Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2002 -

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

2002 -

JANÚAR:  

Samskip semur við ÍBV

Rétt fyrir hátíðirnar var undirritaður samningur á milli Samskips og handknattleikshreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Um er að ræða samning við bæði karla- og kvennadeild IBV og gildir hann næstu þrjú árin. Fulltrúar handknatteiksdeildanna lýstu yfir mikilli ánægju með samninginn sem og Björgvin Arnaldsson, forstöðumaður Samskipa í Eyjum. Samningurinn felur í sér beina peningastyrki að upphæð 1,8 milljónir króna sem dreifist á milli deildanna næstu þrjú árin. Eins hljóðar samningurinn upp á ferðir með Herjólfi að upphæð 200.000 krónur á ári, miðað við einingarverð. Í staðinn fær Samskip auglýsingu á gólfi íþróttasalarins, fánar fyrirtækisins og merki verða áberandi á heimaleikjum ÍBV og Samskip verður kynnt sem einn af aðalstyrktaraðilum ÍBV. 

Víkingarnir koma

Fyrsti æfingaleikur karlanna í nýja salnum var áætlaður á upphafsdögum nýs árs. Þorbergur Aðalsteinsson, handknattleiksþjálfari, mætti til Eyja með sína menn, en hann þjálfarVíkinga. Spilaðir voru tveir leikir á tveimur dögum en úrslit leikjanna voru ekki gerð kunn.  

Auglýst eftir gripum frá ÍBV

Í 2. Tölublaði Eyjafrétta árið 2002 var auglýst eftir hvort einstaklingar hefðu gripi undir höndum sér frá ÍBV „Stjórn Iþróttabandalags Vestmannaeyja leitar nú ýmissa gagna, sem tilheyra héraðssambandinu og gætu leynst víða í bænum. Hugmyndin er að koma þeim á einn stað, til framtíðarvarðveislu og gera þau aðgengileg. Þetta gætu verið fundargerðarbækur, myndir, bréf, gamlir búningar, verðlaunagripir eða annað það sem tilheyrt gæti ÍBV. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem hugsanlega gætu haft slík gögn í fórum sínum, að koma þeim annaðhvort í Tvistinn til Birgis Sveinssonar eða á ritstjórn Frétta," segir í auglýsingunni.  

Veðrið hefði mátt vera betra

Þrettándagleðin fór fram með hefðbundnu sniði. Flugeldasýning hleypti fjörinu af stað um kvöldið og gengið var frá Hánni, þar sem jólasveinarnir komu niður, upp á Malarvöllinn við Löngulág þar sem hefðbundin hátíðahöld fóru fram. Veðrið hefði gjarnan mátt vera betra en það kom þó ekki í veg fyrir góða mætingu fólks. Glæsileg flugeldasýning var svo hápunktur kvöldsins en þetta kemur fram í tölublaði Frétta. 

Stelpurnar á toppinn

Handboltastelpurnar skutust á úrvalsdeildarinnar í Handbolta ásamt Haukum í janúar eftir að hafa sigrað Gróttu/KR 21-22. ÍBV átti harma að hefna en Amela

Hegic og félagar hennar í Gróttu/KR sigruðu IBV hér í Eyjum í upphafi íslandsmótsins. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en í hálfleik var staðan 11-10 fyrir heimastúlkur sem voru ávallt skrefinu á undan.

Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik, heimastúlkur voru yfirleitt fyrri til að skora en undir lokin náði IBV agætum spretti en sigurmarkið skoraði Ana Perez örskömmu fyrir leikslok og tryggði ÍBV þennan mikilvæga sigur. Þetta var fyrsti leikur ÍBV árið 2002 en deildarkeppni hafði nánst legið niðri frá því í enda nóvember en liðin léku svo eina umferð um miðjan desember. Það má því að nokkru leyti segja að Islandsmótið, sem hefur til þessa verið barátta fjögurra liða, hafi alla möguleika á því að taka mjög svo óvænta stefnu en með sigrinu á Gróttu/KR stigu stelpumar stórt skref í átt að toppsætinu.

Erlingur Richardsson, þjálfari IBV, sagði eftir leikinn í samtali við Fréttir að leikurinn hefði verið mjög jafn. „Við vorum í hálfgerðum eltingaleik allan leikinn en náðum tvisvar sinnum að komast yfir og í annað sinn var það rétt áður en leikurinn var búinn. Eg er auðvitað alltaf ánægður með sigur en við sýndum engan glansleik í kvöld og vorum að gera of mikið af einföldum mistökum sem við verðum að laga fyrir föstudaginn þegar við tökum á móti FH. En það er gott að halda sér við toppinn. Með sigrinum náum við Haukum að stigum en skiljum Gróttu/KR dálítið eftir en það er enn mikið eftir af mótinu og maður verður ekki rólegur fyrren síðasti leikurinn er búinn." Stelpunum gekk þó ekki nógu vel gegn FH en leiknum lauk með jafntefli 21-21. Miðað við gengi liðina hefðu stelpurnar ekki átt að vera í neinum vandræðum með lið FH.  

Hjalti áfram hjá ÍBV

Frá því var greint á heimasíðu ÍBV, að náðst hafi samkomulag við Hjalta Jóhannesson, leikmann ÍBV, að hann leiki áfram með liðinu næstu 3 árin. Bakvörðurinn fótknái hefur undanfarin ár leikið með IBV  og verið ein af styrkustu stoðum liðsins. Það er því mikill léttir fyrir Eyjamenn að hann leiki áfram undir merkjum IBV.  

Enn reynir HSÍ að bregða fæti fyrir ÍBV

Það vakti nokkra athygli og furðu að leiktímanum í leik ÍBV og Hauka skyldi vera breytt aðeins tæpum sólarhring fyrir leik en það var fyrst og fremst krafa Hauka sem varð til þess að HSÍ breytti leiktímanum, án þess að ráðfæra sig við forráðamenn ÍBV, en þetta kemur fram í Fréttum. Samkvæmt heimildum Frétta barst tilkynning frá HSÍ um breyttan leiktíma á föstudagskvöldið, tæpum hálfum sólarhring fyrir leik og með ólíkindum að næststærsta sérsamband ISÍ getir leyft sér önnur eins vinnubrögð. En handknattleiksráðið brást skjótt við og flestir ef ekki allir mættu á réttum tíma á leikinn. 

HK vann Sparisjóðsmótið

Karlalið ÍBV hélt um helgina Sparisjóðsmót í handbolta þar sem meistaraflokkur ÍBV lék auk HK og íslenska landsliðsins, skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri. A föstudaginn lék IBV gegn ungmennunum og sigraði naumlega en hvorki Mindaugas né Petras léku með liðinu þar sem þeir eru báðir í Litháen við landsliðsæfingar. HK sigraði svo ungmennalandsliðið lfka og því varð síðasti leikurinn í mótinu, milli ÍBV og HK hreinn úrslitaleikur. Fyrri hálfleikur var afburðaslakur hjá IBV en gestirnir úr Kópavoginum sigruðu svo örugglega í leiknum og unnu þar með mótið. I lok mótsins var svo slegið upp grillveislu sem þótti hin besta skemmtun. 

Ágætir æfingaleikir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék tvo æfingaleiki í Reykjaneshöllinni í lok janúar. Þeir voru hluti af litlu æfingamóti þar sem auk ÍBV tóku þátt ásamt Keflavík, Þór frá Akureyri og FH. ÍBV byrjaði á því að spila gegn FH og var sá leikur mjög opinn og skemmtilegur. Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV sagði við Fréttir að leikurinn hefði, þrátt fyrir tapið, verið ágætlega leikinn af ÍBV. „Við vorum mun betri í fyrri hálfleik og vorum í raun klaufar að vera ekki búnir að klára leikinn þá. Það vantaði nokkra sterka leikmenn. Kjartan, Ingi, Hjalti Jóns., og Atli eru allir meiddir og Birkir og Unnar Hólm spiluðu bara annan leikinn. Í leiknum gegn Þór óðum við hreinlega í færum en gekk illa að nýta þau. Sigurður Ragnar Eyjólfsson nýtti þó eitt færanna og þrátt fyrir yfirburði okkar þá var jafntefli niðurstaðan." Mörkin gegn FH skoruðu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2 og Bjarni Geir Viðarsson 1. 

Bikarmeistararnir lögðu Íslandsmeistarana

Bikarmeistarar ÍBV tók á móti Íslandsmeisturum Haukum í undanúrslitum bikarkeppninar í Eyjum í lok janúar. Fyrirfram var búist við hörkuleik en þessi lið börðust um sigur bæði í Islandsmótinu og bikarkeppninni í fyrra en í bikarnum vann ÍBV einmitt eftir æsispennandi Ieik þar sem sigur vannst í framlengdum leik. Haukastúlkur voru minnugar leiksins frá því í fyrra og virtust vera ákveðnari til að byrja með. En sú frábæra stemmning sem var í húsinu varð til þess að Islandsmeistararnir fóru á taugum á meðan leikmenn IBV gengu á lagið og unnu leikinn nokkuð örugglega 21-19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-9. Það var sannkölluð hátíðarstemmning í nýja íþróttahúsinu þar sem rúmlega sjö hundruð manns voru mætt. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að sú stemmning sem náðist oft í gamla húsinu næðist ekki í því nýja en þær voru ástæðulausar. Sjaldan hefur annar eins hávaði heyrst á handboltaleik í Vestmannaeyjum. Stelpurnar mæta Gróttu/KR í úrslitlaleiknum sem fer fram í Laugardalshöllinni þann 16. Febrúar. Mörk ÍBV: Dagný Skúladóttir 6, Ana Pérez 5/2, Theodora Visokaite 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 2, Isabel Ortis I. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18/1.

Í tölublaði Frétta eftir leikinn voru birt viðtöl við Vigdísi Sigurðardóttur markmann ÍBV og Erling Richardsson þjálfara. „Þetta era mjög jöfn lið þannig að það mátti lítið út af bregða. Ég hélt að þetta væri komið hjá okkur í stöðunni 20-16, en það var það alls ekki. Mér fannst við ekki mjög skynsamar undir lokin. Spiluðum of stuttar sóknir en við höfðum það sem betur fer," sagði Vigdís Sigurðardóttir markmaðurinn knái. „Stemmningin var alveg meiriháttar en ég var sú eina í liðinu sem vildi spila í gamla salnum. Ég hef heldur betur skipt um skoðun núna. Þessi stuðningur er mjög mikilvægur fyrir okkur stelpurnar því við erum að sjá andlit sem við hófum aldrei séð áður á leikjum hjá okkur og að fá svona marga á leikinn sýnir okkur að við eigum besta heimavöllinn á landinu," sagði Vigdís Sigurðardóttir markvörður liðsins.

Erlingur Richardsson er að komast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik sem þjálfari meistaraflokks. „Ég var dálítið stressaður um miðjan fyrri hálfleikinn því mér fannst við vera komnar með of mikið forskot, eins kjánalega og það hljómar nú. Hættan er að þá verði leikmenn værukærir, haldi að sigurinn sé í höfn. Það gerðist ekki og við vorum yfirleitt þremur til fjórum mörkum yfir og leikurinn spilaðist nánast eins og við lögðum upp með. Þær spiluðu 6-0 vörn sem við reiknuðum með og vorum búin að vinna í og vörnin stóð fyrir sínu, þannig hefst þetta. Sóknarleikurinn var mjög kaflaskiptur hjá okkur, við vorum að gera ágæta hluti en inn á milli kom einstaklingsframtak sem gengur ekki upp á móti jafn sterku liði og

Haukarnir eru. Það var auðvitað frábært að sjá rúmlega sjö hundruð manns á leiknum þegar bæjarfélagið er ekki stærra en þetta. Ég held að það séu ekki margir bæir á landinu sem gætu leikið þetta eftir en við óskum núna bara eftir áframhaldandi stuðningi í nýja húsinu." 

Nóg um að vera hjá yngri flokkunum

Þriðji flokkur kvenna lék í lok janúar á Islandsmótinu í innanhússboltanum en flokkurinn hefur verið einn af þeim bestu á landinu í áraraðir. En nú tapaði liðið hins vegar öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og komst því ekki áfram.

Urslit leikjanna voru þessi: IBV-Umf. Bessastaðarhrepps 0-2, ÍBV-Fjólnir 0-5, ÍBV -Haukar 1-7.

Fjórði flokkur karla lék í Þorlákshöfn í Suðurlandsriðli. Liðið rúllaði yfir andstæðinga sína og sigraði í riðlinum. ÍBV-Ægir 7-2, ÍBV-Hamar 4-1, ÍBV-Selfoss 3-1, ÍBV-KFR 6-2.

Fjórði flokkur kvenna lék einnig á sunnudaginn og spilaði liðið í Fylkishöllinni. Liðið stóð sig ágætlega og endaði í öðru sæti.

Úrslit: ÍBV-Fylkir 2-1, ÍBV-Ægir l-l,ÍBV-HK0-5,ÍBV-Víðir5-2.

Þá spilaði fimmti flokkur karla í Framhúsinu sl. laugardag en strákarnir enduðu í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins. Úrslitin voru þessi: Umf. Bessast. 1-3, ÍBV Keflavík 2-1, ÍBV-Fram 2-12, ÍBV-Ægir 1-5, ÍBV- Grótta 1-1.

Bikarfjör í yngri flokkum

Annar flokkur karla komust um miðjan janúar í undanúrslit í bikarkeppni aldursflokksins. Liðið lék gegn hinu sterka liði FH-inga og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Liðið leikur ekki í íslandsmótinu og því er árangurinn enn betri enda er liðið að spila mun færri leiki en mótherjar þeirra. Leikurinn var æsispennandi en aðeins munaði einu marki í hálfleik þar sem FH leiddi, 14-15. Í síðari hálfleik höfðu strákamir betur en sigurmarkið kom þegar venjulegum leiktíma lauk, 29-28. Sigurður Ari Stefánsson skoraði það og kom ÍBV þar með í undanúrslit keppninnar.

Mörk ÍBV: Kári 11, Sigurður Ari 8, Davíð 4, Karl 3, Sigþór 2 og Sindri 1.

Strákarnir mætti svo Val í undanúrslitum þar sem gestirnir höfðu betur 29-34. Sigbjörn Óskarsson, þjálfari sagði í samtali við Fréttir að strákarnir hefðu barist hetjulegri baráttu. „Við vorum inni í leiknum allan tímann og í hálfleik munaði bara einu marki. En við misstum dampinn í seinni hálfleik og þar kom bersýnilega í ljós munurinn á leikæfingu liðanna. Það er grátlegt að geta ekki boðið strákunum upp á þáttöku í íslandsmótinu en HSÍ skipulagði mótið þannig að það væru þrettán leikir í Reykjavík og ferðakostnaðurinn við það er einfaldlega allt of hár."

Unglingaflokkur kvenna ÍBV lék einnig í bikarkeppninni en stelpumar fóru til Akureyrar og léku gegn KA. Heimastúlkur höfðu undirtökinnánast allan leikinn en undir lokin hrundi hins vegar leikur IBV og KA stúlkur sigmðu með 24-18. Markahæstar voru þær Aníta Ýr 8, Bjarný 3, María 3 og Þórsteina 2.

Þriðji fiokkur karla tók á móti Val í bikarkeppninni þar sem liðið tapaði naumlega 19-20 en leikurinn var í sextán liða úrslitum keppninnar.

Strákarnir léku einnig gegn ÍR í Íslandsmótinu sömu helgi og bikarleikurinn fór fram en báðir leikirnir voru spilaðir í Eyjum.  ÍBV var betra liðið framan af en undir lokin tóku gestirnir atkvæðamestu leikmenn IBV úr umferð og við það riðlaðist leikur liðsins. Gestirnir gengu á lagið og náðu að jafna 26-26 áður en yfir lauk. Þrátt fyrir jafnteflið er ljóst að mikið býr í liðinu. 

Tvær í kvennalandsliðið

ÍBV á tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu en það eru þær Dagný Skúladóttir og Vigdís Sigurðardóttir. Þær voru valdar til að fara með liðinu í æfingabúðir á Laugarvatni þar sem æft verður og leikinn einn æfingaleikur. Vigdís hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum en eftir að hún nánast lokaði markinu í seinni hálfleik í leik ÍBV og Íslands þá sannfærðist hann og valdi hana. 

Nýr maður í knattspyrnuráð

Ákveðnar mannabreytingar hafa farið fram í knattspymuráði karla en Sigurjón Kristinsson hefur ákveðið að snúa sér að öðmm verkefnum. Nú er búið að finna eftirmann Jonna en það er Ástþór Jónsson, verslunarstjóri 11-11. 

Gunnar Berg með landsliðinu

Gunnar Berg Viktorsson var valinn í landsliðshópinn sem fór á Evrópumeistaramótið í handknattleik í Svíþjóð. Gunnar Berg hefur lengi verið viðloðandi íslenska landsliðið í handknattleik en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann spilar með liðinu á stórmóti eftir að hafa fengið smjörþefínn aðeins nítján ára gamall. Tæplega sjö ára undirbúningi er vonandi þar með lokið enda hefur hann verið að spila mjög vel í þau fáu skipti sem hann fær tækifæri. Í viðtali sem tekið var við Gunar Berg í Fréttum á meðan hann var staddur úti segir hann að draumurinn um að leika með íslenska landsliðinu í stórmóti sé nú loksins að rætast eftir að hafa verið með rétt utan viðleikmannahópinn undanfarin sex ár. „Það má kannski segja að ég hafí verið orðinn atvinnumaður í bekksetu með landsliðinu. En þetta er allt á réttri leið, ég er að spila eitthvað í flestum leikjunum og það er reyndar áberandi með Guðmund Guðmundsson að flestir eru að spila eitthvað í þessum leikjum. Fyrir vikið er miklu betri mórall í liðinu núna og minni pressa á einstaka leikmenn að standa sig í hverjum einasta leik. Leikimir á móti Þjóðverjum á undirbúningstímabilinu komu mér hingað og nú fæ ég tækifæri á að mæta þeim aftur. Mér fannst ég spila vel á móti þeim heima og vona að ég fái aftur tækifæri í byrjunarliðinu þegar við spilum gegn þeim," sagði Gunnar Berg meðal annars í ítarlegu viðtali þar sem hann ræddi um landsliðið og lífið úti í Frakkalandi þar sem hann lék með Paris St. Germain.  

FEBRÚAR: 

Sigur í æfingaleikjum

Í byrjun febrúar lék meistaraflokkur karla í knattspyrnu tvo leiki en leikirnir fóru báðir fram í Reykjavík. Lið ÍBV var að mestu leyti skipað þeim leikmönnum sem voru í eða við hópinn síðastliðið sumar að tveimur undantekningum, Sigurður Ragnar Eyjólfsson lék sinn annan leik með ÍBV en það sem vakti mesta athygli var að Magnús Steindórsson, leikmaður KFS spilaði báða leikina með ÍBV og skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk í leikjunum tveimur. Fyrst var leikið gegn Fjölni og sigraði ÍBV þann leik nokkuð auðveldlega 4-1 en mörk ÍBV skoruðu þeir Magnús 2, Óskar Jósúa og Bjarni Rúnar sitt markið hvor en Bjarni er að stíga sín fyrstu spor með liðinu. Seinni leikurinn var svo gegn fyrrum lærisveinum Njáls Eiðssonar og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með þá og sigruðu í þetta sinn 3-1. Magnús skoraði tvö og hefur greinilega verið á skotskónum. Pétur Runólfsson skoraði svo þriðja mark ÍBV. 

Strákarnir aftur af stað

Handboltinn hjá strákunum fór aftur að rúlla eftir pásu vegna Evrópumeistaramóts í handboltanum. Sigurbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir að pásan hefði nýst þeim ágætlega ,,Reyndar vorum við að fá Litháana aftur til okkar í þessari viku og Minde er meiddur og allt útlit fyrir að hann verði ekki klár næstu tvær vikurnar jafnvel. Hléið hefur hins vegar verið skuggalega langt og við náðum ekki að spila nógu marga æfingaleiki en náðum samt sem áður nokkrum ágætis leikjum. Ég kvíði engu um framhaldið, við vorum á góðri siglingu fyrir hléið og unnum síðustu fimm leikina. Stjarnan stal hins vegar af okkur tveimur stigum í haust þannig að við eigum harma að hefna og ætlum okkur sigur. Við höfum sett okkur markmið og það er að ná 75-80 prósent árangri úr þeim leikjum sem eftir eru. Þá yrðum við væntanlega í einu af fjórum efstu sætunum. Við ætlum okkur í úrslitaleikina og ekkert annað," sagði Sigbjörn. Fyrsti leikurinn var gegn Stjörnuni á heimavelli þeirra en honum lauk með jafntefli 21-21 eftir að IBV hafði farið illa að ráði sínu síðustu mínúturnar.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og náðu fljót þriggja marka forystu. ÍBV skoraði næstu fimm mörk og breyttu stöðunni úr 5-2 í 5-7. Jafnræði var með liðinum það sem eftir lifði leiks og var ÍBV með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 11-13.

Strákarnir mættu ekki til leiks í byrjun síðari hálfleiks og Stjarnan náði þriggja marka forskoti. En góður leikkafli síðasta stundarfjórðunginn gerði það að verkum að ÍBV var með pálmann í höndunum undir lokin. En í þrígang mistókst Eyjamönnum að auka muninn í tvö mörk og undir lokin munaði minnstu að heimamenn næðu að stela sigrinum en Hörður Flóki Ólafsson, besti maður vallarins, varði vel og tryggði þar með ÍBV stigið.

Nú situr IBV í áttunda sæti, með jafnmörg stig og KA en lakara markahlutfall. ÍBV hefur ekki tapað í sex leikjum í röð, gert þrjú jafntefli og unnið þrjá leiki sem hefur skilað liðinu níu af þeim þrettán stigum sem liðið hefur nú.

Mörk ÍBV: Petras Raupenas 6, Mindaugas Andriuska 5/5, Arnar Pétursson 4, Sigurður Bragason 2, Sigþór Friðriksson 1, Jón Andri Finnsson 1, Kári Kristjánsson 1, Sigurður Ari Stefánsson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/2 

Veldur vandræðum

Í byrjun febrúar var flugvöllurinn í Eyjum aðeins opinn til klukkan sjö á kvöldin þar sem flugumferðarstjórar áttu í kjarabaráttu og höfðu teflt fram því vopni að banna alla yfirvinnu hjá flugumferðarstjórum. Það að ekki skuli vera flug innanlands á kvöldin setur íþróttahreyfinguna á annan endann, enda fara flestir leikir fram á kvöldin og oft í miðri viku. Karladeildin verður þétt leikin næsta tvo og hálfan mánuðin og lítið svigrúm til breytinga en kvennadeildin er ekki leikin jafn þétt og líklega verða áhrif verkfallsins í lágmarki hjá þeim. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs karla, sagði í samtali við Fréttir að málið væri komið á mjög alvarlegt stig. „Við eigum leik núna á sunnudaginn gegn ÍR en leikurinn á að fara fram klukkan átta um kvöldið og því erum við í sömu vandræðum og ef leikurinn færi fram í miðri viku. Þetta er auðvitað rosalega slæmt mál eins og hefur nú þegar sýnt sig hjá kvennaboltanum þegar leik ÍBV og KA/Þórs var frestað oftar en einu sinni vegna verkfallsins. Þetta er ekki síst slæmt núna því það væri mjög mikilvægt fyrir handboltann hér heima að fara af stað með stæl eftir gott gengi landsliðsins á Evrópumótinu til að auka vegsemd íþróttarinnar að nýju."

Þorvarður Þorvaldsson hjá handknattleiksdeild kvenna tók í sama streng og Magnús. „Mér fannst ástandið vera orðið mjög slæmt hér í byrjun mótsins þegar samgöngumar voru komnar í þennan farveg sem þær eru í núna en svo bætist þetta við í ofanálag og ég sé ekki alveg lausnina á vandamálinu. Við í kvennaboltanum erum reyndar í ágætismálum þar sem það eru fáir leikir eftir fram að úrslitakeppni og nægt svigrúm til að spila um helgar. Við verðum hinsvegar bara að vona að þessi kjarabarátta flugumferðarstjóra leysist sem fyrst því auðvitað setur þetta handboltanum í landinu stól fyrir dymar." 

Sex í úrtaksæfingar

Hafnar eru úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu þrátt fyrir að rúmir fjórír mánuðir  séu í að knattspyrnuvertíðin hefjist fyrir alvöru. Úrtaksæfingar fyrir u-17 og u-19 ára landsliðin fóru fram í febrúar, bæði í kvenna- og karla knattspyrnu þar sem ÍBV átti sex fulltrúa. Hjá drengjunum eru það þeir Ólafur Þ. Berry og Björgvin M. Þorvaldsson sem voru valdir til æfinga hjá U-17 ára landsliðinu en enginn frá ÍBV er á meðal þeirra knattspymumanna sem munu mæta á æfingu hjá U-19 ára landsliðinu. Hjá stúlkunum eigum við hins vegar fulltrúa í báðum landsliðum . Hjá U-17 ára landsliðinu sjá þær Karitas Þórarinsdóttir og Sara Sigurlásdóttir um að halda uppi heiðri Eyjamanna. Á U-19 ára æfingunum eru hins vegar þær Elva D. Grímsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir en sú síðarnefnda var fastamaður í liðinu á síðasta ári. 

Samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Íslandsbanka

ÍBV íþróttafélag og Íslandsbanki undirrituðu samstarfssamning sín á milli til næstu þriggja ára. Íslandsbanki er þar með orðinn einn aðalstyrktaraðilinn hjá ÍBV íþróttafélagi. Íslandsbanki verður með auglýsingu á baki æfingagalla m.fl.karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Þá mun Íslandsbanki verða sýnilegur í öllum auglýsingum sem og leikskrám og blöðum sem félagið gefur út. Fána Íslandsbanka verður flaggað á öllum heimaleikjum hjá ÍBV og auglýsingaskilti á völlum félagsins. „Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir það mikla starf sem er unnið innan félagsins. Fyrir meistaraflokka félagsins og unglingastarfið er þetta gríðarlega mikilvægt að hafa fyrirtæki eins og íslandsbanka innan sinna vébanda. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonum að samstarfið eigi eftir að vera árangursríkt eins og undanfarin," sagði Magnús Sigurðsson framkvæmdastjórí ÍBV í samtali við Fréttir. 

Spennan magnast

Bikarúrslitaleikurinn í handbolta milli ÍBV og Gróttu/KR verður spilaður 16. febrúar en spennan fyrir leiknum er gríðarleg enda getur ÍBV varið titilinn. Fréttir slógu á þráðinn til fyrirliða liðanna til að forvitnast um undirbúningin en það eru þær Ingibjörg Jónsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir.

„Ég er búin að segja stelpunum að ég ætla að lyfta bikarnum í fyrsta sinn en ég var ekki með í fyrra," segir Ingibjörg. „Það var agalegt að standa við hliðarlínuna og geta ekkert gert þegar mest lá við en það verður allt annað að vera inni á vellinum og í baráttunni. Annars á ég von á mjög jöfnum leik og þess vegna verður mikilvægt fyrir okkur að halda einbeitingunni allan leikinn. Þær þyrstir orðið í titil en þær töpuðu í bikarúrslitum fyrir tveimur árum og töpuðu þá Iíka fyrir okkur um Islandsmeistaratitilinn þannig að þær eiga harma að hefna." Hvernig er undirbúningnum háttað? „Ég býst við að við eigum eftir að leggja áherslu á tæknileg atriði í okkar leik. Við munum að sjálfsögðu skoða leik Gróttu/KR á myndbandi en við munum einbeita okkur að okkar leik . Ef við spilum af eðlilegri getu þá óttast ég ekkert. Breiddin er meiri nú en í  að fyrra þannig að ef einhver í liðinu á slæman dag þá bætir annar það upp. En ég vil bara hvetja sem flesta til að koma með okkur og mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn, það munar um stuðninginn." „Ég met þetta þannig að þessi tvö lið séu mjög áþekk að styrkleika," segir Ágústa Edda Bjömsdóttir. „ Þau hafa spilað tvo leiki og unnið sinn hvort sem segir sitt. Reyndar var kannski lítið að marka fyrri leikinn enda var mótið svo til nýbyrjað en seinni leikurinn úti í Eyjum var í járnum allan tímann og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var. Eg á þess vegna von á því að leikurinn verði jafn og spennandi allan tímann og eiginlega vona það því það er alltaf skemmtilegra að vinna svoleiðis leiki." Nú fáið þið styttri tíma til að undirbúa ykkur fyrir leikinn en hvernig munuð þið nýta tímann? „Það er rétt við spiluðum á þriðjudaginn í deildinni en ég held að undirbúningurinn verði ekki frábrugðinn. Við komum að sjálfsögðu til með að skoða upptökur af ÍBV og svo munum við vinna okkar varnarvinnu út frá því. Við erum að mestu leyti heilar fyrir utan línumanninn okkar sem meiddist og verður ekki með. Svo hefur markvörðurinn hjá okkur verið tæpur í allan vetur en líklega lætur hún sig hafa það. 

Uppgjör toppliðanna

Haukar tóku á móti ÍBV í Essodeild kvenna í toppslag  deildarinnar. Í síðustu tvö skipti sem þessi lið mættust hafði ÍBV betur en báðir leikirnir voru spilaðir í Eyjum en ÍBV hafði ekki tekist að leggja Hauka af velli á Ásvöllum og þar varð engin breyting á. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri heimastúlkna, 24 - 20, en leikur ÍBV hrundi nánast til grunna í leikhléi en þá var staðan 10-12 ÍBV í vil. ÍBV byrjaði betur í leiknum og leiddi nánast frá upphafi. Mest náði ÍBV fjögurra marka forystu 6-10 en kæruleysi í leik ÍBV undir lok fyrri hálfleiks varð til þess að Haukarnir náðu að laga stöðuna í stað þess að ÍBV bætti við forystuna. Staðan í hálfleik var engu að síður vænleg, tveggja marka forskot 12-10 gegn Haukum á útivelli er vel ásættanlegt. En það var eins og leikmenn ÍBV hefðu verið of sigurvissir því það tók heimastúlkur ekki nema tæpar tíu mínútur að brjóta mótspyrnuna á bak aftur. IBV skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en næsta mark kom ekki fyrr en eftir fjórtán mínútna leik en þá höfðu Haukarnir skorað átta mörk og voru því komnar með þægilega, fjögurra marka forystu. Sóknarleikur ÍBV hrundi gjörsamlega við það að Haukarnir breyttu um varnaraðferð en slíkt ætti ekki að koma jafn leikreyndu liði og ÍBV úr skorðum eins og raunin varð. Islandsmeistararnir þurftu ekki að sýna neinn glansleik til að innbyrða sigurinn sem var öruggur eftir að þær náðu forystunni.

Mörk ÍBV: Theodora Visokaite 5/1, Andrea Atladóttir 4, Ana Perez 4, Dagný Skúladóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 2. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16/1. 

Eyjamenn voru áberandi

Helgina 8.-10. febrúar fór fram ársþing KSÍ en þar áttu Eyjamenn að sjálfsögðu sína fulltrúa frá bæði ÍBV og KFS. Af þeim tíu tillögum til breytinga á lögum og reglum KSÍ áttu Eyjamenn þrjár. KFS kom með tillögu að breyttu keppnisfyrirkomulagi í neðstu tveimur deildunum og að U-23 ára liðum yrði meinuð þáttaka í bikarkeppni meistaraflokks. Ljóst var að stuðningur risanna við seinni tillögunni yrði lítill enda var tillagan felld. Tillagan um breytt keppnisfyrirkomulag í annarri og þriðju deild var forvitnileg enda samdóma álit þeirra sem eru með lið í þriðju deild að núverandi fyrirkomulag er mjög ósanngjamt. Þrátt fyrir þetta þá var tillagan felld. ÍBV bar fram tillögu um jöfnunarsjóð í deildarbikarnum þar sem ferðakostnaður yrði jafnaður út með sameiginlegum sjóði. Tillögunni var vísað til mótanefndar. Þá voru endurkjörnir í stjórn KSI þeir Einar Friðþjófsson og Jóhannes Ólafsson. 

Birkir Ívar til Spánar

Birkir Ívar Guðmundsson, Eyjapeyinn sem varið hefur mark Stjörnunnar undanfarið, hefur nú fetað í fótspor fyrrum félaga sinna hjá IBV, þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Guðfinns Kristmannssonar og haldið út í hinn harða heim atvinnumennskunnar í handknattleik. Nú eigum við Eyjamenn fulltrúa í þremur löndum. Birkir hélt til Spánar en Stjörnumenn lánuðu hann til 2. Deildarliðsins Balonamo Torrevieja.

Birkir Ívar hefur þegar leikið einn leik með liðinu, sem leikur í B-deildinni þar í landi þar sem honum gekk vel. 

Bikarinn áfram í Eyjum

ÍBV varði bikarmeistaratitilinn þegar liðið sigraði Gróttu/KR örugglega 22-16 þar sem öflugur varnarleikur skók sigurinn. Fyrsta markið kom frá Gróttu/ KR eftir rúma mínútu en næstu tólf sóknir fóru í súginn á meðan Eyjastúlkur skoruðu sex mörk þó að átta sóknir þeirra færu forgörðum. Staðan var því 6:1 sem var alveg í takt við leikinn því vörn Vestmannaeyinga var mjög hreyfanleg og skyttur Gróttu/ KR fengu varla færi á skoti eða línuspili enda virtust Eyjastúlkur lesa sóknartilburði þeirra eins og opna bók. Fyrir vikið voru skotin sem sluppu í gegn oft úr erfiðum færum auk þess að Vigdís Sigurðardóttir í marki ÍBV var í miklum ham. Þegar staðan var 8:2 eftir um 20 mínútna leik var sem Gróttu/ KR-stúlkur tækju sig saman í andlitinu því þeim tókst að minnka muninn úr sex mörkum niður í 5 fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og ÍBV náði 14:6 forystu. Þá sá þjálfari Gróttu/KR að svo mætti ekki við búið standa, breytti í framliggjandi vörn, sem sló Eyjastúlkur útaf laginu um tíma uns aðeins munaði fjórum mörkum, 16:12. Grótta/KR fékk færi til að minnka muninn niður í þrjú mörk en vopnin snerust í höndum þeirra og ÍBV náði yfirhöndinni á ný. Sigurinn var í höfn og í stöðunni 22:14 þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var flestum af varamannabekk ÍBV skipt inná. Eyjastúlkur unnu fyrir þessum sigri, sem byggðist að langmestu leyti á sterkri vörn er hélt allan leikinn. Það eru engin ný sannindi að slíkt er oftast lykill að sigri og þegar svo sóknarleikurinn var ágætur ásamt góðri markvörslu var fátt sem gat komið í veg fyrir sigur því sama var ekki uppi á teningnum hjá hinu liðinu. Einnig munaði um að leikmenn voru greinilega vel undirbúnir og í góðu líkamlegu formi enda þarf úthald til að halda uppi góðri vörn í 60 mínútur. Allir leikmenn stóðu fyrir sínu í vörninni en í sókninni var Theodora Visokaite afar ákveðin og braust áfram og Ana Perez og Andrea Atladóttir áttu mörg góð skot. Það neyddi varnarmenn mótherjanna til að koma aðeins út og þá losnaði um Ingibjörgu Jónsdóttur á línunni og Dagnýju Skúladóttur í horninu. Gróttu/KR-stúlkur mættu ákveðnar til leiks en voru slegnar útaf laginu í sókninni og fundu sig því ekki sem skyldi í vörninni þó að hún væri oft með ágætum. Liðið var lengi að bregðast við vandanum, ekki fyrr en það þurfti að vinna upp nokkurra marka mun, sem var því ofviða.

Þó að leikurinn hafi aldrei komist á spennustigið vegna yfirburða ÍBV var hann aldrei leiðinlegur og tefla Eyjamenn fram einu skemmtilegasta kvennaliði sem sést hefur til hér á landi. Oft er taugatitringur í liðum fyrir þessa leiki en það var eins og ÍBV liðið hafí ekki haft neinar áhyggjur af því. Leikmennirnir spiluðu allir mjög vel, varnarleikurinn skipti miklu og á bak við varnarmúrinn er besti markvörður landsins. Sóknarleikurinn gekk líka mjög vel fyrir sig og erfitt að taka einhvern einn leikmann út en frammistaða Theodoru Visokaite, sem kom inn í byrjunarliðið var eftirtektarverð án þess að hallað sé á liðsheildina.

Mörk IBV: Theodora Visokaite 6, Ana Peréz 6/3, Dagný Skúladóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 2.

Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 14, Iris Sigurðardóttir 1.

-Lítil mótstaða kom á óvart

„Þetta kom okkur mjög á óvart hversu litla mótspyrnu við fengum," sagði Andrea Atladóttir í samtli við Fréttir eftir leikinn. „Ég held að það sem skildi liðin fyrst og

fremst að var það hversu vel undirbúnar við vorum. Það var engin taugaveiklun í liðinu, við vorum með kollinn í lagi og þá gengur allt upp. Þær virtust vera stressaðar og það er mjög erfitt. Við unnum þetta hins vegar fyrst og fremst á sterkri vörn, þær komust hvorki lönd né strönd gegn okkur í fyrri hálfleik en svo var maður alltaf að bíða eftir slæma kaflanum. Við töluðum um það í hálfleik að það væri kannski bara ágætt að sleppa honum í þetta skiptið og það gerðum við," sagði Andrea.

-Þær áttu aldrei möguleika

Dagný Skúladóttir var að fagna sínum fyrsta titli í meistaraflokki um helgina og hún sagði í samtali við Fréttir að Grótta/KR hefði í raun aldrei átt möguleika í leiknum. „Við náðum tökum á þeim strax frá fyrstu mínútu. Varnarleikurinn var sterkur og okkur gekk mjóg vel í sókninni. Við komum vel undirbúnar og kerfin voru að virka hjá okkur. Andlega hliðin var líka í lagi, við komum mjög ákveðnar til leiks en ætluðum samt sem áður fyrst og fremst að njóta þess að spila úrslitaleik. Þetta var mun auðveldara en við áttum von á, þær komu bara alls ekki tilbúnar til leiks og við nýttum okkur það," sagði Dagný.

- Bjóst við þeim grimmari

„VIÐ lögðum grunninn að þessum sigri fyrsta korterið því eitt mark hjá þeim eftir það er ekki mikið,“ sagði Eyjastúlkan Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV í samtali við Morgunblaðið en Ingibjörg stóð fyrir sínu í vörninni og vann vel fyrir sóknina hinum megin. „Vörnin small saman og við fengum hraðaupphlaup enda lögðum við upp með að loka vörninni og ná að spila hratt. Það gekk eftir en ég bjóst við þeim miklu grimmari.“  Ég var bara smeyk um tíma þegar þær breyttu í framliggjandi vörn og við þurftum nokkrar mín- útur til að ná tökum á því en svo var sigurinn aldrei í hættu. Þær reyndu þá að taka tvo úr umferð en við erum með góða einstaklinga svo það gekk ekki upp,“ bætti Ingibjörg við og var ánægð með undirbúning liðsins. „Þjálfarinn sagði að við hefðum meiri reynslu en hann í svona leikjum og það værum við sem yrðum inni á vellinum. Það hefur ekki verið neitt stress í kringum þennan leik, við komum með Herjólfi daginn fyrir leik. Við erum búin að vinna okkar heimavinnu og Erlingur hefur undirbúið þennan leik vel.“ Ingibjörg fékk einnig verðlaunapening fyrir bikarsigurinn í fyrra en var þó ekki að spila, heldur til aðstoðar á bekknum, komin átta mánuði á leið. „ Það var erfiðara að vera á bekknum en að spila núna en samt var skemmtilegra að spila og mér finnst ég eiga meira í þessum bikar,“ sagði Ingibjörg og hampaði bikarnum.

-Vissi að við gætum haldið út hraðan leik

„Ég var aldrei örugg með sigurinn, sama hvernig staðan var, því þegar við vorum fimm mörkum yfir var ég viss um nú færi allt að klikka – það þurfti því að hafa varann á og við misstum aldrei tökin á leiknum,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður Eyjastúlkna, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við ætluðum að spila harðan leik og hratt því við erum snöggar og í góðu líkamsformi og vissum að við gætum haldið út leikinn þannig. Svo ætluðu útlendingarnir okkar svo sannarlega að vinna titil á Íslandi og það kom sér mjög vel.“ Vigdís sagði leikmenn jafnvel of rólega fyrir leikinn. „Leikurinn var mun erfiðari andlega en líkamlega því stressið var mikið og þá helst yfir því hvað við vorum lítið stressaðar en við hlökkuðum mikið til og leikgleðin var mikil, sem skilaði okkur langt. Í raun vorum við fáar sem lékum í fyrra en aftur á móti höfum við flestar reynslu úr erfiðum leikjum og eins er með útlendingana okkar. Nú er kominn einn sigur sem við vorum búnar að lofa stuðningsmönnum okkar en það er ekki nóg og við stefnum nú að því að vinna tvöfalt.“

-Við höfum gaman að þessu

Ég bjóst ekki við jafnari leik og þetta var sannfærandi allan tímann,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjastúlkna, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn. „Ég var reyndar farinn að örvænta yfir því að við værum komin með alltof mikið forskot í byrjun því oft byrja lið vel en síðan kemur bakslag – maður veit að í svona leik gefast hinir aldrei upp því það er ekki neinn leikur daginn eftir sem hægt er að vinna tapið upp. Og eins og Íslendingar gera svo oft biðum við eftir þessum „slæma“ kafla en það er greinilega minna um það í dag, hvort sem var í leiknum hjá okkur eða hjá landsliðinu á Evrópumótinu. Við höfðum ekki hugsað okkur að reyna að stinga þær af í byrjun en héldum okkar dampi allann leikinn og það gerði útslagið að varnarleikurinn var góður allan tímann. Ég átti von á að Grótta/KR færi fyrr í 3–2–1-vörn, til dæmis eftir leikhlé, en þjálfari þeirra vildi líklega sjá hvort sama vörn myndi skila sér.“ Erlingur hefur ekki áður unnið bikarúrslitaleik en sagði að reynsla Eyjastúlkna í því hefði dugað. „Ég gat því ekki miðlað bikarreynslu til þeirra, frekar að þær segðu mér til. Ég vissi þó hvernig átti að stilla upp í leiknum og hef leitað upplýsinga víða, margir hafa hjálpað mér og sent mér punkta og ég er þeim þakklátur. Það er greinilega allt annað skipulag hjá okkur núna, við fórum yfir það og fannst ekki nógu gott. Í dag má sjá að þetta er að koma því þó að varnarleikurinn hafi áður verið í lagi var sóknarleikurinn það ekki. Svo skiptir heppni alltaf einhverju máli. Við settum okkur það markmið að ná í titil, hvaðan sem hann kæmi. Nú er einn kominn og pressan því farin af okkur og við höfum gaman af þessu,“ bætti þjálfarinn við.  

Fagnað sem hetjum

Mikill mannfjöldi tók á móli nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV í kvennahandboltanum þegar liðið kom með Herjólfi á laugardagskvöldið eftir frækilegan sigur á Gróttu/KR í Laugardalshöllinni. Skotið var upp flugeldum þegar Herjólfur lagðist að bryggju. Erfitt er að gera sér grein fyrir þvf hvað margir vom á bryggjunni þegar Herjólfur kom en hópurinn var myndarlegur og fagnaði hann stúlkunum innilega bæði með bílflautum og lófaklappi. Fyrst vom þær leiddar upp á pall framan við afgreiðslu Herjólfs. Þegar skipið kom inn höfnina var kveikt á blysum á Skansinum en flugeldum var skotið upp á Friðarhafnarbryggjunni þegar skipið lagðist að bryggju. Formenn ÍBV-íþróttafélags Þór Vilhjálmsson, IBV-héraðssambands Birgir Sveinsson og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri ávörpuðu stelpumar, þjálfara og stjórn og afhentu þeim blóm. Sérstaka athygli vakti myndarlegur blómvöndur frá Haukum en karlalið þeirra varði bikarmeistaratitil sinn þegar það burstaði Fram. Einnig sagði Þorvarður Þorvaldsson nokkur orð og þakkaði hann frábæran stuðning Eyjamanna. Eyjamenn sýndu leikmönnum, þjálfara og stjóm kvennahandboltans mikinn sóma með því að taka þátt í móttökuathöfninni. Er það að verðleikum því fátt ber betur hróður Eyjanna út á við en góður árangur í íþróttum. 

Takk fyrir okkur, Eyjamenn

Stuðningurinn í Laugadalshöllinni og þegar við komum með bikarinn til Eyja með Herjólfi var ólýsanleg. Að sjá allt fólkið sem var saman komið þrátt fyrir smá kulda var yndislegt og yljaði okkur um hjartarætumar. Við sýndum hvers við Eyjamenn eru megnugir er við leggjumst öll á árarnar, þá getur enginn stöðvað okkur. Laugardagurinn 16. febrúarsl. líður okkur seint úr minni og viljum þakka öllum Eyjmönnum fyrir frábæran stuðning. Fyrirtæki, einstaklingar og Vestmannaeyjabær sem lögðu sitt til að gera þennan dag mögulegan.

Baráttan heldur baráttan áfram, er við fáum næst Fram í heimsókn. Við þurfum á kröftum ykkar að njóta þá. Okkur þætti vænt um, ef Eyjamenn myndu fjölmenna í ljónagryfjuna okkar og sýna stuðning sinn enn frekar í verki. Full Höll segir allt sem þarf. Fyllum því Höllina og fögnum saman bikamum sem við öll eigum. Við erum ekki södd, við eigum góða möguleika á einum bikar í viðbót en til að svo verði þurfum við ykkar stuðning eins og áður. Við vonum að Eyjamenn séu ekki sadder frekar en við og mæti á næstu leiki og leggi okkur lið að landa Íslandsmeistaratitlinum til Eyja, þar sem hann á heima. Munið nk. föstudag kl. 20 ÍBV - Fram, komið og sýnið í verki stuðning ykkar.

