Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2000 -

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

2000 -

Kaffispjall á ný

Á fyrstu dögum nýs árs birtist auglýsing í bæjarblöðunum, frá ÍBV íþróttafélagi. Þar er tilkynnt að endurvekja eigi hina vikulega kaffifundi. Þeir verða framvegis í Týsheimilinu kl. 9.30 á fimmtudagsmorgnum.

Elías og Björgvin           

Síðastliðið haust var Kristinn R. Jónsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu og strax eftir áramótin var tilkynnt að Elías Friðriksson yrði aðstoðarmaður hans. Kristinn sem býr í Reykjavík mun ekki flytja til Eyja fyrr en næsta vor og því sjá um þjálfun þeirra leikmanna sem eru á Reykjavíkursvæðinu í vetur.  Elías mun hinsvegar sjá um æfingarnar í Eyjum fram á vor. Þá var tilkynnt að Björgvin Eyjólfsson Eyjólfsson hefði verið ráðinn til að sjá um meðhöndlun vegna meiðsla á leikmönnum ÍBV jafnframt því að sjá um fyrirbyggjandi aðgerðir og svo uppbyggingu á leikmönnum sem eru að stíga upp úr meiðslum. Björgvin hefur starfað með meistaraflokki karla ÍBV undanfarin 20 ár en reyndar með hléum.

Þrettándinn

Þrettándagleði ÍBV fór fram í frábæru veðri föstudagskvöldið 7. janúar en ekki gaf til hátíðahalda kvöldið áður á hinum eiginlega þrettánda. Gleðin var með hefðbundnum hætti og hófst með flugeldasýningu af Hánni þaðan sem jólasveinar héldu niður í bæ þar sem þeir sameinuðust Grýlu, Leppalúða, hyski þeirra og álfum og púkum. Álfabrennan var á malarvellinum þar sem fjöldi fólks fylgdist með.

Heppnaðist gleðin í alla staði mjög vel enda veður eins og best verður á kosið. Erfitt er að giska á hvað margir tóku þátt í skrúðgöngunni og voru samankomnir við malarvöllinn en þeir hafa örugglega ekki verið færri en 2000. Mátti þar sjá margan brottfluttan Eyjamanninn sem var mættur með börnin til að leyfa þeim að kynnast þrettándanum í Vestmannaeyjum.

Íslandsmót í innanhússknattspyrnu

Karlalið ÍBV spilaði lok janúar í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. ÍBV stillti upp sínu sterkasta liði og var uppskera laugardagsins góð, þrír öruggir sigrar, sæti í úrslitum tryggt og menn vongóðir um áframhaldið. Til að gera Ianga sögu stutta þá töpuðu Eyjamenn leik sínum í 8-liða úrslitum gegn Breiðabliki og ÍBV því úr leik. Breiðablik komst svo alla leið og varð Íslandsmeistari. Elías Friðriksson nýráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV sagði í viðtali við  Fréttir að liðið hefði spilað mjög vel á laugardeginum. „Við fórum nokkuð auðveldlega í gegnum leikina á laugardeginum og unnum þá sannfærandi. Við vorum með 12 manna hóp sem skipti spilamennskunni nokkuð jafnt á milli sín. Á sunnudeginum lentum við strax undir 1 -0 á móti Breiðabliki og svo 2- 0, og við náðum hreinlega ekki að brjóta þá á bak aftur. Blikarnir lágu aftarlega og gáfu engin færi á sér og því fór sem fór."

Úrslit leikjanna voru þessi: ÍBV-Þróttur R. 5-2

ÍBV-Grindavík 4 - 0

ÍBV-Víðir 4 – 2

ÍBV-Breiðablik 2 – 5

Kvennalið ÍBV keppti sömuleiðis í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu sömu helgina og karlarnir og náðu þær prýðisgóðum árangri. Stelpumar voru í frekar erfiðum riðli, en lentu í öðru sæti og náðu því í úrslit. Í undanúrslitum kepptu þær við Breiðablik og voru vægast sagt miklu betri aðilinn í leiknum. En heppnin var hreinlega ekki á bandi ÍBV og Breiðablik vann leikinn og varð svo Íslandsmeistari.

 „Ég er þokkalega sáttur við árangurinn. Við höfum aldrei náð svona langt áður en mér fannst við geta farið lengra. Það var slæmt að missa Petru sem meiddist, en þrátt fyrir það þá sóttum við nánast stanslaust á Blikastelpumar." sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV. Úrslit leikjanna voru þessi: ÍBV-Stjaman 5 -1 (Lind 2, íris, Elena, Hjördís)

ÍBV-KR 0 – 3

ÍBV-Fjölnir 7 - 1 Elena 2, Biddý, Fanný, Hjördís, Íris, Petra.

ÍBV - Sindri 10 - 1 Íris 3, Elena 2, Biddý, Hanna, Lind, Hjördís, Fanný.

