Zoltan Belany 5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Josep Böse 3, Robert Bognar 2, Erlingur Richardsson 2, Michael Lauritsen 1, Ríkharð B. Guðmundsson 1, Björgvin Rúnars. 1. Varin skot: Jóhann G. 25/1 mæta haukum í 8 liða úrslitum

Auðveld leið í undanúrslitin

Eyjastúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta; léku þær gegn KA/Þór í átta liða úrslitum. Fyrirfram var vitað að möguleikar norðanstúlkna væru litlir sem engir, þær gerðu sér grein fyrir því og gáfu heimaleikinn, til að spara ferðakostnaðinn. ÍBV vann því báðar viðureignirnar sannfærandi og komust þar með í undanúrslit þar sem þær leika gegn FH. Fyrri leikur liðanna var bragðdaufur og Eyjastúlkur léku illa. Þrátt fyrir það voru þær mun sterkari aðilinn sem segir nokkuð um styrkleikamuninn á ÍBV og KA/Þór. ÍBV náði aldrei að sýna sitt besta þar sem þær keyra upp hraðann. Leikur liðsins var tilviljanakenndur og byggðist á einstaklingsframtaki. Sylvia Strass meiddist í upphitun og lék ekki með í leikjunum gegn KA/Þór, hafði það að sjálfsögðu nokkur áhrif á leik liðsins. Lokatölur urðu 32-23. Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Birgit Engl 6, Anja Nielsen 5, Anna Yakova 4/2, Nína K. Björnsdóttir 4/1, Alla Gokorian 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1, Hildur D. Jónsdóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19. Síðari leikurinn var lengst af mun betur leikinn af hálfu ÍBV. Þrátt fyrir öruggan sigur daginn áður vantaði ekkert upp á einbeitningu leikmanna, Eyjastúlkur höfðu leikinn í hendi sér allan tímann. Þær byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu strax ágætri forystu. Munurinn hélt áfram að aukast út hálfleikinn og í raun aldrei spurning um það hvar sigurinn endaði. Lokatölur urðu 39-28 eftir að staðan í hálfleikvar 22-13. Stelpurnar sýndu oft góða takta og fremst meðal jafningja fór austurríski leikmaðurinn Birgit Engl, sem skoraði ellefu mörk úr tólf tilraunum, auk þess að fiska þrjú vítaköst. Mörk IBV: Birgit Engl 11, Anna Yakova 8/6, Alla Gorkorian 6/2, Anja Nielsen 4, Aníta Eyþórsdóttir 3/1, Edda Eggertsdóttir 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 1, Hildur Jónsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 14, Á

Skoskur landsliðsmarkmaður gengur til liðs við ÍBV

Forráðamönnum kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu hefur tekist að leysa markmannsvandræðin sem sköpuðust fyrr í vetur en í undanförnum leikjum hefur lánsmarkvörður spilað með liðinu. Claire Johnstone heitir nýi markvörðurinn og kemur frá Skotlandi en hún spilar reglulega með skoska landsliðinu. Claire er 22 ára og kemur að öllum líkindum til landsins 20 apríl. Þá er annar markvörður undir smá- sjánni, þar er á ferðinni ensk stúlka sem leikið hefur með U-17 ára landsliðinu. Hún yrði þá hugsuð sem varamarkvörður meistaraflokks auk þess sem hún myndi spila með 2. flokki félagsins.

Andri og Atli til Crewe

Tveir leikmanna ÍBV æfa með enska 1. deildarliðinu Crewe. Eyjamenn komust í samstarf við enska liðið sem hófst með komu Ian Jeffs og Tom Betts síðastliðið sumar. Samstarfið er gagnkvæmt þannig að enska liðið hefur tækifæri til að skoða leikmenn ÍBV og á móti geta Eyjamenn fengið leikmenn frá enska liðinu. „Báðir hafa þeir Andri og Atli gert langa samninga við ÍBV. Andri til 2007 og Atli til 2006. Báðir eru þeir mjög efnilegir og hafa skuldbundið sig uppeldisfélagi sínu, ÍBV, með afgerandi hætti og eiga tækifærið svo sannarlega skilið," segir á heimasíðu félagsins.

Gott samstarf við HSÍ

Þegar leikjaplan fyrir úrslitakeppni kvennahandboltans barst í hús urðu forráðamenn ÍBV ansi hissa þar sem undanúrslitin eiga að hefjast 20. apríl, leikur tvö þann 22. apríl og ef til þriðja leikjarins kæmi þá yrði hann 24. apríl. ÍBV leikur í undanúrslitum Evrópukeppninnar gegn þýska liðinu Nurnberg og er fyrri leikurinn á útivelli 17. apríl og síðari leikurinn viku síðar. Þannig myndu undan úrslit Íslandsmótsins lenda á milli leikja Evrópukeppninnar, sem er að sjálfsögðu vonlaust mál. En forráðamenn HSÍ hafa gefið vilyrði fyrir því að leikir ÍBV verði færðir til og rekist ekki á Evrópukeppnina.

Sylvia meidd

Austuríski leikstjórnandinn hjá ÍBV, Sylvia Strass meiddist í upphitun fyrir fyrri leik ÍBV og KA/Þórs. Sylvia kenndi sér meins í hné og lék ekki. Hún var svo send til Reykjavíkur í rannsókn strax á sunnudag og þá kom í ljós að um liðamús væri að ræða. Það lýsir sér þannig að það kvarnaðist upp úr beini í hné, brotið nuddast við liðþófann, sem veldur meiðslunum. Meiðsli Sylviu hefðu getað komið á verri tíma þar sem ÍBV spilar ekki næsta leik fyrr en 17. apríl og þarf hún að hvíla sig í tíu daga eða svo.

Annáll síðari hluta þessa árs í vinnslu

Til baka á forsíðu