Handboltastelpur ÍBV, Bikarmeistarar 2002, Bikarmeistarar 2001, Meistarar meistaranna 2000, Íslandsmeistarar 200

Góður árangur hjá þeim ungu

Um helgina fóru fram úrslit í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkunum og átti IBV þrjú lið á meðal þeirra bestu. Annar flokkur karla náði bestum árangri og endaði í þriðja sæti en annar flokkur kvenna endaði í því fjórða og fjórði flokkur karla endaði í því sjötta. Annar flokkur endaði undanriðilinn í öðru sæti og spilaði því gegnSkagamönnum í undanúrslitum. Þar voru strákarnir meira en lítið óheppnir að vinna ekki en leikurinn endaði með sigri IA, 3-2 og því varð IBV að spila um bronsið. Þar spiluðu strákarnir mjög vel og þrátt fyrir að vera einum færri nánast hálfan leikinn þá sigruðu þeir Breiðablik 5-3.

2. flokkur kvenna náði einnig mjög góðum árangri en liðið endaði í fjórða sæti. I undanriðlinum endaði liðið í öðru sæti á eftir Valstúlkum. Í undanúrslitum spilaði liðið gegn KR en ÍBV steinlá 6-1. í leik um þriðja sætið mætti ÍBV Val í annað sinn og tópuðu Eyjastelpur fyrir þeim á ný 6-1.

Fjórði flokkur karla endaði í þriðja sæti í undanriðlinum og spilaði því strax um fímmta sætið í íslandsmótinu. Þar töpuðu strákarnir fyrir KR7-1. 

Fótboltinn farinn að rúlla

Karlalið ÍBV spilaði um síðustu helgi tvo fyrstu leiki sína í deildarbikarnum en þá lék liðið gegn Keflavík og KA en báðir leikirnir fórufram í Reykjaneshöllinni.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn verið nánast ósigrandi í þeim æfíngaleikjum sem þeir höfðu leikið fram að þessu en lokatölur leiksins urðu 1-1. ÍBV stillti upp sínu sterkasta liði en mark IBV skoraði gamli jaxlinn Ingi Sigurðsson. Í síðari leiknum fengu þeir sem ekki byrjuðu leikinn gegn Keflavík tækifæri á að sýna sig. Norðanmenn komust þremur mörkum yfir fyrir leikhlé en í seinni hálfleik náði Ingi að klóra í bakkann og lokatölur urðu 1 -3 fyrir KA.

Kvennalið IBV er einnig komið á fulla ferð í undirbúningi sínum og lék liðið æfingaleik gegn Stjörnunni. ÍBV vann leikinn 2-0 en áður hafði liðið leikið gegn Fjölni og Haukum og unnið þá sannfærandi. 

Glæsilegur sigur á bikarmeisturunum

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka en þeir eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar. Gengi Haukanna hefur verið ótrúlegt í vetur, liðið hafði fyrir leikinn unnið alla leiki sína, bæði í deild og bikar og því ekki árennilegt verkefni fyrir ÍBV. Leikmenn IBV voru svekktir eftir tapið gegn IR í síðasta leik og með það í huga fóru þeir hreinlega á kostum gegn stjörnum prýddu liði gestanna. Sigur IBV var þó minni á horfðist eða 34 - 30 því aðeins fjögur mörk skildu liðin að í lokin en mestur varð munurinn tólf mörk. Leikurinn var jafn framan af allt þar til í stöðunni 6 - 6 að ÍBV skoraði fjögur mörk í röð mörk í röð og náði þannig þægilegu forskoti. I sókninni réðu Haukarnir ekkert við ÍBV í fyrri hálfleik og voru í ofanálag í hinu mesta basli með að brjóta varnarmúr ÍBV á bak aftur.

Bak við vörnina stóð svo Hörður Flóki Ólafsson sem varði alls 25 skot í leiknum. Í fyrri hálfleik bar mest á Svavari Vignissyni sem lék vamarmenn Hauka hvað eftir annað grátt, fískaði tvö vítakóst og skoraði sex mörk sjálfur. Staðan í hálfleik var 17-1 l og fátt sem benti til annars en sigur ÍB V.

Það að skora 17 mörk gegn Haukum í einum hálfleik er afrek út af fyrir sig en fylgja því eftir í þeim síðari sýnir hversu sterkt lið ÍB V er á góðum degi. I byrjun fyrri hálfleiks léku strákamir á alls oddi og náðu upp í tólf marka forskoti en þá brugðu gestirnir á það ráð að taka tvo leikmenn IBV úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur IBV töluvert. Haukamir fengu nokkur hraðaupphlaup og allt í einu var munurinn kominn niður í aðeins fjögur mörk þegar rúmlega fjórar mínútur vom eftir. En hungrið í sigur skilaði IBV fjórum mörkum áður en yfir lauk og lokatölur 34-30 sigur á liði sem hafði ekki tapað nema tveimur stigum í deildinni þennan veturinn.

Svavar Vignisson sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að rétta stemmningin hefði verið til staðar núna. „Þetta er einfaldlega spuming um hvernig við komum stemmdir til leiks. Það vantaði alla stemmningu þegar við spiluðum gegn ÍR og við vorum andlausir bæði fyrir leik og í honum sjálfum. Það voru ekki bara við leikmennirnir sem klikkuðum heldur allir í kringum liðið. Við unnum okkur út úr þessum vandræðum eins og sást best í þessum leik. Ef rétta stemmningin næst ekki upp gegn Haukum þá er eitthvað mikið að. Við ákváðum allir sem að liðinu koma að sýna þeim hvað við erum með sterkt lið. Við reyndar misstum forskotið niður og ég neita því ekki að það hefði verið skemmtilegra að senda þá heim með tíu marka tap á bakinu en við sættum okkur alveg við sigurinn. Núna verðum við bara að halda áfram á sömu braut og vinna okkur upp töfluna."  

Aldrei spurning hjá bikarmeisturunum

Kvennalið ÍBV tók á móti Fram í fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu eftir að hafa sigrað í úrslitaleik bikarkeppninnar helgina áður en leikur liðanna fór fram. Leikir sem þessi eru oft erfiðir því erfitt getur verið að ná upp stemmningu innan liðs sem er nýkomið úr stórleik og einnig átti ÍBV að öllu eðlilegu að sigra Fram. Stelpurnar stóðust þessa pressu með glans og lokatölur leiksins urðu 33 - 20.

ÍBV byrjaði leikinn af krafti og augljóst að stelpumar ætluðu ekki að lenda í neinum vandræðum með Ieikinn. Heimastúlkur skoruðu hvorki fleiri né færri en átta fyrstu mörk leiksins áður en Framarar náðu að svara fyrir sig á tólftu mínútu leiksins.

Eftir það var leikurinn í jafnvægi út fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 17-11 fyrir ÍBV. Þessi munur hélst svo í upphafi síðari hálfleiks en þá fóm varamennimir að týnast inn á og þeir áttu heldur betur eftir að bæta forskotið. Mestur varð munurinn fimmtán mörk en undir lokin náðu Framara að minnka muninn aftur niður í þrettán mörk, 33-20. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með átján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka en stelpurnar eiga einn leik inni.

Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 7, Ana Perez 6/3, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 6, Ingibjörg Jónsdótfir 5, Bjamý Þorvarðardóttir 3, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 2/1, Theodora Visokaite 2, Isabel Ortiz 1, Hildur Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16, Íris Sigurðardóttir 1/1.

MARS: 

Kjartan í Brasilíu

Kjartan Antonsson, miðvörðurinn sterki í liði IBV, í Brasilíu með íslenska landsliðinu þar sem liðið leikur gegn heimamönnum. Kjartan hefur ekki verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og hann á aðeins einn landsleik að baki þó svo að margir

hefðu vilja sjá hann oftar í hópnum. Íslenska landsliðið er að mestu skipað leikmönnum sem spila hérlendis en þess má geta að Eyjapeyinn Sigurvin Ólafsson, sem nú spilar með KR, er einnig í landsliðshópnum. Ferðalagið er töluvert fyrir strákana, alls voru þeir tæpa átján klukkutíma í flugvél á leiðinni út og annað eins bíður þeirra þegar haldið verður heim á leið. Ísland hefur einu sinni áður mætt

Brasilíu, þá einnig ytra og tapaðist sá leikur 3-0 en þá var Hlynur Stefánsson í íslenska liðinu og fór létt með Ronaldo að eigin sögn.

Kjartan meiddist á nára í Brasilíu en Venni kom inn á tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Óvænt tap á heimavelli

ÍBV tók á móti Víkingum á heimavelli í byrjun mars mánaðar. Fyrir leikinn var

ÍBV í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar í því sjötta, níu stigum á eftir ÍBV. Áttu því flestir von á frekar fyrirhafnarlitlum sigri heimaliðsins. En gestimir voru með annað í huga og eftir að liðin höfðu skiptst á að skora í upphafi leiks tóku Víkingar sig til og

náðu fimm marka forystu áður en flautað var til leikhlés, 9-14. Í seinni hálfleik náði ÍBV að klóra í bakkann og allt leit út fyrir að heimastúlkur væru að ná yfirhöndinni en þá misstu þær flugið aftur og þegar þrjár mínútur voru eftir voru Víkingar þremur mörkum yfir. En með mikilli baráttu náðu Eyjastúlkur að minnka muninn niður í eitt mark og fengu svo tækifæri á að jafna þegar tuttugu sekúndur voru eftir en afar óagaður leikur hjá þeim varð til þess að það tókst ekki og Víkingar sigruðu því

með 23 mörkum gegn 22. IBV lék mjög illa í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hvorki geta né áhugi virtist vera til staðar hjá leikmönnum. Varnarleikur

liðsins hefur aldrei verið verri og markvarslan var engin. Sóknarleikur liðsins var hugmyndasnauður allan leikinn og á meðan varnarleikurinn og markvarslan skánaði þegar leið á leikinn var sóknarleikurinn akkillesarhæll liðsins. Erlingur Richardsson í sagði í samtali við Fréttir eftir leikin að ekki væri mikið hægt að segja um leikinn.

„Við vomm að spila mjög illa, sérstaklega í fyrri hálfleik en eins og ég sagði við stelpurnar þá erum við ekki enn búin að ná því að vera gott lið. Svona leikir eru ekki einkenni góðra liða. Það koma oft svona leikir eftir bikarúrslitaleik. Haukar töpuðu öðrum leik sínum eftir úrslitaleikinn í karlaboltanum og við gerum það líka en það var einfaldlega engin stemmning í hópnum og margir leikmenn ekki tilbúnir í leikinn. Mér er í raun alveg sama hvar ég enda í deildinni svo lengi sem ég fæ liðið til að spila vel í hverjum leik en á meðan það tekst ekki er nauðsynlegt fyrir okkur að ná

öðru sætinu." Mörk ÍBV: Ana Peréz 13/3, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 3, Theodora Visocaite 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 8, Íris Sigurðardóttir 2.

Lítið gekk í mars

Í mar lék karlalið ÍBV fimm leiki í Esso deildinni en af þessum fimm leikjum sigraði liðið aðeins einn. Fyrsti leikur marsmánaðr var gegn Fram í Framheimilinu með hagstæðum úrslitum þar hefði liðið komist í fjórða sæti deildarinnar en sú varð rauninn ekki. ÍBV lék illa í fyrri hálfeik, fékk mikið af mörkum á sig og þurfti að elta andstæðinginn uppi í seinni hálfleik.  Lokakaflinn í leiknum var svo æsispennandi þar sem Framarar voru alltaf á undan að skora en IBV jafnaði jafnharðan. Framarar skoraðu sigurmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok en voru

reyndar stálheppnir að sigra því undir lokin átti Mindaugas þrumuskot sem small í þverslánni og þar með var leikurinn úti, lokatölur 27-26. Þrátt fyrir tap héldu strákarnir fimmta sætinu.

Þann 6. mars tóku strákarnir á móti Aftureldingu en gestirnir voru sæti ofar en Eyjamenn, mikið var því undir í leiknum. Strákunum tókst að landa sigri eftir jafnan leik en ÍBV seig fram úr á lokakaflanum og nældu sér í mikilvæg stig. Lokatölur urðu 32-28 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15-15. Arnar Pétursson, fyrirliði ÍBV sagði í samtali við Fréttir að þrátt fyrir sigurinn þá megi enn gera betur. „Það er ekki nógu gott hjá okkur hvað við erum að fá á okkur mikið af mörkum en þetta hefur þokast í rétta átt að undanförnu. Við reyndar skorum mikið á meðan en þetta er eitthvað sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þetta var hörkuleikur enda era þeir með hörkulið og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Þetta voru mjög mikilvæg stig sem við fengum því þetta var spuming um fímmta eða níunda sætið. Þetta er orðið svo jafnt þarna um miðja deild að einn ósigurgeturjafnvel sent okkur út úr úrslitakeppninni."

Leikjadagskráin var þétt þremur dögum eftir sigur á Aftureldingu lá leiðin norður. Leiknum var síðar frestað um einn dag. Strákarnir voru rasskelltir fyrir norðan en þeir náðu aldrei takti í leiknum, lentu strax undir og áttu í raun aldrei möguleika gegn frískum Þórsurum. Þór sigraði í Viku síðar komu FH-ingar í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náði ÍBV góðum leikkafla og var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Allt leit svo þokkalega út í upphafi þess síðari, IBV komst mest fjórum mörkum yfir en um miðjan hálfleikinn breyttist staðan úr 20-17 í 20-22 og leikmenn IBV enn að klóra sér í hausnum. Eftirleikurinn var gestunum auðveldur, þeir spiluðu skynsamlega á lokakaflanum þegar ÍBV gerði harða hríð að þeim og því voru það FHingar sem sigruðu sanngjamt með tveimur mörkum 27-29. Fjórði tapleikurinn á heimavelli staðreynd.

Þann 23. mars heimsóttu Eyjamenn Gróttu/KR í mikilvægum leik. Leikurinn var jafn allan tímann en ÍBV hafði ávallt undirtökin í fyrri hálfleik. Liðið náði m.a.s. þriggja marka forystu 4 - 7 en heimamenn náðu að jafna í 8-8. Aftur náði ÍBV góðum spretti og staðan í hálfleik var vænleg, 11-13 fyrirÍBV. I seinni hálfleik náði IBV að halda forystunni til að byrja með en um miðjan hálfleikin jöfnuðu heimamenn og komust svo í kjölfarið þremur mörkum yfir 21-18. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi, ÍBV náði að jafna leikinn og fékk í næstu sókn víti og gat komist yfir en vítið fór forgörðum eins og öll fimm víti IBV í leiknum. Heimamenn skoruðu svo sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka, lokatölur 23-22. Strákarnir eru enn í 10. Sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór sem vermir 8 sætið.

Sigur og tap hjá strákunum

Meistaraflokkur karla í knattspymu lék tvo leiki fyrstu helgina í mars í deildarbikarkeppninni og fóm báðir leikimir fram í Reykjaneshöll. Fyrri leikurinn var gegn Grindvíkingum en þar situr Bjarni Jó- hannsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, við stjórnvölinn. Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með IBV og sigmðu 3-1 eftir að hafa komist í 3-0. Mark ÍBV: Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Seinni leikurinn fór svo fram á sunnudeginum og þá var leikið gegn 1. deildarliði Dalvíkinga. Alls voru skoruð átta mörk í þeim leik, Dalvíkingar skoruðu þrjú en IBV fimm og nældu Eyjapeyjar því sér í sín fyrstu stig í keppninni. Staðan í hálfleik var 5-0. IBV er sem stendur í sjöunda og næst neðsta sæti B-riðils með þrjú stig eftir fjóra leiki en fjögur lið komast áfram úr riðlinum. Mörk ÍBV: Gunnar Heiðar 3, Atli Jóhannsson 2.

Glæsilegur árangur 6. flokks

Helgina 9-10 mars náðu stúlkurnar í sjötta flokki ÍB V glæsilegum árangri á turneringu í Reykjavík. Komu bæði a og b-lið taplaus til baka með tvo bikara meðferðis. A-liðið keppti fjóra leiki, sigraði þá alla með nokkrum mun. B-Iiðið keppti sex leiki, sigraði fimm og gerði eitt jafntefli, gegn ÍR. Árangur stúlknanna var glæsilegur og er þetta önnur turneringin í röð sem liðið kemur taplaust til baka. Það er línumaðurinn sterki í IBV Svavar Vignisson sem þjálfar stúlkurnar.

Dapurt gengi

Þriðji flokkur karla lék tvo leiki aðra helgina í mars og fóru þeir báðir fram á Reykjavíkursvæðinu. Fyrst mættu þeir Aftureldingu og töpuðu 33-18 en markahæstir í þeim leik voru þeir Magnús með fimm mörk og Jens, Benedikt og Sindri með þrjú. Seinni leikurinn var svo gegn Gróttu/KR og þar töpuðu strákamir einnig og nú með níu mörkum 29-20. Jens var langmarkahæstur í liði ÍBV með tíu mörk.

Unglingaflokkur lék einn leik þessa helgi en stelpumar töpuðu fyrir FramB 22-16.

Annað sætið innan seilingar

ÍBV mætti Stjörnunni nánast í hreinum úrslitaleik um annað sætið í deildinni. Þó bæði lið eigi enn möguleika á efsta sætinu verður að teljast ólíklegt að Haukarnir misstígi sig. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir tíu mínútna leik átti ÍBV góðan leikkafla og í sundur dró með liðunum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 10-13 fyrir ÍBV. Eyjastúlkur gerðu svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks og breyttu stöðunni úr 10-13 í 20-13. Stjörnustúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin en lokatölur urðu 20-26 fyrir ÍBV. Ingibjörg Jónsdóttir sagði í samtali við Fréttar að í raun hefði lítil mótspyma Stjömunnar komið sér á óvart. „Við vorum í raun ekki að sýna neinn toppleik en mér fannst þær einfaldlega vera þungar. Við erum með meira léttleikandi lið á meðan þær treysta á reynsluna. Við keyrðum einfaldlega yfir þær á hraðanum. Ég hafði eiginlega aldrei áhyggjur af því að tapa þessum leik því á meðan varnarleikurinn og markvarslan er í lagi hjá okkur þá eiga liðin í deildinni ekki möguleika á móti okkur. Núna eigum við tvo leiki eftir, útileik gegn Val og svo heimaleik gegn KA/Þór og við verðum einfaldlega að vinna þessa leiki ef við ætlum okkur annað sætið. Það er í okkar höndum og við ætlum okkur heimaleikjaréttinn í úrslitunum."

Mörk ÍBV: Theodora Visokaite 8, Dagný Skúladóttir 6, Ana Perez 4, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Andrea Atladóttir 2, Anita Eyþórsdóttir 1, Isabel Ortiz 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16. 

Jöfnunarsjóður samþykktur

Helgina 9-10 mars fór fram ársþing HSÍ en fátt markvert gerðist á því þingi. Það sem helsl vakti athygli var að ákveðið hefur verið að koma á jöfnunarsjóði til styrktar liðum á landsbyggðinni. Reyndar var tillagan samþykkt með töluverðum breytingum þannig að nú greiðir hvert lið í efstu deild heilar 50

Vorfagnaður ÍBV í Reykjavík

Föstudaginn 22. mars munu leikmenn meistaraílokks karla í knattspyrnu halda árlegan vorfagnað í Sameign iðnaðarmanna, Skipholti 70 Reykjavík. Að þessu sinni mun skemmtunin verða með breyttu sniði þar sem báðum kynjum er heimilaður aðgangur, enda kominn tími til að blása lífí í skemmtunina. Veislustjóri verður alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson og húsið opnað kl. 19.00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, meðal annars skemmtiatriði að hætti leikmanna IBV, ræðumann kvöldsins úr þingheiminum, stórglæsilegt sjávaréttahlaðborð og alvöru Eyjastemmningu.

Handknattleiksdeild kvenna með verslun á Netinu

Handknattleiksdeild kvenna hefur keypt netverslun þar sem seldar verða vörur frá Pharmanex og Nu Skin og Big Planet. Bjami G. Samúelsson er umboðsmaður fyrir þessar vörur en handknattleiksdeildin fær 33% í sölulaun af netverslunni. í upplýsingabæklingi frá Pharmanex segir að fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á vítamínum, fæðubótarefnum og náttúrulyfjum sem byggja á 1000 til 3000 ára gamalli hefð og nútíma vestrænum vísindum. Pharmanex framleiðir vömr eins og Life Pak, Tegreen 97 og Cordy Max. Nu skin eru snyrtivörur fyrir húð og hár. Má nefna hreinsivörur, rakakrem, maska og gel fyrir andlit ásamt vörum fyrir líkamann eins og húðmjólk og komakrem. Einnig eru hársnyrtivörur í miklu úrvali.

Tveir tapleikir

Helgina 15-17 mars fóru fram tveir leikir hjá unglingaflokki kvenna en þær fengu Fylki í heimsókn. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn og þar unnu Fylkisstúlkur nokkuð sannfærandi 15-21. Seinni leikurinn fór svo fram daginn eftir og enn voru það gestirnir sem báru sigur úr býtum, nú 21-26.

Öruggt gegn FH

ÍBV spilaði gegn hálfgerðu B-liði FH-inga þann 16. mars en leikur liðanna fór fram á gervigrasinu í Kaplakrika. Eyjamenn sigruðu nokkuð ömgglega, 4-0 þar sem Gunnar Heiðar skoraði tvö, Jón Helgi eitt en ekki er vitað hver skoraði fjórða mark ÍBV.

Gunnar Berg góður

Um helgina fór fram fjögurra landa mót í handknattleik karla í Danmörku. I íslenska landsliðinu var Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson, en hann spilar sem kunnugt er með franska stórliðinu Paris St. Germain. Gunnar stóð fyrir sínu með liðinu, var m.a. markahæstur í tveimur síðustu leikjum liðsins, gegn Póllandi og Danmörku og hefur þar með vakið á sér athygli.

Fjórir á úrtaksæfingu

Fernt var við úrtaksæfingar með íslensku unglingalandsliðunum sem haldnar voru um miðjan mars. Í U-19 ára liðinu var Elva Dögg Grímsdóttir og með U-17 ára landsliðinu voru bæði Karitas Þórarinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem reyndar spilaði með U-19 ára liðinu á síðasta árí. Þá var Ólafur Þór Berry einnig við æfingar en hann var með U-17 ára landsliðinu en riðill Íslands í undankeppni EM fer fram hér á landi í lok september.

Íris ekki með í sumar

Kvennalið ÍBV hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir komandi átök í sumar en Íris Sæmundsdóttir, ein albesta knattspyrnukona landsins hefur tilkynnt að hún muni ekki spila með ÍBV í sumar. Ástæðan fyrir því er að hún á von á barni í haust og getur eðlilega ekki spilað knattspyrnu á meðan. Íris sagði í samtali við Fréttir að hún stefndi að sjálfsögðu á það að spila með ÍBV sumarið 2003 þegar hún kemur úr barneignarfríi.

Andri á úrtaksæfingum

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður ÍBV, Andri Ólafsson, var valinn á úrtaksæfingar í lok mars með U-17 ára landsliði Íslands. Liðið tekur þátt í æfingamóti á Spáni um miðjan apríl þannig að það er eftir miklu að slægjast.

ÍBV á Spáni

Kvennalið ÍBV hélt í æfingaferð suður til Spánar, nánar tiltekið til Riokanella, sem er á landamærum Portúgals og Spánar. Um 15 manna hópur fór út og er ætlunin að dvelja þar í rúma viku. Liðið mun líklega spila 2-3 æfingaieiki en á svæðinu munu vera fjögur önnur íslensk knattspyrnulið.

Annað sætið staðreynd

Í lok mars átti kvennalið ÍBV eftir tvo leiki, gegn KA/Þór og Val. Leikurinn gegn KA/Þór hafði verið frestað margoft og náðist loksins að spila hann. ÍBV sigraði leikinn nokkuð sannfærandi með sjö mörkum, 25-18 og héldu þar með enn í vonina um að næla sér í annað sætið. ÍBV sýndi enga meistaratakta gegn auðveldu fórnarlambi sínu en norðanstúlkur enduðu tímabilið í níunda og neðsta sæti deildarinnar. Stelpurnar í þriðja sæti deildarinnar og einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti, ekkert annað en sigur á Val kom til greina ef ÍBV ætlaði sér annað sætið. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en þrátt fyrir það var IBV ávallt með undirtökin. Eyjastúlkur voru fyrri til að skora og voru yfir í hálfleik. I seinni hálfleik leit allt þokkalega út þar til mjög slæmur leikkafli kom hjá ÍBV og allt í einu var staðan orðin 18-15 Valsstúlkum í vil. En stelpurnar náðu að rífa sig upp úr lægðinni, skoruðu fimm mörk í röð og komust þar með tveimur mörkum yfír, 18-20. Síðustu andartökin voru svo mjög spennandi en ÍBV hélt boltanum þar til leiktíminn rann út og tryggði sér þar með annað sætið í deildinni. Þar með er öruggt að ÍBV hefur heimaleikjarétt í fyrstu tveimur umferðum úrslitanna og vonandi að stelpurnar nái að nýta sér hina nýju úrslitakeppninni sem hefst 4. apríl. Stelpurnar taka þá á móti Gróttu/KR.

APRÍL:

ÍBV Ieitar að framherja

Á heimasíðu ÍBV kom fram á upphafsdögum aprílmánaðar að liði leitaði að framherja. Ekki verða miklar breytingar á leikmannahópi ÍBV fyrir sumarið en við leitum samt að framherja og koma nokkrir til greina þar en þau mál munu skýrast á næstu vikum. Einnig erum við opnir fyrir að styrkja miðjuna þar sem margir af okkar sterkari póstum hafa meiðst að undanförnu og nægir þar að nefna Bjarna Geir, Hjalta Jóns og Unnar Hólm. Mikil umræða hefur átt sér stað víða um hvernig leikmannamál ÍBV standa. Staðan er í raun að menn eru að skoða ýmsa möguleika en stjórn knattspyrnudeildar ÍBV ætlar ekki að fara út í eitthvað sem þeir ráða ekki við fjárhagslega. En eins og áður segir skýrast þessi mál á allra næstu vikum. Nokkrum dögum síðar kom svo fram á heimasíðu ÍBV að Bjarni Geir og Unnar Hólm ættu að vera klárir í fyrsta leik eftir rúmar sex vikur.  

11-11 gefur miða

Eftirfarandi auglýsing birtist í bæjarblaðinu Fréttum fyrir stórleik ÍBV og Gróttur/KR.

Mættu í 11-11 í dag, verslaðu í matinn og þú færð frían miða í kaupbæti.

ÆTLAR ÞÚ AÐ STYÐJA STELPURNAR OKKAR TIL SIGURS?

Við ætlum að bjóða þér frítt á leikinn, allir sem versla fyrir kr. 2.000 eða meira í 11-11 í dag á milli kl.16 -18 fá gefins miða á leikinn. Nú er komið að því að styðja stelpurnar okkar til sigurs og sýna hversu megnug við erum þegar við stöndum saman.

Umgjörð leiksins verður Ijósum prýdd og margt gert fólki til gamans, ungum sem öldnum. Engar trommur verða á leiknum og reynt verður að skapa sannkallaða Eyjastemmingu. 

Bönnum trommur

Hlynur Sigmarsson úr framvarðasveit handknattleiks kvenna í Vestmannaeyjum,

sagði í samtali við Fréttir að handknattleiksráðið væri á fullu að undirbúa leikinn. „Við ætlum að tjalda öllu til í þessari úrslitakeppni þannig að þegar fólk mætir á heimaleiki IBV fær það ekki bara besta handboltann á landinu heldur líka góða skemmtun og frábæra umgjörð. Við hófum ákveðið að banna trommur á okkar leikjum, fólk hefur verið að kvarta dálítið undan þeim og við treystum á raddbönd áhorfenda. Þá ætlum við líka að beina krökkunum sem koma ekki í fylgd með fullorðnum á afmarkað svæði þannig að aðrir geti notið þess að horfa á leikinn og með þessu viljum við minnka hlaupin á krökkunum. En umfram allt viljum við fá sem flesta á leikina sem framundan eru. Stelpurnar treysta á stuðning ykkar og við vitum að Eyjamenn bregðast þeim ekki." 

Úrslitakeppninn úr sögunni

Áframhaldandi lægð var á strákunum í handboltanum í apríl. Strákarnir töpuðu gegn Fram á heimavelli 19-25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-11 í hálfleik. Eftir tapið var allt útlit fyrir að ÍBV myndi ekki komast í úrslit Íslandsmótsins, það fékkst svo endanlegastaðfest þegar strákarnir töpuðu gegn botnliði Víkings en þeir höfðu ekki unnið leik á mótinu og voru með þrjú stig. Fyrirfram var búist við auðveldum leik en Víkingar voru á öðru máli og eftir að hafa lent sex mörkum undir tókst þeim að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og vinna fjögurra marka sigur, 23-27.

Í viðtali við Fréttir eftir leikinn segir Sigurbjörn, þjálfari ÍBV að liðið hafi lent í vondum málum og búið að tapa sex leikjum í röð. „Þetta er vitanlega jöfn deild en sjálfstraustið hefur minnkað með hverjum leik og við hreinlega klúðrum tímabilinu. Við eigum auðvitað eftir einn leik og ætlum að klára hann. Svo býst ég við að menn setjist niður og fari ytir þetta tímabil. Þetta tímabil er ekki eintómt klúður, við höfum verið að koma ungu strákunum inn í og þeir hafa verið að bæta sig með hverjum leik." 

Ágætis páskamót

Páskafríið var ágætlega notað af knattspyrnumönnum Eyjanna en þá fór fram þriggja liða páskamót á hinum „stórglæsilega" malarvelli við Löngulág. Hér á árum áður komu gjarnan hingað lið ofan af landi til að taka þátt í þessu móti en vallarskilyrði hér eru slæm og lið því ekki mjög áköf í að taka þátt í mótinu. Þrátt fyrir það þá tóku þrjú lið frá Eyjum þátt í mótinu, meistaraflokkur og 2. Flokkur ÍBV og KFS. Meistaraflokkur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sigrað KFS 6 - 1 og gert jafntefli við 2. flokk. Leikur KFS og 2. f lokks fór svo 4- 1 fyrir ÍBV og enduðu strákarnir því í öðru sæti mótsins.  

Landsliðsæfingar

Margrét Lára Viðarsdóttir og Karitas Þórarinsdóttir taka þátt í síðustu úrtaksæfingum íslenska U- 17 ára landsliðsins helgina 5-7 apríl. Liðið keppir á Norðurlandamóti sem verður hér á landi í júní. Þá fara Andri Ólafsson og Ólafur Berry einnig á úrtaksæfingar hjá U-17 ára karlaliðinu, reyndar í sitt hvoru lagi, annars vegar er það U-17 ára lið sem tekur þátt í Spánarmót í byrjun apríl, þar er Andri, en í hinu eru leikmenn sem eru ári yngri og hugsaðir til framtíðar. 

Andri út með U-17

Andri Ólafsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi, var valinn í landsliðshóp Íslands, leikmanna 17 ára og yngri en liðið hélt til Spánar snemma í apríl. Þar mun Island leika í æfingamóti ásamt sjö öðrum þjóðum, sem flest eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópumótsins í enda mánaðarins. 

Steindautt jafntefli

ÍBV spilaði í B-riðli efri deildar deildarbikarkeppninnar  þann 7. apríl en þá lék liðið gegn Fram. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal við frekar leiðinlegar aðstæður, rok og rigningu sem hafði nokkur áhrif á leikinn. Hvorugu liði tókst að finna réttu leiðina í netmöskvana og skildu þau því jöfn, 0-0. Þar með minnka vonir ÍBV um að komast áfram upp úr riðlinum verulega en þó er engin ástæða til að örvænta fyrir sumarið.

Vel heppnað fjölliðamót

Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta fjölliðamótið í Eyjum en þá komu um 350 strákar í heimsókn frá 15 félögum en þeir eru allir í fimmta flokki karla. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, sagði að forráðamenn þeirra liða sem hingað komu hafi verið mjög ánægðir með framkvæmdina í samtali við Fréttir.

„Þetta var mjög stór „tumering" með um 350 peyja sem komu hingað og leikimir hafa örugglega verið hátt í eitt hundrað. Við reyndum að gera svolítið úr þessari turneringu þar sem hún er sú síðasta í íslandsmótinu þannig að úrslitaleikurinn var mjög flottur, ljósasýning og liðin voru kynnt fyrir leik. Núna eigum við möguleika á að fá fleiri mót hingað næsta vetur, reyndar erum við með sjötta flokk kvenna eftir tvær vikur þannig að það eru breyttir tímar með þessu glæsilega hús."

Árangur ÍBV í mótinu var ágætur en A-, B- og C-lið tóku þátt í því. 

Grótta/KR sló ÍBV óvænt út

Lið ÍBV og Gróttur/KR mættust í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn þann 4. Apríl í Eyjum. Leikur liðanna var nánast eftir bókinni ef undan eru skildar síðustu tíu mínútur leiksins. IBV náði strax tökum á leiknum og smám saman jókst forysta ÍBV sem mest varð níu mörk. En það var einmitt í stöðunni 24-15 sem leikur ÍBV datt niður og lokatölur leiksins urðu 26-22.

Liðin mættust svo í öðrum leik liðanna á Seltjarnarnesi tveimur dögum síðar.     

Gróttu/KR-stúlkur komu gríðarlega einbeittar til leiks í Eyjum í gær og með frábærri liðsheild náðu þær einum óvæntustu úrslitum vetrarins í handboltanum, sigruðu ÍBV verðskuldað, 25:24, og voru yfir allan leikinn. Gestirnir gerðu fyrstu þrjú mörkin og komu heimamönnum algjörlega í opna skjöldu með frábærum varnarleik og sóknarmenn Eyjamanna vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið og í leikhléi var staðan 10:13. Gestirnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og spiluðu hreint frábæra vörn. Þeir náðu mest fimm marka forystu og gekk hreinlega allt upp hjá þeim. En heimamenn, studdir vel af rúmlega fjögur hundruð manns, neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, 18:19, um miðjan síðari hálfleik. Í þeirri stöðu fengu Eyjastelpur fjöldann allan af tækifærum til að jafna sem þær náðu ekki að nýta sér, voru ótrúlega óheppnar auk þess sem öll vafaatriði féllu gestunum í vil. Þær nýttu sér það til hins ýtrasta, skoruðu tvö mörk í röð og þá var leikurinn nánast búinn. Liðin þurftu því að mætast á ný í Eyjum í oddaleik.

Í þriðja og síðasta leik liðanna átti ÍBV ekki mikla möguleika. Gestirnir náðu strax þriggja marka forystu og héldu henni allan leikinn. Sigur þeirra var fyllilega sanngjarn og má segja að IBV haft í raun aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í viðureignum liðanna. Lokatölur leiksins urðu 24 - 25, eftir að IBV hafði skorað þrjú síðustu mörk leiksins. 

Andri stóð sig vel

Andri Ólafsson lék  með íslenska landsliðinu skipað leikmönnum 17 ára og yngri en liðið tók þátt í æfingamóti á Spáni. Íslenska liðið spilaði þrjá leiki, tvo í riðlakeppninni sem töpuðust báðir en sigraði svo Moldavíu í leik um sjöunda sætið. Andri byrjaði alla leiki liðsins og ljóst að þessi efnilegi knattspymumaður hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni. 

APRÍL:

ÍBV Ieitar að framherja

Á heimasíðu ÍBV kom fram á upphafsdögum aprílmánaðar að liði leitaði að framherja. Ekki verða miklar breytingar á leikmannahópi ÍBV fyrir sumarið en við leitum samt að framherja og koma nokkrir til greina þar en þau mál munu skýrast á næstu vikum. Einnig erum við opnir fyrir að styrkja miðjuna þar sem margir af okkar sterkari póstum hafa meiðst að undanförnu og nægir þar að nefna Bjarna Geir, Hjalta Jóns og Unnar Hólm. Mikil umræða hefur átt sér stað víða um hvernig leikmannamál ÍBV standa. Staðan er í raun að menn eru að skoða ýmsa möguleika en stjórn knattspyrnudeildar ÍBV ætlar ekki að fara út í eitthvað sem þeir ráða ekki við fjárhagslega. En eins og áður segir skýrast þessi mál á allra næstu vikum. Nokkrum dögum síðar kom svo fram á heimasíðu ÍBV að Bjarni Geir og Unnar Hólm ættu að vera klárir í fyrsta leik eftir rúmar sex vikur.  

11-11 gefur miða

Eftirfarandi auglýsing birtist í bæjarblaðinu Fréttum fyrir stórleik ÍBV og Gróttur/KR.

Mættu í 11-11 í dag, verslaðu í matinn og þú færð frían miða í kaupbæti.

ÆTLAR ÞÚ AÐ STYÐJA STELPURNAR OKKAR TIL SIGURS?

Við ætlum að bjóða þér frítt á leikinn, allir sem versla fyrir kr. 2.000 eða meira í 11-11 í dag á milli kl.16 -18 fá gefins miða á leikinn. Nú er komið að því að styðja stelpurnar okkar til sigurs og sýna hversu megnug við erum þegar við stöndum saman.

Umgjörð leiksins verður Ijósum prýdd og margt gert fólki til gamans, ungum sem öldnum. Engar trommur verða á leiknum og reynt verður að skapa sannkallaða Eyjastemmingu. 

Bönnum trommur

Hlynur Sigmarsson úr framvarðasveit handknattleiks kvenna í Vestmannaeyjum,

sagði í samtali við Fréttir að handknattleiksráðið væri á fullu að undirbúa leikinn. „Við ætlum að tjalda öllu til í þessari úrslitakeppni þannig að þegar fólk mætir á heimaleiki IBV fær það ekki bara besta handboltann á landinu heldur líka góða skemmtun og frábæra umgjörð. Við hófum ákveðið að banna trommur á okkar leikjum, fólk hefur verið að kvarta dálítið undan þeim og við treystum á raddbönd

áhorfenda. Þá ætlum við líka að beina krökkunum sem koma ekki í fylgd

með fullorðnum á afmarkað svæði þannig að aðrir geti notið þess að horfa á leikinn og með þessu viljum við minnka hlaupin á krökkunum. En umfram allt viljum við fá sem flesta á leikina sem framundan eru. Stelpurnar treysta á stuðning ykkar og við

vitum að Eyjamenn bregðast þeim ekki." 

Úrslitakeppninn úr sögunni

Áframhaldandi lægð var á strákunum í handboltanum í apríl. Strákarnir töpuðu gegn Fram á heimavelli 19-25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-11 í hálfleik. Eftir tapið var allt útlit fyrir að ÍBV myndi ekki komast í úrslit Íslandsmótsins, það fékkst svo endanlegastaðfest þegar strákarnir töpuðu gegn botnliði Víkings en þeir höfðu ekki unnið leik á mótinu og voru með þrjú stig. Fyrirfram var búist við auðveldum leik en Víkingar voru á öðru máli og eftir að hafa lent sex mörkum undir tókst þeim að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og vinna fjögurra marka sigur, 23-27.

Í viðtali við Fréttir eftir leikinn segir Sigurbjörn, þjálfari ÍBV að liðið hafi lent í vondum málum og búið að tapa sex leikjum í röð. „Þetta er vitanlega jöfn deild en sjálfstraustið hefur minnkað með hverjum leik og við hreinlega klúðrum tímabilinu. Við eigum auðvitað eftir einn leik og ætlum að klára hann. Svo býst ég við að menn setjist niður og fari ytir þetta tímabil. Þetta tímabil er ekki eintómt klúður, við höfum verið að koma ungu strákunum inn í og þeir hafa verið að bæta sig með hverjum leik." 

Ágætis páskamót

Páskafríið var ágætlega notað af knattspyrnumönnum Eyjanna en þá fór fram þriggja liða páskamót á hinum „stórglæsilega" malarvelli við Löngulág. Hér á árum áður komu gjarnan hingað lið ofan af landi til að taka þátt í þessu móti en vallarskilyrði hér eru slæm og lið því ekki mjög áköf í að taka þátt í mótinu. Þrátt fyrir það þá tóku þrjú lið frá Eyjum þátt í mótinu, meistaraflokkur og 2. Flokkur ÍBV og KFS. Meistaraflokkur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sigrað KFS 6 - 1 og gert jafntefli við 2. flokk. Leikur KFS og 2. f lokks fór svo 4- 1 fyrir ÍBV og enduðu strákarnir því í öðru sæti mótsins.  

Landsliðsæfingar

Margrét Lára Viðarsdóttir og Karitas Þórarinsdóttir taka þátt í síðustu úrtaksæfingum íslenska U- 17 ára landsliðsins helgina 5-7 apríl. Liðið keppir á Norðurlandamóti sem verður hér á landi í júní. Þá fara Andri Ólafsson og Ólafur Berry einnig á úrtaksæfingar hjá U-17 ára karlaliðinu, reyndar í sitt hvoru lagi, annars vegar er það U-17 ára lið sem tekur þátt í Spánarmót í byrjun apríl, þar er Andri, en í hinu eru leikmenn sem eru ári yngri og hugsaðir til framtíðar. 

Andri út með U-17

Andri Ólafsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi, var valinn í landsliðshóp Íslands, leikmanna 17 ára og yngri en liðið hélt til Spánar snemma í apríl. Þar mun Island leika í æfingamóti ásamt sjö öðrum þjóðum, sem flest eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópumótsins í enda mánaðarins. 

Steindautt jafntefli

ÍBV spilaði í B-riðli efri deildar deildarbikarkeppninnar  þann 7. apríl en þá lék liðið gegn Fram. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal við frekar leiðinlegar

aðstæður, rok og rigningu sem hafði nokkur áhrif á leikinn. Hvorugu liði tókst að finna réttu leiðina í netmöskvana og skildu þau því jöfn, 0-0. Þar með minnka vonir

ÍBV um að komast áfram upp úr riðlinum verulega en þó er engin ástæða til að örvænta fyrir sumarið. 

Vel heppnað fjölliðamót

Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta fjölliðamótið í Eyjum en þá komu um 350 strákar í heimsókn frá 15 félögum en þeir eru allir í fimmta flokki karla. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri IBV-íþróttafélags, sagði að forráðamenn þeirra liða sem hingað komu hafi verið mjög ánægðir með framkvæmdina í samtali við Fréttir.

„Þetta var mjög stór „tumering" með um 350 peyja sem komu hingað og leikimir hafa

örugglega verið hátt í eitt hundrað. Við reyndum að gera svolítið úr þessari turneringu þar sem hún er sú síðasta í íslandsmótinu þannig að úrslitaleikurinn var mjög flottur,

ljósasýning og liðin voru kynnt fyrir leik. Núna eigum við möguleika á að fá fleiri mót hingað næsta vetur, reyndar erum við með sjötta flokk kvenna eftir tvær vikur þannig að það eru breyttir tímar með þessu glæsilega hús."

Arangur IBV í mótinu var ágætur en A-, B- og C-lið tóku þátt í því. 

Grótta/KR sló ÍBV óvænt út

Lið ÍBV og Gróttur/KR mættust í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn þann 4. Apríl í Eyjum. Leikur liðanna var nánast eftir bókinni ef undan eru skildar síðustu

tíu mínútur leiksins. IBV náði strax tökum á leiknum og smám saman jókst forysta ÍBV sem mest varð níu mörk. En það var einmitt í stöðunni 24-15 sem leikur ÍBV datt niður og lokatölur leiksins urðu 26-22.

Liðin mættust svo í öðrum leik liðanna á Seltjarnarnesi tveimur dögum síðar.     

Gróttu/KR-stúlkur komu gríðarlega einbeittar til leiks í Eyjum í gær og með frábærri liðsheild náðu þær einum óvæntustu úrslitum vetrarins í handboltanum, sigruðu ÍBV verðskuldað, 25:24, og voru yfir allan leikinn. Gestirnir gerðu fyrstu þrjú mörkin og komu heimamönnum algjörlega í opna skjöldu með frábærum varnarleik og sóknarmenn Eyjamanna vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið og í leikhléi var staðan 10:13. Gestirnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og spiluðu hreint frábæra vörn. Þeir náðu mest fimm marka forystu og gekk hreinlega allt upp hjá þeim. En heimamenn, studdir vel af rúmlega fjögur hundruð manns, neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, 18:19, um miðjan síðari hálfleik. Í þeirri stöðu fengu Eyjastelpur fjöldann allan af tækifærum til að jafna sem þær náðu ekki að nýta sér, voru ótrúlega óheppnar auk þess sem öll vafaatriði féllu gestunum í vil. Þær nýttu sér það til hins ýtrasta, skoruðu tvö mörk í röð og þá var leikurinn nánast búinn. Liðin þurftu því að mætast á ný í Eyjum í oddaleik.

Í þriðja og síðasta leik liðanna átti ÍBV ekki mikla möguleika. Gestirnir náðu strax þriggja marka forystu og héldu henni allan leikinn. Sigur þeirra var fyllilega sanngjarn og má segja að IBV haft í raun aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í viðureignum liðanna. Lokatölur leiksins urðu 24 - 25, eftir að IBV hafði skorað þrjú síðustu mörk leiksins. 

Andri stóð sig vel

Andri Ólafsson lék  með íslenska landsliðinu skipað leikmönnum 17 ára og yngri en liðið tók þátt í æfingamóti á Spáni. Íslenska liðið spilaði þrjá leiki, tvo í riðlakeppninni sem töpuðust báðir en sigraði svo Moldavíu í leik um sjöunda sætið. Andri byrjaði alla leiki liðsins og ljóst að þessi efnilegi knattspymumaður hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni. 