ÍBV-Breiðablik 0-2            

Íris

Íris Sæmundsdóttir hlaut Fréttapíramídann árið 2000 fyrir framlag til íþróttamála í Eyjum. Ferill Írisar er glæsilegur sem leikmanns, bæði í handknattleik og knattspyrnu. Ef litið er á handknattleikinn fyrst, en þar lék hún sem vinstri hornamaður, er árangurinn þessi. 1990 var Íris valin efnilegust í 3. flokki ÍBV. 1991 fékk hún Fréttabikarinn, yarð Íslandsmeistari með 3. flokki ÍBV og lék með stúlknalandsliðinu. 1992 var hún valin besti leikmaður 2. flokks ÍBV. 1993 Íslandsmeistari með Víkingi, var í silfurliði Víkings í 2. flokki og var valin efnilegasti leikmaður 2. flokks Víkings. 1994 var hún í silfurliði ÍBV í bikarkeppni HSI

Ekki er ferillinn síðri í knattspyrnunni. 1990 besti leikmaður 2. flokks ÍBV, besti leikmaður mfl. ÍBV, þá aðeins 15 ára. 1991 besti leikmaður 2. flokks ÍBV, lék alla leikina fimm sem stúlknalandsliðið lék það árið og Íslandsmeistari með 2. flokki ÍBV. 1992 besti leikmaður 2. og mfl. ÍBV. 1993 meistari 2. deildar með Hetti á Egilsstöðum.

Sumarið 1999 var hún Íris  valin í A-landsliðið og kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik. Er Íris fyrsta konan í ÍBV sem nær þessum áfanga.

Íris hefur leikið 68 leiki með mfl. ÍBV og skorað í þeim 31 mark. Hún leikur allar stöður á vellinum og hefur allan sinn feril í meistaraflokki verið markahæst þangað til sl.

Skellur í Hafnafirði

15. janúar lék meistaraflokkur kvenna í handbolta, sinn fyrsta á árinu, þegar þær heimsóttu FH í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og í hálfleik var staðan 10 - 9 heimastúlkum í vil. En í seinni hálfleik hrundi leikur ÍBV bæði í sókn og í vörn. Stelpurnar skoruðu aðeins 5 mörk á 30 mínútum, en fengu á sig 16 og niðurstaðan því algjör skellur. „Þetta er náttúrulega algjörlega óafsakanlegt af okkar hálfu. Við áttum góðan fyrri hálfleik, áttum meira að segja að vera yfir í hálfleik en náðum ekki að nýta færin og vorum því einu marki undir í staðinn. í seinni hálfleik dettur svo Amela út vegna bakmeiðsla og þá hreinlega hrundi leikur liðsins." sagði Sigbjörn Óskarsson þjálfari stelpnanna í viðtali við Fréttir eftir leikinn.

Hlutafélag bakharl ÍBV?

Föstudaginn 21. janúar sl. var haldinn undirbúningsfundur á vegum IB V vegna stofnunar fyrirhugaðs fjárfestingahlutafélags. Að frumkvæði knattspyrnudeildar hefur verið unnið markvisst að þessum málum frá því í október síðastliðinn. Mikill áhugi er fyrir stofnun hlutafélags í tengslum við ÍBV, sem yrði væntanlega í því formi að hlutafélagið yrði sjálfstæður bakhjarl ÍBV. Verið er að skoða ýmsa fleti á þessu máli. í undirbúningsnefnd fyrir stofnun fjárfestingahlutafélagsins, sem gengur undir vinnuheitinu Eyjapeyjar, eru eftirtaldir: Ásgeir Sigurvinsson fyrrum leikmaður ÍBV og atvinnumaður í knattspyrnuu, Pálmi Sigmarsson hjá Spectra AB, Jóhannes Ólafsson fyrry. formaður knattspyrnudeildar ÍBV, Bjarki Brynjarsson forstöðumaður útibús Kaupþings í Vestmannaeyjum og Jón Valgeirsson lögfræðingur hjá Lögmönnum Vestmannaeyjum.

Ekkert varð af þessum áformum.

Ákærður fyrir tæklingu en sýknaður í héraðsdómi

Mál sem var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn leikmanni ÍBV í knattspyrnu getur átt eftir að hafa afgerandi áhrif á íþróttir almennt eða a.m.k. þar sem snertingar eru fyrir hendi. Tildrög ákærunnar er atvik í leik ÍBV og HK í Íslandsmótinu innanhússknattspyrnu í 2. flokki karla fyrir réttu ári þegar leikmaður HK fótbrotnaðj eftir samstuð við markvörð ÍBV. Dómarar leiksins litu svo á að brotið hefði verið á leikmanni HK og vísuðu markmanninum af leikvelli. Atvikið var kært til ríkissaksóknara sem gaf út ákæru um miðjan desember sl. þar sem leikmaður ÍBV er ákærður um mjög grófa líkamsárás. Einnig krefst leikmaður HK rúmlega einnar milljónar króna skaðabóta.

Í ákærunni segir að höfða skuli opinbert mál gegn Gunnari Bergi fyrir líkamsárás í knattspyrnuleik milli HK og ÍBV sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi hinn 30. janúar 1999. „Þar sem ákærði, markvörður ÍBV, hafi hlaupið sex til níu metra út frá markinu að Villý Þór Ólafssyni, leikmanni HK sem lék í átt að markinu, rennt sér harkalega í fætuma á honum og komið höggi á miðjan hægri sköflung hans, með þeim afleiðingum að fótleggurinn þverbrotnaði," segir í ákærunni. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. hegningarlaga, sem er ákvæði um meiri háttar líkamsárás og er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Villý Þór fór auk þess fram á að ákærði greiði sér 1.099.944 krónur í skaðabætur með áskilnaði um að krefjast annarra og hærri bóta komi til varanlegrar örorku og eða miska. Krafan sundurliðast þannig: Beint tekjutap vegna fjarvista frá vinnu kr. 364,944, tekjutap vegna atvinnumissis 200.000 kr., miski kr. 500.000 og lögmannsþóknun 35.000 kr.

Gunnar Bergur Runólfsson var sýknaður af ákærunni.

Unnið 21 leik af 22

Stúlkurnar í 5. fl. kvenna ÍBV í handknattleik léku í lok janúar i í 3. umferð Íslandsmótsins og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla andstæðinga sína og það nokkuð örugglega. Í riðlakeppninni fengu Eyjastúlkur litla sem enga mótspyrnu og þegar upp var staðið höfðu þær skorað 61 mark og aðeins fengið á sig 15. ÍBV hélt sínu flugi áfram og komust stúlkurnar auðveldlega í gegnum milliriðilinn og undanúrslitin með sigri á KA og Haukum. Þar með voru stúlkurnar komnar í úrslitaleik og andstæðingarnir að þessu sinni voru Stjarnan úr Garðabæ. Þar tóku Eyjastúlkur andstæðinga sína hreinlega í kennslustund og sá Stjarnan hreinlega aldrei til sólar. „Stelpumar léku stórvel og úrslitaleikurinn var hreint frábær þar sem liðsheildin naut sín með Karítas í markinu, en hún varði ótrúlega á köflum og átti fjöldann allan af löngum sendingum fram völlinn sem samherjar hennar nýttu sér auðvitað til fullnustu," sagði Stefanía Guðjónsdóttir þjálfari í viðtali við Fréttir.  Bjarki Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, sá ÍBV liðið leika og hrósaði hann liðinu í hástert, sagðist sjaldan hafa séð eins skemmtilegan handbolta spilaðan hjá stúlkum á þessum aldri. Hvatti hann stúlkumar til að stunda æfingar af dugnaði því þær ættu svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Stúlkurnar eru á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki. Þær hafa nú sex stiga forskot á liðin í 2. - 3. sæti sem eru Stjarnan og Fram

ÍBV hefur nú unnið tvö mót og höfnuðu einu sinni í 2. sæti.

Íslandsmótið samanstendur af fimm mótum og telja fjögur bestu mótin hjá hverju liði um Íslandsmeistaratitilinn. Í hverju móti gefur efsta sætið 10 stig, 2. sætið 8 stig og 3. sætið 6 stig. Það má til gamans geta þess að stúlkurnar í ÍBV, sem eru nú flestar á fermingaraldrinum, hafa aldrei leikið í Íslandsmóti hér í Vestmannaeyjum frá því þær byrjuðu að stunda handknattleik. Ástæðan fyrir því er að íþróttahúsin hér eru of lítil fyrir Íslandsmót hjá yngstu flokkunum. Þannig fóru leikirnir hjá stelpunum.

Riðill:

ÍBV-HK 12 - 3

ÍBV-Fjölnir 19 - 5

ÍBV-Grótta 12-1

ÍBV-Valur 18-6

Millriðill:

ÍBV-KA 17-9

Undanúrslit:

ÍBV-Haukar 16-12

Úrslitaleikur:

ÍBV-Stjaman 16-9

Þjálfarar stúlknanna em Stefanía Guðjónsdóttir og Mikhail Akbashev.

Breyting á stjórn knattspyrnudeildar

Breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar ÍBV. Jóhannes Ólafsson formaður og Tryggvi Kr. Ólafsson hættu í stjórn knattspyrnudeildar sl. haust eftir 11 ára farsælt starf. Í stað  þeirra koma Stefán Erlendsson og Valgeir Kolbeinsson. Auk þess eru áfram þeir Eggert Garð- arsson, Guðni Hjörleifsson, Sigurjón Birgisson og Sigursteinn Leifsson. Framkvæmdastjóri knattspyrnuudeildar er Þorsteinn Gunnarsson.