Sigur og tap í deildarbikarnum

Meistaraflokkarnir stóðu í ströngu um helgina en karla- og kvennalið ÍBV léku sinn leikinn hvorn í deildarbikarnum. Karlaliðið lék á sunnudaginn gegn Þrótti frá Reykjavík og fór leikurinn fram á heimavelli Þróttara í Laugardalnum. ÍBV sigraði í leiknum 2-1 og skoruðu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Pétur Runólfsson mörkin. Með sigrinum á ÍBV enn veika von um að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar en liðið leikur síðasta leik sinn gegn Val og ekkert annað en sigur kemur til greina. Kvennaliðið lék einnig en liðið mætti þá Valsstúlkum í Reykjaneshöllinni. Liðin sátu í fyrsta og öðru sæti B-riðilsins. Valur hafði betur í leiknum og lokatölur urðu 1 -2 en mark ÍBV skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir. Efstu tvö liðin komast áfram í undanúrslit keppninnar en ÍBV á eftir tvo leiki en liðið er sem stendur í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. 

Enduðu í ellefta sæti

ÍBV lék sinn síðasta leik í deildarkeppninni í vetur gegn HK. Leikur liðanna var ekki mikið fyrir augað, heimamenn í HK höfðu þó meiri áhuga á leiknum enda fór það svo að þeir stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikurinn var hins vegar jafn lengst af í fyrri hálfleik. Liðin skipust á að skora og ÍBV var einu marki yfir í leikhléi, 12-13. En eftir ágæta byrjun í síðari hálfleik náðu heimamenn undirtökunum, skoruðu sex mörk gegn tveimur mörkum IBV og náðu tveggja marka forystu. Leikmenn HK juku svo muninn allt þar til flautað var til leiksloka en lokatölur leiksins urðu 31-25. Mörk ÍBV: Mindaugas Andriuska 9/1, Sigurður Bragason 5/1, Petras Raupenas 3, Arnar Pétursson 2, Sigþór Friðriksson 2, Kári Kristjánsson 2, Karl Haraldsson 1.

Varin skot: Hörður Flóki: 11. 

Svavar bestur 

Leikmenn karlaliðs IBV í handbolta héldu lokhóf sitt á veitingastaðnum Lanterna um miðjan arprílmánuð.  Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar, Mindaugas Andriuska fékk viðurkenningu fyrir að vera markahæstur og Sigþór Friðriksson sýndi mestar framfarir í vetur. Það kom ekki mörgum á óvart að Svavar Vignisson var valinn besti leikmaður liðsins, Eyþór Harðarson fékk silfurmerki ÍBV og Kári Kristjánsson fékk Fréttabikarinn, sem veittur er efnilegasta leikmanninum. 

Hátt í 500 mæta á Sparisjóðsmótið

Grein var frá því í Fréttum að sannkölluð handboltaveisla yrði hér í Eyjum helgina 26.-28. apríl þegar síðasta fjölliðamótið í keppni sjötta flokks kvenna færi fram. Áætlað er að tæplega fimm hundruð manns komi til með að heimsækja Eyjarnar vegna mótsins en Magnús Sigurðsson er einn þeirra sem bera hitann og þungann af skipulagningu mótsins. „Mótið byrjar strax á föstudaginn og stelpurnar leika til hálf tíu um kvöldið, bæði þá og á laugardaginn. Mótinu lýkur svo með mikilli viðhöfn á sunnudaginn þar sem úrslitaleikirnir fara fram á aðalvellinum í nýja húsinu. Það liggur auðvitað mikil vinna á bak við svona mót, þetta eru um 120 leikir sem eru eiginlega leiknir á tveimur dögum þar sem föstudagur og sunnudagur nýtast ekki nema til hálfs. Við erum að vinna í að fá dómara og fólk á klukkuna. HSÍ hefur gefið Ieyfi til að aðeins einn dómari dæmi leikina en við ætlum okkur að hafa tvo dómara á öllum leikjunum til að þetta komist á hærra plan. En þetta er annað mótið í þessari mynd sem við höldum og eftir þau viðbrögð sem við höfum fengið, bæði frá HSÍ og félögunum sjálfum þá má búast við að við fáum fleiri mót næsta vetur."

ÍBV tefldi fram þremur liðum, átti ekki möguleika á titlinum því þær höfðu misst úr mót. Þrátt fyrir það var enginn uppgjafartónn í þeim og spiluðu öll þrjú liðin um bronsið. Mótið gekk annars mjög vel fyrir sig enda kemur fólk ekki að tómum kofunum í Eyjum þegar mótshald er annars vegar og hefur ÍBV verið mikið hrósað fyrir framkvæmdina,  „Þetta gekk bara mjög vel og ég heyri ekki annað en að allir hafi farið sáttir heim. Það var líka mjög ánægjulegt hversu margir foreldrar fylgdu liðunum, ég gæti alveg trúað að rúmlega hundrað manns hafi komið hingað aukalega og það ætti að vera ágætis búbót fyrir ferðamannaiðnaðinn hérna. Liðin voru öll mjög ánægð og eitt lið kom meira að segja með þá tillögu að allar úrslitaturneringarnar færu fram hér í Eyjum. Ég á hins vegar ekki von á því að við fáum fleiri en tvær á ári, við viljum fá fleiri en það er bara alltaf sama sagan með það hversu langt það er til Eyja," sagði Magnús

Úrslit leikja ÍBV voru þessi:

A-lið Riðlakeppnin:

ÍBV-Stjarnan 9-7, ÍBV-Fram 6-7, ÍBV-Valur 10-4, ÍBVFylkir 8-4, ÍBV-ÍR 8-7, ÍB V-Ármann/Þróttur 9-2. Úrslitaleikur um þriðja sætið: ÍBV-Fram5-7.

B-lið Riðlakeppnin:

ÍBV-Gróttal 6-5, ÍBVFylkir 4-2, ÍBV-Haukar 7-6, ÍBV-ÍR 5-2, ÍBV-FH 3-2. Úrslitaleikur um þriðja sætið: ÍBV-KA 7-8.

C-lið Riðlakeppnin:

ÍBV-Gróttal 5-5, ÍBVGrótta2 6-4, ÍBV-FH2 4-4, ÍBV-Selfoss 8-0 Milliriðill: ÍBV-Stjarnan 5-1, ÍBVKA2 5-2, ÍBV-Gróttal 5-5 Úrslitaleikur um þriðja sætið: ÍBV-ÍR 6-7. 

ÍBV krækir í efnilega knattspyrnumenn

Á heimasíðu ÍBV kemur fram að karlaliðið hafi gengið að samningum við þrjá unga leikmenn sem munu væntanlega leika með öðrum flokki í sumar. IBV virðist því hafa tekið upp hjá sér mjög áhugaverða stefnu sem er að veita ungum knattspymumönnum hjá smærri félögum, tækifæri til að sanna sig hjá einu af fremstu knattspyrnufélögum á landinu. Þeir leikmenn sem um ræðir er markvörðurinn Ólafur Ágústsson og miðvörðurinn Egill Þorsteinsson en báðir koma þeir frá Seyðisfirði. Þá koma tveir leikmenn að utan. Hafþór Atli Rúnarsson kemur frá Noregi þar sem hann hefur æft með ungmennaliði Vikings frá Stavangri og svo kemur Skoti að nafni Kevin Barr en hann er bróðir Michelle Barr sem spilar með kvennaliði ÍBV í sumar. 

ÍBV úr leik í deildarbikarnum

ÍBV hefur ekki gengið sem best í deildarbikarkeppninni en um helgina lék liðið sinn síðasta leik í keppninni þetta árið. Fyrir leikinn átti ÍBV enn veika von um að komast í átta liða úrslit en til þess þurfti sigur og ekkert annað. Strákarnir náðu hins vegar ekki að sýna sínar bestu hliðar, töpuðu leiknum 0-3 og eru þar með úr leik í keppninni. 

Stelpurnar úr leik

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu spilaði síðustu leiki sína í riðlakeppninni í deildarbikarnum síðustu helgina í apríl þegar liðið mætti Stjörnunni og RKV. Leikurinn gegn Stjörnunni fór fram á laugardeginum en til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þurftu Eyjastúlkur að vinna báða leiki sína. IBV hafði ekki erindi sem erfiði gegn Stjörnunni, tapaði með einu marki 2-3 og þar með útséð um sæti í undanúrslitum. Seinni leikurinn fór svo fram á sunnudeginum en þá var andstæðingurinn töluvert auðveldari. Engu að síður var leikurinn hreinn úrslitaleikur um þriðja sætíð en stelpurnar brugðust ekki og unnu leikinn 2-1. Mörkin skoruðu Bryndís Jóhannesdóttir og Laufey Ólafsdóttir. 

Góð æfingaferð hjá öðrum flokki

Annar flokkur karla lagði land undir fót um helgina og ferðaðist um Suðurlandið þar sem leiknir voru þrír leikir. Fyrst var leikið gegn Árborg en þar töpuðu strákarnir 4 -6. Næst var leikið gegn Selfossi og þar vannst auðveldur sigur 5-1.1 síðasta leik mættu strákarnir liði fanga á Litla Hrauni og peyjarnir sáu tíl þess að fangarnir tóku út sína refsingu þann daginn því þeir völtuðu yfir þá, 13-1. Auk þess að spila þessa leiki tóku strákarnir og þjálfarinn sig tíl og hjóluðu í alla leikina, þar á meðalfrá Selfossi og til Þorlákshafnar. 

Sigur í æfingaleik

Meistaraflokkur karla lék  laugardaginn 27 apríl æfingaleik gegn Grindvfkingum en leikurinn fór framá grasi í Garðinum. ÍBV hafði betur í þeim leik og sigraði Grindvíkinga 2-1. GunnarHeiðar Þorvaldsson skoraði en hitt markið var sjálfsmark Grindvíkinga. 

MAÍ: 

Þór tók við af Birgi

Á aðalfundi ÍBV íþróttafélags í byrjun maí, lét Þór Vilhjálmsson af starfi formanns félagsins, eftir 7 ára starf eða frá stofnun féiagsins. Þar áður hafði hann verið formaður Íþróttafélagsins Þórs í 10 ár. En Þór var þar með ekki að yfirgefa íþróttahreyfinguna, því í gærkvöldi, á ársþingi Íþróttabandalags Vestmannaeyja var hann kjörinn formaður þess. Með honum í stjórn eru Leifur Gunnarsson, Arndís Sigurðardóttir, Björn Þorgrímsson og Gísli Valtýsson. Óskar Freyr Brynjarsson er nýr formaður ÍBV-íþróttafélags og með honum í stjórn eru Egill Arngrímsson, Björgvin Eyjólfsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Erlingur Richardsson, Tryggvi Már Sæmundsson og Smári Jökull Jónsson. 

Tveir á förum

Tveir af máttarstólpum handknattleiksliðs ÍBV í vetur, þeir Arnar Pétursson og Svavar Vignisson, munu ekki leika með ÍBV næsta vetur. Arnar gekk til liðs við liðið fyrir þetta tímabil og spilaði hann með liðinu samhliða námi í Reykjavík. Námið er einmitt ein af ástæðum þess að hann hyggst frekar reyna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu. Svavar mun hins vegar flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur í haust en þar mun hann fyrst um sinn vinna í lögreglunni í Hafnarfirði. Hyggst hann jafnvel reyna fyrir sér í Lögregluskólanum eftir áramót. Svavar sagði í samtali við Fréttir að hann yæri ekkert allt of ánægður með það að vera yfirgefa ÍBV. „Það er erfitt að yfirgefa ÍBV eftir að hafa spilað með þeim allan þennan tíma og mér finnst hálfpartinn eins og maður sé einhver liðhlaupi. En FH er hins vegar góður kostur fyrir mig og ekki verra ef Arnar bætist í hópinn," sagði Svavar. 

Vigdís best

Lokahóf kvennaliðs ÍBV í handbolta var haldið í Týsheimilinu þann 4. maí. Um sjötíu manns sóttu hófið sem tókst í alla staði mjög vel. Skemmtiatriðin voru heimatilbúin og jafnvel búin til á staðnum og voru mörg hver hin besta skemmtun. Maturinn var í höndum Hjálmars Baldurssonar og félaga hans í handknattleiksráði. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhendingin. Besti varnarmaður var valin Dagný Skúladóttir og markahæst varð Ana Pérez. Mestu framfarir þótti Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sýna en besti leikmaðurinn var svo valin Vigdís Sigurðardóttir. Fréttabikarinn fékk Aníta Ýr Eyþórsdóttir en í umsögn kom fram að Aníta hefði verið í leikmannahópi ÍBV íöllum leikjum sl. tvö ár. „Aníta kom inn fyrir tveimur tímabilum síðan og í fjarveru núverandi fyrirliða liðsins, Ingibjargar Jónsdóttur fékk hún sína eldskírn á vellinum. Auk þess að vera í leikmannahópi meistaraflokks þá hefur hún verið ein af burðarásum unglingaflokks. Í yngri flokkum IBV hefur hún yfirleitt leikið sem útileikmaður en fært sig svo inn á línuna með meistaraflokki sem sýnir best þá hæfileika sem Aníta býr yfír," segir í forsendum Frétta fyrir afhendingunni. 

Breytingar í fótboltanum

Í maí gekk sterkur varnarmaður að nafni  Rachel Hamill til liðs við ÍBV. Rachel er 19 ára gömill frá skotlandi. Rachel getur spilað nánast hvar sem er á vellinum en hún er fyrst og fremst bakvörður.  Ljóst að ein efnilegasta knattspyrnukona ÍBV, varnarmaðurinn Elfa Ásdís Ólafsdóttir mun lítið spila með liðinu í sumar en hún reif liðþófa í hné fyrir skömmu. Nýr aðstoðarþjálfari var ráðinn í maí en hún heitir Erna Lind Rögnvaldsdóttir  en hennar hlutverk verður að aðstoða Elísbetu Gunnarsdóttur þjálfara meistaraflokks auk þess sem Erna mun sjá alfarið um annan flokk kvenna. Erna Lind kemur frá Grindavík og á að baki rúmlega hundrað leiki í efstu deild. 

Síðustu æfingaleikirnir fyrir mót

Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu mætti Valsmönnum í æfíngaleik á þann 5. maí. Aðstæður voru ekki eins og best verður á kosið, rok, rigning og Helgafellsvöllurinn langt frá því að vera tilbúinn. Engu að síður náðu liðin að sýna ágætis takta inn á milli en að lokum voru það Valsmenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Strákarnir fóru svo í æfingarferð á Hvolsvöll en það hafa strákarnir gert undanfarin ár að eyða síðustu helgina fyrir mót á Suðurlandi. Strákrnir spiluðu tvo æfingaleiki sama dag, fyrst lék varaliðið gegn sameiginlegu liði Dalvíkur og Leifturs og varð 2-2 jafntefli niðurstaðan en Dalvík/Leiftur spilar í 1. deild í sumar. Mörk ÍBV skoruðu þeir Pétur Runólfsson og Óskar Jósúason. Í seinni leiknum stillti Njáll Eiðsson upp sínu sterkasta liði og spilaði Tómas Ingi Tómasson m.a. leikinn. Hann náði heldur betur að hressa upp á sóknarleik IBV því ÍBV sigraði leikinn 5-1. Tómas Ingi skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt, Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk og Olgeir eitt.  

Hermann féll í þriðja sinn

Það virðist ætla að ganga á ýmsu hjá knattspyrnumanninum Hermanni Hreiðarssyni en hann hlaut þau örlög, í þriðja sinn síðan hann hélt í atvinnumennskuna, að falla ásamt félögum sínum í Ipswich úr úrvalsdeildinni. Orðrómur hefur verið uppi um það að Hermann myndi yfirgefa félagið en það er ljóst að liðið þarf að selja einhverjar af sínum skærustu stjörnum fyrir næsta tímabil og vitað er um áhuga nokkura liða á Hermanni.  

Karlahandboltinn skilar hagnaði

Á heimasíðu handknattleiksdeildar karla ÍBV, kemur fram að rekstur deildarinnar síðasta keppnistímabil var réttu megin við núllið. Og svo hafi verið undanfarin sex ár. Stjórnarmenn hafa allan þann tíma reynt að sníða útgjöldin eftir tekjum. Það má segja að það sé afrek ef litið er á stöðu annara handknattleiksfélaga á íslandi, en ÍBV býr við miklu erfiðara rekstrarumhverfi. Miklu meiri ferðakostnaður og leikmannamissir er mikill vegná framhaldsnáms til Reykjavíkur. Rekstur kvennadeildarinnar er líka góður, eins og hann hefur alltaf verið. 

Þrír í landsliðshóp

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því norska í vináttulandsleik í Bodö 22. maí næstkomandi og hefur Atli Eðvaldsson valið hópinn. í honum eru þrír Eyjamenn, Birkir Kristinsson er einn þriggja leikmanna sem leika með íslenskum félagsliðum en einnig eru þeir félagar Tryggvi Guðmundsson og Hermann Hreiðarsson á sínum stað í hópnum. Þá er einnig Ivar Ingimarsson í hópnum en hann lék sem kunnugt er með ÍBV hér á árum áður. 

Guffi þjálfar Wasaiterna

Guðfinnur Kristmannsson hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Wasaiterna. Guffi gekk til liðs við liðið fyrir síðasta tímabil og hefur hreinlega blómstrað í herbúðum félagsins. Forráðamönnum Wasaiterna hefur greinilega litist svo vel á pilt að þeir hafa nú gengið frá ráðningu hans sem þjálfara liðsins. Samhliða þjálfuninni kemur Guffí til með að spila með liðinu. 

Eigum að geta náð langt

Þann 20. maí leikur karlalið ÍBV fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þá sækir liðið nýliða KA heim. Einhverjar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍBV frá því í fyrra en þó ekki eins róttækar og fyrir síðustu leiktíð. Í ár leikur Hlynur Stefánsson hins vegar ekki með liðinu í fyrsta skipti síðan hann gekk aftur í raðir liðsins árið 1996. Njáll Eiðsson sannaði það í fyrra að þar er á ferðinni snjall og útsjónarsamur þjálfari. Hans bíður spennandi verkefni, að halda ungu mönnunum við efnið í sumar og bæta fleiri rísandi stjörnum inn í lið IBV. Hann sagði í samtali við Fréttir að undirbúningstímabilið hefði ekki verið eins gott og hann hefði kosið. „Undirbúningstímabilið hefur verið mjög erfitt og líklega það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum á mínum þjálfaraferli. Það eru margar ástæður fyrir því að okkur hefur ekki gengið eins vel í undirbúningnum og t.d. í fyrra. Leikmenn hafa meiðst meira hjá okkur og jafnvel beinbrotnað. Hópurinn er svo, eins og alltaf, tvískiptur sem hjálpar ekki. Í ár var ákveðið að fara ekki í æfingaferð til útlanda eins og undanfarin ár. Það er mín skoðun að ef eitthvert lið ætti að fara í æfingaferð þá væri það ÍBV vegna þess að hópurinn er tvískiptur en þetta er bara eitthvað sem við verðum að vinna úr."

„ Við enduðum í öðru sæti í fyrra og er ekki alltaf stefnt að því að gera betur en árið áður. Við vorum hársbreidd frá titlinum í fyrra en við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að við eigum mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Vorleikimir gefa svo sem ekki tilefni til bjartsýni en eins og ég kom inn á áðan þá hafa ýmsir erfiðleikar gert það að verkum að við höfum aldrei getað stillt upp okkar sterkasta liði í vor. Það var eiginlega ekki fyrr en núna um helgina sem ég hafði alla leikmennina á einum stað, reyndar vantaði einhverja en þetta var okkar sterkasta lið til þessa á undirbúningstímabilinu enda voram við að spila mjög vel gegn Stjömunni.  

Verðum klárir

Á síðustu leiktíð fengu nokkrir ungir eyjapeyjar mikla og dýrmæta reynslu með meistaraflokki. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einn þeirra en þrátt fyrir erfið meiðsli á undirbúningsstímabilinu í fyrra þá stóð hann sig mjög vel, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins og nú bíða stuðningssmenn spenntir eftir því að sjá hvort hann haldi áfram á sömu braut. Gunnar Heiðar sagði í samtali við Fréttir spenntur að byrja aftur.

 ,,Við sem vorum í fyrra að stíga okkar fyrstu skref í erum ákafir í að byrja aftur og sanna okkur enn frekar. Það er góður mórall í hópnum. Heimir Hallgríms hefur séð um æfingarnar hérna í vetur og ég held að við séum í góðu formi. Menn hafa reyndar verið að spá okkur fallbaráttunni í sumar en það er ekkert að marka þessar spár enda hefur þessi spá hjá fyrirliðum og forráðamönnum aldrei ræst." Aðspurður sagðist Gunnar Heiðar ekki kvíða því að mæta KA mönnum fyrir norðan í fyrsta leik. „Það er alveg sama hverjum við mætum í sumar, ef við verðum ekki á tánum og gefum okkur alla í leikina fer þetta illa. Við eigum harma að hefna gegn KAmönnum frá því í deildarbikarnum og við ætlum okkur að hefna fyrir tapið þar. Annars á ég von á því að deildin verði mjög jöfn í sumar. Það var mjög skemmtilegur tími í fyrra en ég held að sumarið núna eigi eftir að verða enn skemmtilegra."

LEIKMENN:

Markverðir:

Birkir Kristinsson

Gunnar Bergur Runólfsson

Guðjón Magnússon

Varnarmenn:

Kjartan Antonsson

Hjalti Jóhannesson

Páll Hjarðar

Unnar Hólm Ólafsson

Davíð Egilsson

Jón Helgi Gíslason

Sindri Viðarsson

Einar Hlöðver Sigurðsson

Miðjumenn:

Ingi Sigurðsson

Bjarnólfur Lárusson

Hjalti Jónsson

Bjarni Geir Viðarsson

Atli Jóhannsson

Bjarni Rúnar Einarsson

Pétur Runólfsson

Olgeir Sigurgeirsson

Andri Ólafsson

Sóknarmenn:

Tómas Ingi Tómasson

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Óskar Jósúason

Tómas Reynir Michaelsson

Þjálfari: Njáll Eiðsson

Aðstoðarþjálfari: Heimir Hallgrímsson. 

Stcfnum á toppáranqur

Kvennalið IBV hefur undanfarin ár verið nokkuð tengt þeim hjónakornum Heimi Hallsrímssyni og Írisi Sæmundsdóttur enda hafa þau verið prímusmótorar í öllu því góða starfi sem þar er unnið. Núna eru hins vesar tímamót því bæði eru þau horfin á braut og aðrir teknir við þeirra hlutverki. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Iiðsins í ár en hún hefur getið sér got orð í þjálfun yngri flokka Vals á undanförnum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem hún þjálfar meistaraflokk en Elísabet sagði í samtali við Fréttir að undirbúningur liðsins hefði gengið brösuglega. „Þetta hefur verið mjög erfitt hjá okkur í vetur. Það er ýmislegt sem tínist til, bæði er ég nýr þjálfari og er að kynnast stelpunum og þær mér. Svo er hópurinn lfka tvískiptur og stelpurnar fyrir sunnan hafa verið að æfa mikið sjálfar. Þær hafa reyndar aðeins komist inn hjá FH en mestmegnis hafa þær þurft að vera í ræktinni og stundað hlaup á eigin vegum. Við komumst seinna á gras en við vonuðumst til og við höfum heldur ekki sloppið alveg við meiðsli en fyrir vikið fengu yngri stelpur tækifæri í deildarbikarnum og öðlast þar með mun meiri reynslu. Þar af leiðandi verðum við kannski með breiðari hóp en ég átti von á og það er jákvætt."

„Það er alveg klárt mál að lið setur sér alltaf það markmið að falla ekki niður um sæti þannig að í framhaldi má segja að við ætlum að gera betur en í fyrra. Ég, stjóm og leikmenn gerum okkur hins vegar grein fyrir því að það tekur alltaf nýjan þjálfara

ákveðinn tíma að læra inn á nýja leikmenn og þess vegna höfum við öll gert okkur tveggja ára áætlun. Við ætlum okkur að ná toppárangri á þeim tíma og ef allt gengi upp í sumar þá væri það bara bónus. Það skiptir okkur hins vegar mjög miklu máli að fá góðan stuðning á heimavelli."  

Leikmenn sumarið 2002

Markmenn:

Petra Fanney Bragadóttir

Nataliya Ginchul

Hanna Guðný Guðmundsdóttir

Varnarmenn:

Sigríður Ása Friðriksdóttir

Rachel Hamill

Michelle Barr

Eva Björk Ómarsdóttir

Karitas Þórarinsdóttir

Miðjumenn:

Elena Einisdóttir

Elva Dögg Grímsdóttir

Ema Dögg Sigurjónsdóttir

Laufey Olafsdóttir

Lára Dögg Konráðsdóttir

Lind Hrafnsdóttir

Svetlana Balinskaya

Rakel Rut Stefánsdóttir

Sóknarmenn:

Bryndís Jóhannesdóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir

Sara Sigurlásdóttir

Bjartey Gylfadóttír

Kristín Sigurðardóttir

Pascale Elísabet Skúladóttir

Thelma Sigurðardóttir 

Þrír spiluðu sinn fyrsta leik

Þrír leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik með ÍBV í efstu deild en það voru þeir Andri Ólafsson, 17 ára, Olgeir Sigurgeirsson 20 ára og Pétur Runólfsson 21 árs. Meðalaldur liðsins var rétt rúmlega 25 ár en refírnir þrír í liðinu, Birkir Kristinsson 38 ára, Ingi Sigurðsson 34 ára og Tómas Ingi Tómasson 33 ára hífa meðalaldurinn töluvert upp. Strákrnir sóttu nýliða KA heim og náðu þar ásættanlegum úrslitum, 1-1 jafntefli. Jafnræði var með liðunum sé litið á leikinn í heild en hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins þurfti Birkir reyndar að taka á honum stóra sínum í tvígang en heimamenn höfðu ekki erindi sem erfiði. Seinni hálfleikur var varla byrjaður þegar KA menn höfðu komist í 1-0. Heimamenn voru sterkari aðilinn í hálfleiknum en það var svo ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok að Ingi Sigurðsson fékk boltann en hann lagði boltann fyrir Gunnar Heiðar sem átti ekki í vandræðum með að fmna réttu leiðina í markið.  

Sigurður Ari til Belgíu

Sigurður Ari Stefánsson, skyttan efnilega hjá ÍBV, var valinn í U-21 árs landslið Islands sem heldur til Belgíu. Þar tekur liðið þátt í undankeppni Evrópumótsins en með Islandi í riðli eru heimamenn í Belgíu, Króatar og Svisslendingar. Hópur Íslands telur sextán leikmenn.  

Sigur og tap

Þann 25. maí tók lið ÍBV á móti Keflavík í annari umferð Símadeildarinnar þar gestirnir sigruðu 2-1. Keflavík byrjaði leikinn vel og áttu þeir m.a. skalla í slána og þaðan skaust boltinn niður og vildu Keflvfkingar meina að boltinn hefði farið inn fyrir línuna. Smám saman náði ÍBV hins vegar tökum á miðjunni og þar með á leiknum. Fyrsta markið kom eftir að ÍBV fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig gestanna, Ingi Sigurðsson var ekkert að tvínóna við hlutina heldur stakk boltanum inn á Gunnar Heiðar sem afgreiddi hann snyrtilega í netið. Þegar skammt var til leikhlés jöfnuðu Keflvíkingar svo leikinn eftir eina af sínum eitruðu skyndisóknum. Í seinni hálfleik sótti IBV mun meira en Keflvíkingar áttu mjög svo hættulegar skyndisóknir en Birkir var vel á verði og varði nokkrum sinnum meistaralega. Gunnar Heiðar skoraði svo á sextugustu mínútu en var dæmdur rangstæður og voru menn að sjálfsögðu ekki sammála dómaranum. Tíu mínútum fyrir leikslok urðu leikmönnum IBV svo á slæm mistök á miðjum vellinum sem varð til þess að sóknarmaður Keflvíkinga slapp einn inn fyrir vörn IB V og skoraði örugglega og tryggði sínum mönnum sigurinn. Nokkrum dögum síðar sótti ÍBV Framara heim þar sem Eyjamenn náðu í þrjú dýrmæt stig. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda vora vallaraðstæður hreint ekki góðar. Reyndar komu ágætis kaflar inn á milli þar sem liðin náðu ágætis spili en þess á milli datt leikurinn niður í miðjuþóf. Einn af góðu köflunum kom einmitt hjá ÍBV á 16. mínútu. Þá fékk Gunnar Heiðar boltann á miðjum vallarhelmingi Framara. Sendi hann á Inga, sem sendi á Tomas Inga sem var aðþrengdur við vítateigslínuna. Hann sendi svo glæsilega hælsendingu inn fyrir vöm Framara og þar var mættur markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skilaði boltanum í. Framara jöfnuðu svo skömmu fyrir leikhlé. I seinni hálfleik vom heimamenn sterkari en Atli Jóhannesson skoraði laglegt mark eftir mikinn darraðardans í vítateig heimamanna og þar við sat, 1-2.

„Þetta var fyrst og fremst vinnusigur hjá okkur og maður er fyrst og fremst ánægður með sigurinn enda var þetta fyrsti sigurinn hjá okkur í deildinni," sagði Gunnar Heiðar í samtali við Fréttir eftir leikinn. ,,Þetta var mjög erfitt, völlurinn er harður og það var ekki gott að spila annan leikinn á fjórum dögum við svona aðstæður en við sýndum mikinn karakter með að klára leikinn. Það er hins vegar stutt í næsta leik og við ætlum okkur að klára hann og að koma okkur í betri stöðu í deildinni." 

Fjör á lokahófi

Lokahóf yngri flokka ÍBV í handboltanum var haldið sunnudaginn 26. maí. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir frammistöðu vetrarins og á eftir var boðið upp á mikla veislu. Var að venju mikið fjör.

5. flokkur kvenna: Besta ástundun, eldri, Ester Óskarsdóttir, yngri, Elísa

Guðjónsdóttir, prúðasti leikmaður, eldri Birgitta Rúnarsdóttir, yngri Laufey S. Sigmarsdóttir. Mestu framfarir, eldri Hekla Hannesdóttir og yngri, Guðrún Heba Andrésdóttir.

6. flokkur kvenna: Besta ástundun, eldri Sædís Magnúsdóttir, yngri Andrea Káradóttir, prúðasti leikmaður, eldri Sara Guðjónsdóttir, yngri Saga H. Helgadóttir. Mestu framfarir eldri Þórhildur Ólafsdóttir, yngri Lovísa Jóhannsdóttir.

3. flokkur karla: Besti leikmaður, Benedikt Steingrímsson, mestu framfarir, Magnús Sigurðsson, Besta ástundun, Ingibjöm Jónsson.

5. flokkur karla: Mestu framfarir eldri Bjöm Kristmannsson, yngri Friðrik Þór Sigmarsson, besta ástundun eldri Ellert S. Pálsson 96% og yngri Þórhallur Friðriksson 92%. Prúðasti leikmaður eldri Bjarki Hjálmarsson, yngri Kristinn Arnason.

6. flokkur karla, eldri: mestu framfarir, Vignir Stefánsson, besta ástundun Vignir Stefánsson og prúðasti leikmaður Hjalti Pálsson.

6. flokkur karla, Yngri: Mestu framfarir Brynjar Karl Óskarsson, besta ástundun Einar Gauti Óskarsson og prúðasti leikmaður, Kristján Tómasson.

4. flokkur kvenna: Besti leikmaður María Guðjónsdóttir, mestu framfarir Hildur Jónsdóttir og besta ástundun Sæunn Magnúsdóttir.

4. flokkur karla: Besti leikmaður Hilmar Björnsson, mestu framfarir, Eyþór Björgvinsson og besta ástundun Pálmi Harðarsson.

3. flokkur kvenna: Besti leikmaður Aníta Ýr Eyþórsdóttir, mestu framfarir, Þórsteina Sigurbjömsdóttir og besta ástundun Hildur Sigurðardóttir. 

Andrea Atla hætt

Ein af burðarásum kvennaliðs ÍB V í handknattleik síðari ár, Andrea Elín Atladóttir, hefur gefið það út að síðasta tímabil hafi verið hennar síðasta. I samtali við Fréttir sagði Andrea að tíminn sem hún þyrfti til að sinna handboltanum værí hreinlega ekki fyrir hendi. „Þetta var mjög erfitt í vetur enda er ég í fullri vinnu, er með fjölskyldu, við Stebbi í fyrirtaekjarekstri og svo var ég í pólitíkinni þannig að ég hafði ekkert allt of langan tíma fyrir handboltann. Fyrir vikið hefur maður minna gaman af þessu og þess vegna ákvað ég að núna væri rétti tíminn til að hætta. Fólk hefur reyndar verið að gera grín að mér vegna þess að skóhillan, þar sem ég kem til með að leggja handboltaskóna, sé eitthvað götótt þar sem ég sé alltaf að byrja aftur en ég hef aldrei áður gefið það út að ég hafi verið hætt. Ég tók mér bara pásu en núna er ég hætt" 

Slæm byrjun

Fyrsti leikur kvennaliðs ÍBV í sumar var gegn Íslandsmeisturunum í Breiðabliki og fór leikurinn fram í Kópavogi þar sem heimamenn sigruðu 3-2. IBV lenti undir eftir aðeins fjórtán mínútna leik og tæpum tuttugu mínútum síðar var forysta heimastúlkna tvöfölduð. En leikmenn ÍBV neituðu að gefast upp og fimm mínútum fyrir leikhlé minnkaði fyrirliði liðsins, Michell Barr, muninn með skalla eftir aukaspymu Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét var einmitt aftur á ferðinni á sextugustu mínútu og var við það að sleppa í gegnum vörn Breiðabliks þegar hún var felld innan vítateigs og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Margrét Lára skoraði sjálf úr spyrnunni og allt í einu var leikurinn galopinn. Undir lokin brutu varnamenn IBV svo klaufalega af sér fyrir utan vítateiginn og úr aukaspyrnunni skoruðu heimastúlkur sigurmarkið.

Stelpurnar tóku svo á móti Grindavík ÍBV tapaði leiknum 0-1 og því er liðið enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍBV og  fengu stelpurnar mjög góð færi sem hefðu átt að nýtast, strax á upphafsmínútunum en gerðu það ekki. Fyrir vikið færðu gestirnir sig upp á skaftið og þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum dró til tíðinda.  Framherji Grindavíkur lék þá varnarmenn IBV grátt og var svo felld rétt við vítateiginn. Leikmenn ÍBV vildu meina að brotið hefði átt sér stað utan teigs en dómarinn dæmdi víti sem Grindvíkingar skoruðu úr. ÍBV og stuðningsmenn þess voru slegnir út af laginu og þrátt fyrir ágætis færi rann fyrri hálfleikurinn út án þess að liðið næði að jafna. Í seinni hálfleik sótti svo ÍBV án afláts allan tímann og hægt að telja á fingrum annarrar handar hversu oft gestirnir komust yfir miðju. Þrátt fyrir það náðu stelpurnar ekki að skora.  

Jafntefli hjá öðrum flokki

Annar flokkur karla lék sinn fyrsta leik í lok maí þegar liðið tók á móti Leikni úr Reykjavík. Flokkurinn spilar í sumar í Briðli, sem er nokkurs konar önnur deild og sér Heimir Hallgrímsson um liðið. Leikurinn gegn Leikni var nokkuð erfiður. Leiknismenn komu mjög sterkir til leiks og liðin skiptust á að sækja. Leiknismenn komust yfir um miðjan seinni hálfleikinn en stuttu síðar jafnaði Kevin Barr leikinn eftir að ÍBV hafði sótt töluvert meira. Fleiri urðu mörkin ekki.  

JÚNÍ 

Gunnar Berg til Makedóníu

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudaginn 2 júní gegn liði Makedóníu í umspili liðanna um laust sæti í úrslitum Evrópukeppninnar en það mun vera fyrri leikur liðanna. Einn Eyjamaður er í leikmannahópnum, Gunnar Berg Viktorsson, sem er að festa sig í sessi í íslenska liðinu en Bírkir Ivar Guðmundsson, sem var með í undirbúningi liðsins var sendur heim. 

Völlurinn til skammar

Fyrsta dag júnímánaðar sóttu leikmenn ÍBV Grindvíkinga heim þar sem leikurinn endaði með eins marks sigri heimamanna, 3-2.

Leikurinn byrjaði rólega en eftir stundarfjórðung vom Grindvíkingar komnir yfir. En Tómas Ingi Tómasson var ekki lengi að jafna metin og aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Það kom í svo í hlut IBV að verjast það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi var 1-1. Í seinni hálfleik voru heimamenn mun betri enda sóttu þeir stíft að marki ÍBV frá fyrstu mínútu. Heimamenn náðu að komast í 3-1 áður en Gunnar Heiðar Þorvaldsson náði að klára í bakkan en hann hefur nú skorað mark í fyrstu fjórum leikjum mótsins. Lokatölur urðu því 3-2 heimamönnum í vil.

Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV kleif fjöllin há í markteig Grindavíkurvallarins en aðstæður gerðu honum lífið leitt. „Ég ætla ekki að taka svo djúpt í árinni að segja að við hefðum aldrei tapað þessum leik ef við hefðum spilað á betri velli en þessar aðstæður em Grindvikingum til skammar. Eg held hreinlega að ég hafi aldrei lent í öðm eins enda var nánast vonlaust að hreyfa sig í teignum. Maður reyndi að púsla vellinum saman þegar tækifæri gafst en það var alveg vonlaust enda er völlurinn bara ónýtur. Þetta er auðvitað ekki góð auglýsing fyrir knattspymuna, bæði verður leikurinn sem slíkur aldrei nema skugginn af sjálfum sér og svo er líka mikil slysahætta. Ég hefði frekar viljað spila á malarvelli en á Grindavíkurvelli sem segir sína sögu.." 

Enn stigalausar

Kvennalið ÍBV hefur ekki enn náð sér á strik og eftir þrjár umferðir er liðið með ekkert stig á botni deíldarinnar. Liðið tapaði gegn Val á heimavelli 3-1.

Mark ÍBV gerði Rakel Logadóttir þegar hún kom ÍBV yfir snemma í leiknum en staðan í hálfleik var 1 - 1. Í seinni hálfleík átti IBV ekkert síðri færi en Valsstúlkur en það var eins og í leiknum gegn Grindavík að færin voru ekki nýtt nægilega vel. 

Kári í æfingahóp

Þó að knattspyrnuvertíðin sé nú að komast á fullt skrið þýðir það ekki endilega að handknattleiksmenn liggi í dvala. HSÍ hefur nú valið æfingahóp fyrir íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum 1984 og yngri. Eyjamenn eiga þar einn fulltrúa, Kári Kristján Kristjánsson mun æfa með liðinu. Liðið mun Ieika æfingaleiki gegn Færeyjum í lok júní. 

Missir ÍBV heimaleikjaréttinn?

Mannvirkjanefnd Knattspyrnusambands Íslands afturkallaði nýlega keppnisleyfi fyrir Hásteinsvöll sem gefið var út 15. júní 2001 þar sem völlurinn var flokkaður í b-flokk. Í staðinn var völlurinn settur í d-flokk sem leyfir keppni í 2. deild karla. Ástæðan er að ekki er búið að koma fyrir girðingu frá Týsheimili í báðar áttir að Hamarsvegi. Völlurinn hefur undanþágu til 1. júlí nk. og óskaði stjórnin jafnframt eftir viðræðum við félagið um frekari framkvæmdir við vallarsvæðið, þannig að hann uppfylli kröfur KSÍ. Fyrir liggur að girðingu hefur verið komið upp austan megin við Hásteinsvöllinn frá Týsheimilinu að Hamarsvegi en eftir er að girða vestan megin. Samkvæmt heimildum er kostnaður við girðinguna á milli þrjár og fjórar milljónir króna. Ívar Atlason, gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV, segir þetta vera hið versta mál fyrir þá. „Það komu menn hérna í fyrra frá UEFA og KSÍ og tóku völlinn út og í kjölfarið fengum við keppnisleyfi til apríl 2005 með undanþágu á girðingamálum, en þeim snýst svo eitthvað hugur um mitt síðasta ár." Ívar bætti því við að spurning væri hvort leyfilegt sé að girða á þessu svæði, en búið er að senda bréf til umhverfis og skipulagsnefndar bæjarins. Jóhann G. Krisfinsson, starfsmaður mannvirkjanefndar KSI segir þetta mál liggja alveg ljóst fyrir. „Þeir fengu vitlaust mat á völlinn í fyrra og uppgötvaðist það strax daginn eftir og voru viðkomandi aðilar látnir vita, bréfið sem þeir fengu átti við annan völl," sagði Jóhann og bætti við að yfirvöld í Eyjum hafi lengi vitað hvernig málin stæðu og því ætti þetta ekki að koma þeim á óvart. „Við sendum bréf 24. október í fyrra og þar kom skýrt fram að undanþágur fyrir keppnisvelli á Islandi fengjust ekki endurnýjaðar og því mátti IBV ekki, strangt til tekið, hefja leik á íslandsmótinu í sumar á Hásteinsvelli." Eyjamenn hafa verið óánægðir með vinnubrögð KSÍ og benda á heimavöll Grindavíkur sem hefur að geyma eina glæsilegustu aðstöðu áhorfenda á Islandi en völlurinn er mjög illa farinn og sumir segja jafnvel ónýtur og fínnst mörgum forgangsröðun KSÍ heldur skrýtin. „Það má ekki snúa umræðunni upp í svona og þó svo leikflötur Hásteinsvallar sé til sóma þá er annað ekki í lagi, Grindvíkingar hafa unnið þrekvirki í sínum málum, bæði varðandi áhorfendastæði og leikflötinn." Jóhann bætti við að forráðamenn IBV viti að ef þeir eru óánægðir með reglugerðir KSI þá sé vettvangur til þess að koma því á framfæri áársþingi KSI en Eyjamenn hafa ekki séð ástæðu til þess að mótmæla þar. „Við vinnum eftir ákveðnum reglum og þetta grindverk er til þess að afmarka svæðið og til þess að hafa betri yfirsjón á tölu áhorfenda, t.d. á bikarleikjum er tekjum skipt jafnt á milli liða og því mikilvægt að þessi mál séu í lagi. En í flestum tilfellum varðar þetta hagsmuni IBV" Jóhann bætti við að félög hafí haft sex ár til þess að ganga frá þessum hlutum og því ættu menn að vera undirbúnir. „Við munum koma til Eyja á föstudaginn og eiga fund með forráðamönnum IBV og bæjarstjórn og ég hef fulla trú á því að menn fínni skynsamlega lausn á þessu," sagði Jóhann að lokum. Síðustu ár hafa verið miklar framkvæmdir við Hásteinsvöll til þess aðuppfylla kröfur alþjóða knattspyrnusambandsins, fyrir nokkrum árum var búningsaðstaða byggð og í fyrra áhorfendastæði sem að öllu óbreyttu verða orðin ónothæf innan nokkurra ára þar sem strangari reglur alþjóða knattspyrnusambandsins, sem taka gildi fljótlega, kveða á um að á öllum völlum þar sem spiluð er knattspyrna í efstu deild skuli vera stúka með sætum fyrir 1000 manns. Félögin fá sex ára aðlögunarfrest. 

Erlingur þjálfar strákana næsta vetur

Á upphafsdögum júnímánaðar var gengið frá samningi við Erling Richardsson um að hann þjálfi meistaraflokk karla IBV á næsta leiktímabili.  Erlingur sem þjálfaði kvennalið IBV á síðasta leiktímabili, verður næsti þjálfari karlanna. Jóhann Pétursson í stjórn karlahandboltans segir í samtali við Fréttir að Erlingur muni jafnframt leika með liðinu. „Hann hafði áhuga á að spila og það réð miklu um þessa ákvörðun hans," sagði Jóhann. Hann sagði að unnið væri í leikmannamálum fyrir næsta vetur. „Það er margt í gangi en ekkert í hendi. Það er verið að skoða ýmsa möguleika en staðreyndin er að þessi mál taka alltaf langan tíma."  

Styrkir til ÍBV

Þann 6. Júní úthlutaði íþróttaráð Vestmannaeyjabæjar styrkjum úr afreks- og viðurkenningasjóði og rekstrarstyrkjum til íþróttafélaganna.

Afreksstyrkjum er úthlutað samkvæmt stigagjöf þar sem unnin afrek, eins og til dæmis Islandsmeistaratitlar gefa stig. Samkvæmt stigagjöfmni er úthlutunin eftirfarandi úr Afreks- og viðurkenningarsjóði fyrir afrek unnin á árinu 2001 eftirfarandi:

ÍBV - íþróttafélag:

Úthlutað samkv. stigagjöf 685.000.-

bikarmeistarar, m.fl. kvenna 480.000,-

Samtals 1.165.000.-

Við sama tækifæri voru rekstrarstyrkir vegna ársins 2002 afhentir og er það gert samkvæmt umsögn og tillögu Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Íþróttaráð samþykkti eftirfarandi úthlutun með sérstöku tilliti til bama og unglingastarfs og í samræmi við samstarfssamning á milli Vestmannaeyjabæjar og íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum:

ÍBV - íþróttafélag 929.000 kr., 

Annað tapið i röð á heimavelli

ÍBV tók á móti Steingrími Jóhannessyni og félögum hans í Fylki laugardaginn 8. júní í fimmtu umferð Símadeildar karla. Vindurinn setti mark sitt á leikinn og áttu leikmenn beggja liða mjög erfitt með að sýna knattspymu að einhverju marki. IBV byrjaði leikinn af krafti, liðið fékk m.a. fimm hornspyrnur á fyrstu fjórum mínútunum en það var hins vegar Eyjamaðurinn í liði bikarmeistaranna sem skoraði eina mark leiksins og því annað tap IBV á heimavelli staðreynd. 