Eggið kenndi hænunni

ÍBV lék æfingaleik við lið Fylkis í knattspyrnuhöllinni í Keflavík. Þjálfari Fylkis er fyrrverandi þjálfari ÍBV Bjarni Jóhannesson  og fyrrv. aðstoðarmaður hans Kristinn R. Jónsson þjálfar lið ÍBV. Það fór svo í þetta sinn að eggið kenndi hænunni og leikmenn ÍBV sigruðu örugglega 3-1. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir ÍBV. Mörk ÍBV skoruðu þeir Ingi, Steingrímur og Gunnar Heiðar.

Einum færri og töpuðu

Þrátt fyrir að stúlkurnar í 2. flokki ÍBV hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit í undanförnum leikjum þá komu þær vel stemmdar til leiks gegn toppliðinu Val í lok janúar.  Eyjastúlkur byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forustu. Valsstúlkur hleyptu Eyjastúlkum þó aldrei langt frá sér þrátt fyrir að ÍBV hafi verið með forustuna nánast allt til loka leiksins. Þegar aðeins fjórar rnínútur voru eftir afleiknum var einum leikmanni ÍBV vísað af leikvelli og það áttu gestirnir eftir að nýta sér í vil. Einum leikmanni færri náðu Eyjastúlkur ekki að halda dampi, Valsstúlkur náðu að síga fram úr og sigruðu með aðeins einu marki, 23-22. Heppnin var hliðhollari gestunum í þessum leik en stúlkumar frá Hlíðarenda þurftu svo sannarlega að hafa fyrir því að leggja sprækar Eyjastúlkur af velli. Aðall Eyjaliðsins í þessum leik var varnarleikur og hraðaupphlaup sem oft nýttust vel. Heppnin var sem fyrr segir það sem skar úr um hvour megin sigurinn lenti. Valsstúlkur eru nú í efsta sæti með 10 stig en ÍBV er í 5. sæti með tvö stig.

Mikilvægur sigur

Meistaraflokksstelpur, léku svo við Fram hér í Eyjum nokkrum dögum síðar,  en leiknum hafði verið frestað  vegna ófærðar.  Eyjastelpur höfðu aðeins tapað einum heimaleik í Íslandsmótinu og voru staðráðnar í að hafa þá ekki fleiri. Leikurinn byrjaði vel fyrir þær, fyrsta markið var þeirra en svo svöruðu Framarar fyrir sig og komust í 3 - 4. Mest var forysta gestanna tvö mörk, 8 -10 en með mikilli baráttu, góðum varnarleik og frábærri markvörslu Vigdísar náði ÍBV að snúa leiknum sér í hag og ná tveggja marka forystu í hálfleik 14- 12. Stelpurnar héldu sínu striki og knúðu fram sigur, 28-25.

Besta lið deildarinnar, segir Sigbjörn

Mikil sigling var stelpunum í meistaraflokki ÍBV í janúar. Eftir að hafa tapað tveimur leikjum með einu marki hafa þær unnið þrjá leiki í röð og voru með því að tryggja sig í efsta hluta deildarinnar.  Unnu Víking 19-15 og Aftureldingu 30-16. Stelpurnar eiga þrjá leiki eftir í deildinni og stefna á eitt af fjórum efstu sætunum til að ná betri stöðu í úrslitunum. Sigbjörn Óskarsson, þjálfari stelpnanna, segir að þær séu loksins farnar að sýna sitt rétta andlit. „Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð erum við komin á rétt ról í deildinni. Við erum í 5. sæti með 21 stig en næst á undan okkur er Stjarnan með 22 stig eftir 18 leiki. Svo eru þrjú lið á toppnum með 25 stig, Grótta/KR eftir 18 leiki og Víkingur og FH eftir 17 leiki," sagði Sigbjörn í samtali við Fréttir. Sigbjörn segir að liðið sé á réttri leið en það sé helst sjálfstraustið sem vantar. Það hafi komið berlega í ljós í leikjunum gegn Gróttu/KR og Stjörnunni sem töpuðust með einu marki. „Næst unnum við Fram, Víking og Aftureldingu. Afturelding var ekki mikil fyrirstaða eins og var vitað fyrirfram en það var eins og þær væru hálf hissa á að vinna Fram og Víking. Þessir sigrar hafa ekki komið þér á óvart? „Nei, alls ekki. Þó við séum ekki með stóran hóp þá er ég sannfærður um að við erum með besta hópinn í deildinni í dag. Framan af stóðum við kannski ekki undir þessum væntingum en núna er liðið á uppleið og við erum að bæta okkur. Við eigum ennþá helling inni og getum unnið öll liðin á góðum degi. Til þess þurfum við líka að ná upp sjálfstraustinu“ sagði Sigbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV stúlkna.

Um miðjan febrúar var  en fljúgandi fart á kvennaliði ÍBV. Þær gjörsigruðu ÍR, 31-18. Með sigrinum komst ÍBV í 4 . til 5. sæti ásamt Val.