Mótið verður stærra en i fyrra

Vömvalsmótið verður við hátíðlega athöfn og verður setningin með hefðbundnu sniði. Farið verður fylktu liði í skrúðgöngu frá Barnaskóla klukkan 20.00 og gengið niður á Týsvöll þar sem setningin fer fram. Reyndar verður tekið smá forskot á sæluna því fyrstu leikirnir verða leiknir fyrir setningu. Mótið í fyrra var með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár, flokkunum var fækkað og dagskránni breytt. Þetta mæltist vel fyrir og nú verður þeirri vinnu sem þar var byrjað á, haldið áfram. Gísli Guðmundsson, handknattleiksmarkvörður með meiru, er mótsstjóri í ár eins og í fyrra. „Þetta verður örlítið stærra hjá okkur í ár en í fyrra. Við eigum von á 700 stelpum frá tíu félögum en liðin verða alls 58. Við fækkuðum um einn flokk í fyrra og erum núna með fjórða, fimmta og sjötta flokk. Svo eigum við að sjálfsögðu von á því að enn fjölmennari hópur aðstandenda láti sjá sig enda var almenn ánægja með mótið í fyrra. Sjálfum finnst mér frábært að fá tækifæri til að vinna í jafn góðu íþróttaumhverfi og er héma í Eyjum. Það er svo gaman að fá tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk og þetta mót hefur alveg sérstakan sjarma yfir sér. Og svo eru Eyjamenn auðvitað snillingar í að halda svona mót, ég þarf ekkert að taka það fram," sagði Gísli  

Misjafnt gengi yngri flokkanna

Annar flokkur karla lék gegn Fylki þann 11. júní og fór leikurinn fram á Helgafellsvellinum. Leikurinn var fjörugur, alls voru skoruð sex mörk en því miður vora fjögur þeirra Fylkismanna. Lokatölur urðu því 2-4 en staðan í hálfleik var 2-3. Mörk ÍBV skomðu þeir Kevin Barr og Ivar Róbertsson.

Þriðji flokkur karla lék tvo leiki og fór þeir báðir fram á fastalandinu. Fyrst var leikið gegn Stjömunni og endaði sá leikur 0-0. Daginn eftir var svo leikið gegn FH í bikarkeppninni og fór leikurinn fram í Hafnarfirði. Heimamenn unnu leikinn 4-1 og því er ÍBV úr leik í bikamum þetta árið en mark ÍBV skoraði Einar Kárason.

Fimmti flokkur karla sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu en þá komu FHingar í heimsókn. ÍBV teflir fram fjórum liðum í fimmta flokki. A liðið 3-3, B-liðið 3-3, C-liðið 1-5 en D-liðið 1-4.

Þriðji flokkur kvenna lék tvo leiki helgina 7-9 júní og fóru báðir fram á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á laugardaginn var leikið gegn Valsstúlkum og endaði leikurinn með sigri heimastúJkna 3-4. Á sunnudaginn mættu stelpurnar svo Stjömunni 0-6.   Fjórði flokkur kvenna lék einnig tvívegis, fyrst gegn ÍR og svo gegn Fylki en viðureignirnar fóra fram í Reykjavík. í fjórða flokki kvenna era bæði A- og B-lið en A-liðið vann ÍR, gerði jafntefli 1-1 og Bliðið 5-0. A-liðið vann svo Fylki 0-0 og B-liðið 1-2. 

ÍBV með þrjú gull og tvö silfur

Þrettánda pæjumóti ÍBV fór fram um miðjan júnímánuð en það er eitt stærsta knattspyrnumót sem haldið er ár hvert í kvennaboltanum. Um sjöhundruð þátttakendur voru mættir á Vöruvalsmótið sem virðist vera ná sér á strik aftur eftir að hafa verið á niðurleið árin áður. Þær breytingar sem núverandi mótstjórn gerði á mótinu í fyrra er að skila meirí umfjöllun um mótið sem gerir það eftirsóknarverðara fyrir stelpurnar. Mótið í ár tókst mjög vel, veðrið var ágætt mótsdagana og allt gekk samkvæmt áætlun. Framkvæmdin á mótinu var með svipuðu sniði og árið áður, flokkarnir voru þrír, fjórði, fimmti og sjötti flokkur kvenna og var keppt í A- og B-Iiðum í fjórða og sjötta flokki en í fimmta flokki bættust C-liðin við. Þó að fótboltinn hafi spilað stóra rullu í mótinu þá var séð til þess að varla liði sú mínúta hjá stelpunum þar sem þær höfðu ekki eitthvað fyrir stafni og meðal þess sem boðið var upp á var golfkennsla, stutter útreiðartúr, bátsferð, kvöldvaka, diskótek, frítt í sund og svo snæddu að sjálfsögðu allar stelpurnar saman í Höllinni. Þar fór einnig fram verðlaunaafhending en þar var gerð ein breyting á í ár, nú var ekki verðlaunað fyrir flest skoruð mörk og ekki ólíklegt að framkvæmdin við að telja saman mörkin hafi orðið til þess að þessum lið var sleppt. Annars voru fjölmörg verðlaun veitt í lok mótsins og voru ekki margir þátttakendur sem ekki fengu einhver verðlaun. Meðal annars voru veitt verðlaun fyrir prúðustu liðin, háttvísisverðlaun Visa og KSÍ, prúðustu leikmennirnir og þeir bestu í hverjum flokki fyrir sig.

Hápunkturinn var svo þegar tilkynnt var hver hlyti Lárusarbikarinn, sem er veittur þeim leikmanni sem þykir vera hvað efnilegastur. Það kom í hlut ungrar Skagastúlku, Thelmu Ýr Gylfadóttur enda vakti hún mikla athygli í mótinu. Í mótslok var ekki annað að sjá en að á hverju andliti væri bros á vör, bæði hjá stelpunum og forráðamönnum liðanna en það ættu að vera bestu þakkirnar sem þeir sem að mótinu koma fá.

Úrslit mótsins:

4. flokkur a-lið:

l.Breiðablik

2.ÍA

3. KA

4. flokkur b-lið:

l.Breiðablik

2.KA

3. Fram

5. flokkur a-lið:

1. ÍB V

2. Breiðablik

3. Fjölnir

5. flokkur b-lið:

l.ÍBV

2. Breiðablik

3. UMFA

5. flokkur c-lið:

l.ÍBV

2. Breiðablik

3. Fjölnir/Breiðablik 2

6. flokkur a-lið:

l.Breiðablik

2. ÍBV

3. FH/UMFA

6. flokkur b-Iið

l. FH

2.ÍBV

3. Breiðablik

Besti leikmaður 6. flokks:

Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki

Besti leikmaður 5. flokks:

Ama Björk Guðjónsdóttir ÍBV

Besti leikmaður 4. flokks:

Thelma Ýr Gylfadóttir ÍA

Lárusarbikarinn:

Thelma Ýr Gylfadóttir ÍA

Prúðasti leikmaður 6. flokks:

Alexandra S. Sumarliðadóttir ÍB V

Prúðasti leikmaður 5. flokks:

Anna Þóra Hrólfsdóttir Fjölni

Prúðasti leikmaður 4. flokks:

Sara Hrund Ólafsdóttir Stjömunni 

Gott gengi hjá öðrum flokki

Annar flokkur karla stóð sig vel í júní en það var þétt dagskrá hjá þeim. Alls spiluðu þeir fimm leiki og sigruður þrjá. Strákarnir byrjuðu þó á að tapa fyrir Fylki á heimavelli 2-4.  Næsti leikur var gegn KA en sá leikur fór fram í miklu roki sem stóð á annað markið. Þrátt fyrir að sækja undan vindinum í fyrri hálfleik þá náðu strákarnir ekki að skora en fengu nokkur ágætis færi til þess. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en undir lok leiksins þyngdist sókn ÍBV. Það var samt sem áður ekki fyrr en þegar komið var í uppbótartíma að dæmt var víti á KA menn sem mótmæltu harðlega en Kevin Barr tók spyrnuna og brást ekki bogalistin. IBV náði þar með í sinn fyrsta sigur í sumar.

Strákarnir sóttu svo Val heim en ÍBV sigraði leikinn 0-4 eftir að staðan hafði verið 0-2 í hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Bjarni Rúnar, Kevin, Þorvaldur og Ivar Leifs. Þremur dögum síðar lék liðið svo á móti HK, einnig á útivelli en í þetta skipuð gekk ekki eins vel, strákarnir töpuðu leiknum 5-2 eftir að hafa verið 4-1 undir í hálfleik. Stefán Hauksson gerði bæði mörk ÍBV.

Síðasti leikur júní mánaðar var þegar Stjarnan kom í heimsókn.  Strákarnir byrjuðu leikinn ekki vel og lentu tveimur mörkum undir. En varnarjaxlinn Einar Hlöðver Sigurðsson færði sig framar á völlinn og árangurinn lét ekki á sér standa, Einar skoraði þrjú mörk á stuttum tíma en fjórða mark ÍBVgerði Kevin Barr. ÍBVsigraði 4-2 og kom sér þar með upp í annað sæti B-riðils. 

Yngri flokkar

3. flokkur karla lék tvívegis gegn Þór frá Akureyri en leikirnir fóru fram á Þróttaravelli til að spara liðunum ferðakostnaðinn. Fyrri leikurinn var heimaleikur IBV en sá síðari leikurinn fór fram daginn eftir. ÍBV tapaði fyrri leiknum 3-5 en jafntefli varð í seinni leiknum 2-2.

Fjórði flokkur karla lék gegn jafnöldrum sínum frá ísafírði um miðjan júní en þetta var annar leikur flokksins í sumar. Leikurinn fór fram í Eyjum en lítil gestrisni var sýnd í þessum leik, strákarnir unnu 8 - 1. Mörk ÍBV skoruðu Egill (4), Ellert, (3) og Valtýr.

Fjórði flokkur kvenna spilaði gegn FH en þar er keppt bæði í A- og B-liðum. A-liðið gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 8-0. Mörk ÍBV Fanndís (5), Þórhildur,

Svava og Anna. B-liðið vann líka sinn leik en lokatölur þar urðu 6-3.

Mörkin skoruðu þær Kolbrún (3), Ingibjörg, Hafdís og Sara. 

Í vandræðum gegn ungmennaliði

ÍBV tók á móti ungmennaliða FH en leikurinn átti upphaflega að fara fram í Hafharfirði en vegna vallaraðstæðna þar þágu FH-ingar boð ÍBV um að spila leikinn í Eyjum. Flestir áttu von á öruggum sigri IBV en annað kom upp á daginn og úrvalsdeildarliðið lenti í stökustu vandræðum með ferska Hafnfirðinga. ÍBV hafði þó sigur eftir framlengdan leik, 2-1 en sigurmarkið kom í seinni hálfleik framlengingarinnar. ÍBV spilaði í fyrsta sinn í varabúningunum í þessum leik en þeir virtust ekki færa liðinu mikla heppni. Eyjamenn sóttu fast að marki FH-inga á upphafsmínútunum og á fyrstu fimm mínútunum átti liðið tvo skalla í slá, fyrst Bjarni Geir Viðarsson og svo Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Páll Hjarðar átti svo hörkuskalla sem var varinn en ÍBV náði ekki að skora og staðan í hálfleik 0-0. I seinni hálfleik sóttu leikmenn IBV áfram meira en gestimir . Þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum skoraði svo Bjami Geir loksins fyrsta mark leiksins eftir ágæta fyrirgjöf Bjamólfs Lárussonar. Nú áttu flestir von á því að ísinn væri brotinn en Hafnfírðingar voru ekki á sama máli. Unglingarnir jöfnuðu svo leikinn níu mínútum síðar og allt galopið í leiknum. Staðan eftir venjulegann leiktíma var 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var allt við það sama, IBV var meira með boltann án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Eftir 110 mínútna leik dró hins vegar til tíðinda þegar ÍBV fékk hom. Unnar Hólm Olafsson átti þá hörkuskalla að marki gestanna sem markvörður þeirra varði en Bjarni Geir fylgdi vel á eftir og skoraði sigurmarkið afstuttu færi.  

Fyrstu stigin í höfn hjá stelpunum

Þann 12. júní tók kvennalið ÍBV á móti FH en fyrir leikinn skipuðu þessi lið tvö neðstu sæti deildarinnar. Sigur var liðinu lífsnauðsynlegur en það voru hins vegar gestimir sem komust yfir strax á fjórðu mínútu. En stelpurnar virðast allar vera að koma til, það liðu ekki nema tólf mínútur þar til IBV jafnaði leikinn en lokatölur urðu 5-2 fyrir ÍBV. Mörk IBV skoruðu þær, Bryndís Jóhannesdóttir 2, Margrét Lára Viðarsdóttir, Elena Einisdóttir og Lára Dögg Konráðsdóttir. 

Vantar fleiri æfingasvæði

Grasvellirnir í Vestmannaeyjum komu seinna til í ár en áður og er sökudólgurinn kuldakastíð sem herjaði á landið í vor. Vallarstarfsmönnum tókst hins vegar vel upp með þrjá af fjórum völlum bæjarins en sá fjórði, Helgafellsvöllur lítur mjög illa út og er nánast ónýtur. Sindri Valló Grétarsson sagði í samtali við Fréttir aðtílstæði að loka Helgafellsvellinum í ákveðinn tíma. „Við þurfum að sá í Helgafellsvöllinn og gefa honum smá hvíld. Við hefðum getað náð honum betri í vor ef við hefðum vatn til að vökva hann en við komumst hvergi í það þarna upp frá. Það er reyndar í athugun núna hvort hægt sé að leggja vatn að vellinum en það er mjög vont að þurfta treysta á að það rigni, sérstaklega á vorin þegar við erum að sá í vellina þá ber það engan árangur ef það er þurrt. Annars er það mín skoðun að æfingasvæði fyrir knattspyrnuna eru alltof lítíl, á Helgafellsvellinum eru fimm lið og flokkar með fullorðnu fólki, meistaraflokkur og annar flokkur karla og kvenna og svo KFS og völlurinn þolir það bara ekki. Týs- og Þórsvöllurinn eru svo undir yngstu krakkana og bæði mótín. Hásteinsvöllur er svo keppnisvöllur bæjarins en hann væri ekki svona góður ef það væru stanslausar æfingar á honum." 

ÍBV leikur áfram á Hásteinsvelli

Í bæjarblaðinu Fréttum kom fram í byrjun júní að KSÍ hefði dregið keppnisleyfi fyrir Hásteinsvöllinn til baka en áður höfðu sömu aðilar sett völlinn í Bflokk, sem uppfyllti kröfur um keppni í efstu deild. Þess í stað var völlurinn felldur niður í D-flokk en það þýddi að aðeins mætti keppa á vellinum í 2. deild karja og benu því allt til þess að leikur ÍBV gegn KR væri kveðjuleikur karlaliðsins á Hásteinsveíli. Nú hefur þetta breyst því að Ásmundur Friðriksson, formaður stjómar knattspyrnudeildar ÍBV, hefur upplýst að náðst hafi samkomulag við KSÍ um að ÍBV fái að ljúka keppnistímabilinu á Hásteinsvelli. Hvað síðan tekur við að því loknu er enn óljóst.  

Stig fyrir norðan

19. júní heimsótti ÍBV Þór frá Akureyri. ÍBV var mun betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í upphafi leiksins þegar heimamenn komust ekkert áleiðis gegn sókndjörfum Eyjamönnum. IBV hefði með réttu átt að skora eitt mark fyrstu fimmtán mínúturnar en þegar það gekk ekki dró dálítið af Eyjamönnum. Staðan í hálfleik var 0-0 en það var ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar Tómas Ingi Tómasson fann leiðina í markið. Þá átti hann fast skot sem markvörður Þórs varði en Tómas fylgdi vel á eftir og skoraði úr annari tilraun. Heimamenn náðu smápressu á mark IB V eftir þetta sem endaði með því að heimamenn jöfnuðu leikinn á 62. mínútu. Eftir það áttu leikmenn ÍBV hættulegri færi, lokatölur 1-1.  

Liðsstyrkur í handboltanum

Tvær austurrískar landsliðskonur í handknattleik hafa gengið til liðs við IBV fyrir næsta keppnistímabil. Um er að ræða 27 ára leikstjórnanda sem heitir Sylvia Strass en hún lék síðast með SG Hessen Hersfeld í Þýskalandi. Hin heitir Birgit Engl, er 23 ára skytta og lék síðast á Spáni. Ennfremur hafa Eyjastúlkur tryggt sér Iiðstyrk Öllu Gorgorian sem undanfarin ár hefur leikið með Gróttu/KR. Enn er allt óvíst með þjálfaramál hjá stelpunum, en Erlingur Richardsson sem þjálfaði liðið í fyrra hefur tekið við karlaliði ÍBV. 

Auðvcldur sigur á toppliðinu

ÍBV tók á móti KR í fyrsta leik sjöundu umferðar Símadeildarinnar. Fyrir leikinn var KR í efsta sæti deildarinnar á meðan ÍBV sat í því neðsta.  Liðið sýndi takta sem ekki hafa sést þetta sumarið og eftir slaka byrjun á Islandsmótinu er loksins kominn byr í seglin og uppskeran var 3 - 0 sigur. Leikurinn var hin besta skemmtun en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu sín færi, KR-ingar kannski hættulegri en engu að síður var leikurinn jafn. Eina mark fyrri hálfleiksins kom svo eftir varnarmistök gestanna, Gunnar Heiðar vann þá boltann og sendi á Tómas Inga sem afgreiddi boltann glæsilega í fjærhornið. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir ÍBV, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, starfsmaður KSÍ og framherji KR-inga, braut þá klaufalega af sér og uppskar beint rautt spjald. Eftirleikurinn var leikmönnum IBV auðveldur, liðið lék skynsamlega það sem eftir lifði leiks, lá aftarlega og beitti svo stórhættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum frá þeim Bjarnólfi Lárussyni og Gunnari Heiðari.

Hlutverk Hlyns Stefánssonar verður seint metið til fulls, þó að hann hafi oftar verið meira áberandi í leik liðsins þá var það öllum ljóst á vellinum hver stjórnaði leiknum og það er það sem IBV hefur vantað. Hlynur sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að það hefði verið einstaklega ánægjulegt að klæðast aftur treyju ÍBV. „Þetta var bara frábær tilfinning að koma inn í liðið aftur. Þetta byrjar náttúrulega á toppleik, KR sem hafði fyrir leikinn bara fengið á sig fjögur mörk. Mér fannst við ráða ferðinni, vorum kannski dálítið óöruggir fyrstu mínúturnar en okkur óx ásmegin eftir því sem leið á. Við skoruðum markið á mjög góðum tímapunkti, í kjölfarið engu þeir svo rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks sem gerði varnarvinnuna okkar auðveldari. Við náðum upp góðu spili, bakverðirnir voru duglegir að sækja en svo má ekki gleyma þætti áhorfenda. Stuðningurinn í þessum leik gaf liðinu þann kraft sem við þurftum á að halda í upphafi þannig að það hefur mikið að segja ef fólk mætir á völlinn. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi þannig að við skulum vona að það verði bara áframhaldandi velgengni hjá okkur," sagði Hlynur. 

ÍBV mætir einu stærsta knattspyrnufélagi Svía

Í júní var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en þar er liðum skipt í tvo hópa, efri og neðri hóp þar sem árangur viðkomandi þjóða telur. IBV lenti í neðri hópnum og telst því lakara Iiðið en mótherjinn er sænska úrvalsdeildarliðið AIK Solna í Stokkhóhni. Samkvæmt drættinum átti ÍBV að leika fyrri leikinn á heimavelli en þar sem Fylkismenn leika sinn heimaleik á sama tíma var ákveðið að víxla leikjunum þannig að ÍBV byrjar á útivelli. Leikirnir fara fram 15. Og 29. ágúst AIK er eitt elsta félagið í Svíðþjóð en félagið var stofnað 1891 en knattspyrna hefur verið stunduð þar síðan 1896. AIK hefur alltaf verið í Allsvenskan síðan sú deild var stofnuð árið 1924 fyrir utan þrjú tímabil. 

Jákvæð vika að mestu

Þriðji flokkur karla lék gegn Þrótti Reykjavík í Eyjum fimmtudaginn 20. júní. Leikurinn var heldur betur fjörugur en Eyjapeyjar áttu ekki í vandræðum með gestina enda unnu þeir 5-1.

Fjórði flokkur karla lék gegn Gróttu en leiknum hafði nokkrum sinnum verið frestað. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem staðan var 1-1 í hálfleik tóku Eyjapeyjar öll völd á vellinum, skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik og unnu því 5-1.

Fimmti flokkur karla lék tvo leiki helgina 21-23 júní en þar eru A-, B-, C- og

D-lið. Fyrst var leikið gegn Víkingum en báðir leikirnir fóru fram á fastalandinu. A- og B-liðin sigruðu bæði 0-2 en C- og D-liðin töpuðu hins vegar 3-1. A sunnudeginum

var svo farið upp á Skipaskaga þar sem leikið var gegn heimamönnum. ÍBV tapaði öllum leikjunum þar, Aliðið 0-3 , B-liðið 6-1 (Hjálmar Viðarsson), C-liðið 4-l(Ásgeir Ingimarsson), D-liðið 5-2 (Ingi Þór Þórarinsson).

Fjórði flokkur kvenna lék gegn HK en þar eru bæði A- og B-lið. Bæði lið sigruðu í sfnum leikjum, A-liðið 6-2 og B liðið 4-2. 

Sæti á Hásteinsvöll fyrir Evrópuleikinn í ágúst?

Eyjamenn keppa í forkeppni Evrópu í knattspyrnu í ágúst gegn sænska liðinu AIK Solna. Aðbúnaðurinn á Hásteinsvelli er ekki til þess fallinn að hægt verði að keppa heimaleikinn í Eyjum þar sem sæti vantar í nýju stúkuna. Forystumenn knattspyrnudeildar ÍBV leituðu til bæjaryfirvalda um lausn á málinu. Um er að ræða sæti fyrir allt að 560 manns. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ þarf að vera komin ákvörðun um málið fyrir 9. júlí nk. þar sem þá rennur út frestur KSÍ að tilkynna á hvaða velli leikurinn fer fram. Hásteinsvöllurinn hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og það ekki af góðu enda hefur KSI afturkallað keppnisleyfi vallarins vegna girðingar sem ekki er komin upp vestan megin við völlinn. Eftir talsvert þjark bakkaði KSÍ þó með ákvörðun sína og um samdist að ÍBV fær að klára þetta tímabil á vellinum gegn því að málið yrði klárað fyrir upphaf næsta tímabils. Umhverfisnefnd Vestmannaeyjabæjar hafnaði aftur á móti erindi ÍBV-íþróttafélags um leyfi til að setja umrædda girðingu upp á fundi sínum 26. júní sl. þar sem um væri að ræða verulega sjónmengun að mati allra nefndarmanna nema Huldu Sigurðardóttur sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Málið er því í nokkurri óvissu eins og er. Bæjarráð tók fyrir uppsetningu sætanna á fundi sínum á mánudag þar sem það var samþykkt að gera ráð fyrir allt að einni og hálfri milljón í endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs til kaupa og uppsetningar 540 - 560 sæta í áhorfendastúkuna. Stólarnir eru sömu gerðar og á Laugardalsvelli og Grindavíkurvelli. „Fjárveitingin er háð því að samkomulag takist milli ÍBV íþróttafélags og KSÍ um að Hásteinsvöllur uppfylli öll skilyrði KSÍ og jafnframt verði fallið frá kröfu um sérstaka girðingu sunnan vallarsvæðisins, en fyrir liggur rökstudd höfnun umhverfisnefnda. 

Vel heppnað Shellmót

Allsherjar knattspyrnuveisla var á árlegu Shellmóti sem nú fór fram í 19. sinn. Þarna voru komnir saman strákar í sjötta flokki frá öllum landshlutum til að etja kappi á vellinum, skemmta sér og kynnast hver öðrum. Það var ekki annað að sjá á lokahófinu á sunnudaginn en mótshöldurum hafi tekist vel upp í ár, eins og reyndar undanfarin nítján ár. Veðrið hefur alltaf mikið að segja um það hvernig tekst til og veðurguðirnir voru hliðhollir mótshöldurum nema á sunnudaginn þegar hann blés af austri en strákarnir létu það ekki á sig fá. Þátttakendur í mótinu voru um 1200, leikmenn, þjálfarar og fararstjórar. Þá fylgdi fjöldinn allure af foreldrum með og er ekki ólíklegt að í heildina hafi verið hér rúmlega tvö þúsund manns. í ár var tekin ákvörðun um það að setningin færi framvegis fram á fimmtudagskvöldinu en fyrstu leikirnir fóru fram á fimmtudagsmorgninum. Setningin hitti beint í mark eins og alltaf, listflugið og flugeldasýningin eru alltaf vinsæl meðal krakkanna og knattspyrnuleikurinn þar sem Stjörnulið Ómars og Slökkviliðið áttust við var mjög vel heppnaður þetta árið.

Njarðvík sigraði í úrslitaleik A liða eftir stórskemmtilegan leik 3-1 gegn FH. Hjá B-liðum sigruðu hins vegar FH-ingar, í Cliðum voru það Fylkismenn sem sigruðu ÍBV í úrslitaleik og í D liðum voru það Njarðvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Eyjaliðunum gekk ágætlega í mótinu. C-liðið náði frábærum árangri og spilaði til úrslita gegn Fylki. A-lið ÍBV endaði í þriðja sæti í innimótinu en í fjórða sæti í sínum riðli. B-Iiðið endaði í þriðja sæti í sínum riðli en í keppni D-liða sendi IBV tvö lið þar sem annað liðið var sem gestalið en hitt liðið lenti í fjórða sæti. I ár var aðeins spilað um átta efstu sætin en þau lið sem enduðu þar fyrir neðan spiluðu svokallaða jafningjaleiki en þar töpuðu A-Iiðið og annað Dliðið sínum leikjum en B-liðið og hitt D-liðið unnu sína leiki.

Hjá ÍBV er nýr yfirþjálfari í knattspyrnu, en hann heitir Halldór Örn Þorsteinsson.Auk þess að hafa yfirumsjón með starfi yngri flokkanna þjálfar hann sjötta, fimmta og fjórða flokk karla. Halldór sagði í samtali við Fréttir að í heild væri hann mjög ánægður með árangur Eyjaliðanna. Halldór hefur nokkra reynslu af Shellmótum en þetta var ekki fyrsta mótið hans. „Ég held að þetta sé fjórða mótið mitt en ég kom hingað með Fylki 1994 til 1996. Það er auðvitað dálítið öðruvísi að vera með Eyjastrákana í mótinu heldur en að koma með lið ofanaflandi. Það er allt önnur vinna að halda utan um hópinn, við gistum auðvitað ekki í skólunum og við treystum meira á foreldrana við það að koma strákunum tímanlega í þá viðburði sem þeir eiga að mæta í." Ertu sáttur við gengiþinna liða?

„ Já, ég held að ég geti sagt að ég sé þokkalega sáttur við okkar gengi í mótinu. Keppnin í A-liðum var t.d. mjög jöfh í ár, fyrir utan átta efstu liðin voru líklega ein sex lið sem hefðu getað unnið mótið, einn tapleikur og þá eru menn komnir í vond mál. Við áttum t.d. slæman tíu mínútna kafla á móti Gróttu, vorum yfir 4-1 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en töpuðum 5-4. Þar með var von um að komast í úrslit nánast úr sögunni. B-liðið var mjög nálægt því að komast í átta liða úrslit sem var markmið okkar með öll liðin. C-liðið stendur auðvitað svolítið upp úr þegar maður skoðar árangurinn. Þeir unnu innimótið og lenda svo í öðru sæti í aðalmótinu en í C- og D liðunum voru aðallega strákar á yngra ári. Þannig að þetta lítur ágætlega út en auðvitað megum við ekki setja of mikla pressu á strákana þannig að við skulum bara bíða og sjá til." 

Magalending á Skaganum

Eftir góðan sigur á KR á heimavelli voru stuðningsmenn ÍBV nokkuð bjartsýnir á hagstæð úrslit þegar karlaliðið mætti neðsta liði deildarinnar, ÍA á heimavelli þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá átti IBV aldrei möguleika í leiknum. Skagamenn skoruðu eftir aðeins tæpar tvær mínútur og má segja að þar með hafi neistinn verið slökktur í Eyjamönnum. Skagamenn skoruðu svo þrisvar sinnum í viðbót áður en að Gareth Graham svaraði fyrir IBV á lokamínútu leiksins. ÍBV situr nú á botni deildarinnar með átta stig eins og Skagamenn. 

Yngri flokkar

Annar flokkur kvenna lék í lok júní gegn Breiðablik íKópavogi. Leikurinn endaði með stórsigri Blikanna, 7-0 en staðan í hálfleik var 1-0. Þetta var aðeins annar leikur liðsins í sumar en báðir hafa tapast.

Þriðji flokkur kvenna spilaði tvo leiki um helgina og tapaði stórt. Fyrst var leikið gegn Fjölni og þar steinlá IBV 10-2 en mörkin gerðu Arna Baldursdóttir og Tanja Sigurjónsdóttir. Seinni leikurinn var svo gegn KR, hann hann tapaðist 7-0 en báðir leikirnir fóru fram í Reykjavík. 

JÚLÍ

 Stelpurnar ekki i Evrópukeppni

Meistaraflokkur ÍBV kvenna í handknattleik vann sér inn rétt til að taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa næsta vetur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í Evrópukeppninni í ár. Þorvarður Þorvaldsson, formaður handknattleiksráðs kvenna sagði að fyrst og fremst væri ástæðan sú hversu breyttur leikmannahópurinn er. „Við höfum gengið í gegnum miklar breytingar og það tekur alltaf tíma að slípa liðið saman. Evrópukeppnin byrjar snemma en við viljum frekar einbeita okkur að uppbyggingu á liðinu frekar en að fara út í mikil fjárútlát vegna Evrópukeppni. Svo er líka þreföld umferð í Íslandsmótinu sem þýðir 27 leiki bara í deild og svo bætist við bikar og úrslitakeppni og okkur finnst það alveg nóg."

Unnur Sigmarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta en liðið varð bikarmeistari á síðastliðnu keppnistímabili. Unnur spilaði með IBV á árum áður og hefur þjálfað yngri flokka í handbolta í mörg ár ásamt því að að taka virkan þátt í starfi meistaraflokks. Unnur tekur við af Erlingi Richardssyni, sem nú hefur tekið við karlaliði ÍBV. 

Margrét Lára í U- 17

Í byrjun júlí fór fram Norðurlandamótið í knattspyrnu skipað stúlkum 17 ára og yngri. Eyjamenn eiga einn fulltrúa í íslenska liðinu, Margréti Lára Viðarsdóttur. Stelpurnar náði sínum besta árangri til þessa á Norðurlandamóti. Margrét Lára, lék alla leiki liðsins og lék stórt hlutverk með liðinu. Íslenska liðið spilað gegn Hollandi um þriðja sætið og vann leikinn 2-0. 

Þrjúhundruð einstaklingar koma að Vöruvals- og Shellmótum

Í síðasta mánuði hefur ÍBV-íþróttafélag haldið hér tvö stór knattspyrnumót Vöruvalsmótið og Shellmótið. Bæjarlífið hér breyttist gífurlega, á þessi mót koma hér um þrjú þúsund manns og það rúmlega, verslun og þjónusta eykst og bærinn iðar.

En til að halda svona stór mót sem hér eru í gangi þurfum við að hafa aðgang að fjölmörgum sjálfboðaliðum og góða styrktaraðila. Shellmóts- og Vöruvalsnefndir taka til starfa snemma á vorin og byrja að skipuleggja mótin, senda út þátttökutilkyningar, finna styrktaraðila og huga að öllu sem viðkemur mótunum. Kvennadeild IBV-íþróttafélags kemur að báðum mótum og skila þær míklu starfi tíl félagsins, þær sjá um að manna vaktir í skólum, þrif í skólum og félagsheimilum, verslanir sem eru starfræktar í Týs- og Þórsheimili og annað sem fellur til. Eftir að hafa fylgst með þessum tveimur mótum og sjá hvað mikið starf er unnið getur maður ekki annað en dáðst að þeirri miklu og óeigingjörnu vinnu sem fólk leggur á sig og það besta er að það hafa allir gaman af þessu sem gerir þetta að svo góðum mótum sem þau eru.

Því vil ég fyrir hönd ÍBV-íþróttafélags þakka öllum þeim sem koma að mótunum, Shell- og Vöruvalsnefnd, Kvennadeildinni, tölvu og blaðaútgáfu, þrifafólki, starfsfólki í mötuneyti, dómurum, gæslumönnum í skólum, starfsfólki í félagsheimilum svo eitthvað sé nefnt því það eru um 300 einstaklingar sem koma að þessum mótum. Enn og aftur, hafið þakkir fyrir, sama hver vinnan er, því margt smátt gerir eitt stórt. Og nú fer að styttast í þjóðhátíð og þar koma líka margir sjálfboðaliðar að, þjóðhátíðarnefhd, málningargengi, vita (svartagengið) gengið, myllan, hofið, einingin og aðrir.

Með fyrirfram þökk fyrir ykkar vinnu og stuðninginn við okkar félag.

F. h. ÍBV- íþróttafélags, Óskar Freyr Brynjarsson. 

Létu hendur standa fram úr ermum

ÍBV-strákarnir sitja ekki auðum höndum og eru nú að rífa Baldur VE 24, elsta bát íslenska flotans. Þetta er liður í fjáröflun strákanna sem grípa hvert tækifæri sem gefst til að afla sér peninga. Um Baldur er það að segja að Sigurmundur Einarsson, ferðafrömuður, hafði augastað á bátnum fyrir hvalaskoðun en eftir að gerð var úttekt á ástandi Baldurs var ljóst að viðgerð borgaði sig ekki. 

Gerðu það sem þurfti

ÍBV tók á móti Þrótti frá Reykjavík í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þann 3. júlí. ÍBV byrjaði af miklum krafti og eftir tæpar átján mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir ÍBV. Það urðu svo lokatölur leiksins og í átta liða úrslitum mun ÍBV mæta öðru 1. deildarliði, Leiftur/Dalvfk. Mörk ÍBV skoruðu þeir; Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Bjarni Geir Viðarsson. 

Slakt á Esso-mótinu

Helgina 5-7 júlí var haldið hið árlega Essomót á Akureyri sem er knattspyrnumót fyrir drengi í fimmta flokki. Mótið er svipað umfangs og Shellmót okkar Eyjamanna.

ÍBV átti sína fulltrúa á mótinu og var árangur liðanna ekki sem bestur. A-liðið náði bestum árangri, níunda sæti en B-, C- og D-liðin voru öll í hópi neðstu liða.

Halldór Öm Þorsteinsson þjálfari drengjanna var ekki nógu ánægður með árangurinn. „Félag eins og IBV á ekki að sætta sig við að eiga lið í 25., 27. og 30. sæti af 36 liðum. Þetta var mjög slakt hjá okkur fyrir norðan, reyndar náði A-liðið ágætum árangri og þeir voru í raun óheppnir að ná ekki lengra. Mótið snýst auðvitað um meira en árangur og við skemmtum okkur ágætlega. Esso-mótinu hefur vaxið fiskur um hrygg á undanfömum árum og er að verða stærra en Shellmótið, það er að segja fleiri þáttakendur. Þetta er öðruvísi upp sett, liðin spila fleiri leiki og það er meiri harka enda strákamir orðnir stærri og sterkari." 

Sæti á Hásteinsvöll

Nú hefur fengist staðfest að ráðist verður í að setja sæti við Hásteinsvöllinn, 540 talsins svo að ÍBV fái að spila Evrópuleik sinn gegn AIK á vellinum. Ásmundur Friðriksson, formaður knattspyrnudeilar var að stíga út af fundi með forráðamönnum KSÍ á þriðjudaginn þegar Fréttir náðu tali af honum. Hann sagði að Hásteinsvöllur hefði aftur fengið sitt upprunalega keppnisleyfí. „Við ræddum þessi mál í rólegheitum og nú er komin niðurstaða. Við fáum þann frest sem við höfðum fyrir keppnistímabilið í sambandi við girðinguna og völlurinn hefur því keppnisleyfi til 2005. Um leið og þetta var klárt þá sendum við inn keppnisleyfi til UEFA um að fá að nota völlinn í leiknum gegn AIK og það eru meiri líkur en minni að það gangi í gegn.

Það er búið að panta sætin þannig að þetta verður allt orðið klárt þegar við tökum á móti Svíunum í ágúst." 

Gunnar Heiðar i úrvalið

KSÍ hefur tekið upp þá nýbreytni að verðlauna þá leikmenn, þjálfara og dómara sem hafa staðið sig best í upphafi Islandsmótsins. Það eru blaðamenn sem standa fyrir valinu og verður kosið þrívegis, fyrir umferðir 1 ti 6,7 til 12og l3 til 18.

Einn leikmaður ÍBV kemst í þennan úrvalshóp, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn ungi, er í úrvalsliðinu enda hefur hann spilað mjög vel í upphafí sumarsins, skoraði m.a. fjögur mörk í fyrstu sex umferðunum og er á meðal markahæstu leikmannanna. Annar Eyjamaður, Sigurvin Ólafsson var einnig valinn í úrvalsliðið og gott betur því hann var einnig kosinn leikmaður fyrstu sex umferðanna en hann meiddist í bikarleiknum gegn KFS og er úr leik í nokkum tíma. 

Sigur í flestum leikjum yngri flokkanna

Yngri flokkarnir voru fyrirferðarmiklir í byrjun júlí. 2. flokkur karla tók á móti ÍR í bikarkeppninni en leikurinn var í sextán liða úrslitum. Leikið var við frábærar aðstæður á Hásteinsvellinum, logni og góðu veðri. Mikil barátta var í leiknum en ÍBV var yfir 1 - 0 í hálfleik. Gestirnir komust hins vegar yfir í seinni hálfleik 1-2 en í kjölfarið fylgdu fjögur Eyjamörk og unnu strákarnir því leikinn 5-2. í átta liða úrslitum eiga strákarnir erfiðan útileik en þá mæta þeir Leikni úr Reykjavfk en liðin hafa áður mæst í sumar og gerðu þá jafntefli á Helgafellsvellinum í B-riðli Islandsmótsins. Þriðji flokkur karla lék gegn Leikni og fór leikurinn fram í Reykjavfk. Strákamir stóðu sig vel, skoruðu fjögur mörk á útivelli og unnu 0-4. Fjórði flokkur karla lék gegn Selfossi og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Strákarnir unnu Selfyssinga með minnsta mögulega mun, 2-1 og skoraði Ellert Scheving Pálsson bæði mörk liðsins, svo var leikið í Keflavfk og var sú ferð ekki til fjár, strákarnir töpuðu 6-3. 3. flokkur kvenna lék gegn FH, en leikurinn fór fram hér í Eyjum. ÍBV fór létt með Hafnfirðingu og vann 4-1. Stelpurnar tóku svo á móti Breiðablik en blikastúlkur fóru létt með heimaliðið og unnuleikinn 1-6.  

Mikið pantað á þjóðhátíð

Í aðdraganda Þjóðhátíðar tóku Fréttir púslinn á flutningsaðilum og virðist stefna í að aðsókn á hátíðina verði svipuð og í fyrra. Hjá Flugfélagi Vestmannaeyja fengust þær upplýsingar að uppselt er í ferðir til Eyja á föstudeginum og til baka á mánudeginum og bókanir langt komnar á fimmtudeginum, en þó eitthvað laust fyrri part i dags. Arnór Páll Valdimarsson hjá Flugfélagi I Vestmannaeyja sagði að fjöldin væri svipaður og í fyrra. „Þó eru pantanir nokkuð fyrr á í ferðinni nú en í fyrra og við höfum tekið upp það nýmæli að vera með staðfestingagjald sem vonandi skilar sér í betri nýtingu, en nokkuð var um það í fyrra að vélarnar okkar þurftu að bíða lengi eftir farþegum á Bakka og talsvert var um forföll." Arnór segir þó að þrátt fyrir góðar likur hjá þeim séu það veðurguðirnir sem eigi síðasta orðið. Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Hafliðasyni sem sér um innanlandsflug Islandsflugs eru sjö ferðir áætlaðar á fimmtudeginum og þrettán ferðir á föstudeginum. Að mestu verður flogið með ATR vél íslandsflugs, Heimaey en einnig eru einhverjar ferðir fyrirhugaðar með Dornier vélum íslandsflugs. Þá mun Flugfélag íslands fara einhverjar ferðir á Fokker vélum sínum og nú þegar eru tvær fyrirhugaðar á föstudeginum. Einhver sæti eru laus á fimmtudeginum en á föstudeginum er fullt í allar vélar nema í þá síðustu á föstudagskvöld. Björgvin Arnaldsson framkvæmdastjóri Samskipa í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Fréttir að í vikunni fyrir þjóðhátíð væru rúmlega 3100 manns bókaðir til Eyja í tíu ferðum frá mánudegi til föstudags og er það um sextíu og fimm prósent af flutningsgetu skipsins á tímabilinu. I gær féllu úr gildi óstaðfestar pantanir og verður byrjað í dag að selja í þau sæti sem hafa losnað. Björgvin segir bókanir í svipuðu farvatni og í fyrra en mikið væri spurt um fartil Eyja um verslunarmannahelgina.  

Ótrúlegt framferði að tilkynna hækkun rétt fyrir þjóðhátíð

Ákvörðun dómsmálaráðherra um aukinn hlut þeírra sem standa fyrir útihátíðum í löggæslukostnaði bitnar hart á þjóðhátíð. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þjóðhátíðarnefnd sem hafði gengið út frá allt öðrum forsendum í áætlunum sínum. „Þetta er alveg ótrúlegt framferði að skella hækkuninni fram svona rétt fyrir þjóðhátíð," sagði Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, í samtali við Fréttir. „Það er ekki eins og við höfum ekki borgað í löggæslukostnaði til þessa. Í fyrra þurftum við að borga 1800 þúsund vegna lögreglu. Nú er gert ráð fyrir að löggæslan kosti 4,5 milljónir í ár og af því eigum við að borga tvo þriðju eða 3 milljónir króna." Birgir segir að í fyrra hafi komið 11 lögreglumenn af fastalandinu og auk þeirra tveir fíkniefnalögreglumenn og tveir hundar. Lögreglumenn í Vestmannaeyjum eru 11 þannig að í allt voru a.m.k. 22 lögreglumenn að störfum á þjóðhátíðinni og 70 til 80 gæslumenn. „Þessi leynipóstur frá ráðuneytinu kemur okkur mjög illa en mér finnst að það ætti frekar að verðlauna okkur fyrir að vera með allt á þurru. Ætli það láti ekki nærri að gæsla kosti okkur 6 milljónir og þegar bætast við virðisaukaskattur og stefgjöld er skattheimta á þjóðhátíðina orðin nálægt 10 milljónum króna. En frú Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra vill kannski frekar sms-hátíðir þar sem krakkarnir koma saman eftirlitslaust," sagði Birgir að lokum.

Bæjarráð hefur samþykkt að skipa nefnd til að ræða við dómsmálaráðuneytið um málið.

-Ekki landsbyggðaskattur

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur af löggæslukostnaði á útihátíðum hafi verið skrýtinn og að þarna sé um landsbyggðarskatt að ræða sé af og frá. „Fram til ársins 1999 borguðu mótshaldarar allan aukakostnað vegna löggæslu en þá var stofnaður sjóður sem borgaði hluta kostnaðarins. Því miður eru ekki nema 7,5 milljónir í þessum sjóði í ár og þar verður að gæta jafnræðis. Sjóðurinn var stofnaður til að gera minni lögregluumdæmum út um land kleift að halda uppi löggæslu á útihátíðum á sínum svæðum. Lögreglan í Reykjavík hefur aldrei fengið úthlutað úr sjóðnum en hún hefur gert þeim sem staðið hafa fyrir skemmtunum í Reykjavík að greiða fyrir aukna löggæslu. Það er því alrangt að hækkun á löggæslu vegna verslunarmannahelgarinnar nú sé landsbyggðarskattur. Málið er, að það eru ekki til meiri peningar," sagði Sólveig. 

Komust af botninum

ÍBV lék tvo heimaleiki á stuttum tíma um miðjan júlí, fyrst gegn FH og svo gegn KA. Leikurinn gegn FH var ágætlega leikinn af hálfu ÍBV, sérstaklega fyrri hálfleikur en í seinni hálfleik var farið að draga verulega af leikmönnum ÍBV. Eyjamenn sigruðu með tveimur mörkum gegn engu og náðu þar með að rífa sig upp af botni deildarinnar. Mörk ÍBV skoruðu þeir Bjarni Geir Viðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Ekki gekk eins vel á móti KA þar sem IBV mátti þakka fyrir jafntefli eftir að hafa verið miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV missti af gullnu tækifæri á að slíta sig enn frekar frá botnbaráttunni og jafnvel blanda sér í baráttu um efstu sætin. IBV byrjaði leikinn ágætlega og náðu leikmenn fljótlega undirtökunum í leiknum. Leikurinn var annars nokkuð harður, sérstaklega í fyrri hálfleik. IBV komst yfir á 26. mínútu þegar liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig gestanna. Bjarnólfur Lárusson var hins vegar ekkert að tvínóna við hlutina, lét vaða á markið og inn fór hann. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni en engu að síður glæsilegt mark. I seinni hálfleik freistuðust leikmenn liðsins til þess að verja stigin þrjú eins og gegn FH en það bauð hættunni heim. Til marks um hversu slakur sóknarleikur liðsins var þá átti ÍB V aðeins einn skalla að marki KA í seinni hálfleik og ekkert skot, sem hlýtur að teljast saga til næsta bæjar. Svo fór að KA menn jöfnuðu leikinn fimmtán mínútum fyrir leikslok.  Niðurstaðan varð því jafntefli sem í heildina séð voru líklega sanngjörn úrslit. 