Skuldlausir við HSÍ

„Við skuldum HSÍ ekki neitt," sagði Jóhann Pétursson í stjórn handknattleiksdeildar ÍBV-íþróttafélags í viðtali við Fréttir. Komið hafði fram í fréttum stóru fjölmiðlanna að nokkur lið eigi yfir höfði sér leikbann yegna skulda við sambandið en ÍBV er ekki í þeim hópi. „Í síðasta yfirliti áttum við smá inneign hjá HSÍ. Við myndum sjaldan skuld við þá vegna þess að kostnaður við að fá dómara hingað er mikill. Þann kostnað greiðum við og sendum síðan HSÍ reikninginn," sagði Jóhann.

2. flokkur

Bæði karla og kvennalið ÍBV léku við ÍR um miðjan febrúar. Þrátt fyrir að stúlkurnar í 2. flokki kvenna ÍBV hefðu sýnt það og sannað á dögunum í leik gegn Val að þær ættu erindi í þær bestu náðu þær ekki að fylgja því eftir gegn ÍR stúlkum. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og sérstaklega ÍBV, því með sigri hefðu Eyjastúlkur haft sætaskipti við IR sem er í 4. sæti. Mörk ÍBV: Hind Hannesdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Eyrún Sigurjónsdóttir 1, Anna Rós Hallgrímsdóttir 1, Bjarný Þorvarðardóttir 2, Elva Grímsdóttir 1, Aníta Ey- þórsdóttir 1.

Ljóst var að strákarnir í ÍBV ættu erfiðan leik fyrir höndum þegar þeir mættu toppliðinu ÍR, í 2. flokki karla í handknattleik. Lið ÍR er skipað strákum sem leika stórt hlutverk í mfl. liði ÍR. Eyjapeyjar með ungt og efnilegt lið voru hins vegar tilbúnir að berjast fyrir sínu. Lið ÍBV er ungt að árum og m.a. léku tveir drengir úr 4. flokki lykilhlutverk í Eyjaliðinu, það voru þeir Karl Haraldsson, hornamaður og Kári Kristjánsson, skytta. Og uppskeran varð jafntefli, 25-25. Mörk ÍBV: Hannes Jón Jónsson 9, Sigurður Ari Stefánsson 8, Jóhann Halldórsson 4, Kári Kristjánsson 2, Sigþór Friðriksson 2.

Komu heim með bikarinn

Hið geysilega sterka lið okkar Eyjamanna í 3. flokki kvenna fór hamförum í úrslitakeppni í innanhússknattspyrnu sem haldin var nú um helgina. Liðið vann alla leiki sína utan einn, örugglega og vann meðal annars úrslitaleikinn 6-2. Sigurlás Þorleifsson þjálfari sagði að liðið hefði náð mjög vel saman. „Við lékum þannig að önnur lið áttu í miklum erfiðleikum að verjast okkur, enda eru stelpurnar mjög sterkar maður á móti manni. Við erum með margar stelpur á yngra ári þannig að ef allt gengur að óskum þá má búast við miklu af þessum flokki." Sagði Sigurlás við blaðamann Frétta.  Mörk IBV: Margrét Lára Viðarsdóttir 13, Ásta Hrönn Guðmannsdóttir 3, Sara Sigurlásdóttir, Thelma Sigurðardóttir, Karítas Þórarinsdóttir og Erna Sævarsdóttir allar með 1 mark.

Eyjafólk bikarmeistarar en komu ekki með bikarinn til  Eyja

ÍBV  komst ekki í bikarúrslitin í handboltanum í ár en engu að síður áttu Eyjamenn fulltrúa bæði í karla- og kvennaleikjunum. Sérstaklega var hlutur þeirra þeirra stór hjá körlunum þar sem Sebastian Alexandersson og Gunnar Berg Viktorsson voru bestir hjá bikarmeisturum Fram og Arnar Pétursson, Birkir Ívar Guð mundsson og Björgvin Rúnarsson léku stór hlutverk hjá Stjörnunni, sem voru mótherjar Fram. Auk þess lék Robertas með Fram en hann var gamall ÍBV-ari.  Hjá bikarmeisturum Vals var Eyjakonan Elísa Sigurðardóttir í leikmannahópnum.

Framkvæmdastjórinn olli skjálfta

Mikill skjálfti fór um Vestmannaeyjar vegna greinar sem Þorsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV setti á heimasíðu ÍBV og Morgunblaðið birti síðan 19. febrúar sl. ásamt spjalli við framkvæmdastjórann. Greinin fjallaði um framkvæmdaleysi bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum vegna stúkubyggingar við Hásteinsvöll og að þess vegna yrði ÍBV að leika á Laugardalsvellinum á komandi knattspyrnuleiktíð.