Ingi Sigurðsson bætti leikjamet ÍBV

Ingi Sigurðsson bætti leikjamet ÍBV í leiknum  gegn KA en þá spilaði hann 190. leik sinn í deildarkeppni með IBV en fyrra metíð átti Þórður Hallgrímsson. Nú er bara að sjá hvort Ingi nær 200 leikjum en hann á aðeins möguleika á að ná 199 leikjum á þessu tímabili. 

4. flokkur kvenna

Liðið þrjá leiki á einni viku. Stelpurnar spiluðu við Grindavík, Hauka og Fjölni. Fyrstu tveir leikirnir gengu ekki sem best á útivelli. A-liðið tapaði 2-1 fyrir Grindavík og 3-2 fyrir Haukum. B-liðið gerði 1-1 jafntefli við Hauka. Bæði liðin unnu svo Fjölni hér heima. A-liðið vann 3-0 og bliðið 4-1. A-liðið á litla möguleika á að komast í úrslit en þær hafa tapað 4 mikilvægum leikjum á útivelli. B-liðiðná góða möguleika á að komast í úrslit. 

Þrjú stig úr tveimur leikjum

ÍBV tók á móti Þór/KA/KS þann 11. Júlí þegar sjöundu umferð Islandsmótsins fór fram. ÍBV átti ekki í teljandi vandræðum en staðan í hálfleik var 2-0. Stelpurnar leyfðu sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik en engu að síður var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur urðu 3-1 fyrir ÍBV. Bryndís Jóhannesdóttir kom ÍBV í 1 -0 strax á sjöundu mínútu eftir góðan undirbúning Laufeyjar Ólafsdóttur.  Margrét Lára Viðarsdóttir skorði annað mark ÍBV eftir sending Bryndísar. Margrét Lára var svo aftur á ferðinni í lok leiksins eftir stungusendingu Elenu Einisdóttur.

Fjórum dögum síðar tóku stelpurnar á móti Breiðablik. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn mun betur og fyrstu tuttugu mínútur leiksins var einstefna að marki Blika. Þær náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Breiðablik komst svo yfir á 35. mínútu eftir að Eyjastúlkur töpuðu boltanum klaufalega á miðbiki vallarins, boltinn barst til Margrétar Ólafsdóttur sem fór illa með varnarmenn ÍBV, lék sig í gegn og vippaði yfir Petru í markinu. Eftir markið lifnaði yfir leik Blika og litlu munaði að þær bættu við öðru marki strax í næstu sókn en skot þeirra var rétt framhjá. Blikar fengu nokkur góð færi til að klára leikinn en Petra Bragadóttir markvörður og Michelle Barr, besti leikmaður ÍBV í leiknum björguðu því sem bjargað varð.

Fyrir leikinn gegn Þór/KA/KS fengu tveir leikmanna IBV viðurkenningu en þær Elena Einisdóttir og Sigríður Ása Friðriksdóttir rufu báðar hundrað Ieikja múrinn á dögunum, Elena gegn KR en Sigríður Ása gegn Þór/KA/KS. Þar með er Elena orðin leikjahæst ÍBV frá upphafi með 101 leik að baki en leikirnir verða sjálfsagt töluvert fleiri enda er Elena aðeins 24 ára og Sigríður 23.  

Gothia Cup

Í júlí héldu tveir flokkar frá IBV, þriðji flokkur karla og kvenna, til Svíþjóðar þar sem fram fer hið árlega Gothia Cup í Gautaborg. Mótið er eitt stærsta knattspyrnumót veraldar en alls munu tæplega 1300 lið taka þátt í mótinu og þátttakendur eru í kringum 25 þúsund manns. Mótið er mjög glæsilegt en Eyjamenn hafa nokkrum sinnum áður tekið þátt í því, fyrst undir merkum Þórs. Þjálfarar liðanna eru Dragan Manojlovic og Sara Ólafsdóttir. 

 2. flokkur áfram í bikarnum

Annar flokkur karla heimsótti Fjölni í Grafarvogi í hörkuleik þar sem Fjölnismenn höfðu heppnina með sér og sigruðu 2-1. Mark IBV skoraði Kevin Barr. IBV siglir nokkuð lygnan sjó í B riðli, er í fimmta sæti með tólf stig en það er stutt í toppinn og staðan fljótt að breytast. Fimmti flokkur karla lék gegn Þrótti en keppt er í A-, B-, C- og D-liðum í fimmta flokki. ÍBV vann allar viðureignimar, A-liðið vann 2-1, B- liðið 2-0, C-liðið 4-0 og D-liðið vann sinn leik 3-2. Annar flokkur kvenna lék þriðjudaginn 16. júlí í bikarkeppninni en þá var leikið í átta liða úrslitum. ÍBV lék gegn Fylki og fór leikurinn fram í Árbænum. ÍBV sigraði nokkuð örugglega 0-4 og eru stelpurnar því komnar í undanúrslit en liðið hefur leikið til úrslita síðustu tvö ár og urðu bikarmeistarar árið 2000.  

Tvær í U-21 árs

Tveir leikmenn úr kvennaliði ÍBV hafa verið valdar í U-21 árs landslið íslands sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi dagana 21-29.júlí. Þær Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fara með liðinu enda eru þær báðar með leikjahæstu leikmönnunum sem völ er á með U-21 árs liðinu. Þá var Ólafur Berry valinn til þess að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-17 ára landsliðið en alls voru valdir 27 leikmenn viðsvegar af landinu til æfinga. 

Skipulagsbreyting á umferð í Dalinn

Skipulagsbreyting hefur verið gerð vegna bílaumferðar og bílastæða fyrir þjóðhátíð. Engin bílaumferð verður leyfð fyrir innan hlið á móts við rukkunarskúrinn og þjóðhátíðargestir þurfa allir að ganga þar í gegn áður en komið er í dalinn.

Bekkjabílar, rútur og leigubílar snúa við á nýja hringtorginu sem er fyrir framan forina og þar fara farþegar úr og í bílana. Einkabílum skal eingöngu leggja við braut 4 á Golfvellinum eins og í fyrra eða við Þórs- og Týsheimili. Göngustígur hefur verið lagður frá aðalbílastæðinu þannig greiðfært ætti að verða fyrir alla fótgangandi. Fólki er bent á að vera búið að koma öllu dóti fyrir í tjöldum sínum fyrir klukkan tvö á föstudag því engin almenn bílaumferð verður leyfð eftir þann tíma. 

Komust áfram á vítaspyrnu

ÍBV tók á móti sameiginlegu liði Leifturs og Dalvfkur í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en norðanmenn spila í 1. deild og eru í harðri botnbaráttu.  Leikurinn var fjörugur og opinn, Eyjamenn voru betri aðilinn í leiknum en þrátt fyrir það náðu þeir ekki að nýta sér það og staðan var markalaus í hálfleik.  Seinni hálfleikur var rólegri en sá fyrri og í raun fékk IBV aðeins tvö færi í seinni hálfleik. I fyrra skiptið slapp Gunnar Heiðar Þorvaldsson einn inn fyrir vörn gestanna en markvörður norðanmanna bjargaði með góðu úthlaupi. Hitt færið fékk Bjarnólfur Lárusson en hann tók þá vítaspyrnu sem Unnar Hólm Ólafsson hafði fískað svo lygilega vel. Bjarnólfur skoraði úr vítinu og kom IBV þar með áfram í bikarkeppninni.

Ótrúleg ákvörðun um að flytja undanúrslit bikarsins í Laugardalinn

Það vekur furðu margra að nú þegar meistaraflokkur karla í fótbolta er kominn í undanúrslit í bikarnum þá skuli vera ákveðið að leikurinn skuli fara fram á Laugardalsvelli. Verður hann 10. september sem er þriðjudagur. Þessi furðulegu stöðu má rekja til síðasta KSÍ-þings þar sem samþykkt var tillaga FH, Grindavíkur og Keflavíkur um að undanúrslit í bikarkeppni karla færi fram á Laugardalsvelli. Það skrýtna í þessu máli er að Laugardalsvöllur er heimavöllur Fram sem vekur upp spurningar um jafnræði því alltaf gefur heimavöllurinn ákveðið forskot. Hefði gamla fyrirkomulagið gilt hefði leikurinn farið fram á Hásteinsvelli því nafn ÍBV á undan Fram upp úr pottinum. Það hlýtur því að vera krafa IBV að leikurinn verði færður á hlutlausan völl. Í samtali við Fréttir segir Jóhannes Ólafsson, stjórnarmaður í KSI, að tillagan hafi runnið svo til mótmælalaust í gegnum þingið og rök flutningsmanna hafi verið að á þessum tíma væri aðeins hægt að leika um miðjan dag nema í flóðljósum. Þetta væri því eina leiðin til að fá aðsókn á leikina sem fram fara í miðri viku. 

Þjóðhátíðin efst

Á vefsíðunni world-party.com er að finna upplýsingar um útihátíðir vítt og breitt um heiminn. Ekki nóg með það heldur er þeim líka gefin einkunn í atkvæðagreiðslu sem er að finna á síðunni. Þar trónir Þjóðhátíð Vestmannaeyja á toppnum og slær hún út víðfrægar kjötkveðjuhátíðir. Hátíðinni eru gerð góð skil í máli og myndum og eru stóru orðin ekki spöruð. „Ef þú ert að leita að leita að stað úr alfaraleið til að skemmta þér á er hátíðin í Vestmannaeyjum einmitt staðurinn," segir í upphafi greinar um þjóðhátíðina. „Hátíðin er haldin á lítilli eldfjallaeyju undan suðurströnd Íslands og býður þessi ástar- og tónlistarhátíð upp á allt, eldfjöll með reyk, stórkostlega verðelda, tjaldbúðir og nóg brennivín til að lama allan rússneska herinn í heilan mánuð," segir einnig og er tónlistinni hrósað en varað við að veðrið bjóði jafnvel upp á haglél. Sagt er að hátíðin sé lítil miðað við stóru hátíðirnar, gestir sagðir um 8000, en það segir að sé eitt af því sem geri hátíðina eftirsótta. „Þjóðhátíðin er nær alíslensk sem er eitt af því sem gerir hana svo eftirsóknarverða. Þetta er svo sannarlega heimahátíð, langt úr alfaraleið þar sem nánast allt getur gerst. Og þú þarft ekki að afsaka þig á einn eða neinn hátt þegar þú opnar vodkaflösku eftir að hafa þolað vetrarmyrkur og veðurfar þar sem meðalhiti vetrarins er mínus átta gróður." Á forsíðunni er svo að lokum ngert létt grín að íslenskunni og sagt að það sé ekki hlaupið að því fyrir útlendinga að bera fram nafn hátíðarinnar og niðurstaðan er; „Thod-Ya-Tid" og að lokum fylgja með hamingjuóskir. Á hliðarsíðum er svo að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar handa ferðamönnum og er greinilegt að þær koma frá fólki sem kynnt hefur sér aðstæður þó sumt komi svolítið spánskt fyrir sjónir.  

Graham á heimleið

Á heimasíðu ÍBV er greint frá því að Gareth Graham sé á heimleið en þessi smái norður-írski leikmaður kom til liðs við ÍBV í enda maí en hefur að mestu leyti vermt tréverkið hjá liðinu. Stjórn knattspyrnudeildarinnar fannst óþarfi að halda honum þar sem hann var ekki lykilmaður í liði ÍBV og því mun Graham halda af landi brott eftir leik ÍBV og Grindavíkur 10. ágúst. 

Ólafur til Svíþjóðar

Ólafur Þór Berry hefur verið valinn í 18 manna landsliðshóp skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Islenska liðið heldur um verslunarmannahelgina til Svíþjóðar en þar fer fram Norðurlandamót U-17 ára landsliða. 

Stelpurnar í undanúrslit

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli þegar liðin áttust við í 8- liða úrslitum bikarkeppninar þar sem ÍBV sigraði með einu marki, 2 - 1 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur var allt annað en fjörugur, IBV var nánast allan tímann með boltann en gekk illa að brjótast í gegnum tíu manna varnarlínu Stjörnunnar. Þegar sautján mínútur voru liðnar af leiknum dró til tíðinda. Þá fékk ÍBV aukaspyrnu tæpa tíu metra frá vítateig gestanna. Rakel Logadóttir gerði sér lítið fyrir og negldi á markið og inn fór tuðran. Allt benti til þess að ÍBV yrði yfir í hálfleik en á síðustu mínútu hálfleiksins náðu Stjörnu stúlkur að jafna. Petra Bragadóttir varði þá glæsilega aukaspyrnu gestanna, sló boltann í slána og þaðan niður en þar var Stjörnustúlka mætt fyrst á staðinn og gat ekki annað en skorað. Þrátt fyrir þetta áfall héldu leikmenn ÍBV áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik og sóttu mun meira en gestirnir.  Fimmtán mínútum fyrir leikslok kom svo loks sigurmarkið en þá tók Rakel Logadóttir hornspyrnu sem Laufey Ólafsdóttir batt endahnútinn á með að negla boltann upp í þaknetið og tryggja þar með ÍBV sigurinn í leiknum. Reyndar fengu bæði lið tækifæri á að skora á lokamínútunum. ÍBV fékk víti skömmu fyrir leikslok en Michelle Barr skaut yfir. Stjörnustúlkur fengu svo tvö færi í sömu sókninni í blálokin en Petra sá við þeim.

 2. flokkur karla í undanúrslit

Annar flokkur karla lék í bikarkeppninni þann 19. júlí en þá lék liðið gegn Leikni úr Reykjavík og fór leikurinn fram á heimavelli þeirra síðarnefndu. Eyjapeyjar voru betri aðilinn í leiknum, komust í 2 - 0 en á síðustu andartökum leiksins fengu heimamenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. ÍBV vann því leikinn 1 -2 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Fimmti flokkur karla lék gegn tveimur liðum um miðjan júlí en allar viðureignirnar fóru fram í Reykjavík. Fyrst var leikið gegn KR en þar gekk strákunum ekki sem best.

A-liðið tapaði 3-0, B-liðið gerði 1-1 jafnteflj, C-liðið tapaði 4-0 og eini sigur ÍBV var í D-liðum þar sem strákarnir unnu 0-4. Daginn eftir var svo leikið gegn Fjölni úr Grafarvoginum og þar gekk heldur betur. A-liðið sigraði 1-2, B-Iiðið steinlá 3-0, Cliðið vann 3-2 og sömuleiðis D-liðið 4-3. 

Frábær árangur á Gullmótinu

Helgina 19-21 júlí fór fram hið árlega Gullmót Breiðabliks en mótið fer að sjálfsögðu fram í Kópavogi. ÍBV sendi níu lið í þremur flokkum en fjórði, fimmti og sjötti flokkur fóru á mótið. Árangurinn lét ekki á sér standa, fimmti flokkur vann bæði í A- og B-liðum auk þess sem B2-lið ÍBV endaði í þriðja sæti. A og B-liðin unnu líka Hraðmótið sem fram fór á laugardeginum. B lið sjötta flokks vann einnig mótið og Hraðmótið en A-liðið endaði í 7- 8 sæti. 

Dagskráin verður hefðbundin

Hátíðahöld þjóðhátíðarinnar verða með hefðbundnu sniði. Setningin verður kl. 14.30 á föstudag, hátíðarræðu flytur Karl Gauti Hjaltason sýslumaður. Sr. Kristján Björnsson flytur hugvekju, Kór Landakirkju syngur og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Barnadagskrá verður alla dagana og þar verður ýmislegt til skemmtunar, til dæmis Brúðubíllinn, Rauðhetta og úlfurinn, Venni töframaður, Kiðlingarnir og barnaböll. Á föstudeginum fer fram hin geysivinsæla söngvakeppni barna en hátt í fjörutíu þátttakendur hafa skráð sig. Um kvöldið verður þjóðhátíðarlagið frumflutt og tilkynnt um úrslit söngvakeppninnar og val á flottustu búningum. Á kvöldvökum kemur fram fjöldi skemmtikrafta eins og Hljómsveitin Hljómar, Land og synir, Bítlasyrpa verður leikin og Opus 2002 er hópur fólks sem flytur Eyjasyrpu. Jón Gnarr skemmtir á laugardag- og sunnudagskvöld auk hljómsveitarinnar Day sleepers. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi á litla pallinum öll kvöldin en á stóra pallinum leika Hljómar og Land og synir á föstudagskvöld, Á móti sól og í svörtum fötum á laugardagskvöld og Á móti sól, Land og synir og Írafár á sunnudagskvöld. Brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn verða auðvitað á sínum stað.  

Forsala gekk vel

Íslandsbanki hefur séð um forsölu á miðum á þjóðhátíð og hefur salan gengið vel í ár að sögn Sigurðar Friðrikssonar, þjónustustjóra Íslandsdbanka. „Salan er langt yfir meðallagi eða 1623 miðar. I fyrra var metár en þá seldust 1662 miðar en árin á undan var verið að selja þetta 1000 til 1100 miða. Salan í forsölu fer því ört vaxandi og við urðum vör við það í fyrra að fólk héðan var að kaupa miða fyrir ættingja og vini af fastalandinu, sagði Sigurður. Miðar voru seldir í forsölu í fyrsta skipti í verslunum 10-11 og fólki gefinn kostur á að kaupa miða á sama verði og hér í Eyjum. Salan hefur gengið vel en endanlegar tölur liggja ekki fyrir ennþá. 

Nóg um að vera í yngri flokkum

2. flokkur karla mætti Val þann 29. júlí og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Leikurinn var mjög fjörugur en staðan í hálfleik var 1-1. Mark ÍBV skoraði Einar Hlöðver Sigurðsson en skömmu síðar meiddist hann og var fluttur í burtu í sjúkrabifreið. Seinni hálfleikur var vel leikinn af hálfu ÍBV framan af. Strákarnir sýndu góða takta og Bjarni Rúnar Einarsson kom IBV yfir með glæsilegu langskoti. En á aðeins þremur mínútum tókst gestunum að jafna og komast yfir en bæði mörkin komu eftir föst leikatriði og kæruleysi í vörn ÍBV. Þrátt fyrir mótlætið héldu strákarnir áfram að sækja og á síðustu andartökum leiksins dró til tíðinda. Þá var Bjarni Rúnar keyrður niður inni í teig gestanna en dómari leiksins færði brotið út fyrir vítateig. Andri Ólafsson gerði sér þá lítið fyrir og lagði boltann laglega í netið og tryggði ÍBV annað stigið.

Þriðji flokkur karla tók á móti Stjörnunni í lok júlí og var leikið á Þórsvellinum. Eyjamenn sýndu gestunum fullmikla gestrisni í fyrri hálfleik enda var staðan í hálfleik

0-3 fyrir Stjörnuna. Björgvin Þorvaldsson minnkaði hins vegar muninn fyrir IBV en lengra komust strákarnir ekki og lokatölur því 1 -3.

Fimmti flokkur ÍBV tók á móti Stjörnunni og var leikið hér í Eyjum. A- og C-liðin töpuðu sínum leikjum en B- og D-Iiðin unnu. Lokatölur urðu annars þær að A-liðið

tapaði 1-2 og C-liðið 0-2. B-liðið vann stórsigur 5-1 og ekki var sigurinn minni hjá D-liðinu sem vann 5-0.

Annar flokkur kvenna lék tvo leiki seinni part júlí mánaðar. Nokkrum dögum seinna var leikið í Garðabæ gegn Stjörnunni og réðust úrslitin strax í fyrri hálfleik.

Heimastúlkur komust yfir á tíundu mínútu en ÍBV svaraði með tveimur mörkum og þar við sat. Mörk ÍBV skoruðu þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Erla Signý Sigurðardóttir. ÍBV mætti svo Skagastúlkum á heimavelli þeirra síðarnefndu, í sannkölluðum markaleik. Alls urðu mörkin sjö, IBV skoraði fimm þeirra og sigraði því 2-5.

3. flokkur kvenna lék einnig tvo leiki og fóru þeir báðir fram á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var leikið á laugardeginum gegn Breiðabliki. Ekki riðu stelpumar feitum hesti frá þeirri viðureign enda sigruðu Blikarnir 7-0. Á sunnudeginum var svo leikið gegn FH og þar sigruðu stelpurnar 3-5.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er enn á yngra árí í 4. flokki. Ester Óskarsdóttir og Hekla Hannesdóttir skoruðu svo sitt markið hvort. 

Sökuð um að hafa þagað yfír ólöglegri lyfjaneyslu

Mánudaginn 26. júlí var staðfest af forráðamönnum knattspyrnudeildar kvenna að þjálfara kvennaliðs ÍBV, Elísabetu Gunnarsdóttur hafí verið sagt upp störfum. Sigurjón Þorkelsson, formaður knattspyrnuráðs kvenna sagði í samtali við Fréttir að ástæða uppsagnarinnar hafi fyrst og fremst verið vegna samskiptaörðugleika milli stjórnar og þjálfara annars vegar og leikmanna og þjálfara hins vegar. Sigurjón bætti því við að allir leikmenn myndu spila áfram með liðinu. „Allir leikmenn liðsins styðja þessa ákvörðun okkar eftir því sem við best vitum og því er leikmannahópurinn óbreyttur." Michelle Barr, fyrirliði liðsins, mun taka við þjálfuninni en Stefanía Guðjónsdóttir mun aðstoða hana auk þess að taka við 2. flokki félagsins. Erna Lind Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Elísabetar hætti einnig í kjölfar uppsagnarinnar en hún var einnig með 2. flokk ÍBV.

-Elísabet fer ekki þegjandi

Elísabet gaf svo á þriðjudaginn út fréttatilkynningu þar sem kemur meðal annars fram að hún telji uppsögn sína ólögmæta. Fréttatilkynning Elísabetar er svohljóðandi:

„Stjórn ÍBV gefur fjölmiðlum þá skýringu að mér hafi verið sagt upp vegna samskiptaörðugleika, annars vegar milli þjálfara og leikmanna og svo hins vegar milli þjálfara og stjórnar. Ég vil að fram komi eiginlegar ástæður uppsagnarinnar en þær koma fram í meðfylgjandi skjali. Liður nr. 1 í uppsögninni, þar sem leikmenn eru ásakaðir um ólöglega inntöku lyfja, er mjög alvarlegur og það sem þar kemur fram um að slík inntaka hafi farið fram með minni vitneskju og að ég hafi hylmt yfir þeirri vitnseskju með að upplýsa ekki stjórn knattspyrnuráðs IBV um það, skaðar mannorð mitt og starfsheiður. Inntaka á ólöglegum lyfjum samhliða íþróttaiðkun hefur mér aldrei þótt sæmandi og hef ég aldrei hvatt til slíks og mun aldrei lfta framhjá slíkri notkun.

Liður nr. 2, þar sem fjallað er um samskiptaörðugleika milli mín og leikmanna, þykir vart svaraverður. Ágreiningur milli leikmanna og þjálfara á sér víða stað og tel ég þetta málefnalegt vandamál sem ég lagði mig fram við að leysa. Hvergi kemur fram í uppsagnarbréfi mínu að samskiptaörðugleikar hafi verið milli mín og stjórnarinnar enda hafði hún fram að uppsögninni talið mér trú um það að stjórnin stæði við bakið á mér og allar mínar ákvarðanir. Í framhaldi af þessu get ég ekki annað en talið að uppsögnin sé ólögmæt enda hef ég á engan hátt brotið á þeim samningi sem í gildi er milli mín og Knattspyrnuráðs IBV. Ég hef fengið lögfræðing til að sækja málið þar sem ég tel mig eiga rétt á uppgjöri í málinu og mun ég sækja rétt minn eins langt og hægt er. Með þessari tilkynningu lít ég svo á að ég hafi svarað málinu frá minni hendi og mun lögfræðingur minn sjá um málið í framhaldinu," segir Elísabet í yfírlýsingu.

Með fréttatilkynningunni fylgdi uppsagnarbréf Elísabetar og það var svona:

BV - íþróttafélag, knattspyrnuráð kvenna segir þér, Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara meistaraflokks kvenna, hér með upp störfum. Ástæða uppsagnar er tvenns konar:

1. Stjórn knattspyrnuráðs hefur fengið þær uppl., m.a. frá þér, að allnokkrir leikmenn meistaraflokks hafi tekið inn efni sem eru á bannlista, með þinni vitund. Þú hefur ekki tilkynnt stjórn um þetta og er það mjög alvarlegt trúnaðarbrot enda getur slík neysla valdið því að einstakir leikmenn fari í bann og leikir dæmdir tapaðir auk þess sem ímynd félagsins myndi bíða mikinn hnekki og gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur þess.

2. Mjög slæmur samstarfsgrundvöllur er orðinn milli margra leikmanna og þjálfara og hafa nú þegar tveir lykilleikmenn hætt að æfa með félaginu og fleiri hótað hinu sama. Við teljum 1. lið uppsagnarinnar vera mjög alvarlegan og einan og sér heimila fyrirvaralausa uppsögn bæði vegna eðli brotsins með tilliti til ímyndar félagsins og m.a. með vísan til samnings þar sem fjallað er um grófa móðgun við stjórn félagsins.

2. liður uppsagnar er einnig alvarlegur enda ber þjálfara skylda til þess að leggja sig fram við að leysa ágreining á faglegum forsendum og hefur það verulega skort og liðið því orðið óstarfhæft. Við teljum þig þar með ófæra um að uppfylla samninginn, þ.e. þjálfa liðið, og því er stjórn heimilt að segja honum upp með vísan til samningsins sjálfs. " 

Annað tap gegn Keflavík

Karlalið ÍBV sótti Keflvfkinga heim stuttu fyrir Þjóðhátíð.  Keflvfkingar voru allt í öllu í fyrri hálfleik og sóttu mun meira. Birkir Kristinsson átti hins vegar stórleik í markinu en náði þó ekki að koma í veg fyrir mark þegar heimamenn komust yfir á elleftu mínútu.  Staðan í hálfleik var 1 -0 fyrir Keflvfkinga sem höfðu spilað með þó nokkurn vind í bakið í fyrri hálfleik. En með vindinn í bakið gekk ÍBV lítið betur. Keflavík hélt áfram að stjórna leiknum, reyndar hresstust Eyjamenn aðeins undir lokin en það dugði skammt og því var niðurstaðan sanngjarn sigur Keflvíkinga. 

Allt annað andrúmsloft

ÍBV sótti Grindavík heim á síðasta degi júlímánaðar þar sem stelpurnar sigruðu 1-3 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Nýr þjálfari liðsins, Michelle Barr, viðrist hafi tekist að berja baráttuandann í sínar stelpur í hálfleik því ÍBV svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik og sigraði því l-3. Mörk ÍBV skoruðu þær Bryndís Jóhannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Rachel Hammil.

Sigríður Ása Friðriksdóttir sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að sigurinn hefði verið mjög mikilvægur fyrir ÍBV liðið. „Það hefur mikið gengið á að undan fömu og við leikmenn höfum jafnvel þurft sem hópur að sitja undir leiðinda ásökunum. Við ákváðum hins vegar að standa saman í þessu og ég verð að segja það fyrir mitt leyti að andrúmsloftið í hópnum er allt annað núna en í síðasta leik. Við vorum mjög taugaóstyrkar í fyrri hálfleik en við ræddum saman í hálfleik og ákváðum bara að spila okkar bolta og þá fóru hlutirnir að ganga."

Tveir leikmenn liðsins í sumar vom ekki með, Rakel Logadóttir tók sér hvíld vegna anna með U-21 árs landsliðinu, sem hún og Laufey Ólafsdóttir leika með og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ákveðið að einbeita sér að því að spila með öðrum flokki það sem eftir lifir sumarsins.

Góður sigur hjá stelpunum

Vegna verslunarmannahelgarinnar var ekki mikið líf í knattspymuheimi landans í síðustu viku. Þó var einn leikur hér í Eyjum hjá yngri flokkum ÍBV í öðrum flokki kvenna þegar liðið tók á móti Valsstúlkum. Stefanía Guðjónsdóttir var þama að stýra liðinu í fyrsta sinn eftir að Ema Lind Ragnarsdóttir hætti og ekki annað að sjá en að byrjunin lofi góðu. IBV sigraði í leiknum, 1-0 með marki Emu D. Sigurjónsdóttur í fyrri hálfleik. Hið foma veldi Valsara má muna sinn fífil fegurri, liðið situr nú langneðst í riðlinum en Breiðablik og KR em efst og hafa skorið sig nokkuð frá öðrum liðum. IBV siglir hins vegar lygnan sjó um miðja deild en liðið á reyndar þrjá leiki inni á efsta liðið og með sigri í þeim þá gæti ÍBV jafnvel blandað sér í toppbaráttuna.

Skrautlegur leikur

Leikmenn og stuðningsmenn karlaliðs ÍBV vissu varla hvort þeir áttu að hlæja eða gráta eftir leik ÍBV og Fram í Símadeildinni, enda ekki á hverjum degi sem ÍBV yfírspilar andstæðinginn en tapar engu að síður. Þáttur dómara leiksins, Gísla Jóhannssonar, verður mönnum örugglega minnisstæður. Framarar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu sem var vægast sagt mjög strangur dómur.

ÍBV byrjaði af miklum krafti strax frá fyrstu mínútu og leikmenn IBV hreinlega yfírspiluðu andstæðinga sína. Njáll Eiðsson stillti upp 3-5-2, sem miðað við mannskap virðist henta liðinu ágætlega enda eru þrír mjög góðir miðverðir í liðinu og nóg af frambærilegum miðjumönnum. Leikmennimir höfðu fundað og hreinsað andrúmsloftið innan liðsins og leikur IBV bar þess greinilega merki. En þrátt fyrir fjölmörg mjög góð færi og augljósa yfirburði þá vildi tuðran ekki inn en miðað við gang leiksins voru flestir áhorfendur rólegir þrátt fyrir að staðan í hálfleik væri 0-0.

Það var svo ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar dómari leiksins dæmdi víti á IBV. Það var hreint með ólíkindum að dómarinn skuli hafa fallið svo illilega fyrir slökum leiktilburðum Þorbjamar Atla Sveinssonar sem hafði fallið í gríð og erg allan fyrri hálfleikinn. Framarar þökkuðu fyrir sig og skoruðu.

Aðeins sex mínútum eftir mark Framara fékk Tómas Ingi Tómasson sitt annað gula spjald sem var stranger dómur enda var brotið alls ekki alvarlegt. En einum færri tókst leikmönnum ÍBV að finna taktinn og sóttu þeir nánast látlaust síðustu mínútumar.

Þrátt fyrir ágætis færi þá tókst ÍBV ekki að koma tuðrunni inn og því var niðurstaðan tap á heimavelli.

ÁGÚST

Rok og rigning léku stórt hlutverk

Þjóðhátíðin 2002 fer á spjöld sögunnar sem ein sú blautasta sem menn muna og henni fylgdi mikið hvassviðri alla dagana. Það er ekki nýtt að það blási eða rigni á þjóðhátíð en að það gerist alla dagana hefur ekki gerst í marga áratugi. Hafa menn leitað allt aftur til fimmta áratugarins til að finna eitthvað þessu líkt. Það er líka athyglisvert að sjaldan hafa fleiri gestir sótt hátíðina og má gera ráð fyrir að milli átta og níu þúsund manns hafi verið á hátíðinni nú. Það gerir hana að einni fjölmennustu þjóhátíð frá upphafi. Mikil rigning setti strik í reikninginn sérstaklega hjá þeim sem höfðust við í tjöldum. Brugðið var á það ráð að opna íþróttamiðstöðina þar sem ferðalangarnir fengu skjól og einnig skutu margir heimamenn skjólshúsi yfirfólk Á sunnudeginum var rokið slíkt að tjöld tóku að fjúka en þrátt fyrir það datt dagskráin í dalnum ekki niður nema í tvo til þrjá tíma. Þá voru menn að skella gervigrasi á mesta drullusvaðið til að hægt væri að halda áfram. Um kvöldið var brekkusöngurinn en vegna þess hve rokið var mikið var ekki hægt að kveikja í varðeldinum. Vestmanneyingar og aðrir þjóðhátíðargestir sýndu ótrúlegan „karakter" því brekkan var full af fólki sem létu ekki veðrið aftra sér. Menn eru yfirleitt sammála um að hátíðin hafi tekist vel miðað við aðstæður og flestir skemmtu sér ágætlega.

Þakklæti til þjóðhátíðargesta

Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, vill koma á framfæríþakklæti nefndarínnar bæði til þjóðhátíðargesta og svo allra þeirra sem komu að þjóðhátíðinni á einn eða annan hátt. „Mér er efst í huga þakklæti til þjóðhátíðargesta fyrir frábæra þátttöku, þrátt fyrir óblíð veðurskilyrði á köflum, svo ekki sé sterkar að orði komist," sagði Birgir. „Ég verð að segja eins og er að ég var undrandi á sunnudaginn að sjá hve margir mættu í Dalinn. En fólk var greinilega staðráðið í að enda þetta á réttan hátt, eins og t.d. þeir sem komu með Herjólfi á sunnudag, bara til að komast í brekkusönginn. Svo um kvöldið voru foreldrar að koma með börnin inn eftir, krakkarnir dúðaðir svo að rétt sást í augun og varð að leiða þau svo að þau fykju ekki. Samt var mætt í Dalinn. Ef þetta er ekki þjóðhátíðarstemmning þá veit ég ekki hvað hún er," sagði Birgir. Birgir segir að miðað við allt þá sé þjóðhátíðarnefnd ánægð með útkomuna. „Við héldum þjóðhátíð og kláruðum dæmið allt til enda. Þetta bara sýnir að þjóðhátíð verður ekkert blásin af þótt ekki viðri vel. Við höfum oft fengið skot vegna veðurs svona einn og einn dag en aldrei eins og núna þegar veðrið versnaði með hverjum degi eftir því sem leið á. En ég held líka að við höfum sýnt að við erum í stakk búnir til að mæta slíku, við vorum vel undirbúnir til að takast á við svona aðstæður. Allt samstarf við lögreglu og björgunarsveitir var mjög gott og gekk snurðulaust fyrir sig. Þá vil ég ekki síst þakka okkar fólki fyrir skjót viðbrögð þegar með þurfti. Það sýndi sig hvað best á sunnudaginn þegar við ákváðum að koma grasteppunum á verstu svæðin í Dalnum. Þá ræstum við út 15 manns en það voru 50 sem mættu til starfa. Við þurfum ekki að örvænta meðan við eigum slíkan mannskap."  Birgir viðurkennir að mikið hafi veríð að gera hjá þjóðhátíðarnefndinni þessa daga. „Það var mikið að gera og maður komst varla upp í tjald til að fá sér kaffisopa. Eg var mjög ánægður með skjót viðbrögð hjá lögreglu og Björgunarfélaginu þegar íþróttahúsið var opnað. Bæjarbúar eru jákvæðir og tilbúnir að hlúa að fólkinu og ég veit að margir fengu gistingu hjá fólki í bænum. Sem dæmi get ég nefnt heiðurshjónin Stefán Ólafsson og Sigurbjörgu Óskarsdóttur sem komu með fullan pott af súpu og færðu krökkunum og um svipað leyti fór þjóðhátíðarnefndin í það að útbúa súpu handa liðinu."

ÍBV hefur verið næstlengst í efstu deild

Á meðal þeirra liða sem nú eru í efstu deild, þá hefur ÍBV verið í deildinni næstlengst hin síðari ár. Aðeins KR hefur verið lengur í efstu deild eða samfellt frá árinu 1979 þegar þeir komu aftur upp eftir árs vem í næstefstu deild. IBV hefur hins vegar verið á meðal þeirra bestu síðan 1990 og er þetta því þrettánda árið fyrir þá hjátrúarfullu. Skagamenn og Keflvíkingar koma næstir á eftir ÍBV en bæði lið hafa leikið samfleytt í tíu ár í efstu deild.

Sætin komin

Hásteinsvöllur hefur fengið samþykki UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, til að ÍBV fái að að leika sinn heimaleik á Hásteinsvelli gegn sænska liðinu AIK Solna 29. ágúst. Skilyrðið var að 540 sæti yrðu við völlinn og eru þau komin á sinn stað á steinstöpulinn norðan við völlinn.

Laufey og Margrét Lára í úrvalsliðið

Laufey Ólafsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valdar í úrvalslið efstu deildar eftir fyrstu til sjöundu umferð Íslandsmótsins. KR stúlkur eiga flesta fulltrúa, eða fjóra og svo eru Blikar, Valsstúlkur og Eyjastúlkur með tvo fulltrúa hver. Margrét Lára hefur nú ákveðið að taka sér frí frá meistaraflokki kvenna og ætlar að einbeita sér að því að spila með öðrum flokki.

Tap gegn Grindavík

Karlalið ÍBV tók á móti Grindvíkingum þann 10. September í kaflaskiptum leik.  Í fyrri hálfleik voru það gestirnir úr Grindvík sem voru mun betri en í þeim síðari voru það Eyjamenn sem sóttu. Hvorugu liði tókst hins vegar að skora og niðurstaðan því jafntefli og tvö stig í súginn fyrir IBV. Staða IBV versnar með hverri umferðinni sem líður og ljóst að baráttan fyrir sæti í efstu deild að ári mun standa fram í síðasta leik.

Liðið virðist vera í mikilli krísu um þessar mundir, leikmönnum liðsins gengur ekkert upp við markið en ÍBV hefur ekki fagnað marki í 334 mínútur eða frá því að Bjarnólfur Lárusson skoraði gegn KA 14. júlí, þá beint úr aukaspymu.

Úr leik í bikarnum

Eyjastelpur mættu Val tvisvar á einni viku, í fyrra skiptið áttust liðin við í undanúrslitum bikarkeppninnar en leikurinn fór fram á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikur var jafn og ágætlega leikinn. Valsstúlkur vom sterkari til að byrja með en smám saman náðu leikmenn ÍBV að vinna sig inn í leikinn en staðan var markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki langt kominn þegar dró til tíðinda. Valsstúlkur áttu þá ágæta sókn sem endaði með því að þær komust yfir. Markið setti IBV-liðið nokkuð út af laginu og aðeins níu mínútum síðar var annað markið komið. Þá áttu Valsstúlkur aukaspymu og úr henni kom hár bolti inn í teiginn, þar fékk boltinn að skoppa í markteig áður en sóknarmaður Vals skallaði boltann inn. Eftir þetta var á brattann að sækja en Eyjastúlkur vom samt sem áður mun meira með boltann. Færin létu hins vegar á sér standa, reyndar átti Rachel Hamill skalla í stöng en síðasta orðið áttu Valsstúlkur og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik. Sigríður Ása Friðriksdóttir var vonsvikin í leikslok. „Við ætluðum okkur miklu stærri hluti í þessari keppni en þetta lá bara ekki fyrir okkur. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur en ég veit ekki hvað gerðist þama í seinni hálfleik. Mér fannst við spila ágætlega en þetta gekk bara ekki upp í dag. Eins og ég sagði þá ætluðum við okkur stærri hluti í þessu en það má kannski segja að sumarið sé búið hjá okkur, við erum úr leik í bikarnum og siglum lygnan sjó í deildinni en að sjálfsögðu ætlum við að klára mótið með stæl, úrslitaleikurinn bíður bara betri tíma," sagði Sigríður Ása í samtali við Fréttir. Nokkrum dögum síðar áttust liðin við á nýjan leik. ÍBV virkuðu frískari í fyrri hálfleik en engin mörk litu dagins ljós, staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo illa leikinn af báðum liðum og ekki fyrr en nokkrar mínútur voru eftir af leiknum að leikmenn tóku við sér. Valsstúlkur komust næst því að skora á síðustu mínútunni þegar þær áttu þrumuskot í slá og þaðan skoppaði boltinn á línuna og vildu Valsmenn meina að boltinn hafði farið inn fyrir en dómarinn var ekki á sama máli. Lokatölur urðu því 0-0.

Þrír erlendir til ÍBV

Nú styttist óðum í að handboltavertíðin fari að hefjast en ÍBV hefyr orðið fyrir nokkurri blóðtöku. Arnar Pétursson og Svavar Vignisson leika með FH næsta vetur og Hórður Flóki Ólafsson með Þór. Litháarnir tveir sem voru með ÍBV eru líka farnir og allt bendir til þess að Jón Andri Finnsson muni ekki leika með IBV. En handknattleiksráð hefur fengið til liðs við ÍBV þrjá erlenda leikmenn til að bæta við hið unga og efnilega lið ÍBV. Þeir koma frá jafn mörgum löndum, einn kemur frá Makedóníu og heitir Viktor Gigov en þar er á ferð mjög sterkur markvörður.

Robert Bognar kemur frá Ungverjalandi en hann leikur stöðu leikstjórnanda og vinstri skyttu. Þá kemur einnig hingað danskt par á eigin vegum en bæði munu þau leika með ÍBV í vetur, þau Michael Lauritzsen og Helle Hansen. Síðast en ekki síst þá hefur Gylfí Birgisson tekið fram skóna aftur og segja menn að hann hafí engu gleymt. 

ÍBV með 2. flokk

Síðasta vetur var enginn annar flokkur í karlahandboltanum nema að litlu leyti en nú hefur verið tekin ákvörðun um að senda flokkinn í Íslandsmótið. Strákarnir tóku þátt í bikarkeppninni síðasta vetur og komust alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Val sem varð bikarmeistari. Þá voru nokkrir strákanna enn að spila í þriðja flokki en þeir hafa nú flestir gengið upp í annan flokk. Ungur markvörður frá Akureyri

mun spila með liðinu. Keppnistímabilið er langt og strangt hjá strákunum, alls eru spilaðir 26 leikir auk bikarkeppninnar og svo em margir strákanna á fullu með meistaraflokki.

Yngri flokkarnir

Annar flokkur karla mætti Fylki mánudaginn 12. ágúst í Árbænum. Fylkismenn fóru betur af stað og voru marki yfir í hálfleik. En fljótlega í seinni hálfleik jöfnuðu leikmenn ÍBV, þar var að verki Andri Ólafsson með skot beint úr aukaspymu. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og því skildu liðin jöfn, 1 -1.

Þriðji fiokkur kvenna tók á móti Fjölnisstúlkum þann 8. ágúst en Fjölnisstúlkur eru á mikilli uppleið um þessar mundir. Eyjastelpur töpuðu leiknum 1-3 og misstu þar með efstu þrjú liðin nokkuð frá sér en IBV er í fjórða sæti.

Eyjamenn ekki lakara liðið

ÍBV lék gegn sænska úrvalsdeildarliðinu AIK í Evrópukeppni félagsliða þann 15. ágúst en leikurinn fór fram á heimavelli sænska liðsins. Flestir áttu von á því að róðurinn yrði frekar erfiður fyrir IBV en reyndin varð önnur og segja má að Svíarnir hafí verið stálheppnir að vinna leikinn með tveimur mörkum því seinna mark þeirra kom á lokamínútu leiksins. Fyrri hálfleikur var ágætlega leikinn af ÍBV og strax á þriðju mínútu fengu Eyjamenn aukaspyrnu á hættulegum stað en skot Bjarnólfs Lárussonar fór í varnarmann og þaðan aftur fyrir endalínu. Til marks um hversu vel leikmönnum IB V tókst upp í sóknarleiknum þá fékk liðið fjórar hornspyrnur fyrstu fimmtán mínúturnar, þó svo að boltinn hafi ekki ratað rétta leið. En smám saman tókst Svíunum að vinna sig inn í leíkinn og á 26. mínútu dró til tíðinda. Þá voru Eyjamenn að byggja upp sókn en misstu boltann á miðjum vellinum. Svíarnir brunuðu fram völlinn og allt í einu var Daniel Koch einn og óvaldaður hægra megin í vítateignum en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið, algjörlega óverjandi fyrir Birki í markinu. Eftir mark Svíana færðist nokkur ró yfir leikinn, Svíamir fengu tvö ágætis færi áður en flautað var til leikhlés en vörnin hélt. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru mjög vel leiknar hjá IBV. Reyndar voru það Svíarnir sem byrjuðu á því að skjóta rétt framhjá marki IBV á fyrstu mínútunni en eftir það sóttu Eyjamenn meira. Tómas Ingi Tómasson átti ágætan skalla rétt fram hjá og Andri Ólafsson átti gott skot sem markvörður Svíanna varði vel. Næst því að skora komst hins vegar Bjarnólfur Lárusson sem átti ágætt skot utan vítateigs en rétt fram hjá. Síðasta hálftímann fór svo að draga af leikmönnum ÍBV og kom þá í ljós munurinn á atvinnumannaliðinu og áhugamannaliðinu. Þrátt fyrir það lék ÍBV sterkan varnarleik og gaf engin færi á sér. Á síðustu mínútunni tókst Svíunum hins vegar að skora annað mark sitt, þá áttu þeir skot að marki sem Birkir varði glæsilega en boltinn datt fyrir fætur Kristian Nordin sem skoraði af stuttu færi. Tveggja marka tap eru hins vegar ágætis úrslit gegn Svíunum, þeir eru atvinnumenn og Svíar mun hærra skrifaðir í knattspyrnuheiminum en íslendingar. Hins vegar var IBV ekkert lakari aðilinn í leiknum og því svekkjandi að tapa, sérstaklega með tveimur mörkum. Hjalti Jóhannesson sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að það hefði einmitt verið sérstaklega svekkjandi að fá á sig seinna markið. „Þessi leikur var í járnum og þeir veru í raun ekkert sterkari en við. Við spiluðum okkar vanalega leikkerfi 4-5-1. Ég get ekki séð annað en að leikurinn á Hásteinsvelli eigi eftir að verða mjög skemmtilegur enda ætlum við að vinna Svíana."

Úthaldslaus átvögl

Mat blaðamanns Fxpressen á leikmönnum ÍBV í Expressen er ekki burðugt og fá þeir ekki háa einkunn. Sagði hann þá greinilega hugsa lítið um mataræðið og formið og því til sönnunar bendir blaðamaðurinn á að sumir leikmanna hafi fengið krampa í lok fyrri hálfleiks. Ekki hafa búningar ÍBV glatt blaðamanninn, segir hann engu líkara en þeir séu úr afgangslager í úthverfi Moskvu. Spurning er hvað forráðamenn Puma segja við þessari gagnrýni. Krister Nordin leikmaður AIK sem skoraði seinna mark liðsins segist vel hafa tekið eftir úthaldsleysi Eyjamanna. ,, Já , ég sá þetta og í seinni hálfleik urðu þeir bara þreyttari og þreyttari á meðan við spiluðum betur og betur. "

Frægasti leikmaður AIK, Andreas Anderson sem meðal annars hefur spilað með Newcastle á Englandi, segist viss um að úrslitin séu ráðin. „Ég er viss um að við skorum á útivelli og þá þurfa þeir að skora fjögur. Já, úrslitin eru ráðin," sagði Anderson. Blaðamaður endar svo frásögn sína á að gefa leiknum sjálfum mjög lága einkunn. „Þeir sem sátu heima, fóru út að borða eða gerðu eitthvað annað en að horfa á fótbolta þetta heita ágústkvöld, völdu rétt. Þeir misstu ekki af miklu."

Ennþá markastífla hjá körlunum

ÍBV sótti Fylki heim í frekar bragðdaufum leik en bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda, Eyjamenn í botnbaráttunni og Árbæingar að berjast a topnum. Hvorugt liðið náði sér á strik í leiknum og færin létu á sér standa. Staðan í hálfleik var 0-0 en heimamenn í Fylki brutu ísinn á 65. mínútu þegar Sævar Þór Gíslason tróð boltanum yfir marklínuna með skrautlegum hætti. Markið dugði heimamönnum til sigurs og því færist ÍBV enn nær bjargbrúninni og vandséð að liðið

sleppi við fall.

Ágætis vika hjá yngri flokkunum

Þriðji flokkur karla lék tvo leiki gegn KA um miðjan ágúst. Liðin mættust á miðri leið milli Akureyrar og Vestmannaeyja eða í Mosfellsbæ til að spara sér ferðakostnað og fóru leikirnir fram bæði laugardag og sunnudag. Fyrri leikurinn, sem var útileikur IBV, endaði með 1-1 jafntefli en IBV vann svo heimaleikinn 2-0. Liðið siglir lygnan sjó í B-riðli, er með 12 stig þegar tveimur leikjum er ólokið og er í fimmta sæti af átta liðum. Annar flokkur kvenna lék gegn KR á útivelli á föstudaginn 16. ágúst. ÍBV hafði nokkra yfirburði í leiknum og stelpurnar voru yfir 3-1 allt þar til undir lokin. Þá fengu KR-ingar tvær vítaspyrnur á silfurfati sem þær nýttu báðar og því varð niðurstaðan í leiknum 3-3. Liðin mættust svo að nýju á mánudeginum en þá fór leikurinn fram hér í Eyjum. Þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik í sumar þá höfðu stelpurnar undirtökin í leiknum. ÍBV komst yfír en KRstúlkur jöfnuðu. Eyjastúlkur tryggðu sér svo sigurinn og náðu þar með hefndum fyrir mjög ósanngjamt jafntefli á útivelli. Mörk IBV gerðu Thelma Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.

Þriðji flokkur kvenna mætti einnig KR en þá mættust liðin hér í Eyjum. Eftir að hafa komist yfir með marki Tönju Tómasdóttur þá svöruðu KR-ingar með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Þetta var síðasti leikurinn hjá IBV en liðið endaði í fjórða sæti. Sara Ólafsdóttir, þjálfari liðsins sagði að í heild væri hún mjög sátt við árangurinn.

Fjórði flokkur kvenna spilaði í úrslitum Islandsmótsins en þar var á ferðinni B-lið flokksins. Þar var keppt í tveimur þriggja liða riðlum, ÍBV vann Keflavík 1-2 en tapaði svo fyrir Breiðabliki 2-7. IBV spilaði því um bronsið gegn KA en liðið tapaði naumlega 1 -3 og endaði því í fjórða sæti í Íslandsmótinu.

Ekki ástæða til frekari rannsókna

Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ hefur nú lokið rannsókn sinni á meintri lyfjamisnotkun í herbúðum kvennaliðs ÍBV en ásökun um það var að finna í uppsagnarbréfi Elísabetar Gunnarsdóttur, fyrrverandi þjálfara liðsins. Rannsókn nefhdarinnar snerist um að fá niðurstöðu í tveimur atriðum, annars vegar hvort leikmenn hafi notað lyf á bannlista ÍSÍ og hins vegar hvort Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, hafi átt þátt í lyfjamisnotkun meðal leikmanna eða reynt að hylma yfir hana. í niðurstöðum greinargerð nefndarinnar kemur m.a. fram að bæði þjálfari og leikmenn neita að hafa gerst brotlegir í málinu en mikið af sögusögnum fór í gang í kjölfar uppsagnar Elísabetar og því reyndist erfitt að komast að niðurstöðu í málinu. Nú hefur ÍSI hins vegar sett kraft í lyfjaprófanir meðal knattspymumanna.

Niðurstaðan í greinargerð nefndarinnar er þessi:

A) Af framansögðu má sjá að mjög óljóst er hvort nokkrir leikmenn IBV hafa gerst sekir um ólöglega lyfjanotkun. Engin gögn liggja fyrir til að reka slíkt mál fyrir dómstólum, aðrar en vangaveltur og sögusagnir. Því er ekki hægt að segja að einn eða fleiri leikmenn ÍBV hafi gerst broflegir við 44.grein laga ÍSÍ um lyfjamisnotkun.

B) Enn óljósara er með aðkomu þjálfarans, Elísabetar, að meintri ólöglegri lyfjanotkun leikmanna liðsins. Ekki er hægt að sjá að hún hafi verið, með neinum hætti, að hvetja til eða hylma yfir ólöglega lyfjanotkun meðal leikmanna og ekki eru til gögn af neinu tagi til að reka slíkt mál fyrir dómstólum. Elísabet hefur því ekki gerst brotleg við 45. grein laga ÍSÍ um önnur brot. Komi ekki fram nýjar upplýsingar mun lyfjaeftirlitsnefnd ÍSI ekki aðhafast frekar í málinu."

Í ályktun sömu greinargerðar er einnig þetta að finna:

„Þar sem efedrín er farið úr líkama manna á tiltölulega stuttum tíma, þjónar engum tilgangi að lyfjaprófa leikmenn IBV nú, vegna meintra, umræddra brota. Líklegt verður einnig að teljast að leikmenn liðsins neyti ekki ólöglegra lyfja á næstunni vegna gríðarlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um málið, m.a. um að búast megi við að leikmenn liðsins verði lyfjaprófaðir á næstunni. Samkvæmt skilaboðum frá stjórn félagsins eru leikmenn tilbúnir að fara í lyfjapróf hvenær sem er, sé þess óskað."

Ákall til bæjarbúa

Þann 29 águst  birtist grein í bæjarblaðinu Fréttum sem er rituð er af handboltastelpunum. ,,Eyjamaður góður, við erum stolt af þér, en þú af okkur? Við Eyjamenn trúum því ávallt að við séum betra en annað fólk og eflaust er það rétt! Við Eyjamenn erum stolt af okkar bæjarfélagi og okkar fólki. Við fylkjum liði á bak við okkar fólk þegar vel og illa gengur. Við erum gott fólk sem búum í yndislegum bæ. Við stefnum ávallt að gera betur í dag en í gær. Við handboltastelpur höfum eins og allir Eyjamenn lagt okkur fram um að gera vel í okkar íþrótt og landað mörgum titlum undanfarin ár. Þessir titlar hefðu ekki komið í höfn nema með hjálp og aðstoð allra Eyjamanna. Þar sem við erum lítil ein sér, en sameinuð erum við öflugt afl sem getur gert kraftaverk. Hver man ekki eftir laginu „Traustur vinur.. getur gert... kraftaverk?" Við teljum annan texta eiga einnig vel við þarna „Eyjamenn... geta gert... kraftaverk." Til að lagið hljómi vel þurfum við Eyjamenn öll að taka undir. Þá hljómar lagið víða og kraftaverkin gerast. Við ætlum að gera kraftaverk á handboltavellinum í vetur, en það gerist ekki nema allir Eyjamenn taki undir svo jafnist á við góðan brekkusöng á Þjóðhátíð. Við vonum að Eyjamenn geti aðstoðað okkur í að gera þessi kraftaverk þar sem þau gerast ekki nema með samstöðu og jákvæðu hugarfari. Við framkvæmum þetta ekki ein, það erum við Eyjamenn sem framkvæmum kraftaverkin. Það þarf mikla vinnu og elju til að ná árangri í dag. Við höfum fengið góðan liðsauka fyrir þetta tímabil, yndislegar stelpur sem eiga eftir að falla vel inn í hópinn og vera verðugir fulltrúar okkar Eyjamanna. Fyrsta bón okkar í vetur er að athuga hvort einhverjir Eyjamenn geti aðstoðað okkur með eftirfarandi hluti: Við þurfum að finna vinnu fyrir yndislega stúlku sem kemur frá Spáni. Hún er 30 ára gömul og hefur starfað mikið með fötluðum og öldruðum. Vitið þið um vinnu fyrir hana? Við erum að leita að ódýrum eða gefins bíl sem hægt er skrólta á um bæinn þegar allra veðra von er, fyrir stelpurnar sem komnar eru langt að. Leynist bíll hjá ykkur sem þið viljið leyfa okkur njóta góðs af? Aheit koma sér alltaf vel, fimm hundruð kall, þúsund kall, við höfum þörf á því, margt smátt gerir okkur gagn og fyrirtæki, hvað um einn tíu þúsund kall? Hann getur aðstoðað okkur mikið. Við bendum fólki á reikninga okkar í íslandsbanka nr. 0582-14-290681 og í Sparisjóðnum nr. 1167-05-404201. Við vitum að þetta er djarft og kannski dónalegt, en við erum ávallt að leita að peningum. Við viljum athuga hvort þið getið lagt okkur smá lið. Þá erum við ávallt að selja kjúklinga á frábæru verði, heila kjúklinga, kjúklingabollur, kjúklingaborgara, ýmsar kryddtegundir af kjúklingavængjum osfrv. Eruð þið ekki svöng? Öll þurfum við að borða, hvers vegna ekki að leggja góðum málstað lið í leiðinni? Ársmiða höfum við til sölu á hreint hlægilegu verði. Vilt þú njóta skemmtunar á ódýran hátt í vetur? Stuðningsklúbbur hefur verið stofnaður, fyrir þúsund krónur á mánuði færðu ársmiða á alla deildarleiki vetrarins, miða á lokahóf handknattleiksdeildar kvenna IBV, matur og herlegheit, kaffi og meðlæti á leikjum, happdrætti og ýmislegt fleira. Þá erum við alltaf að leita eftir fólki sem tilbúið er að starfa með okkur. Athugið að við ætlum ekki að gleypa ykkur nema þið viljið. Mörg smá og einföld verkefni þarf að inna af hendi og bíða eftir góðu fólki sem vill taka þátt í starfinu með okkur. Undanfarin ár höfum við notið góðvildar Eyjamanna sem hafa stutt við bakið á okkur með frábærum hætti. Það hefur fært okkur sigra og gleði. Við ætlum að vera glöð í vetur og skemmta okkur Eyjamönnum. Við vonum að þið takið þátt í þessari skemmtun með okkur. Einhver kann enn að vera efins eftir lestur þessarar greinar og kalla okkur „fþróttapakk." En við erum stolt af þessu „íþróttapakki" þegar vel gengur og hver kannast ekki við sjálfan sig í Thule auglýsingunni? Ef einhverjir hafa áhuga á einhverju er hér hefur fram komið, eruð þið vinsamlegast beðin að hafa samband við Pál Marvin, Varða eða Bjössa. Takk fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Við Eyjamenn höfum staðið okkur frábærlega. Handboltastelpur í ÍBV"

Loksins skorað

ÍBV tók á móti Þór frá Akureyri þann 24. ágúst í mikilvægum leik en bæði lið voru á botni deildarinnar. Þrátt fyrir markaleysi í undanförnum leikjum þá áttu Eyjamenn ekki í teljandi vandræðum með að finna réttu leiðina í markið í leiknum, alls urðu mörk ÍBV þrjú en Þórsarar skoruðu eitt mark. Fyrri hálfleikur var jafnari en sá síðari en leikmenn ÍBV byrjuðu mjög grimmt í leiknum. Á 33. mínútu dró svo til tíðinda þegar Ingi Sigurðsson lék bakvörð norðanmanna upp úr skónum, sendi fyrir markið og þar rak Gunnar Heiðar Þorvaldsson stóru tána í boltann sem dugði til að stýra honum í netið. Eyjamenn fögnuðu markinu innilega enda langt síðan liðið skoraði síðast en enginn fagnaði eins mikið og Njáll Eiðsson. Eftir þetta dró ÍBV liðið sig heldur til baka og Þórsarar gengu á lagið. Fjórum mínútum fyrir leikhlé misstu Eyjamenn svo boltann klaufalega á miðjunni, Jóhann Þórhallsson lék þá í átt að teignum og skaut óverjandi skoti í mark ÍBV og staðan því 1-1 í hálfleik.

ÍBV var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og það voru ekki liðnar nema níu mínútur af hálfleiknum þegar Bjarni Geir Viðarsson skoraði, 2-1. Ellefu mínútum fyrir leikslok náði ÍBV svo góðri sókn upp vinstri kantinn sem endaði með fyrirgjöf Atla Jóhannssonar. Gunnar Heiðar sneri af sér varnarmann Þórsara sem togaði hann niður og réttilega dæmd vítaspyrna. Bjarnólfur Lárusson skoraði af öryggi úr spymunni og tryggði ÍBV sigurinn í leiknum.

Strákarnir úr leik

2. flokkur karla lék gegn KR-ingum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fór fram við nokkuð erfiðar aðstæður á Þórsvelli, sem er mjög illa farinn eftir sumarið. Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og komust yfir en Andri Ólafsson jafnaði fyrir leikhlé. Kevin Barr kom svo ÍBV yfir úr vítaspyrnu en þegar aðeins stundarfjórðungur var eftir jöfnuðu KR-ingar. Framlengingin var jöfn og spennandi og bæði lið fengu ágætis færi til að skora. En hvomgu liði tókst það hins vegar og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. KR-ingar skoruðu úr fyrstu spymunni og Kevin Barr jafnaði. Á eftir fylgdu hins vegar tvær misheppnaðar spymur hjá ÍBV á meðan KR-ingar skomðu úr sínum spyrnum og því stóðu þeir uppi sem sigurvegarar, unnu leikinn 3-6.

Tap gegn Selfossi

Karlaliðið í handknattleik spilaði tvo æfingaleiki í Eyjum í lok ágúst en þá var leikið gegn Selfyssingum. ÍBV tapaði báðum leikjunum hér en enn vantar upp á að leikmannahópurinn sé fullmannaður því hvorki Viktor Gigov né Robert Bognar eru komnir til landsins.

Góð æfingaferð hjá kvennaliðinu

Undirbúningur kvennaliðsins í handbolta var farin á fullt um miðjan ágúst. Liðið fór og lék þrjá leiki í Reykjavík sem allir unnust. Strax á föstudagskvöldið mættu stelpurnar FH og þrátt fyrir að eiga erfiða sjóferð með Herjólfi að baki þá unnu þær leikinn 22-23. Á laugardaginn mættu þær svo fyrst Víkingum og sá leikur vannst 19-21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6-12. Síðastí leikurinn var svo gegn Haukum og sá leikur fór 18-21 fyrir ÍBV. Um næstu helgi fer liðið svo til Álandseyja en þar tekur liðið þátt í sterku móti. íslenska landsliðinu var boðin þátttaka en hafnaði því og var ÍBV boðið í staðinn. Eyjastúlkur þurfa einungis að borga fyrir flugfarið út en leikmenn liðsins hafa safnað fyrir því.

Tveir góðir sigrar hjá stelpunum

Kvennalið IBV mætti FH í Kaplakrika þar sem Eyjastúlkur völtuðu yfir andstæðinga sína og sigruðu 0-5. Bryndís Jóhannesdóttir gerði þrennu í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir og Michelle Barr hin mörkin tvö. Með sigrinum tryggði ÍBV sér endanlega fjórða sæti deildarinnar og reyndar á liðið enn veika von um þriðja sætið en til þess að það gangi eftir þarf Breiðablik að tapa tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og ÍBV að vinna síðustu þrjá leikina. Tæpri viku síðar tóki stelpurnar á móti Stjörnunni.  Stjörnustúlkur komu nokkuð á óvart  með því að skora í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 0-1. Seinni hálfleikur var allt annar af hálfu IBV, liðið náði ágætri pressu á Stjörnuliðið og uppskar tvö mörk. Lokatölur urðu því 2-1 fyrir ÍBV sem nú er komið með 22 stig og á enn ágæta möguleika á þriðja sæti deildarinnar en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins þremur stigum á ÍBV og Breiðabliki. Elena Einisdóttir sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að leikmenn ÍBV væru ákveðnir í að klára Íslandsmótið með stæl. „Það er alltaf mjög erfitt að spila gegn Stjörnunni en þær spila alltaf með níu manna varnarlínu sem er alltaf erfitt að brjótast í gegnum. Þær ná oft að læða inn einu og einu marki eins og þær gerðu gegn okkur en það dugði þeim ekki í dag. Við ætlum að vinna þessa tvo leiki sem við eigum eftir, við gátum unnið KR á útivelli og af hverju ekki á heimavelli."

2. flokkur kvenna í bikarúrslit

Þann 25. ágúst fór fram hreint magnaður undanúrslitaleikur í bikarkeppni annnars flokks kvenna þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni. Leikurinn þótti ágætlega leikinn, mikil barátta og dramatíkin ekki síðri. Sara Sigurlásdóttir skoraði fyrsta mark leiksins en IBV var betri aðilinn framan af. Stjörnustúlkum tókst hins vegar að vinna sig inn í leikinn og þegar skammt var til leiksloka jöfnuðu þær metin. Í framlengingunni voru það svo gestirnir sem skoruðu fyrsta markið strax í upphafi fyrri hálfleiks en Ester Óskarsdóttir jafnaði undir lok hálfleiksins. Þrátt fyrir að vera betri aðilinn í síðari hálfleik þá tókst Eyjastúlkum ekki að skora og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar misfórust fyrstu tvær spyrnur ÍBV á meðan gestirnir skoruðu úr sínum spyrnum og útlitið ekki gott. En leikmenn IBV skoruðu úr restinni á meðan Hanna Guðný Guðmundsdóttir varði tvær síðustu spyrnur Stjörnunnar og því var enn jafnt eftir að hvort liðið hafði tekið fimm spyrnur. Sara Sigurlásdóttir tók sjöttu spyrnu ÍBV og skoraði af miklu öryggi en Hanna Guðný gerði sér svo lítið fyrir og varði síðustu spyrnu Stjörnunnar og því er það ÍBV sem komst í bikarúrslitin, annað árið í röð.

-Aðrir flokkar

Annar flokkur karla lék gegn KA en leikurinn fór fram fyrir norðan. Aðeins eitt mark var skorað, það gerði Ástvaldur Gylfason seint í fyrri hálfleik og því sigraði ÍBV 0-1. Þriðji flokkur karla lék laugardaginn 24. ágúst gegn Leikni úr Reykjavík og fór leikurinn fram á Þórsvellinum. Gestirnir áttu aldrei möguleika í leiknum sem endaði með sjö marka sigri ÍBV, 7-0. Mörk ÍBV gerðu þeir Björgvin Þorvaldsson sem skoraði fimm mörk. Andri Eyvindsson og Finnbogi Friðfinnsson gerðu svo hvor sitt markið. Fjórði flokkur karla hefur lokið sinni þátttöku í íslandsmótinu en strákarnir voru aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit. A-liðið lenti í þriðja sæti B-riðils en tvö efstu liðin fóru áfram. ÍBV var með jafnmörg stig og liðið í öðru sæti og markatalan var jöfn en ÍBV hafði skorað færri mörk og komst því ekki áfram.

Góð byrjun nægði ekki

ÍBV féll út úr Evrópukeppninni í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þegar liðið mætti AIK á Hásteinsvelli þann 29. ágúst. Leikurinn var síðari viðureign liðanna en AIK hafði unnið þá fyrri 2-0 og því þurftu Eyjamenn að skora þrjú mörk gegn engu marki Svíanna til þess að komast áfram. Gunnar Heiðar Þorvaldsson náði að skora eftir aðeins tæplega þriggja mínútna leik, nokkuð sem fæstir höfðu séð fyrir.

Aðeins nokkmm andartökum síðar fékk Gunnar svo gullið tækifæri á að jafna metin í viðureignum liðanna þegar hann slapp inn fyrir vöm gestanna en Teddy Lucic hljóp hann uppi og bjargaði í horn á elleftu stundu. Svíarnír jöfnuðu metin á níundu mínútu en þar var að verki Mats Ruberth. Að öllu eðlilegu hefðu varnarmenn IBV komið í veg fyrir að hann fengi skotfæri en einhver misskilningur varð til þess að hann fékk færið og nýtti það. Undir lok fyrri hálfleiks var svo eins og leikmenn IBV gleymdu sér eitt andartak, þá fengu Svíarnir aukaspymu við vítateigshomið, Stefan Ishizaki lagði þá boltann á félaga sinn, Daniel Hoch sem renndi boltanum í fjærhornið.

Seinni hálfleikur var grófari en sá fyrri og leikmenn beggja liða fóru langt yfir strikið. Á 69. mínútu dró hins vegar til tíðinda þegar að Gunnar Heiðar átti ágætt skot úr upplögðu færi en boltinn hafnaði í stönginni. Aðeins örfáum sekúndum síðar voru Svíamir búnir að bæta við marki og tryggðu sér þar með sigurinn, 1-3. 

Njáli sagt upp

Knattspyrnudeild ÍBV ákvað þann 29. ágústað leysa Njál Eiðsson, þjálfara meistaraflokks ÍBV, undan samningi, en Eyjamenn eru í 7. sæti Símadeildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir, og leika í undanúrslitum bikarkeppninnar innan skamms. Eyjamenn sendu eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér: „Sú ákvörðun hefur verið tekin af hálfu knattspyrnudeildar ÍBV að leysa Njál Eiðsson, þjálfara meistaraflokks ÍBV, undan samningi. Af ýmsum ástæðum hefur gengi liðsins ekki verið samkvæmt væntingum sem til þess voru gerðar og því telur stjórnin rétt að fá nýjan aðila til að stjórna liðinu á endasprettinum í deild og bikar.“

Njáll Eiðsson ósáttur við uppsögnina

Njáll stýrði ÍBV í síðasta sinn gegn sænska liðinu AIK  en ólíklegt er að tapið gegn þeim hafi verið það sem hafi fyllt mælinn þannig að ákvörðunin hefur verið tekin fyrir þann leik. Fréttir höfðu samband við Njál Eiðsson varðandi málið og hann sagði að það væri enginn vafi í hans huga hver raunveruleg ástæða þess að honum var vikið úr starfi. „Uppsögnina má fyrst og fremst rekja til persónulegra deilna milli mín annars vegar og formanns og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar hins vegar," sagði Njáll. En grunaði þig að uppsögn lægi í loftinu? „Nei það grunaði mig svo sannarlega ekki. Ég skal viðurkenna það að á tímabili í sumar var ég að íhuga að segja af mér vegna þess að liðinu gekk illa og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri best fyrir ÍBV að annar tæki við liðinu. Þá voru hins vegar haldnir fundir með leikmönnum og stjómarmönnum þar sem men skiptust á skoðunum um hvað mætti betur fara. Þessir fundir voru mjög góðir fyrir mig og leikmenn komu einnig með punkta sem ég hef svo reynt að vinna eftir. Þarna var líka ákveðið að samstaða væri lykillinn að betra gengi þannig að uppsögnin kemur mér að sjálfsögðu gjörsamlega í opna skjöldu."

Nú segja þeir að ástæða uppsagnarinnar sé að af ýmsum ástæðum hafi liðið ekki staðist þær væntingar sem til þess voru gerðar. Telur þú að gengi liðsins spili enga rullu í þessu máli? „Mér fannst dálítið fyndið að heyra þetta því þegar þeir segja mér upp þá gáfu þeir mér tvær ástæður. Annars vegar væru það samskiptaörðuleikar við stjórnarmeðlimi og hins vegar óánægja leikmanna, sem ég veit núna að er langt frá því að vera satt því leikmenn hafa verið duglegir að hringja í mig eftir að mér var sagt upp til þess að lýsa yfir furðu sinni á þessu. Þeir minntust hins vegar hvergi á slakt gengi liðsins enda erum við í því sæti sem okkur var spáð fyrir sumarið og í ofanálag komnir í undanúrslit í bikarnum þannig að gengi liðsins hefði ekki átt að koma þeim á óvart. Þeir réðu mig til þess að byggja upp ungt og efnilegt lið og þegar ég kem byrja ég á að hleypa ungu strákunum að. Eftir að ég byrjaði hafa alls fimm til sex strákar komið inn í byrjunarliðið, Gunnar Heiðar, Atli, Bjarni Geir, Páll Hjarðar, Unnar Hólm og Andri Ólafs, þannig að ég tel mig hafa staðið við þann hluta samningsins."

-Var varaformaðurinn boðaður eða ekki?

Haft var samband við Ásmund Friðriksson, formann stjómar kanttspymudeildar og vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið. „Við teljum það ekki þjóna nokkrum tilgangi á þessum tímapunkti," sagði Asmundur og bætti við: „Það er ekki rétt að Eggert Garðarsson, varaformaður hafi ekki verið boðaður á fundinn þegar ákvörðun um að segja Njáli upp var tekin."

Eggert Garðarsson, varaformaður, hefur allt aðra sögu að segja. „Ég er mjög ósáttur við uppsögn Njáls og tel hana ekki þjóna félaginu á nokkurn hátt. Svo er það ekki rétt að ég hafi verið boðaður á fundinn. Það var aldrei gert," sagði Eggert.

Vel heppnuð æfingarferð hiá stelpunum

Stelpurnar í handboltanum tóki þátt í  æfingamóti á Álandseyjum í ágúst.  Forsaga málsins var sú að íslenska landsliðinu var fyrst boðin þátttaka í mótinu en því var hafnað. Niðurstaðan varð sú að ÍBV var boðið að vera með í mótinu og var boðið þegið. ÍBV spilaði fimm leiki gegn sterkum liðum og gerði sér lítið fyrir og sigraði í þeim öllum. Fyrstu þrír leikirnir voru í riðlakeppni en svo var leikið í undanúrslitum og svo úrslitaleikurinn sjálfur.

Úrslit leikjanna urðu þessi: ÍBV-G/T 76 23-20, ÍBV-Tyresö HF 23-17, ÍBV-Sparvavens HF 22-16, ÍBV – Lidingö SK. 22-16, ÍBV-Kavlinge HK 34-16.

Unnur Sigmarsdóttir sagði í samtali við Fréttir að ferðin hafi tekist mjög vel. „Mótið fór fram í frekar litlum bæ og gistum við allar saman á einum stað. Þessi ferð var einmitt hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. Við erum með marga útlendinga og svo heimastelpur og mikilvægt að skapa góðan móral strax. Ég held að þessi ferð hafi gengið fullkomlega upp, bæði varðandi hópinn og leik liðsins, við unnum mótið en reyndar er alltaf eitthvað sem má laga í leik liðsins," sagði Unnur.

Komast ekki upp um dcild

2. flokkur karla mætti HK á Hásteinsvellinum í lok september í miklum rokleik. Strákarnir voru greinilega ekki búnir að ná sér eftir tapið gegn KR í undanúrslitum í bikarnum því liðið virkaði hvergi nærri eins frískt eins og það var í þeim leik. Gestimir komust yfir um miðjan seinni hálfleik en þá léku þeir á móti vindinum. Leikurinn var hins vegar í jafnvægi en eftir mark gestanna þá sóttu Eyjamenn mun meira. Sóknarþunginn bar loks árangur þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka en þá jafnaði Hafþór Atli Rúnarsson. Strákarnir gleymdu sér hins vegar á lokasprettinum og leikmenn HK stálu sigrinum á lokasekúndunni. Fyrir leikinn átti ÍBV enn veika von um að fara upp um deild en með tapinu eru þeir möguleikar úr sögunni. Í staðinn er liðið í bullandi fallbaráttu og nú skilur aðeins eitt stig KA og ÍBV að, KA menn eru í fallsæti en ÍBV á reyndar leik inni á KA.

SEPTEMBER

Mikilvægt stig í fallbaráttunni

Karlalið IBV lék gegn KR í Frostaskjólinu á fyrstu dögum September mánaðar. Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið, ÍBV í harðri fallbaráttu en KRingar berjast um íslandsmeistaratitilinn. ÍBV spilaði ágætlega í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur IBV var mun beittari en heimamanna. Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum. Á tólftu mínútu náði Gunnar Heiðar boltanum í netið eftir mistök gestgjafanna í eigin vítateig. Eftir þetta drógu leikmenn ÍBV sig aðeins til baka en fengu samt sem áður hættulegri færi en KR-ingar. Átta mínútum fyrir hlé tókst vesturbæjarliðinu hins vegar að jafna og í hálfleik var staðan jöfn 1-1. ÍBV lék ekki eins vel í síðari hálfIeik sem helgaðist helst af því að Atli Jóhannsson fékk að Iíta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Með mikilli baráttu tókst ÍBV að halda í stigið sem verður að teljast býsna gott miðað við þá stöðu sem liðið er í.

Nýr leikmaður til kvennaliðsins

Nú hefur forráðamönnum kvennaliðs ÍBV í handbolta tekist að næla í mjög sterkan leikmann frá Úkraínu, að nafni Anna Yakova. Anna er aðeins 23 ára, örvhent skytta og hefur hún samþykkt fimm ára samning við ÍBV en aðeins á eftir að ganga frá málunum varðandi úkraínska liðið. Anna hefur verið í úkrafnska landsliðinu, var markahæst í deildinni þar ytra á síðasta tímabili og hefur staðið sig vel í þeim Evrópuleikjum sem hún hefur spilað.

Duranona mjög líklega með ÍBV í vetur

Þann 12. September birtist frétt í bæjarblaðinu Fréttum um tilvonandi komu Duranona en fréttin er eftirfarandi; Einn litríkasti handknattleiksmaður Íslendinga hins síðari ár, Robert Duranona mun að öllum líkindum spila með karlaliði ÍBV í handknattleik í vetur. Duranona hefur verið atvinnumaður erlendis undanfarin ár en var samningslaus þannig að forráðamenn ÍBV buðu honum samning. Jóhann Pétursson, í handknattleiksráði, sagði að Duranona væri væntanlegur til Eyja á morgun. „Hann kemur til okkar annaðhvort annað kvöld eða á fimmtudagsmorguninn og verður á æfingu með okkur á fimmtudagskvöldið. Fólki er að sjálfsögðu velkomið að kíkja við og skoða kappann. Það er kominn grundvöllur fyrir samningi við Duranona og ef hann stenst læknisskoðun þá verður líklega gengið frá samningi við hann." Duranona gekk ekki til liðs við ÍBV.

Páll Scheving nýr framkvæmdastjóri ÍBV- íþróttafélags

Páll Scheving hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri IBV íþróttafélags.  Magnús Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu starfi um tveggja ára skeið, hverfur nú til annarra starfa, en hann hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins, Steina og Olla.

Miklar breytingar frá síðasta tímabili

Þann 13. September spilar ÍBV sinn fyrsta leik í deildarkeppni kvenna í handbolta. En í Fréttum daginn fyrir leik var kynning á liðinu á samt viðtali við nýjan þjálfara liðsins, Unni Sigmarsdóttur og fyrirliðan Ingibjörgu Jónsdóttur. 

Í ár, eins og svo oft áður teflir ÍBV fram mjög breyttu liði, alls hafa sex leikmenn, sem voru í eða við byrjunarliðið, horfið á braut. Mest munar um Andreu Atladóttur sem nú hefur lagt skóna á hilluna. Dagný Skúladóttir lék með ÍBV í fyrra og var mikilvæg eins og reyndar Spánverjarnir Ana Peréz og Isabel Ortiz. Þessir leikmenn, ásamt Milönu Mileusnic, sem hvarf af braut um áramót, skoruðu alls 78,9% af mörkum liðsins þannig að Unnur Sigmarsdóttir á strembið verkefni framundan.

Einn af máttarstólpum IBV undanfarin ár og jafnframt fyrirliði liðsins, Ingibjörg Jónsdóttir, sagði að hópurinn hjá IBV væri jafnvel sterkari en í fyrra.

„Við höfum æft stíft að undanförnu og spilað óvenju marga æfingaleiki í haust. Æfingaferðin til Svíþjóðar var mjög góð fyrir hópinn, þar vorum við allar saman í lillum bæ sem bauð ekkert upp á annað en að við héldum hópinn. Það var mjög gott fyrir móralinn. Leikirnir eru líka fleiri núna en oft áður, í Svíþjóð spiluðum við fimm leiki, íjóra helgina þar á undan og svo fimm leiki í Reykjavíkurmótinu.

Útlendingarnir komu líka til okkar á góðum tíma og hafa verið með okkur lengur en oft áður þegar deildarkeppnin byrjar. Heimastelpumar voru líka duglegar að æfa í sumar, má segja að æfingar hafí varla fallið niður frá í vor. Mér fínnst yngri stelpurnar koma mjög ákveðnar til leiks í þessum æfíngaleikjum sem við höfum verið að spila og þó að hópurinn í vetur telji kannski ekkert fleiri leikmenn en á síðasta tímabili, þá eru þessar stelpur virkilega tilbúnar í slaginn og fyrir vikið verður liðið betra."

Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari, tekur nú við liðinu eftir að hafa verið viðloðandi kvennahandboltann síðastliðin ár. Fyrst var Unnur að sjálfsögðu leikmaður og í seinni tíð aðstoðarþjálfari og nú þjálfari liðsins. Unnur segir að liðið hafi hafið æfingar snemma í sumar. „Það er ekki orðin mikil hvíld milli tímabila og byrjuðum við á fullu í byrjun júlí. Stelpumar héldu sér í góðu fonni fram að því en við höfum reynt að hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar, farið í hjólreiðatúra og svo gengu stelpurnar upp á hálendið og fóru Laugaveginn. Þetta hefur þjappað hópnum saman þannig að kjarninn er orðinn mjög samhentur. Útlendingamir hafa svo verið að bætast við og mér finnst við vera með sterka liðsheild. Síðustu þrjar vikur hafa nánast bara farið í æfingaleiki sem kemur okkur auðvitað til góða. Samt sem áður er enn margt sem við þurfum að laga." En hvernig líst þér á komandi vetur? „Hvað okkur varðar þá líst mér bara vel á það. Núna verður spiluð þreföld umferð, 28 leikir bara í deildarkeppninni á móti sextán í fyrra þannig að þau lið sem hafa mestu breiddina munu enda ofarlega. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að vera sem best undirbúnar fyrir þetta, að leikmenn verði komnir í form enda verður mikið álag í vetur. Eg á von á því að deildin verði jöfn en að lokum verði það þrjú lið sem skera sig úr hópnum, við verðum þar, Haukar og Víkingur."

Leikmenn ÍBV eru;

Vigdís Sigurðardóttir

Íris Sigurðardóttir

Ingibjörg Jónsdóttir

Alla Gorgorian

Elísa Sigurðardóttir

Edda Eggertsdóttir

Birgit Engl

Sylvia Strass

Þórsteina Sigurbjörnsdóttir

Aníta Ýr Eyþórsdóttir

Hildur Sigurðardóttir

Björg Ólöf Helgadóttir

Anna Ykova

Anna Rós Hallgrímsdóttir

Helle Hansen  

ÍBV stelpurnar í þriðja sæti

Eyjastúlkumar lentu í þriðja sæti á Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem fram fór í byrjun september. Stelpumar töpuðu aðeins einum leik, gegn Víkingi 19-20. Víkingur varð svo Reykjavíkurmeistari kvenna. IBV sigraði Stjömuna í leik um þriðja sætið með nokkram yfirburðum 28-21. Karlalið ÍBV vann einn leik í mótinu, þá var það Kyndill frá Færeyjum sem lá 21-20 en hinir leikirnir töpuðust.

Heimavöllurinn réði úrslitum

ÍBV og Fram mættust í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppninnar á þriðjudagskvöldið á Laugardalsvelli. Aðstæður voru vægast sagt mjög erfiðar á „þjóðarleikvanginum," völlurinn þungur og blautur enda stanslaust úrhelli á meðan leik stóð. Kom það nokkuð niður á knattspymunni. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Eyjamenn yfir strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Páll Hjarðar skoraði með óæðri endanum. Eftir það voru Eyjamenn mun beittari án þess þó að skapa sér mikið af hættulegum færum. Þegar tuttugu mínútur vom til leiksloka tókst Frömurum hins vegar að jafna leikinn eftir hornspyrnu. Eftir það má segja að leikurinn hafi gjörsamlega snúist við, Framarar, sem þarna nutu heimavallarins, vom líklegri til að skora en Eyjamenn enda fór það svo að tólf mínútum fyrir leikslok tryggðu þeir sér sigurinn. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en höfðu ekki erindi sem erfiði og síðasta vonin um titil í sumar rann því út um sandinn. Það er óhætt að segja að þessi leikur sé lýsandi dæmi fyrir gengi liðsins í sumar. Þrátt fyrir að skora fyrsta mark leiksins þá tapast hann. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að það hefði verið mjög svekkjandi að tapa þessum leik. „Mér fannst við vera betri aðilinn allt þar til þeir skora. Þá hreinlega dettur botninn algjörlega úr þessu hjá okkur. Þetta þurfum við að laga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist, að við komumst yfir en töpum svo jafnvel. Það er líka dýrt að tapa þessum leik, úrslitaleikurinn í bikamum var í boði og það er eitthvað sem leikmenn dreymir um að taka þátt í. Möguleikinn á Evrópukeppninni er líka úr sögunni og þar eru miklir peningar sem við missum af en nú þurfum við bara að snúa okkur að næsta verkefni, það er að tryggja okkar sæti í deildinni," sagði Heimir.

Stórtap gegn KR

ÍBV tók á móti KR í næstsíðustu umferð Símadeildarinnar. Leikurinn hafði litla þýðingu fyrir ÍBV en jafntefli nægði KRingum til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum sem þær áttu nokkuð vísan. Vesturbæjarliðið sló hvergi af gegn IBV og gjörsigraði heimastúlkur, 0-7. Michell Barr lék ekki með ÍBV í leiknum þar sem hún hafði samið við enska stórliðið Doncaster Bells en enska leikmannamarkaðnum var lokað í byrjun september. Michelle stýrði liðinu hins vegar frá hliðarlínunni en tók hún við þjálfarastöðunni fyrr í sumar. Eftir jafnar upphafsmínútur tókst KR-ingum að komast yfir á tíundu mínútu. Gestirnir bættu svo við tveimur mörkum fyrir leikhlé og höfðu því nánast gert út um leikinn í hálfleik. Veðrið lék hreint ekki við leikmen, það gekk á með rigningu og þegar leið á leikinn bætti heldur í vind þannig að í síðari hálfleik var nánast slagveður. En áfram hélt leikurinn og áður en yfir lauk höfðu KR-ingar skorað sjö mörk gegn engu marki ÍBV og fögnuðu því íslandsmeistaratitlinum í leikslok.

Jafntefli fyrir norðan

Á Akureyri mættust ÍBV og ÞórKA/KS í síðustu umferð Símadeildar kvenna.

Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, IBV gat hvorki farið upp né niður töfluna og norðanstúlkurhöfðu tryggt veru sína í deildinni að ári. Leikurinn bar þess líka merki, hvorugu liði tókst að skora þannig að niðurstaðan varð markalaustjafntefli.

ÍBV endaði þar með tímabilið í fjórða sæti, með 23 stig, fimm stigum minna en áríð áður en þá endaði liðið í þriðja sæti. Árangurinn í bikarkeppninni í ár er reyndar betri en árið áður en þá var liðið slegið út í átta liða úrslitum en í ár í undanúrslitum en engu að síður dálítil vonbrigði að ná ekki lengra.

Gott hjá 2. flokki

2. flokkur karla tryggði sér á dögunum áframhaldandi sæti í Briðli með sigri á Stjömunni en samt sem áður var liðið í baráttu um að komast upp allt þar til tvær umferðir vom eftir. ÍBV mætti Stjörnunni í Garðabæ en Stjaman var þegar fallin í C-deild. Eyjamenn sigruðu nokkuð ömgglega, 0-3 og gátu því farið nokkuð afslappaðir í síðasta leikinn, gegn Fjölni. Mörk IBV: Andri Eyvindsson, Einar Hlöðver Sigurðsson, Kevin Barr.

2. flokkur kvenna mætti Skagastúlkuni í miklum rokleik. Stelpurnar lentu í vandræðum með gestina í fyrri hálfleik á móti sterkum vindi. Skagastúlkur komust yfir en ÍBV tókst að jafna fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik tóku stelpumar síðan öll völd á vellinum og lokatölur urðu 5-l fyrir ÍBV.

ÍBV fær styrk til unglingastarfs

Knattspymusamband Evrópu, UEFA hefur ákveðið að hluti af tekjum sem sambandið fékk fyrir Meistaradeildina tímabilið 2001-02 muni renna til félagsliða aðildarlandanna til eflingar knattspyrnu bama og unglinga en þetta hefur verið venja undanfarin ár. KSÍ er svo falið að skipta peningunum og sjá til þess að þeim sé rétt varið. Það kom í hlut þeirra félaga scm léku í efstu deild karla árið sumarið 2000 að fá styrk sem nemur 1.640.329 krónum.  

Ólafur Berry í æfingahóp U-17

Ólafur Þór Berry hefur verið valinn til þess að taka þátt í æfingum U-17 ára landsliðs Íslands í upphafi september. Íslenska liðið tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins en riðill Íslands fer fram hér á landi um miðjan septembermánuð.

Tefla fram mikið breyttu liði

Liðið í ár er mjög breytt frá því sem að var, ÍBV hefur misst sterka leikmenn á borð við Svavar Vignisson, Arnar Pétursson, Mindaugas Andriuska, Hörð Flóka Ólafsson og Petras Raupenas. Ekki hefur gengið eins vel að fá sterka menn til baka, liðið hefur fengið sterkan makedónískan markvörð að nafni Viktor Gigov og traustan ungverskan útileikmann sem heitir Robert Bognar auk þess sem gamli jaxlinn Gylfi Birgisson hefur nú tekið fram skóna að nýju. Á síðasta tímabili fengu ungu strákarnir eldskírnina í handboltanum en nú er komið að þeim að halda uppi leik liðsins að mestu leyti. Hinn nýskipaði fyrirliði liðsins, Sigurður Bragason hefur leikið mestan hluta ferilsins með ÍBV en fyrir tveimur árum var hann reyndar í herbúðum Víkinga. Það er líklega vel við hæfi að fyrirliði hins unga liðs sé aðeins 25 ára gamall en þess má reyndar geta að Sigurður er þriðji elsti leikmaður liðsins, á eftir þeim Gylfa Birgissyni og þjálfaranum Erlingi Richardssyni. Sigurður sagði í stuttu spjalli við blaðamann Frétta að honum litist nokkuð vel á komandi vetur. „Það er samt sem áður alveg á hreinu að þetta á eftir að verða mjög erfitt. Liðið er mjög ungt að árum og ég held að ÍBV hafi aldrei teflt fram jafn ungu liði og gert er núna. Það kom reyndar upp svipuð staða í kringum 1995 þegar Arnar Péturs, Gunnar Berg og fleiri voru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Þá var liðið ungt en það voru menn eins og Guffi og fleiri reyndir leikmenn sem að styrktu þá. Núna vantar meiri reynslu inn í liðið en á móti kemur að fyrir vikið fá fleiri af ungu strákunum tækifæri í vetur og þannig öðlast þeir reynslu." Er hópurínn mjög þunnskipaður? „Við fengum tvo ágæta útlendinga, markmanninn Viktor Gigov, sem er mjóg góður og varði mjóg vel í fyrsta. leiknum. Robert Bognar á eftir að styrkja okkur í vetur, eykur breiddina og er mjög traustur. Hann er reyndar enginn reynslubolti enda bara 24 ára gamall en engu að síður traustur leikmaður. Svo ætluðum við auðvitað að fá Duranona til okkar til að gera veturinn skemmtilegri en hann sveik okkur þannig að nú þurfa strákarnir bara að stíga fram. En stuðningsmenn okkar verða bara að styðja við bakið á okkur. Það var svipuð staða hjá Víkingum þegar ég fór þangað, ungir strákar sem átti svo að byggja á en stuðningsmenn þeirra gáfust upp sem gerði það að verkum að leikmenn nenntu ekki að spila lengur fyrir tómu húsi. Þetta má alls ekki gerast hjá okkur og þess vegna verðum við bara að biðja fólk um að sýna liðinu biðlund og gefa okkur tíma. Þessir strákar eiga eftir að halda uppi merki ÍBV eftir 2-3 ár og þá verður hægt að gera kröfur til þeirra."