Þótti stjórn knattspyrnudeildar tekið fram fyrir hendur sínar og að framkvæmdastjórinn hefði ekki stöðu sinnar vegna heimild til að tjá sig um málið, enda ekki neinar hugmyndir uppi innan stjórnarinnar um að leika á Laugardalsvellinum.

Í framhaldi af yfirlýsingum Þorsteins á heimasíðu ÍBV og í Morgunblaðinu lét stjórn knattspyrnudeildar frá sér fara fréttatilkynningu þar sem segir að málefni stúkubyggingar við Hásteinsvöll séu til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum og að stjórn knattspyrnudeildar treysti því að „bæjarsjóður ljúki málinu á þann hátt að sómi verði að fyrir alla aðila."

Segir og í tilkynningunni að framkvæmdastjórinn hafi farið „nokkuð fram úr sjálfum sér og án þess að hafa um það samband við stjórn knattspyrnudeildar." að setja inn á heimasíðuna að leikir ÍBV fari fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Harmar síðan stjórnin að þessi mál hafi farið á þennan hátt í umræðuna og sé málstaðnum ekki til framdráttar.

Þorsteinn skrifað grein í Fréttir  þar sem hann útskýrir sitt mál. Segir þar meðal annars: „Biður undirritaður alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum ummælum og skal viðurkennt að hér fór undirritaður allverulega fram úr sjálfum sér í þeirri viðleitni að berjast með kjafti og klóm fyrir framgangi knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum." Segir hann einnig að Morgunblaðsgreinin hafi ekki verið í þeim anda samstöðu sem nauðsynlegur væri og íþróttahreyfingunni ekki til framdráttar.

Óla Heiða

Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir sem Vestmannaeyingar þekkja kannski betur sem Ólu Heiðu hefur verið öflugur talsmaður íþrótta í Eyjum jafnt keppnisíþrótta og íþrótta sem sýningaatriði. Einnig hefur Óla Heiða þjálfað og keppt í handbolta, og þjálfað í frjálsum íþróttum, að ógleymdum hinum ýmsu ábyrgðar og stjórnunarstörfum sem henni hafa verið falin. Óla Heiða  var heiðruð af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja á viðurkenningahátíð þess, fyrir óeigingjörn störf sín og frumkvæðis í þágu íþrótta í Vestmannaeyjum. Óla Heiða hefur einnig í störfum sínum elft áhuga almennings á íþróttum og vakið áhuga á heilsusamlegu gildi þeirra burt séð frá þeim þætti sem snýr að keppni eingöngu, auk þess sem hún kenndi leikfimi fyrir fatlaða og stofnaði íþróttafélag þeirra, Ægi.

Birkir Íþróttamaður ársins

Það kom fáum á óvart að Birkir Kristinsson skyldi verða valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja 1999 á viðurkenningahátíð Íþróttabandalagsins sem sem haldin var skömmu eftir áramót. Birkir stóð í marki meistaraflokks ÍBV í fótbolta síðasta sumar með frábærum árangri. Auk þess er hann aðalmarkvörður íslenska landsliðsins sem náði mjög athyglisverðum árangri á árinu. „Birkir, sem er 35 ára, er fæddur og uppalinn í Eyjum og lék alla yngri flokkana í fótbolta með ÍBV. Hann náði aldrei að leika með meistaraflokki ÍBV á sínum yngri árum en eftir 15 ár er hann loks kominn „heim", sagði Þór Vilhjálmsson, formaður Íþróttabandalagsins þegar hann kynnti valið.

Flottur endasprettur

Þriðjudagskvöldið 28. febrúar var síðasta umferð í Nissandeild kvenna. Í Eyjum áttust þá við ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar Vals og var búist yið hörkuviðureign. Með sigri gat ÍBV náð þriðja sæti sem væri besti árangur liðsins frá upphafi, en Valsstúlkur gátu náð fimmta sæti með sigri. Gestirnir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik 14 -17 en góður kafli í  upphafi seinni hálfleiks tryggði ÍBV sigur 26 - 25. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir IBV. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin og náðu þannig forskoti sem þær létu ekki af hendi út hálfleikinn. Amela var tekin úr umferð og fyrir vikið varð sóknarleikur ÍBV stelpnanna ansi stirður. Mestur varð munurinn fjögur mörk í fyrri hálfleik, en með smábaráttu náði ÍBV að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé. Staðan var hins vegar afleit, liðið hafði fengið á sig hvorki meira né minna en 17 mörk í einum hálfleik sem segir meira en mörg orð um varnarleik liðsins. Það var stelpunum til happs að Valur spilaði líka lélegan varnarleik og því varð munurinn ekki meiri.