Erlingur Richardsson tók við þjálfun karlaliðsins í haust og í sumar hefur hann stýrt undirbúningi liðsins. Erlingur er margreyndur leikmaður liðsins en auk þess að leika með ÍBV lék hann m.a. með Val, Selfossi og Haukum; Erlingur var einnig í landsIiðshópi Islands fyrir um tveimur árum og í fyrra stýrði hann kvennaliði IBV til sigurs í bikarkeppninni. Aðspurður sagðist Erlingur vera þokkalega sáttur við undirbúning liðsins en engu að síður hefði hann kosið það að vera kominn lengra með vissa þætti „Ég hefði viljað vera kominn lengra í leikfræðunum en það lítur allt út fyrir að við þurfum meiri tíma. Við erum auðvitað með ungt lið og ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því í upphafi hvar strákarnir stóðu leikfræðilega séð. Foimið er mjög gott hjá leikmönnum en við þurfum að laga ýmsa hluti í okkar leik." Hefurðu sett einhver markmið fyrir liðið? „Við settumst niður um daginn og spjólluðum aðeins um þessi mál. Við vorum allir sammála um það að markmiðið fyrir veturinn væri að hver ogeinn leikmaðurog að liðið í heild bætti sig líka með hverjum leik. Við vissum fyrirfram lítið um hvernig útlendingarnir eru þannig að það var dálítið erfitt að staðsetja liðið en auðvitað stefna menn alltaf á að komast í átta liða úrslit Islandsmótsins. Það er alveg raunhæft að stefna á það því heppni spilar alltaf dálítið inn í þetta og við vonum að lukkudísirnar verði okkur hliðhollar í vetur. Það er líka ekkert að því að setja markið hátt, þá hefur maður að einhverju að keppa og það er það sem við ætlum okkur."

Leikmenn ÍBV eru;

Erlingur Richardsson þjálfari/leikmaður

Gylfi Birgisson

Robert Bognar

Viktor Gigov

Michael Lauritzen

Eyjólfur Hannesson

Jón Helgi Gíslason

Grétar Þór Eyþórsson

Karl Haraldsson

Sigurður Bragason

Sindri Ólafsson

Magnús Sigurðsson

Sigþór Friðriksson

Sindri Haraldsson

Davíð Þór Óskarsson

Sigurður Ari Stefánsson

Ríkharð Guðmundsson

Langt í land hjá strákunum

Karlalið IBV í handbolta spilaði sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þann 15. september þegar liðið mætti deildar- og bikarmeisturum Hauka á útivelli.

ÍBV átti nánast aldrei möguleika í leiknum en sóknarleikurinn var mjög slakur. Haukaliðið fékk fyrir vikið auðveld hraðaupphlaup sem alvöru lið nýta og það gerðu þeir. Það var fátt jákvætt í leik ÍBV, Robert Bognar skarst á höfði í síðari hálfleik en allt bendir til þess að hann verði klár gegn Val um helgina. Ljósi punkturinn var hins vegar markvarsla Viktors Gigov sem varði 17 skot í leiknum og virðist vera ágætis eftirmaður Harðar Flóka.

Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 4, Robert Bognar 4, Kári Kristjánsson 3/1, Sigurður Ari Stefánsson 3/2, Michael Lauritzen 2, Jón Helgi Gíslason 1, Erlingur Richardsson 1, Sigþór Friðriksson 1. Varin skot: Viktor Gisov 17.

Lausir við falldrauginn

Sunnudaginn 15. september lék ÍBV einn mikilvægasta leik sinn í áraraðir þegar Skagamenn komu í heimsókn en strákarnir sigruðu leikinn, 4 -1 og tryggðu sæti sitt í úrvalsdeildinni að ári. Leikmenn ÍBV mættu mjóg ákveðnir og einbeittir til leiks og sóknarleikur var augljóslega dagskipunin enda þurfti ÍBV þrjú stig, ekkert minna. Það vom svo ekki liðnar nema fimm mínútur af leiknum þegar ÍBV komst yfir með marki Gunnars Heiðars. Í sumar hefur það gerst að IBV hefur náð forystunni en jafnharðan misst hana og jafnvel tapað leikjum. Margir rifjuðu þetta upp fimm mínútum eftir mark Gunnars Heiðars þegar Skagamenn jöfnuðu eftir vel útfærða skyndisókn. En aðeins fjórum mínútum síðar náði ÍBV aftur forystunni og aftur var það Gunnar Heiðar sem rak endahnútinn á ágæta sókn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en Eyjamenn fengu nokkur ágætis færi sem ekki nýttust. Í síðari hálfleik var nánast eitt lið á vellinum og einstefna á mark gestanna. Skagamenn áttu ekki eitt einasta skot á mark ÍBV fyrsta hálftímann á meðan Eyjamenn sóttu grimmt. Niels Bo skoraði þriðja mark ÍBV eftir góða fyrirgjöf Inga. Tuttugu mínútum fyrir leikslok fiskaði Gunnar Heiðar svo vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Honum urðu ekki á nein mistök, fullkomnaði þrennuna í leiknum og tryggði ÍBV sanngjarnan sigur. Í leikslok var svo tilkynnt að Hlynur Stefánsson hafi leikið sinn síðasta leik með ÍBV en hann mun ekki spila með liðinu gegn FH um næstu helgi. Ingi Sigurðsson var líka búinn að gefa það út að hann ætlaði hætta eftir þetta tímabil, Ingi fékk gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í síðasta leiknum.  

Merkilegur leikur

Þegar íBV og íA mættust á Hásteinsvellinum gerðist margt athyglisvert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrstu þrennu sína fyrir meistaraflokk ÍBV og Niels Bo Daugaard skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið. Hlynur Stefánsson og Ingi Sigurðsson voru líklega báðir að spila sinn síðasta leik fyrir ÍBV en Stefán Bjöm Hauksson var aftur á móti að spila sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Þeir félagar, Ingi og Hlynur eru nú í hópi leikjahæstu leikmanna ÍBV frá upphafi í efstu deild, Ingi hefur leikið flesta leikina eða 197 en Hlynur er þriðji í röðinni með 186 leiki. Þórður Hallgrímsson var leikjahæstur fyrir tímabilið með 189 leiki en Ingi sló það met gegn FH

Auðvelt hjá bikarmeisturunum

Kvennalið ÍBV mætti KA/Þór í tveimur leikjum helgina 13-15 september en í deildinni er leikin þrefóld umferð. Var seinni leikurinn því í þriðju umferðinni til að spara norðanliðinu ferðakostnaðinn. Fyrir tímabilið var ÍBV spáð efsta sæti í deildinni og eftir leikina um helgina skyldi enginn efast um að sú spá gæti hæglega ræst.

Fyrri leikurinn var mjög auðveldur fyrir ÍBV. Eyjastúlkur mættu varkárar til leiks en um leið og þær náðu þægilegri forystu hrökk pressan af þeim og liðið lék á als oddi. Staðan í hálfleik var 20-9 og varamenn liðsins famir að spreyta sig. Þrátt fyrir það hélst forysta IBV í síðari hálfleik og leikurinn endaði með ellefu marka sigri ÍBV 33-22. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 7/3, Anna Yakova 6/2, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Birgit Engl 4, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 3, Björg Ó. Helgadóttir 3, Sylvia Strass 3, Hildur Sigurðardóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 24/2

Það mátti búast við að einbeitingarleysi gerði vart við sig hjá ÍBV í síðari leiknum sem fór fram daginn eftir. Varð sú raunin og reyndist erfitt að rífa sig upp úr lægðinni. Það var ekki fyrr en á tuttugustu mínútu sem ÍBV komst yfir í leiknum í fyrsta sinn.

Eftir það var aldrei spuming hvar sigurinn lenti og staðan í hálfleik var 12-7. Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik, ÍBV náði mest sjö marka forystu en þegar sjö mínútur vom til leiksloka slógust þær Sylvia Strass hjá IBV og besti leikmaður norðanstúlkna, Ásdís Sigurðardóttir. Það eina sem þær uppskáru var brottvísun Lokatölur leiksins á laugardaginn urðu hins vegar 23-18 og er IBV í efsta sæti Essodeildarinnar í upphafi móts. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 5, Alla Gorkorian 5/1, Sylvia Strass 5, Birgit Engl 2, Björg Ó. Helgadóttir 2, Anna R. Hallgrímsdóttir 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1, Anna Yakova 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 28/1

Stelpurnar urðu að sætta sig við silfrið

Annar flokkur kvenna var sá flokkur sem náði lengst í bikarnum af stóru flokkunum fjórum hjá ÍBV, meistaraflokkum karla og kvenna og 2. flokki karla sem öll komust í undanúrslit í bikamum. Stelpurnar léku til úrslita gegn KR og fór leikurinn fram á Hvolsvelli. ÍBV hefur síðustu þrjú ár komist í úrslitaleikinn, árið 2000 unnu stelpumar en hafa nú tapað síðustu tveimur leikjunum. Lokatölur leiksins um helgina urðu 3-2 fyrir KR. Stefanía Guðjónsdóttir, sem tók við þjálfun liðsins í ágústmánuði sagði að ÍBV hefði síst verið lakari aðilinn. „Það var leiðindaveður þegar leikurinn fór fram, rok og rigning og KR-ingarnir sóttu undan vindi í fyrri hálfleik. Þær skoruðu tvö mörk, fyrra markið um miðjan hálfleikinn og seinna markið undir lok hans og þar spilaði vindurinn stórt hlutverk og nánast feykti boltanum inn. Við sóttum aftur á móti miklu meira í seinni hálfleik. Margrét Lára skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu um miðjan hálfleikinn og undir lokin tók hún aðra eins en Elva Dögg stýrði boltanum yfir línuna. í framlengingunni byrjuðum við með vindinn í bakið en KR-ingar ná einni skyndisókn og fá mjög svo vafasama vítaspymu sem þær skora sigurmarkið úr."

Bikarleikur ÍBV spilaður á Hvolsvelli

Eyjamenn drógust gegn Breiðabliki í 1. umferð bikarkeppni HSÍ. Blikar eiga heimaleikaréttinn en þurfa að bera helmingskostnað af ferðum hins liðsins.

Það var því ákveðið að mætast á miðri leið og mun leikurinn fara fram á Hvolsvelli. Magnús Bragason handknattleiksráðsmaður segir að heimamenn a Hvolsvelli séu mjög spenntir fyrir því að fá leikinn sem fram fer miðvikudaginn 2. október kl. 20.00.

Tap í síðasta leik

ÍBV mætti FH á útivelli í 18. og síðustu umferð deildarinnar. FH-ingar þurftu nauðsynlega á öllum þremur stigunum úr þessum leik á meðan leikmenn ÍBV gátu andað rólega enda sæti liðsins í deildinni svo gott sem tryggt. Heimamenn voru töluvert beittari í leiknum og sigruðu verðskuldað 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur en engu að síður voru það eimamenn sem voru sterkari en hvorugu liði tókst að skora. Seinni hálfleikur var mun fjórugri en það voru Hafnfirðingar sem léku á als oddi. Þeir skoruðu tvö mörk áður en Tómas Ingi Tómasson skoraði gullfallegt mark með hjólhestaspyrnu.

Birkir og Michelle best

Þann 21. september var í fyrsta skipti haldinn sérstakur ÍBV dagur sem hófst með skemmtun fyrir ungliða ÍBV-íþróttafélags en endaði með stórglæsilegu lokahófi í Týsheimilinu. Þar voru samankomnir meistaraflokkar og annar flokkur karla og kvenna í fótboltanum og fólk sem starfað hefur fyrir félagið á árinu. Í ræðu sinni sagði Óskar Freyr Brynjarsson formaður að stjórnin hefði ákveðið að halda IBV-dag vor og haust þar sem handbolta- og fótboltavertíðirnar verða gerðar upp með leikmönnum, starfsfólki og velunnurum félagsins. Það var þröngt setinn bekkurinn í efri sal Týsheimilisins þar sem voru samankomnir um 150 manns. En það skemmdi ekki fyrir því góður matur var á borðum og fólk ákveðið í að njóta stundarinnar. Hápunktur kvöldsins var afhending viðurkenninga fyrir afrek sumarsins. Birkir Kristinsson var valinn besti maður meistaraflokks, Gunnar Heiðar Þorvaldsson var markahæstur og Andri Ólafsson efnilegastur.

Hjá konunum var Michelle Barr valin best, Bryndís Jóhannesdóttir var markahæst, Erna Dögg Sigurjónsdóttir efnilegust og Rakel Rut Stefánsdóttir þótti hafa sýnt mestu framfarir. Í 2. flokki karla var Einar Hlöðver Sigurðsson valinn bestur og Andri Ólafsson hafði sýnt mestar framfarir. Í 2. flokki kvenna var Margrét Lára Viðarsdóttir valinn best. Marteinsbikarinn fékk Lára Dögg Konráðsdóttir fyrir starf utan sem innan vallar. Fréttabikarana fengu Andri Ólafsson og Margrét Lára Viðarsdóttir en þeir falla í skaut þeim leikmönnum í yngri flokkum karla og kvenna sem að mati blaðsins hafa skarað fram úr.

Skellur gegn Val

Eyjamenn tóku á móti Val í fyrsta heimaleik sínum í vetur þann 21. september.

Á meðan Valsmönnum er spáð góðu gengi í vetur er ÍBV sagt lenda í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn bar þess líka merki að liðin muni verða á sitt hvorum enda töflunnar því leikmenn IBV réðu ekkert við Valsmenn. Gestirnir spiluðu mjög grimma vörn í fyrri hálfleik og fengu fyrir vikið auðveld hraðaupphlaupsmörk á meðan ÍBV gekk ekkert að skora. Staðan í hálfleik var 3-18, aðeins þrjú mörk á hálftíma hjá IBV sem hlýtur að vera nálægt því að vera met. Seinni hálfleikur var skárri hjá ÍBV en Valsmenn slökuðu hins vegar á, breyttu um vamaraðferð og notuðu seinni hálfleikinn sem æfingu. Lokatölur leiksins urðu 15-33. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 8/3, Sindri Haraldsson 3, Robert Bognar 2, Sigþór Friðriksson 1, Kári Kristjánsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 7.

Fæstir áhorfendur á Hásteinsvelli

KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur yfir leiki í Símadeild karla í sumar og kemur þar í ljós að áhorfendum hefur fækkað frá fyrra ári sem var metár. Áhorfendum á leikjum IBV hefur fækkað með hverju árinu og í sumar voru þeir fæstir á Hásteinsvelli. Alls mætti 601 að meðaltali á leiki ÍBV en flestir voru þeir á KR-vellinum, 1948 eða rúmlega 1300 fleiri en hjá ÍBV. Fæstir voru á leik Keflvíkinga og KA, 236 en fæstir áhorfendur á leik hjá ÍBV var í leiknum gegn Grindavfk eða 350. Flestir voru hins vegar á leiknum gegn Fram en þá mættu 860 manns á völlinn.

Heimir ekki áfram

Á lokahófi ÍBV-íþróttafélags sem haldið var með knattspyrnumönnum og konum á laugardaginn, var það gefið út að Heimir Hallgrímsson myndi ekki gefa kost á sér

sem þjálfari mfl. karla næsta sumar. Auk Heimis er fyrirséð að Ingi Sigurðsson og Hlynur Stefánsson leggja skóna á hilluna. Alls eru sjö leikmenn samningslausir, Bjami Geir Viðarsson, Bjarnólfur Lárusson, Hjalti Jóhannesson, Hjalti Jónsson, Kjartan Antonsson, Páll Hjarðar og Tómas Ingi Tómasson.

Laufey var með

Laufey Ólafsdóttir ÍBV var í kvennalandsliðinu sem lék gegn Englendingum í umspili um laust sæti á Heimsmeistarakeppninni. Laufey kom inn á í fyrri leik liðanna en var svo í byrjunarliðinu í síðari leiknum sem fór fram ytra. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en leikurinn úti endaði með 1-0 sigri Englendinganna sem komust þar með áfram.

Ólafur fékk tækifæri

Ólafur Þór Berry lék með íslenska landsliðinu í knattspymu skipuðu leikmönnum 17 ára og yngri en liðið lék þá í undanriðli Evrópukeppninnar. Ólafur kom inn á í tveimur leikjum af þremur en íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti af fjórum liðum og komst þar með ekki áfram.

Elva og Margrét til Póllands

Elva Dögg Grímsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir hafa verið valdar í landslið skipað stelpum 19 ára og yngri en liðið tekur þátt í undanriðli Evrópumótsins. Riðillinn fer fram í Póllandi, nánar tiltekið í Podlasie sem er í rúmlega 200 km. fjarlægð frá Varsjá en liðið heldur erlendis mánudaginn 30. september.

Rúmlega 250 börn og foreldrar létu sjá sig

Lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu var haldið í Týsheimilinu á laugardaginn 28. september en þetta er uppskeruhátíð allra yngri flokka karla og kvenna frá 7. fl og upp í 3. fl. og voru veittar viðurkenningar fyrir bestu ástundun, framfarir, prúðmennsku og í eldri flokkum leikmaður ársins. Það var því fjölmennt í Týsheimilinu þennan dag því mættir voru um 250 krakkar og foreldrar. Guðmunda Bjarnadóttir formaður unglingaráðs ÍBV setti hófið og bauð hún alla viðstadda hjartanlega velkomin sem og Inga Sigurðssyni bæjarstjóra sem sá um að afhenda allar viðurkenningar. Guðmunda benti krökkunum á að Ingi bæjó væri búin að stunda æfingar síðan hann var smá peyi og góð ástundun hefði skilað honum að í dag væri hann orðinn leikjahæsti leikmaður m.fl karla og bæjarstjóri. Unglingaráð vill þakka foreldrarfélögum, þjálfurum og öllum þeim sem hafa komið að starfi yngri flokka í sumar. „Ég er mjög ánægður með hvernig þetta tókst hjá okkur og ekki síst með það hvað margir foreldrar mættu. Það eru margir efnilegir krakkar að koma upp hjá okkur og þurfum við að hlúa að þeim. Lykillinn að því er góð samvinna við foreldra og hæfir þjálfarar," sagði Óskar Freyr.

Verðalaunhafar voru eftirfarandi;

í 7.fl. kvenna: Fyrir ástundun, Guðný Erla Guðnadóttir, prúðmennsku Nína Friðriksdóttir og fyrir framfarir Bryndís Jónsdóttir.

6.fl.kvk.yngri: Fyrir ástundun Berglind Dúna Sigurðardóttir, prúðmennsku Ármey Valdimarsdóttir og framfarír Sigríður Lára Garðarsdóttir.

6.fl.kvk.eldri: Fyrir ástundun Sara Rós Einarsdóttir, prúðmennsku Ragnheiður Perla Hjaltadóttir og framfarir Guðný Ósk Ómarsdóttir.

5.fl.kvk yngri: Ástundun Erna Halldórsdóttir, prúðmennska Sandra Gísladóttir, framfarir Bryndís Gísladóttir.

5.fl.kvk eldri: Ástundun Andrea Káradóttir, Bylgja Dögg Sigmarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir, prúðmennska Ingunn Ýr Sigurjónsdóttir og framfarir Aníta Elíasdóttir.

3.fl.kvk: Ástundun Ester Óskarsdóttir, framfarir Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir og leikmaður ársins Anna Kristín Magnúsdóttir.

3.fl.kk: Fyrir framfarir Ólafur Berry, ástundun: Finnbogi Friðfinnsson og leikmaður ársins er Björgvin Þorvaldsson.

4.fl.kk: fyrir framfarir Bjarki Hjálmarsson, ástundun Egill Jóhannsson og leikmaður ársins er Frans Friðriksson.

7.fl.kk.yngri: Fyrir framfarir Jón Ingason, prúðmennsku Guðmundur Tómas Geirsson

7.fl.kk.eldri: Fyrir framfarir Guðbjörn Guðjónsson, prúðmennsku Nökkvi Sverrisson og Sæþór Hallgrímsson og ástundun Arnar Freyr Jónsson.

5.fl.kk.yngri: Fyrir ástundun Sindri Georgsson, prúðmennsku Njáll Aron Hafsteinsson og framfarir Einar Gauti Ólafsson.

5.fl.kk.eldri: Fyrir ástundun Bjarki Ómarsson, prúðmennsku Björgvin Hallgrímsson og framfarir Tómas Kjartansson.

4.fl.kvk: Fyrir ástundun fékk allur flokkurinn, framfarir: Björg Brynjarsdóttir og leikmaður ársins er Fanndís Friðriksdóttir.

6.fl.kk.yngri: fyrir ástundun Björn Sigursteinsson, prúðmennsku Arnar Smári Gústafsson og framfarir Bjarni Kristjánsson.

6.fl.kk.eldri: Fyrir ástundun Haukur Jónsson, prúðmennsku Kristján Tómasson og framfarir Kristgeir Orri Grétarsson.

Stórt stökk fram á við

Karlalið ÍBV spilaði tvo leiki eina helgi í lok september, fyrst gegn Víkingum í Víkinni á föstudagskvöldið þar sem leikurinn endaði með jafntefli, 28 - 28. Svo kom Grótta/KR í heimsókn á sunnudaginn og þar urðu lyktir 25 - 23 fyrir IBV sem þar með hafði náð í þrjú stig í deildinni. Leikurinn gegn Víkingum var kaflaskiptur í meira lagi. Heimamenn náðu strax undirtökunum og mestur varð munurinn átta mörk, 11-3 en staðan í hálfleik var 19-11. í hálfleik breytti Erlingur Richardsson, þjálfari, hins vegar um vanaraðferð, úr 6 - 0 vöm í 4 - 2 og sú vörn virkaði mjög vel. Hægt og sígandi minnkaði munurinn og loks náði ÍBV að jafna 25 - 25. Eftir það voru það Víkingar sem voru skrefinu á undan en þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir jöfnuðu Eyjamenn leikinn og nældu sér þar með ísitt fyrsta stig í vetur. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 9/1, Bognar 7, Sigurður Bragason 5, Sindri Ólafsson 3, Kári Kristjánsson 3, Erlingur Richardsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 14.

Seinni leikurinn var heimaleikur gegn Gróttu/KR. Strax frá fyrstu mínútu var spiluð 4 - 2 vörn með þjálfarann, Erling Richardsson í hjarta vamarinnar. Sóknarleikur liðsins var líka mun betri, Sigurður Ari Stefánsson er farinn að skora úr öllum mögulegum færum og fyrir vikið opnast meira pláss fyrir aðra sóknarmenn. Um miðjan fyrri hálfleik kom reyndar slæmur kafli og ÍBV lenti þremur mörkum undir en strákarnir náðu að snúa leiknum sér í hag áður en flautað var til leikhlés. Í síðari hálfleik voru það Eyjamenn sem leiddu, fyrir utan að gestimir náðu að jafna tvívegis en lengra komust þeir ekki og því fögnuðu leikmenn ÍBV kærkomnum sigri í leikslok, 25 - 23. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 8/2, Robert Bognar 6, Sigurður Bragason 4, Erlingur Richardsson 2, Kári Krjstjánsson 2, Sindri Ólafsson 2, Davíð Óskarsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 8, Eyjólfur Hannesson 3/1.

Með fullt hús stiga

Kvennalið ÍBV lék tvo leiki síðustu viku septembermánaðar, fyrst sóttu stelpurnar Stjörnunna heim og tveimur dögum síðar FH. Leikurinn í Garðabænum byrjaði ekki vel fyrir ÍBV, Stjaman komst í 6 - 1 áður en Eyjastúlkur rönkuðu við sér. Staðan í hálfleik var 13-10 Stjömunni í vil. Síðari hálfleikur var mun betri hjá ÍBV. Eyjastúlkur skoruðu fyrstu fjögur mörkin og komust þar með í fyrsta sinn yfir í leiknum. Eftir það skiptust liðin á að skora en á endanum var það ÍBV sem hafði betur, 23 - 24. Mörk IBV: Anna Yakova 7/1, Alla Gorkorian 6/3, Sylvía Strauss 4, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Björg Ólöf Helgadóttir 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 12. Stelpurnar fengu litla hvíld á milli leikja en tveimur dögum síðar var komið að FH á þeirra heimavelli. FH-ingar eru með mjög ungt og efnilegt lið og þar er m.a. að finna einn Eyjamann því Bjarný Þorvarðardóttir er í leikmannahópi Hafnfirðinga. En leikurinn fór rólega af stað en smá saman dró í sundur með liðunum. ÍBV var svo yfir í hálfleik 11-15. Leikmenn ÍBV mættu svo fullrólegar í síðari hálfleik enda jöfnuðu Hafnfirðingar leikinn, 19- 19. Stelpumar settu þá aftur í gír og sigu framúr um miðjan hálfleikinn. Lokatölur urðu 23 - 26 og því er IBV eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 12/2, Anna Yakova 5, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Sylvia Strass 3, Elísa Sigurðardóttir 1, Birgit Engl 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18.

Laufey í liði seinni umferðar

Knattspymusamband íslands stóð í sumar fyrir því, ásamt íþróttafréttamönnum að velja úrvalslið í Símadeild karla og kvenna. Þrjú lið voru valin í karlaboltanum en tvö í kvennaboltanum og varsíðasta val sumarsins tilkynnt í vikunni. Þar átti ÍBV einn fulltrúa þar sem Laufey Ólafsdóttir var í liði seinni umferðar Símadeildar kvenna. Þrjár á úrtaksæfingar Um helgina fóm fram úrtaks- æfingar hjá U-17 ára landsliði kvenna í handbolta.

OKTÓBER:

Uppstokkun í stjórn karlafótboltans

Ásmundur Friðriksson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar ÍBV, hefur látið af því starfi. Stærsti hluti stjórnarinnar hættir um leið og hefur Viðar Elíasson tekið við formennskunni og fengið nýja menn til liðs við sig. Aðdragandinn var nokkur og sjálfur segir Ásmundur að sér hafi fundist þetta rétti tíminn til að hætta núna eftir þrjú tímabil, bæði sé starfið tímafrekt og peningaleg staða deildarinnar góð sem auðveldi nýjum mönnum að taka við. „Það var fyrir þremur vikum, eða viku fyrir síðasta leikinn í deildinni, að ég hafði samband við stjórn ÍBV- íþróttafélags og sagðist vilja hætta núna," sagði Ásmundur. „Ástæðurnar voru tvær, í fyrsta lagi mikið álag og í öðru lagi er deildin að skila hagnaði. Eftir að skrifstofa félagsins tók við bókhaldinu er það orðið sýnilegt sem er mikil breyting frá því þegar ég tók við árið 2000. Þá var staða deildarinnar miklu verri en okkur var sagt og var ekki auðvelt að henda reiður á hver raunveruleg staða var. Við í stjórninni getum verið nokkuð ánægðir og á þessum forsendum vildi ég hætta."  Ásmundur segir að hann, ásamt Óskari Frey Brynjarssyni, formanni félagsins, hafi strax hafið leit að nýjum formanni fyrir stjórn knattspyrnudeildar. „Við ræddum við Viðar Elíasson sem var til, en ég þekki hann vel sem bekkjar- og fermingarbróður. Við settumst niður og lagði ég fram hugmyndir mínar um það hvernig ég vildi að þessi skipti færu fram. Við vorum ekki alveg sammála um hvernig þau yrðu og á tímabili var ég jafnvel hættur við að hætta. En við, ég, Viðar og Páll Scheving, framkvæmdastjóri félagsins, komumst að samkomulagi síðasta mánudag. Þatta snerist að nokkru leyti um starfslokasamning við Jóhann Inga Arnason, framkvæmdastjóra deildarinnar, sem vildi hætta." Ásmundur segir öll laun leikmanna sem næst í skilum og verði það sem upp á vantar gert upp á næstunni. Allt tal um óreiðu sé því úr lausu lofti gripið. „Framundan eru ýmis mál, það þarf að ræða við leikmenn, finna þjálfara og fara yfir auglýsingasamninga. Að þeirra ósk verð ég nýrri stjórn innan handar til að byrja með." Ásmundur vill leggja áherslu á að brotthvarf hans úr stjórninni hafi ekkert með brottrekstur Njáls Eiðssonar fyrrum þjálfara að gera. „Það hefur ekki verið minnst á það einu orði. Aðalatriðið er að við erum að skila góðu búi. Ég vil þakka stjórninni gott samstarf og öllum sem stutt hafa okkur á undanförnum árum. Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar og áfram ÍBV," sagði Ásmundur að lokum.

Engin hallarbylting

Mannabreytingar hafa orðið í stjóm knattspyrnudeildar karla hjá IBV- íþróttafélagi. Auk Ásmundar hafa Friðrik Friðriksson og Eggert Garðarsson ákveðið að hætta en Friðrik ætlar sér reyndar að sinna málefnum yngri flokkanna að einhverju leyti. Ný stjóm knattspymudeildar karla er því þannig skipuð: Viðar Elíasson formaður, Jóhann Georgsson varaformaður, Gísli Hjartarsson ritari, Ágúst Einarsson, Magnús Valsson og Ástþór Jónsson en þeir tveir síðastnefndu voru fyrir í stjórninni. Viðar sagði í samtali við Fréttir að hvatinn til þess að taka þetta starf að sér væri fyrst og fremst áhugi fyrir íþróttalífi Eyjanna. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þetta er mjög tímafrekt starf en það er nú bara þannig með alla sjálfboðavinnu, að hún tekur öll tíma og það kemur yfirleitt niður á frítmanum. Stjórnarskiptin fóm fram í vinsemd, þetta var engin hallarbylting því menn vildu bara hætta á þessum tímapunkti." Hver eru fyrstu verkefni nýju stjómarinnar? „Það eru næg verkefni framundan hjá okkur og af nógu er að taka. Fyrsta verkefni okkar verður sjálfsagt að finna þjálfara fyrir meistaraflokk og í framhaldi af því munum við tala við þá leikmenn sem léku með okkur í sumar. Svo verðum við að sjálfsögðu að vera með augun opin fyrir þeim leikmönnum sem hægt er að fá til liðs við okkur. Við eigum hins vegar mjög efnilegan hóp af knattspymumönnum og að honum þarf að hlúa. Einnig höfum við séð fækkun áhorfenda, við þessu þarf að bregðast og almennt að auka áhuga á fótbolta í Eyjum."

Stjórn kvennafótboltans segir of sér

Stjórn knattspyrnudeildar kvenna hefur öll ákveðið að segja af sér. Hefur hún farið þess á leit við aðalstjórn ÍBV að hún finni nýtt fólk í stjórn. „Reksturinn er á núllinu og við erum í skilum við alla, við vitum ekki betur. Menn eru orðnir þreyttir og búnir að fá nóg eftir sumarið," sagði Sigurjón Þorkelsson fráfarandi formaður stjómarinnar.

Sigurjóni finnst leikmenn ekki gefa nóg af sér við stjómina og telur það vera eitthvað sem leikmenn í Eyjum mættu fara að huga að. „Ég er til dæmis sár yfir því að á lokahófinu í Týsheimilinu skyldi enginn úr leikmannahópnum þakka stjóminni fyrir sumarið. Það er kannski lýsandi dæmi um hugarfarið hjá leikmönnum. Þeir vilja allt fá en gefa ekki nóg til baka. Sumarið hefur verið erfitt en stjómin var stofnuð fyrir fjórum ámm og sumir ráðsmanna búnir að sitja í því allan tímann. Síðastliðið sumar var erfiðara en öll hin árin til samans." Sigurjón viðurkennir að það hafa verið erfið ákvörðun að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara, hætta. „Það var annað hvort að láta hana hætta eða draga liðið út úr keppni því allnokkrir leikmenn ætluðu að hætta ef hún yrði áfram. Við erum sprungnir enda fylgir þessu mikil vinna, miklu meiri en fólk heldur. Eg vona að aðalsttjórn ÍBV finni gott fólk í stjórn og ég óska þeim velfarnaðar. Helst vildi ég sjá einhverja foreldra leikmanna koma inn í stjórnina en við höfum oft orðið fyrir harðri gagnrýni af þeirra hálfu. Hún hefur oft á tíðum ekki verið sanngjörn að mínu mati," sagði Sigurjón að lokum.

Halldór hættur með yngri flokkana

Um leið og hlé verður á æfingum í knattspyrnu yngri flokkanna mun Halldór Öm Þorsteinsson hætta sem yfirþjálfari yngri flokka ÍBV. Halldór hefur sinnt þessu starfi auk þess að þjálfa nokkra flokka félagsins og hefur almennt verið mikil sátt um hans störf. Hann hættir hins vegar af persónulegum ástæðum. „Það er ýmislegt sem verður lítið við ráðið sem veldur því að ég þurfti að hætta. Þetta em fyrst og fremst persónuleg vandamál sem gerðu það að verkum að ég gat ekki annað en flutt aftur í Árbæinn." En hvernig likaði þér að vinna hjá ÍBV? „Eg viðurkenni það fúslega að mér fannst erfitt að vera hérna fyrstu vikumar enda hef ég alla tíð búið í Reykjavfk. Það vandist hins vegar fljótt. Ég er hins vegar mjög ánægður með Magnús Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóra og unglingaráðið enda áttum við gott samstarf. Menn hafa verið að gera grín að því hérna að ég hljóti að vera góður þjálfari fyrst ég var eini aðkomuþjálfarinn sem var ekki látinn fjúka í sumar en félagið færir góðan vitnisburð hjá mér," sagði Halldór

Stórsigur hjá 2.  flokki

2. flokkur karla lék sinn fyrsta leik í íslandsmótinu í byrjun október en þá mætti liðið Stjörnunni á útivelli. Strákarnir unnu stórsigur, 35-23 eftir að staðan í hálfleikvar 11-20. Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 14, Sigurður Ari Stefánsson 7, Kári Kristjánsson 4, Sigþór Friðriksson 4, Sindri Haraldsson 2, Jens Kr. Elíasson 2, Karl Haraldsson 1, Sindri Ólafsson 1. Varin skot: Eyjólfur Hannesson 18

3. flokkur karla lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í Islandsmótinu en þjálfari beggja flokkanna er Erlingur Richardsson. Leikið var gegn FH ingum í Hafnarfirðinum en eftir afleitan fyrri hálfleik var staðan í hálfleik 10-5. Seinni hálfleikur var mun betri en lokatölur urðu hins vegar 22-21 fyrir FH. Mörk IBV: Baldvin Sigurbjórnsson 5/3, Grétar Eyþórsson 4, Benedikt Steingrímsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Leifur Jóhannesson 2, Vignir Svafarsson 2, Sævald Hallgrímsson 2. Varin skot: Þorgils Jónsson 5, Halldór Grímsson 11.

Stelpurnar frábærar

Kvennalið ÍBV tók á móti Val 3. október. Gestirnir áttu ekki mörg svör gegn leik ÍBV og endaði leikurinn með tíu marka sigri Eyjastúlkna. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9/4, Anna Yakova 6, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Sylvia Strass 2, Björg Ólöf Helgadóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1, BirgitEngl 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 19.

Það var sutt á milli leikja þá vikuna en tveimur dögum síðar kom lið Fram í heimsókn en ÍBV var mun sterkara liðið og lokatölur urðu 36-20. Fyrstu fimm mínúturnar voru hins vegar jafnar og ekki að sjá að Framliðið væri á botni deildarínnar. En það var eins og þessar mínútur hafi bara verið upphitun hjá Eyjaliðinu því næstu fímmtíu og fimm mínútumar var nánast aðeins eitt lið á vellinum. Staðan í hálfleik var 20 - 8.

Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 7/1, Alla Gorgorian 5/1, Anna Yakova 5, Ana Perez 4/1, Edda Eggertsdóttir 4, Sylvia Strass 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir

2, Birgit Engl 2, Aníta Ýr Eyþórsdótfir 2/1, Hildur Sigurðardóttir l,Björg Ó. Helgadóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 20/1, íris Sigurðardóttir 1.

Tap í Garðabæ

Karlalið IBV sótti Stjörnuna heim en leikurinn var lengst af í járnum en loktatölur urðu  28 – 26 Stjörnunni í vil. Garðbæingar byrjuðu betur, skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru ávallt skrefí á undan. Undir lok fyrri hálfleiks datt hins vegar leikur ÍBV nokkuð niður og staðan í hálfleik var 11-9. Það tók svo Eyjamenn um það bil hálfan seinni hálfleik að komast inn í leikinn aftur. Undir lokin tókst IBV að minnka muninn niður í eitt mark. Þá voru sjö mínútur eftir og leikurinn galopinn. En lengra komust strákarnir ekki og Stjörnumenn tryggðu sér tveggja marka sigur þegar skammt var til leiksloka. Mörk IBV: Robert Bognar 7/1, Sigurður Ari Stefánsson 5, Sindri Haraldsson 4, Kári Kristjánsson 4, Sindri Ólafsson 2, Erlingur Richardsson1, Ríkharð Guðmundsson 1, Sigþór Guðmundsson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Eyjólfur Hannesson 5, Viktor Gigov 7.

Gunnar Heiðar efnilegastur

Lokahóf KSÍ fór fram á upphafsdögum október mánaðar en það fór fram á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík. Að venju var mikið fjör en hápunktur kvöldsins er ávallt þegar val leikmanna og þjálfara, bæði í karla- og kvennaboltanum, á besta og efnilegasta leikmanninum er tilkynnt. Efnilegasti knattspyrnumaðurinn var valinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV en auk þess voru þau Birkir Kristinsson og Laufey Ólafsdóttir valin í lið ársins.

Ekkert bikarævintýri hjá körlunum

Bæði A- og B-lið meistarflokks karla í handknattleik léku í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar. A-liðið átti að eiga frekar léttan leik fyrir höndum þegar liðið mætti Breiðabliki, sem leikur í utandeildinni en leikurinn fór fram á Hvolsvelli. Ekki vantaði stuðning við IBV þar því áhorfendur létu vel í sér heyra. Það dugði hins vegar ekki til því Blikar unnu leikinn mjög óvænt 27-26. B-liðið mætti hins vegar ÍR-ingum hér í Eyjum og þrátt fyrir góða tilburði þá voru það ÍR-ingar sem unnu leikinn nokkuð örugglega, 20-39.  Mörk ÍBV: Sigbjörn Óskarsson 6/3 (18 tilraunir), Jón Logason 4/2, Davíð Guðmundsson 2, Haraldur Hannesson 2 (engin vippa), Daði Pálsson 1, Eyþór Harðarsson 2/1, Arnar Richardsson 1, Jón Atli Gunnarsson 1, Helgi Bragason 1

Margrét Lára á skotskónum

Margrét Lára Viðarsdóttir lék með U-19 ára landsliði íslands í undanriðli Evrópumótsins. Riðillinn fór fram í Póllandi en auk heimamanna voru íslendingar, Belgía og Bosnía-Herzegóvína í riðlinum. Íslenska liðið vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum og endaði í þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið er þar með úr leik en Margrét Lára skoraði þrjú af fimm mórkum Íslands en hún var eini leikmaður ÍBV í hópnum.

Andri Ólafs til Aston Villa

Andra Ólafssyni hefur verið boðið til æfinga hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa. Hér á árum áður gerðist það á hverju ári að ungum og efnilegum knattspyrnumönnum í Eyjum var boðið til erlendra stórliða til æfinga yfir vetrartímann til að fá smjörþefinn af atvinnumennskunni, en það hefur hins vegar minnkað hin síðari ár.

Ana Perez byrjuð aftur

Hin sterka handknattleikskona, Ana Perez sem lék með IBV á síðasta tímabili, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og var hún í leikmannahópi ÍBV þegar liðið mætti Val á útivelli í síðustu viku. Ana kom hingað í haust og býr hér ásamt íslenskum unnusta sínum og ljóst að leikmannahópur IBV hefur sjaldan verið jafn sterkur og nú.

Erlingur meiddur

Erlingur Richardsson, þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hefur í síðustu leikjum verið að koma meira inn í leik liðsins og hefur hann styrkt varnarleik liðsins til muna. I leiknum gegn Stjörnunni meiddist hann hins vegar og óvíst hvort hann verður klár í slaginn gegn HK.

Kjartan farinn til Fylkis

Varnarmaðurinn sterki, Kjartan Antonsson, sem hefur spilað síðustu fjögur ár með ÍBV, hefur nú ákveðið að spila með Fylki á næsta tfmabili. Kjartan lék ellefu leiki með ÍBV í sumar en var lengi frá vegna meiðsla. Þar með hefur ÍBV misst tvo af þeim þremur sem hafa skipað miðvarðarstöðuna undanfarin ár, þá Hlyn Stefánsson og Kjartan en eftir stendur Páll Hjarðar

Góð sigling á strákunum í 2. flokki

Annar flokkur karla lék þann 13. september gegn Gróttu og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Strákarnir voru ekki í vandræðum með að tryggja sér sinn annan sigur í íslandsmótinu í röð í fyrstu tveimur umferðunum, lokatölur leiksins urðu 31 - 24.

ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum og náði fljótlega fjögurra marka forystu en staðan í hálfleik var 14-10. Seinni hálfleikur var svo í jafnvægi framan af en undir lokin settu strákarnir aftur í gír og tryggðu sér sjö marka sigur undir lokin.

Mörk IBV: Kári Kristján Kristjánsson 8, Davíð Þór Óskarsson 7, Sigurður Ari Stefánsson 5, Sindri Haraldsson 4, Benedikt Óskar Steingrimsson 2, Jens Kristinn Elíasson 2, Sigþór Friðriksson 2.

4. flokkur kvenna lék einnig hér í Eyjum í fyrstu umferð Íslandsmótsins en með ÍBV í riðli voru Grótta, Grótta 2 og Valur. ÍBV tapaði öllum leikjum sínum, fyrst gegn Val 8 - 11, svo gegn Gróttu 2 13- 15 og svo gegn Gróttu 6-19. Þetta voru fyrstu leikir Eyjastelpnanna á meðan önnur lið hafa leikið æfingaleiki og reyndin hefur verið þannig undanfarin ár að yngri flokkar ÍBV sæki á þegar á líður íslandsmótið.

Mörk ÍBV um helgina: Ester Óskarsdóttir 11, Hekla Hannesdóttir 4, Sara Sigurðardóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 3, Silja Rós Guðjónsdóttir 3, Þórunn Sigurðardóttir 2, Birgitta Rúnarsdóttir 1.

Gerðu það sem þurfti

Kvennalið ÍBV mætti ungu en efnilegu liði Fylkis/ÍR en fyrir leikinn var ÍBV með fullt hús stiga en nýliðarnir áttu enn eftir að næla sér í sín fyrstu stig. Það áttu því flestir von á því að sigurinn yrði nánast formsatriði fyrir IBV en gestirnir bitu frá sér í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 14-10 fyrir ÍBV. Seinni hálfleikur var svo leikur kattarins að músinni. Leikmenn ÍBV fóru á kostum í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þá níu mörk úr tíu sóknartilraunum. Lokatölur urðu 34-20 og því er ÍBV enn með fullt hús stiga. Mörk ÍBV: Sylvia Strass 11, Anna Yakova 7, Alla Gorkorian 6/3, Ingibjörg Jónsdóttir 4/1, Edda Eggertsdóttir 3, Birgit Engl 2, Elísa Sigurðardóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 21.

Sóknarleikurinn hrundi

Karlalið IBV tók á móti HK í Essodeild karla þar sem gestirnir sigruðu 21-24.  Fyrri hálfleikur var jafn lengst af en sóknarleikur IBV var samt sem áður mjög stirður. Það var fyrst og fremst Robert Bognar sem hélt honum uppi í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með tveggja marka forystu í hálfleik, 11-13 en byrjun ÍBV í seinni hálfleik var afleit, sóknarleikurinn hrundi algjörlega og fyrir vikið fengu gestirnir auðveld mörk hraðaupphlaupum. Staðan breyttist úr 11-13 í 12-18 og úrslit leiksins nánast ráðin.

Varamennirnir fengu að spreyta sig undir lokin og stóðu sig ágætlega, minnkuðu m.a. muninn niður í þrjú mörk en komust ekki lengra. Mörk ÍBV: Robert Bognar 8/2, Sigurður Ari Stefánsson 4/1, Davíð Þór Oskarsson 3, Michael Lauritsen 3, Kári Kristjánsson 2, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Viktor Gigov 11/2.

Eyjamenn í landsliðinu

Að þessu sinni voru þrír Eyjamenn í leikmannahópi íslenska landsliðsins þegar liðið mætti Skotum. Birkir Kristinsson vermdi tréverkið en Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson spiluðu allan leikinn þegar Ísland tapaði 0-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var svo í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins sem tapaði einnig 0-2 fyrir Skotum. Gunnar sat á bekknum en kom inn á undir lokin en þessir fjórir leikmenn munu vera í leikmannahópum íslensku liðanna þegar þau mæta Litháen.

Laufey og Rakel til Vals

Á vef mbl.is er sagt frá því að Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir, sem báðar léku með ÍBV í knattspyrnu í sumar, hafi gengið til liðs við sitt gamla félag Val. Báðar gengu þær í raðir ÍBV fyrir síðasta sumar og stóðu vonir manna til þess að Layfey yrði áfram en vitað var að Rakel ætlaði ekki að framlengja samninginn.

Stelpurnar óstóðvandi

Helgina 18-20 október fór fram svokölluð Essobomba, en þá eru leiknar tvær umferðir á þremur dögum. Á föstudagskvöld tóku stelpurnar á móti Gróttu/KR en ÍBV ekki í vandræðum með gestina og hreinlega valtaði yfir þá. Sigurinn byggðist fyrst og fremst á gríðarlega sterkum vamarleik þar sem boltinn vannst og við það fékk liðið hraðaupphlaup. Liðið lék sérstaklega vel fyrstu tuttugu mínútumar í síðari hálfleik og þegar rúmar fimm mínútur vom eftir af leiknum höfðu gestimir aðeins skorað fjögur mörk í síðari hálfleik. Lokatölur urðu hins vegar 28-19. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 7/3, Ingibjörg Jónsdóttir 6, Birgit Engl 4, Edda Eggertsdóttir 3, Ana Perez 2, Björg Ó. Helgadóttir 2, Sylvia Strass 2, Anna Yakova 2.

Liðið lék svo gegn Guðbjörgu Guðmannsdóttur og félögum hennar í Víkingum og fór leikurinn fram í Víkinni. Sigurganga ÍBV var ekki rofin þar því lokatölur í Víkinni urðu 16-23. ÍBV spilaði fyrri hálfleikinn ekki vel á sunnudaginn en var þó einu marki yfir en í hálfleik, 11-12. Sagan endurtók sig frá því á föstudagskvöldið því fyrstu tuttugu mínútumar í síðari hálfleik lék liðið á alls oddi, fékk á sig aðeins tvö mörk en skoraði níu og tryggði sér þar með sigurinn. Mörk ÍBV;  Alla Gorkorian 12/6, Anna Yakova 6, Elísa Sigurðardóttir 1, Ingibjörg Jónsdóttir 1, Björg Ó. Helgadóttir 1, Birgit Engl 1, Sylvia Strass 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 11/1.

Langt ferðalag en bág uppskera

Karlalið ÍBV lagði land undir fót og fór í helgarferð til Akureyrar en alls tók ferðalagið um 43 klukkustundir, fyrir leik sem stendur yfir í rúman klukkutíma. Leikmenn og forráðamenn lögðu það á sig að fara með Herjólfi og gista tvær nætur.. Þórsarar voru mun betri í upphafi leiks og voru átta mörkum yfir í hálfleik, 18-10. Seinni hálfleikur var lítið betri af hálfu ÍBV og niðurstaðan var ellefu marka tap fyrir norðan, 36-25. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 8/6, Sindri Haraldsson 5, Davíð Óskarsson 5, Richard Guðmundsson 3, Sindri Haraldsson 2, Sigþór Friðriksson 1, Sigurður Bragason 1, Robert Bognar 1. Varin skot: Viktor Gigov 7, Eyjólfur Hannesson 1.

Ekki að renna á rassinn

Þjálfaramál karlaliðs IBV í knattspymu hafa verið áberandi í fjölmiðlum landsins undanfarna daga en liðið var í samningsviðræðum við Sigurð Jónsson, fyrum þjálfara FH, um að taka liðið að sér. Sigurður ákvað á síðustu stundu að taka frekar boði Víkinga en Viðar Elíasson, formaður knattspymudeildar karla, sagði í samtali við Fréttir að Sigurður hefði verið mjög jákvæður fram að því. „ Staðan var orðin þannig að Sigurður var búinn að segja við okkur að hann væri jákvæður fyrir því að koma til okkar. Það kom í raun ekki upp fyrr en á laugardaginn að hann ætlaði sér annað. Við erum hins vegar í viðræðum við þjálfara og erum alls ekkert að renna á rassinn í þessum málum. Ég neita því hins vegar ekki að við hefðum viljað vera komnir lengra með þessi mál."

Gáfu ekki kost á sér

Það hefur vakið athygli undanfarið að þegar talið hefur verið í kvennalandslið Íslands hefur verið gengið framhjá leikmönnum ÍBV. Fyrir skömmu var hins vegar tílkynnt um hver æfingahópur landsliðsins væri og þar vora bæði Vigdís Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Hvorugar þeirra gáfu hins vegar kost á sér í liðið vegna anna auk þess sem þátttaka í kvennalandsliðinu kalli á vinnutap og langa fjarveru frá fjölskyldum.

Góður sigur hjá unglingaflokki

Unglingaflokkur ÍBV í handbolta, sem er næst elsti kvennaflokkurinn, lék um miðjan október fyrsta leik sinn í íslandsmótinu en þá tók liðið á móti HK. Stelpurnar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og vom fimm mörkum yfir í hálfleik, 14 - 9. En stelpurnar misstu einbeitninguna um stund í síðari hálfleik og HK gekk á lagið. En undir lokin náðu leikmenn IBV aftur að auka muninn og sigruðu leikinn með tveimur mörkum, 23- 21. Mörk ÍBV: Aníta Eyþórsdóttir 7, Björg Ólöf Helgadóttir 5, María Guðjónsdóttir 4, Hildur Jónsdóttir 4, Þórsteina Sigurbjörnsdótfir 2, Ester Óskarsdóttir 1. Bima Þórsdóttir átti góðan dag í markinu.

Tryggvi tryggði Rosenborg titilinn

Þrátt fyrir misjafnt gengi Stabæk að undanförnu, sáu leikmenn þess til þess að Rosenborg varð norskur meistari í knattspymu, ellefta árið í röð. Í næst síðustu umferð mætti Stabæk nefnilega helsta keppinaut Rosenborg, Molde og sigruðu Tryggvi Guðmundsson og félagar 4 - 2 en með tapinu átti Molde ekki lengur möguleika á að ná Rosenborg að stigum. Tryggvi skoraði eitt mark og færði þar með landa sínum, Áma Gauti Arasyni norska titilinn á silfurfati.

Magnús Gylfason þjálfar ÍBV

Í síðari hluta októbermánaðar var gengið munnlega frá ráðningu Magnúsar Gylfasonar í stöðu þjálfara karlaliðs ÍBV í knattspymu. ÍBV hefur í nokkum tíma verið eina liðið í efstu tveimur deildum Islandsmótsins sem ekki hefur gengið frá þjálfaramálum. Magnús hefur undanfarið verið þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands en hefur auk þess þjálfað yngri flokka KR og verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki. Hann þjálfaði líka Víking frá Ólafsvík fyrir nokkrum árum og hefur einnig verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Íslands undanfarið þannig að reynsla hans í efstu deild er lítil. Það er hins vegar rétt að benda á það að þeir þjálfarar sem þjálfað hafa ÍBV undanfarin ár eiga það flestir sammerkt að hafa litla reynslu í efstu deild þegar þeir hafa þjálfað ÍBV. Magnús sagði í samtali við Fréttir að hann væri fyrst og fremst mjóg ánægður með að fá tækifæri til að þjálfa IBV. ,,Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef að sjálfsógðu fylgst með ÍBV liðinu í gegnum árin, en ekki með það fyrir augum að taka við liðinu einhvem daginn en engu að síður séð nokkra leiki." Aðspurður um hvort hann komi til með að flytja til Eyja strax sagði Magnús svo ekki vera. „Ætli það verði ekki sami gangur á þessu og hefur verið undanfarin ár, ég verð í Reykjavík í vetur og stýri strákunum hérna en verð svo með aðstoðarmann í Eyjum. Eg stefni hins vegar á það að vera kominn til Eyja ekki seinna en 1. maí. Ég rek fiskvinnslu hér í Hafnarfirði þannig að ég á eftir að ræða þetta við mína meðeigendur og sömuleiðis eigum við fjölskyldan eftir að setjast niður og ræða þetta."

Baráttusigur á meisturunum

Kvennalið ÍBV tók á móti Haukum, sem eru ríkjandi Islandsmeistar. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir þær fimm hundruð manneskjur sem studdu stelpurnar til sigurs og endaspretturinn skyggði ekki á gleðina. Það blés hins vegar ekki byrlega í segl ÍBV í upphafi leiks því leikmönnum liðsins voru afar mislagðar hendur í sókninni en Lukrecija Bokan, sem áður lék í marki ÍBV var einnig Eyjastúlkum erfíð. Haukar komust fimm mörkum yfir strax í upphafi en með mikilli baráttu tókst stelpunum að jafna. Haukar voru þó yfír í hálfleik, 10-11. Í upphafi seinni hálfleiks leit svo allt út fyrir að Haukarnir myndu aftur ná þægilegri forystu en þá tóku leikmenn ÍBV við sér. Sylvia Strass fór fyrir sínum manneskjum í sókninni, stýrði liðinu eins og herforingi auk þess sem Vigdís Sigurðardóttir nánast lokaði markinu. Sylvia kom ÍBV yfir í fyrsta sinn í leiknum á átjándu mínútu síðari hálfleiks og eftir það litu leikmenn ÍBV ekki um öxl, heldur juku muninn til leiksloka. Lokatölur urðu svo 27- 22, glæsilegur sigur á Íslandsmeisturunum og því er ÍBV enn ósigrað eftir tíu fyrstu leikina í Íslandsmótinu. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9/2, Sylvia Strass 8/2, Birgit Engl 4, Anna Yakova 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Björg Ólöf Helgadóttir 1.

Enn eitt tap

Karlalið ÍBV tók á móti FH en í liði FH-inga eru þrír Eyjamenn, þeir Svavar Vignisson, Arnar Pétursson og Björgvin Þór Rúnarsson. Leikurinn bar þess helst merki að dómarapar hans var algjörlega úti á þekju og urðu þeir þess valdandi að IBV tapaði leiknum en jafntefli hefðu líklega verið sanngjörnustu úrslitin. Eins og svo oft áður var sóknarleikur IBV afar tilviljunarkenndur og skorti menn oft viljann til að skora. Það lagaðist reyndar þegar á leið, og innkoma Davíðs Þórs Óskarssonar virkaði sem vítamínsprauta á sóknarleikinn. Það kom svo í ljós að það var aðeins í byrjun sem FH-ingar náðu einhverju forskoti en jafnt var á óllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum, liðin skiptust á að skora en á tólftu mínútu dró til tíðinda. Þá áttust við tveir keppnismenn, þeir Arnar Pétursson og Davíð Óskarsson sem endaði með því að Davíð fékk rautt spjald. Sá dómur var hreint óskiljanlegur, ef einhverjum hefði átt að vera refsað var það Arnar en atvikið var annars mjög saklaust og í raun ástæðulaust að refsa nokkrum manni fyrir það. Á þessum leikkafla voru Eyjamenn tveimur færri og það nýttu gestirnir sér og náðu þriggja marka forystu. Henni héldu þeir til leiksloka og sigruðu 24-21. Mörk ÍBV: Robert Bognar 8/1, Davíð Þór Oskarsson 4, Sigurður Bragason 3/1, Sigþór Friðriksson 2, Michael Lauritsen 1, Erlingur Richardsson 1. Varinskot: Viktor Gigov 13/1.

Dómararnir báðust afsökunar

Í leik ÍBV og FH í Essodeild karla komu upp mörg vafasöm atriði í dómgæslunni og eitt þeirra var þegar Davíð Óskarssyni var vikið af velli með rautt spjald á 42. mínútu. Dómarapar Ieiksins, þeir Ingi Már Gunnarsson og Þorsteinn Guðnason, skoðaði atvikið á myndbandi að ósk forráðamanna ÍBV og þar sáu þeir hið sanna. Í framhaldi af því sendu þeir félagar HSÍ bréf þar sem þeir skýrðu frá því að Davíð hefði ekki átt að fá rauða spjaldið og bættu við að Arnar Pétursson, leikmaður FH, hefði með réttu átt að fá spjaldið. Magnús Bragason, fonnaður handknattleiksráðs sagðist vera mjög ánægður með þessi vinnubrögð. „Þeir eru meiri menn fyrir vikið að viðurkenna mistök sín og það er virðingarvert. Þeir báðust líka afsökunar eftir að hafa séð atvikið en engu að síður hafði þetta mikil áhrif á leikinn og kostaði okkur sigurinn."

Stórt tap gegn Fram

ÍBV mætti Fram þann 28.október og fór leikurinn fram í Reykjavík. Fyrirfram var búist við frekar erfiðum leik þó svo að liðin hafi verið á svipuðum slóðum fyrir leik. Leikurinn fór ágætlega af stað fyrir ÍBV og jafnt var á öllum tölum framan af. En í stöðunni 8-8 kom afleitur kafli hjá ÍBV þar sem staðan breyttist í 15-9 og voru það hálfleikstölur. Framarar héldu svo áfram að þjarma að ÍBV og komust í 20-10 í upphafi seinni hálfieik og úrslitin ráðin. Framarar voru svo ekki í vandræðum með að halda forystunni og niðurstaðan varð því ellefu marka sigur Framara 33-22. Mörk ÍBV: Michael Lauritsen 6, Sigurður Ari Stefánsson 3, Sigurður Bragason 3, Davíð Þór Óskarsson 2/2, Kári Kristjánsson 2, Robert Bognar 2, Sigþór Friðriksson 2, Sindri Haraldsson 1, Erlingur Richardsson 1.

Gunnar Heiðar til Mouscron

Einn efnilegasti knattspyrnumaður íslands, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er á leið til belgíska efstu deildarliðsins Mouscron til reynslu. Gunnar mun fara út í enda nóvember og verður ytra í viku til að byrja með. Gunnar Heiðar er með samning við ÍBV þannig að ef af því verður að hann gangi til liðs við belgíska félagið mun það þurfa að greiða fyrir Gunnar.

Tryggvi fékk silfurskóinn norska

Í lok október lauk keppni í norska fótboltanum og Tryggvi Guðmundsson og félagar hans í Stabæk enduðu í fimmta sæti deildarinnar. Stabæk sigraði í síðasta leiknum gegn Moss, 7 - 2 og skoraði Tryggvi tvö mörk í leiknum. Með mörkunum tveimur tryggði hann sér annað sætið á lista yfir markahæstu menn norska boltans og ljóst að fyrir vikið verður enn erfiðara fyrir Atla Eðvaldsson að líta framhjá honum þegar kemur að því að velja í íslenska landsliðið.

María í U-18ára landsliðið

Hin unga og efnilega handknattleikskona, María Guðjónsdóttir, var valin til þess að taka þátt í æfingum hjá landsliði íslands, skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri. Næsta sumar tekur liðið þátt í undankeppni Evrópumótsins en Evrópumótið fer svo fram í Rússlandi næsta haust.

Skrifa undir

Í lok október framlengdu Unnar Hólm Ólafsson og Bjarni Geir Viðarsson samninga sína við karlalið ÍBV í knattspyrnu. Samningar þeirra félaga gilda til 2004. Enn eru nokkrir leikmenn með lausan samning, m.a. Bjarnólfur, Tómas Ingi og bæði Hjalti Jóhannesson og Hjalti Jónsson.

NÓVEMBER:

Yngri flokkarnir á góðu skriði

2. flokkur karla lék tvo leiki í byrjun nóvember og fóru þeir báðir fram í Eyjum. Fyrri leikurinn var gegn Aftureldingu en strákarnir spiluðu ekki vel en gestirnir mættu mjög grimmir til leiks. ÍBV tapaði leiknum með fimm mörkum, 19-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9- 12. Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 7, Sindri Haraldsson 5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Kári Kristjánsson 2 og Sindri Ólafsson 1. Tveimur dögum síðar var leikið gegn Haukum og mættu strákarnir mun frískari í þann leik en gegn Aftureldingu. Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir ÓBV en leikurinn endaði með fimm marka sigri ÍBV, 25-20. ÍBV er rétt fyrir neðan miðja deild eftir að hafa leikið fjóra leiki en liðið hefur unnið þrjá af þeim. Mörk IBV: Kári Kristjánsson 14, Sigurður Ari Stefánsson 6, Davíð Þór Óskarsson 3, Sindri Ólafsson 1, Sævald Páll Hallgrímsson 1.    

Unglingaflokkur kvenna spilaði tvo leiki og sigraði báða en þeir fóru fram í Reykjavík. Fyrst var leikið gegn Aftureldingu og voru stelpurnar ekki í vandræðum með Mosfellinga og sigruðu með tólf mörkum 16-28. Mörk ÍBV: Aníta Ýr Eyþórsdóttir 7/1, Björg Ólöf Helgadóttir 6, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 5, María Guðjónsdóttir 3/1, Hildur Dögg Jónsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2. Valur var svo næsta fórnarlamb stelpnanna sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með fimm mörkum 16-21 á Hlíðarenda. Mörk ÍBV: Aníta Ýr Eyþórsdóttir 7/1, Björg Ólöf Helgadóttir 7, María Guðjónsdóttir 5, Hildur Dögg Jónsdóttir 2.

Þriðji flokkur karla lék þrjá leiki, tvo gegn Fjölni og svo gegn Aftureldingu á daginn eftir. Fyrri leikurinn gegn Fjölni var í Íslandsmótinu og fóru strákarnir létt með Fjölnismenn og sigruðu með ellefu mörkum 32-21. Mörk ÍBV: Benedikt Steingrímsson 7, Baldvin Sigurbjörnsson 5, Magnús Sigurðsson 5, Jens Kristinn Elíasson 4, Sævald Páll Hallgrímsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Leifur Jóhannesson 2, Hilmar Björnsson 1 og Vignir Svafarsson 1. Seinni leikurinn var svo í bikarkeppninni og fór hann fram um fjórum tímum síðar. Eitthvað virtist pásan fara illa í Eyjamenn því nú voru það Fjölnismenn sem að sigruðu, 22- 27 og er ÍBV því úr leik í bikarkeppninni. Mörk ÍBV: Benedikt Steingrímsson 4, Leifur Jóhannesson 4, Vignir Svafarsson 4, Baldvin Sigurbjörnsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Sævald Hallgrímsson 2, Grétar Eyþórsson 1 og Jens Kristinn Elíasson 1. Á sunnudaginn mættu strákarnir svo Aftureldingu og þar steinlá ÍBV og tapaði leiknum með sex mörkum, 15-21. Mörk ÍBV: Sævald Páll Hallgrímsson 4, Baldvin Sigurbjörnsson 4, Benedikt Steingrímsson 2, Magnús Sigurðsson 2, Vignir Svafarsson 2 og Hilmar Björnsson 1.

Ellert á úrtaksæfingu

Í byrjun nóvember fór fram úrtaksæfingar hjá U-16 ára landsliði íslands í knattspyrnu og er einn frá ÍBV í 33 manna æfingahópnum, Ellert S. Pálsson. Sömu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliðinu kvenna og þar eru tvær stúlkur frá Eyju, Thelma Sigurðardóttir og María Guðjónsdóttir.

Ólafur Berry til Tottenham

Einum af efnilegustu knattspyrnumönnum ÍBV, Ólafi Þór Berry, var boðið að æfa hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Stefnt er að því að Óiafur fari út og verði ytra í um vikutíma. Ólafur æfði með unglingaliðum félagsins. Ólafur sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði verið mjög lærdómsrfk. „Þetta var mjög fín ferð fyrir mig. Eg æfði með U-17 og U-19 ára liðum félagsins og það voru tvær æfingar á dag. Ensku strákarnir era mjög sterkir, em líka á miðju keppnistímabili þannig að ég var kannski dálítið þungur en æfingarnar vom mjög erfiðar þannig að ég er ekkert hissa á því að þeir geti eitthvað í fótbolta. Það kom líka fyrir að við æfðum á sama svæði og aðalliðið. Svo borðuðum við alltaf hádegismat með þessum köllum þannig að maður sá loksins þessa kalla með berum augum. Annars fór bara vel um mig þama í London, ég bjó hjá tveimur fjölskyldum meðan ég var þama úti en þar voru fleiri strákar sem eru á vegum félagsins." Aðspurður hvort hann hefði ekki komið heim með samning í vasanum sagði hann að svo væri ekki. „Þeir létu mig samt vita að þeir ætluðu að fylgjast með mér í framtíðinni."

Bjarnólfur semur við ÍBV

Á heimasíðu knattspyrnuliðs ÍBV kemur fram að Bjarnólfur Lárusson, miðjumaðurinn sterki, hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Bjarnólfur átti mjög gott tímabil með IBV í sumar og var m.a. valinn besti leikmaður ÍBV, að mati stuðningsmanna liðsins í Reykjavík. Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar, var að vonum ánægður með að hafa tryggt sér starfskrafta Bjarnólfs áfram. „Bjarnólfur er auðvitað einn af reynsluboltunum hjá okkur og mikilvægt fyrir okkur að halda honum. Nú erum við bara að vinna í að klára að semja við þá sem voru með okkur í sumar. Við erum líka í viðræðum við aðra leikmenn og höfum gert tveimur leikmönnum tilboð, sem þeir eru að skoða." Sveinn Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari og verður hann með hópinn í Eyjum. Auk þess þjálfar Sveinn 2. flokk. Sveinn lék á árum áður með IBV og hefur þjálfað yngri flokka í knattspyrnu og meistaraflokk kvenna.

Vantar fólk í stjórn kvennadeildar fótboltans

Mánudaginn 11.nóvember hélt stjórn ÍBV- íþróttafélags fund um málefni kvennaknattspyrnunnar í Eyjum. Af fundarsókn mætti halda að fáir hefðu áhuga á kvennaknattspyrnunni. Óskar Freyr Brynjarsson, formaður félagsins, sagði að mæting hefði valdið honum miklum vonbrigðum. „Við vorum búnir að hringja í fólk sem við töldum að hefði áhuga á að starfa fyrir kvennaknattspyrnuna og satt að segja átti ég von á um fjörutíu manns. Það er hins vegar skiljanlegt að fólk sé hrætt við að hella sér út í þetta, miðað við hvernig síðasta sumar var. Deildin er hins vegar réttu megin við núllið fjárhagslega og svo er hugsanlegt að einn starfsmaður verði í fullri vinnu fyrir knattspyrnudeildirnar þannig að álagið minnkar töluvert á stjórnina. Það er gefandi að starfa í þessu, ÍBV á mjög mikinn efnivið og spennandi tímar framundan í kvennaboltanum. Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa fyrir félagið þá vil ég hvetja þá til að hafa samband við okkur," sagði Óskar Freyr í samtali við Fréttir.

Tap á fjölliðamóti

Helgina 8-10 nóvember fór fram fjölliðamót í handbolta hér í Eyjum en þá mættu hingað þrjú lið í fjórða flokki karla og léku ásamt ÍBV í A-riðli 2. deildar Íslandsmótsins. Mótið gekk vel fyrir sig en ÍBV tapaði öllum þremur leikjum sínum. Úrslit leikjanna voru ÍBV-Grótta 13-16, ÍBV-Afturelding 11-22 og ÍBV-HK 15-17. Mörk IBV um helgina: Daði Magnússon 13, Daði Olafsson 10, Pálmi Harðarson 5, Sæþór Garðarsson 4, Grétar Stefánsson 2 og Eyþór Björgvins 3, Frans Friðriks 1 og Birkir Hlynsson 1.

Annar sigurinn í vetur

Karlalið ÍBV tók á móti Aftureldingu á föstudagskvöldið 8.nóvember. Leikurinn fór ekki vel af stað og gestirnir voru með undirtökin í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13 - 14 en byrjunin í síðari hálfleik hjá ÍBV var vægast sagt góð, liðið skoraði fyrstu fjögur mörk hálfleiksins og komst þar með þremur mörkum yfír. Eyjamenn héldu forystunni allt þar til tæpar tíu mínútur voru eftir að Jón Andri Finnsson jafnaði leikinn af vítapunktinum fyrir Aftureldingu. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur en þegar fjórar mínútur voru til leiksloka fékk Jón Andri tækifæri á vítapunktinum til þess að koma gestunum yfír en Viktor Gigov sá við honum í markinu. ÍBV skoraði síðan þrjú síðustu mörkin og fögnuðu leikmenn innilega í leikslok, lokatölur 29-26. Mörk ÍBV: Kári Kristjánsson 8/5, Sigurður Bragason 8, Robert Bognar 6, Ríkharð Guðmundsson 5, Davíð Þór Óskarsson 2. Varin skot: Víktor Gigov 12/1, Eyjólfur Hannesson 2. 

Stelpurnar með fullt hús

ÍBV  vann sinn ellefta sigur í Essodeildinni í vetur þegar liðið sótti Fram heim. Þrátt fyrir frekar slakan leik í fyrri hálfleik var ÍBV fimm mörkum yfir, 10-15. Leikmenn ÍBV mættu hins vegar mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Varamennirnir kláruðu svo leikinn og gerðu það með sóma og lokatölur urðu 20-31 fyrir ÍBV. Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Sylvia Strass 6/1, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Alla Gorkorian 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Ana Perez 2, Aníta Yr Eyþórsdóttir 2, Edda Garðarsdóttir 1, Björg Ó. Helgadóttir 1 og Birgit Engl 1. 

Hjalti Jóh. áfram en ekki Tómas Ingi

Einn af lykilmönnum karlaliðs ÍBV undanfarin ár, Hjalti Jóhannesson, skrifaði undir eins árs samning við félagið. Knattspyrnuráð ákvað ennfremur að slíta samstarfi sínu við Tómas Inga Tómasson, sem gæti þýtt að ÍBV verði án framherja innan skamms, því Gunnar Heiðar Þorvaldsson gæti verið á leiðinni í atvinnumennskuna.  

Tryggvi í landsliðið

Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari hefur nú tilkynnt um val sitt á landsliðshópi íslenska landsliðsins sem mætir Eistum. Leikurinn fer fram í Tallin í Eistlandi á miðvikudaginn 20. nóvember. Tryggvi Guðmundsson er aftur kominn í landsliðshópinn eftir langa fjarvera en Birkir Kristinsson, Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson eru allir á sínum stað í hópnum.

Fyrsta stigið í súginn

ÍBV tók á móti Stjörnunni í toppslag Essodeildarinnar föstudaginn 15. nóvember. Garðbæingar unnu heimavinnuna vel fyrir þennan leik og hefðu með smá heppni getað stolið sigrinum. Heppnin var hins vegar á bandi ÍBV sem jafnaði, 28 - 28, þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Leikur ÍBV olli nokkrum vonbrigðum til að byrja með, varnarleikur liðsins var hriplekur og markvarslan eftir því. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 8/3, Anna Yakova 6, Sylvia Strass 4, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Bjórg Ó. Helgadóttir 3, Edda Eggertsdóttir 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 10/1.

ÍBV mætti svo með hálf vængbrotið lið tveimur dögum  síðar þegar þær heimsótttu Fylki/ÍR þar sem þrír leikmenn liðsins, m.a. Vigdís Sigurðardóttir voru fastar um borð í Herjólfi sem gat ekki lagst að landi í Þorlákshöfn. Leikurinn fór engu að síður fram, Íris Sigurðardóttir lék í markinu og stóð sig vel, sigur ÍBV var áreynslulaus og lokatölur urðu 20 - 35. Reynslan og getan er í allt öðrum gæðaflokki hjá ÍBV og staðan í hálfleik var 10-18. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri og varamennirnir komu inn á einn af öðrum. ÍBV vann leikinn með fimmtán mörkum, 20-35. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9/4, Anna Yakova 6, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Ana Perez 5/1, Sylvia Strass 4, Anna Hallgrímsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1, Birgit Engl 1. Varin skot: Iris Sigurða

Algjört skipbrot hjá strákunum

Karlalið ÍBV lék gegn ÍR en Breiðhyltingar eru í harðri toppbaráttu. Skemmst er frá því að segja að ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði með sautján mörkum, 37 - 20; Sóknarleikur ÍBV var slakur, sem og markvarslan sem var engin, aðeins tvö skot varin allan leikinn sem er ótrúlega slakt. Sú staðreynd að IR ingar skora fimmtán mörk úr hraðaupphlaupum og átta úr vítum segir að ÍBV hafí fengið á sig fjórtán mörk úr venjulegu leikatriði, sem er í raun ekkert svo slæmt. Staðan í hálfleik var 16-7. Mörk IBV: Michael Lauritsen 6, Davíð Þór Óskarsson 4, Sigurður Ari Stefánsson 3, Sindri Haraldsson 2, Robert Bognar 2, Sigurður Bragason 2, Kárí Kristjánsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 2.

2. flokkur karla

Strákamir í öðrum flokki karla léku tvo leiki, fyrst gegn Fram og svo gegn Gróttu en báðir leikirnir fór fram í Reykjavík. Strákamir töpuðu fyrri leiknum gegn Fram með tveimur mörkum, 20-22. Seinni leikurinn gegn Gróttu endaði hins vegarmeðjafntefli, 21-21.

Samið við Einar Hlöðver

Vamarmaðurinn efnilegi, Einar Hlöðver Sigurðsson skrifaði undir samning hjá IBV og gildir samningurinn út tímabilið 2004. Einar Hlöðver spilaði sitt síðasta ár með öðrum flokki síðasta sumar og var í leikmannahópi meistaraflokks. Einar spilaði þrjá leiki í deildinni og tvo leiki í bikarnum og ekki ólíklegt að hans bíði stærra verkefni næsta sumar.

Æfingamót í Eyjum

Laugardaginn 9.nóvember fór fram æfmgamót í fótbolta innanhúss og tóku fjögur lið þátt í því, ÍBV, 2. flokkur, Framherjar og Smástund en öll liðin taka þátt í íslandsmótinu innanhúss á næstu vikum. Smástund vann mótið, ÍBV lenti í öðru sæti, Framherjar í því þriðja og 2. flokkur endaði í fjórða sæti.

Margrét og Thelma á úrtaksæfingum

Tveir leikmenn IBV voru valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum íslenska U-17 ára landsliðs kvenna um miðjan nóvember. Þetta voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Thelma Sigurðardóttir.

Þrjú mikilvæg stig

Karlalið IBV lék tvo leiki helgina 22-24 nóvember en þá fór fram svokölluð Essobomba, sem er tveir leikir hjá öllum liðum sömu helgi. Leikið var á heimavelli gegn KA á föstudeginum og svo gegn Selfossi á útivelli á sunnudaginn. Uppskeran var mjög góð miðað við gengi liðsins það sem af er vetri, þrjú stig og ÍBV fór upp um eitt sæti í deildinni. Leikurinn gegn KA endaði með jafntefli, 26 – 26, leikurinn fór ekki vel af stað og fljótlega í fyrri hálfleik náðu gestirnir fímm marka forystu. En Eyjapeyjar spýttu í lófana og jöfhuðu fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var hins vegar mun betri hjá ÍBV og lengst af leiddi liðið leikinn. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka hafði ÍBV tveggja marka forystu en gestirnir náðu að jafna leikinn þegar hálf mínúta var eftir og leikmönnum ÍBV tókst ekki að skora sigurmarkið á þeim tíma. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 7, Sigurður Bragason 5, Róbert Bognar 5, Kári Kristjánsson 3/1, Davíð Þór Óskarsson 3/3, Sigþór Friðriksson 1, Michael Lauritsen 1, Erlingur Richardsson 1. Varinskot: ViktorGigov 15/2.

ÍBV sigraði svo síðari leikinn gegn Selfossi, 26 - 27. Leikurinn var skrautlegur í meira lagi. Eyjamenn voru klárlega sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og aðeins eitt ljón í veginum sem kom í veg fyrir örugga forystu en það var markvörður Selfyssinga, Einar Guðmundsson. Hann varði sautján skot, aðeins í fyrri hálfleik og þar af voru sjö víti, sem er í raun alveg fáránlegt. Eyjamenn fengu fimmtán vítaskot í leiknum en nýtingin var grátleg, aðeins sex mörk komu úr þessum fimmtán vítaskotum og munar um minna. Staðan í hálfleik var 12-15 en síðari hálfleikur var mun jafnari og endaði leikurinn með eins marks sigri IBV, 26-27 eftir að Michael Lauritsen hafði skorað sigurmarkið aðeins þremur sekúndum fyrir leikslok. Mörk ÍBV: Michael Lauritsen 8, Robert Bognar 6/3, Davíð Þór Óskarsson 5/3, Sigurður Ari Stefánsson 4, Kári K. Kristjánsson 3, Sigurður Bragason 1. Varin skot: ViktorGigov 17/2. 

Tveir sigrar og eitt tap

2. flokkur karla lék gegn KA en fyrr um kvöldið höfðu meistaraflokkslið félaganna skilið jöfn. Meistaraflokksleikurinn sat eitthvað í mönnum og svo fór að ÍBV tapaði stórt, 20-41. Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 4, Karl Haraldsson 4, Sindri Haraldsson 3, Kári Kristjánsson 2, Sigurður Ari Stefánsson 2, Sigþór Friðriksson 2, Magnús Sigurðsson 2, Sindri Ólafsson 1, Benedikt Steingrímsson 1.

Unglingaflokkur kvenna tók á móti FH-ingum í mjög svo kaflaskiptum leik. ÍBV byrjaði betur í leiknum en FH-ingar komust svo yfir. Staðan í hálfleik var 10-9 fyrir IBV og bættu Eyjastelpur við muninn í upphafi síðari hálfleiks. En aftur náðu gestirnir að jafna en lokamínúturnar voru æsispennandi og ÍBV tryggði sér að Iokum eins marks sigur, 19 - 18. Mörk IBV: María Guðjónsdóttir 7, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 4, Hildur Dögg Jónsdóttir 2.

Þriðji flokkur karla lék gegn Selfossi og fór leikurinn fram við bakka Ölfusár. Eftir að hafa náð tveggja marka forystu í hálfleik, 13-15 létu strákarnir kné fylgja kviði og sigruðu leikinn með 26 – 21.

Stelpurnar komust í undanúrslit

Helgina 22-24 nóvember fór fram íslandsmeistaramót í innanhússknattspyrnu en keppt var í 1. deild karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í A-riðli með KR, Létti og Grindavík. Eyjamenn unnu Grindavík 3 - 1 og Létti 4 - 2 og því var síðasti leikurinn, gegn KR úrslitaleikur um efsta sæti í riðlinum. Leikurinn endaði með jafntefli, 4- 4 en KR-ingar enduðu í efsta sæti vegna hagstæðari markatölu en ÍBV var komið í átta liða úrslit. Þau voru á sunnudaginn og þar mætti ÍBV Keflavík og endaði leikurinn með sigri Suðurnesjamanna, 1-5 og ÍBV þar með úr leik. Þess má reyndar geta að Keflvíkingar fóru alla leið og urðu íslandsmeistarar. Kvennaliðið var í riðli með KR, Þór/KA, Stjörnunni og KS og endaði liðið í öðru sæti á eftir KR, eins og karlaliðið. I undanúrslitum mættu stelpurnar Val sem sigraði 4-1.

Gunnar Heiðar í Hollandi og Belgíu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn efhilegi í ÍBV, er um þessar mundir í Belgíu við æfingar og keppni með belgíska úrvalsdeildarliðinu Moescron. Í síðustu viku var Gunnar hjá hollenska félaginu Heerenveen en í samtali við Fréttir sagði Gunnar að áhuginn hefði ekki verið mikill hjá Hollendingunum. „Þeir sögðu við mig að eins og staðan væri í dag þá væru þeir ekki að leita að leikmönnum þannig að ég er ekkert mjög bjartsýnn á framhaldið þar. Reyndar var viðmótið í Hollandi dálítið neikvætt, ég mætti bara á æfingar en spilaði engan leik með varaliðinu þannig að það var erfitt að reyna að sýna eitthvað. Viðmótið er hins vegar allt annað hér í Belgíu enda er Moescron minna félag sem hugsar betur um sína leikmenn." Gunnar spilaði með varaliði félagsins í síðustu viku og byrjunin var ekki gæfuleg, strax á fimmtándu mínútu var hann tæklaður harkalega. En Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir það að gefast upp, Gunnar harkaði af sér og skoraði mark í leiknum. Belgarnir voru mjög ánægðir með frammistöðu Gunnars og hafa nú boðið honum aftur út íjanúar. „Það var allt annað andrúmsloft hjá Belgunum heldur en í Hollandi og klúbburinn er mjög fjölskylduvænn. Mouscron er ekki stór bær og félagið sem slfkt ekki einn af stóru klúbbunum en í staðinn er allt mjög persónulegt og viðtökurnar sem ég fékk voru frábærar," sagði Gunnar. „Það eitt að þeir bjóði mér út aftur segir mér að þeim er alvara þannig að nú er bara að skella sér á mölina og æfa vel fram í janúar."

Tryggvi Bjarnason til ÍBV

Eyjamönnum hefur borist mikill liðstyrkur fyrir næsta sumar. Tryggvi Bjarnason, varnarmaðurinn sterki sem spilað hefur með KR, hefur gert munnlegt samkomulag við ÍBV um að spila með liðinu næstu tvö ár. Tryggvi, sem er 19 ára, er einn efnilegasti varnarmaður íslands í dag. Þetta verður að teljast mikill happafengur fyrir lið ÍBV og sagðist Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, vera afar ánægður með að hafa náð að landa Tryggva. „Þetta er mjög jákvætt því að Tryggvi er mikið efni og á eftir að ná enn lengra í boltanum í framtíðinni og ánægjulegt að hann skuli ætla að gera það með okkur í IBV," sagði Viðar við ibv.is

Hrun í síðari hálfleik

ÍBV tók á móti Haukum en bæði lið hafa verið á nokkurri uppleið í síðustu leikjum. Leikurinn var í járnum framan af í fyrri hálfleik. Haukarnir sneru hins vegar við blaðinu í síðari hálfleik og hreinlega völtuðu yfir Eyjamenn. Lokatölur urðu 19-33 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-14. ÍBV sýndi ágætis kafla í fyrri hálfleik, sóknarleikur liðsins var markviss og fyrir vikið náðu Haukamir ekki mörgum hraðaupphlaupum. Mörk ÍBV: Robert Bognar 5, Davíð Þór Óskarsson 3/3, Sigurður Bragason 3, Sigþór Friðriksson 2, Kári Kristjánsson 2, Gylfi Birgisson 1/1, Michael Lauritsen 1, Ríkharð Guðmundsson 1, Sigurður Ari Stef- ánsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 17/1.

Sigurlás heiðraður

Fyrir skömmu var haldinn aðalfundur Þjálfarafélags íslands en á fundinum voru afhentar viðurkenningar. Sigurlás Þorleifsson var einn af fjórum þjálfurum sem heiðraðir voru fyrir störf sín í þágu yngri fiokkanna en í fréttatilkynningu segir að allir fjórir hafi þeir lagt metnað sinn í þjálfun og verið knattspyrnuþjálfarastéttinni til sóma í störfum sínum.  

Sigur og tap

Stelpurnar í unglingaflokki léku tvo leiki í lok nóvember, báða gegn Fram en annar var í bikarkeppninni. Fyrri leikurinn í Íslandsmótinu þar sem eyjastelpur sigruðu með minnsta mögulega mun, 24-25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-13. ÍBV er nú í efsta sæti í B-riðli með 10 stig, jafn mörg stig og Fram en betri markatölu og leik færri. Seinni leikurinn var algjör andstæði við hann fyrri en í hálfleik höfðu Framarar  ellefu marka forskot 18-7. Leikurinn endaði svo með með níu marka tapi, 29-20 og eru því stelpurnar dottnar úr leik í bikarkeppninni. 

Kári í landsliðið

Kári Kristjánsson, horna- og línumaður ÍBV í handboltanum, var valinn í íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum 1984 og yngri. Alls voru fimmtán leikmenn valdir en liðið tekur þátt í Hela Cup sem fram fer í Þýskalandi, milli jóla og nýárs. 

DESEMBER:

Stórar fréttir úr kvennaknattspyrnunni

Loks er komin hreyfing í málefni kvennaknattspyrnunnar í Eyjum. Gengið var frá ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara liðsins eftir eins árs hlé. Ráðning Heimis er liðinu mikill fengur, enda hefur hann náð bestum árangri með liðið til þessa. Auk þess var gengið frá samningum við tvo leikmenn. Fyrst ber að nefna Olgu Færseth, einn besta leikmann kvennaknattspyrnunnar á Íslandi hin síðari ár, en hún hefur verið ein helsta markamaskína deildarinnar. Þá hefur Pálína Bragadóttir einnig ákveðið að spila með IBV næsta sumar en Pálína er miðvörður og hefur spilað með KR eins og Olga. Þegar Heimir var spurður um ástæðu þess að hann er aftur tilbúinn í slaginn sagði hann að það hafi vegið þyngst hversu góður jarðvegur er fyrir hendi. „Ég neita því heldur ekki að mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég var með liðið þrjú sumur og liðið var vaxandi á þeim tíma. Mér finnst við bara hafa allt of góðan hóp leikmanna til þess að missa þetta niður. Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér. Ég ætlaði að taka mér frí, var búinn að segja nei við stjórn karlaboltans um að taka við meistaraflokki karla en mér þykir einfaldlega vænt um IBV og gat þess vegna ekki sagt nei þegar meistaraflokkur kvenna kom inn í myndina." Síðasta sumar var erfitt fyrir liðið á margan hátt, heldurðu að orðsporið sem fari af liðinu eigi eftir að lifa lengi? „Sumarið síðasta fór eins og það fór. Ég er á því að við getum notað þá reynslu til góðs í framtíðinni og vonandi verður IBV áfram þekkt fyrir að vera vel rekið fþróttafélag. Það eru bjartir tímar framundan og ég vil hvetja fólk sem hefur áhuga á að starfa í kringum kvennaknattspyrnuna á einn eða annan hátt að hafa samband við okkur."

Handboltamiðar á tombóluverði

Í byrjun desembermánaðar kom fréttatilkynning frá handboltastelpunum í bæjarblaðinu fréttum og var tilkynningin eftirfarandi; Við leikmenn meistaraflokks ÍBV stöndum nú fyrir smáglaðningi fyrir síðasta heimaleik IBV fyrir jól. Hér eigum við að spila við Víkinga sem er leikur sem verður að vinnast. Víkingar hafa reyndar verið að bíta frá sér upp á síðkastið og þurfum við því á stuðningi áhorfenda að halda!!! Við erum að bjóða fyrirtækjum 10 miða á 2000 kr (aðeins 200 kall miðinn). Nokkrir peyjar munu ganga í fyrirtæki í dag og á morgun en einnig er hægt að hafa samband við Sigga Braga í Sjóvá-Almennum og fá BÚNT. Annars óskum við bara Eyjamönnum gleðilegra jóla og þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða. 

Annað stórtapið gegn Val

ÍBV sótti Val heim  föstudagskvöldið 6. desember þar sem heimamenn sigruðu með þrettán marka mun, 28-15. Leikurinn fór reyndar vel af stað fyrir ÍBV því eftir rúmar fimm mínútna leik var staðan 2-4 og var ÍBV með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá komust Valsmenn hins vegar í fyrsta sinn yfir og litu ekki um öxl eftir það. Staðan í hálfleik var 12- 8. Valsmenn byrjuðu svo af miklum krafti í upphafi síðari hálfleiks, skoruðu fyrstu sex mörk hálfleiksins og gerðu um leið út um leikinn. Eftir það róaðist leikurinn nokkuð en heimamenn réðu samt gangi leiksins og áttu ekki í vandræðum með að innbyrða sigurinn í leikslok. Mörk IBV: Sigurður Ari Stefánsson 4, Michael Lauritsen 3, Kári Kristjánsson 2, Sigurður Bragason 2, Robert Bognar 2, Sigþór Friðriksson 1, Davíð Þór Óskarsson 1/1. Varin skot: Viktor Gigov 11/1.

Gjörbreytt lið í seinni hálfleik

ÍBV tók á móti Víkingum um miðjan desember, Eyjamenn hafa verið að næla sér í stig í síðustu leikjum og hafa verið að spila sæmilega ef frá eru taldir síðustu tveir leikir liðsins. Leikurinn gegn Víkingum var hins vegar allt annað en auðveldur því Víkingar bitu hressilega frá sér í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 12 - 10. Seinni hálfleikur var hins vegar á allt öðrum nótum en sá fyrri því vörn IBV var mjög góð til að byrja með og breyttist staðan úr 13 -12 í 20 -12 og má segja að úrslitin hafi ráðist á þessum kafla. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð en Eyjapeyjar héldu forystunni og juku muninn og leikurinn endaði með tíu marka sigri ÍBV, 28 - 18. ÍBV er hins vegar enn sem fyrr í tólfta sæti þar sem Afturelding vann einnig sinn leik og eru liðin jöfn að stigum. Mörk ÍBV: Davíð ÞórÓskarsson 6/2, Michael Lauritsen 5, Sigurður Ari Stefánsson 5, Sigurður Bragason 5, Kári Kristjánsson 3, Robert Bognar 3, Sigþór Friðriksson 1. Varin skot: Viktor Gigov 16. 

Komust ekki upp úr milliriðlum

Tveir leikmenn ÍBV tóku þátt í heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fór í Danmörku. Mótinu lauk með sigri heimastúlkna. Austurrísku stúlkurnar, Sylvia Strass og Birgit Engl spiluðu með landsliði sínu sem komst ekki áfram úr milliriðlunum. Sylvia var annars mjög áberandi með liði Austurríkis, spilaði alla sex leiki liðsins og skoraði 15 mörk og Birgit spilaði fimm leiki, mestmegnis í vörn en náði samt að lauma inn einu marki.. 

ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Milli jóla og nýárs fór fram æfingamót milli liða í Essodeild kvenna en þátttökuliðin voru þrjú, ÍBV, Haukar og Víkingur. Leikin var tvöföld umferð og fóru Eyjastelpur í gegnum mótið án þess að tapa leik. Úrslit leikjanna urðu þau að gegn Víkingum endaði fyrri leikurinn 26 - 21 og seinni leikurinn 28-21. Fyrri leikurinn gegn Haukum endaði með jafntefli 30 -30 en seinni leikurinn endaði með sigri ÍBV.25-21. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari IBV sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði fyrst og fremst verið hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. „Við höfum auðvitað verið dreifðar um allan heim, þrjár fóru út til sinna heimalanda og austurrísku stelpurnar komu t.d. í hálfleik í fyrsta leiknum. Það var stígandi í þessu hjá okkur, í fyrsta leiknum vorum við dálítið ryðgaðar en svo náðum við tökum á þessu og lékum ágætlega það sem eftir var.


Til baka á forsíðu