Ekki er vitað hvað Sigbjörn þjálfari sagði við stelpurnar í leikhléi, en það virtist svo sannarlega virka því að þegar aðeins fimm mínútur vora liðnar af seinni hálfleik hafði ÍBV skorað þrjú mörk gegn engu marki gestanna og jafnað leikinn.  Eftir það var leikurinn í járnumog liðin skiptust á að skora eða allt þar til að Andrea Atladóttir tók til sinna mála og kom liðinu í tveggja marka forskot 25-23 og um sex mínútur til leiksloka. Elísa Sigurðardóttir, Eyjamaðurinn í liði Vals, hélt þeim inni í leiknum með því að skora tvö mikilvæg mörk fyrir liðið á meðan ÍBV skoraði eitt. Staðan var því orðin 26-25 og rúmlega 3 mínútur eftir af leiknum og líklega einhverjar lengstu þrjár mínútur sem undirritaður hefur þurft að þola, segir Júlíus Ingason íþróttablaðamaður Frétta í umfjöllun um leikinn.  Valsstúlkur fengu tvisvar sinnum tækifæri á að jafna, en þær klúðruðu vítakasti og svo varði Vigdís úr dauðafæri á síðustu andartökunum og sigurinn Eyjastúlkna 26-25.

Bestar í liði ÍBV voru þær Andrea Atladóttir og Vigdís Sigurðardóttir sem hreinlega fóru á kostum í leiknum, en einnig var Ingibjörg dugleg í vörn.

Mörk ÍBV: Andrea 8, Amela 7/5, Ingibjörg 3, Anita 3, Mette 2, Guðbjörg 1, Hind 1, Anna Rós 1. Varin skot: Vigdís 17, Lúsí 2.

Með sigrinum komst ÍBV í þriðja sæti Nissandeildarinnar með 27 stig, jafnmörg stig og FH sem er í öðru sæti en með betra markahlutfall.

ÍBV mætir svo Fram í 8-liða úrslitum og hefur ÍBV heimaleikjaréttinn ef til þess kemur. Sigbjöm Óskarsson var ekki ánægður í leikslok. „Þetta var allt of erfitt. Við vorum bara alls ekki tilbúin og lékum okkar lélegasta leik í lengri tíma í kvöld. Ég er hundsvekktur með frammistöðu liðsins en get hins vegar ekki neitað því að ég er ánægður með sigurinn og að ná þriðja sætinu sem er mjög gott." Það hlýtur að vera erfitt að fá á sig 17 mörk í fyrri hálfleik, hvað sagðirðu við stelpurnar í hálfleik? „ Já, já, ég var alveg brjálaður og sagði þeim til syndanna. Við ákváðum hins vegar bara að laga hlutina í okkar leik í staðinn fyrir að breyta einhverju og það gekk upp,“ sagði Sigbjörn í viðtali við Fréttir. 

Ágætt hjá 4. flokki

Fjórði flokkur karla keppti í endaðan febrúar í úrslitakeppni Íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss. ÍBV hafði unnið sinn riðil örugglega og því vora væntingar gerðar til liðsins. Keppt var í tveimur riðlum og lenti ÍBV í A- riðli ásamt Gróttu, Fylki og BÍ. Skemmst er frá því að segja að liðið vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum. Liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins og komst í undanúrslit þar sem liðið tapaði gegn Skagamönnum. Strákarnir sýndu svo góðan leik þegar liðið mætti Völsungi í leik um þriðja sætið og tryggði sér sigur 2-0. Úrslit leikja urðu þessi,

ÍBV-Grótta 5-0,

ÍBV-Fylkir 2-6,

ÍBV-BÍ 2-2,

ÍBV- ÍA 2-5 í undanúrslitum og ÍBV-Völsungur 2-0 í leik um þriðja sætið.

Mörk ÍBV: Björgvin Már 5, Óli Berry 3, Bergvin 3, Einar Kristinn 1 Andri l.

Erlingur og svo Magnús

Á fundi aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags rétt fyrir áramótin 1999-2000 lá fyrir bréf frá Erlingi Richardssyni, þar sem hann setti fram hugmynd að nýju skipuriti um skiptingu deilda og framkvæmd þeirra. Einnig skiptingu æfingatíma milli knattspyrnu og handbolta. Hugmyndin gerjaðist og það var svo í stjórnarfundi í febrúar að ræða við Erling um þessar hugmyndir hans og síðar var samþykkt að ganga til samninga við Erling um að hann yrði íþróttafulltrúi félagsins, sem myndi stjórna unglingastarfinu hjá félaginu. Á stjórnarfundi 24. apríl var komið bakslag í  þessa ráðningu, hik á Erlingi. Hann benti hinsvegar á Magnús Sigurðsson sem heppilegan starfsmann í þetta verkefni. Það er svo í lok ágúst að Magnús er ráðinn til starfa. Í bókun segir að laun hans skiptist á milli deilda félagsins og aðalstjórnar.

Slakt gengi á útivöllum

Gengi handboltaliðs karla ÍBV á útivelli hafði ekki verið upp á marga fiska hin síðustu ár. Það sem af var vetri voru útistigin aðeins orðin tvö. Einu stigi bættu þeir í safnið þegar liðið náði jafntefli gegn KA  fyrir norðan, 24-24.  Nokkrum dögum síðar léku þeir við ÍR og þar sigraði ÍBV 26-21.  

Nýr formaður knattspyrnuráðs

Í byrjun mars var tilkynnt um nýja formann knattspyrnuráðs ÍBV íþróttafélags, Ásmund Friðriksson. Tekur hann við af' Jóhannesi Ólafssyni sem verið hefur formaður deildarinnar í um áratug. Ásmundur segir í Fréttum að haft hafi verið samband við sig vegna þessa og eftir nokkrar pælingar hafi hann ákveðið að láta slag standa. „Það verða einhverjar breytingar, nýir siðir koma með nýjum mönnum og öðruvísi áherslur, Ekki nein bylting, það yerður stigið eitt skref í einu, Ég kvíði þessu ekki, það eru góðir menn og vanir með mér í þessu. Það sem hæst ber núna er stúkumálið og við verðum að leysa það.“ 

Æfingaferð til Kýpur

Í endaðan febrúar fór  karlalið ÍBV í fótboltanum í æfingaferð til Kýpur.  Fréttir leituðu til Elíasar Friðrikssonar, aðstoðarþjálfara liðsins, til að fá nánari upplýsingar um ferðina. „Þetta var í einu orði sagt alveg hundrað prósent ferð. Við gistum á mjög góðu hóteli þar sem öll aðstaða var til fyrirmyndar og ekki var hægt að kvarta undan matnum. Vellirnir voru frábærir og það þarf nú ekki að segja það hversu gott var að komast á grasæfingu í enda febrúarmánaðar. Við æfðum vel, eða tvisvar á dag og vel tekið á þannig að æfingalega var þessi ferð vel heppnuð. Svo spiluðum við tvo leiki, gegn rússneska 1. deildarliðinu Metallurg, sá leikur var ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni leikurinn gegn hinu gríðarsterka liði Kocise var töluvert betri. Steingrímur og Ingi hvíldu reyndar í þeim leik, þeir meiddust smávægilega í fyrri leiknum en þess má geta að allir komu heilir úr þessari ferð, sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Elías.

Komnar í undanúrslit

Kvennalið ÍBV var að gera það gott í Íslandsmótinu. Þær gerðu sér lítið fyrir og slógu lið Fram úr keppni í tveimur leikjum í 8 liða úrslitunum. Sigruðu 25-24 í jöfnun og spennandi leik. Lokatölur í seinni leiknum urðu 25 - 29 fyrir ÍBV og liðið því komið í undanúrslit. Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði ÍBV sagðist hafa átt von á erfiðari leikjum. „Ég bjóst við fleiri áhorfendum og þeim grimmari. Við vorum dálítið stressaðar í byrjun, vörnin var hræðileg, en þegar hrollurinn var farinn úr okkur náðum við að fylla upp í götin á vörninni og fengum hraðaupphlaup sem við nýttum ágætlega, var þetta eiginlega engin spurning.“

Sigur í fyrsta leik

Þrátt fyrir mörg mistök sökum spennu lögðu Eyjastúlkur aldrei árar í bát og uppskáru að lokum 24:23 sigur á FH, þegar liðin mættust í fyrri leik í undanúrslitum efstu deildar kvenna í Kaplakrika. Hafnfirðingar hófu leikinn með sterkri framliggjandi vörn, svo að sóknarleikur gestanna var ekki burðugur en þó munaði aðeins einu marki um miðjan fyrri hálfleik. Eyjastúlkur sýndu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks að þær hefðu hrist af sér slenið í búningsherbergjum í leikhléinu og eftir tíu mínútna leik ná þær að jafna 14:14 þegar flatur varnarleikur fór loks að bera árangur en á sama tíma fór FH heldur illa með sín færi. Taflið hafði snúist við forysta ÍBV varð mest 4 mörk.

„Við sýndum ekki okkar rétt andlit fyrr en í síðari hálfleik þegar við náðum að róa okkur niður, sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður ÍBV í viðtali við Morgunblaðið, eftir leikinn. „Við komum til Reykjavíkur um hádegi í dag en erum ekki vanar að koma svona snemma svo að það var mikil spenna að bíða eftir leiknum eins og sýndi sig framan af. Það má því segja að við höfum komið of snemma. Það verður gaman í næsta leik í Eyjum, við erum með sterka stuðningsmenn þar, sem er okkar áttundi leikmaður og við munum gera okkar besta en ég lofa engu." 

Tap í 2. leik

Leikur númer tvö í viðureign ÍBV og FH í undanúrslitum Nissandeildar kvenna var í Eyjum. Með sigri gátu Eyjastúlkur tryggt sér farseðil í úrslitaleikinn gegn Gróttu/KR og því var mikil spenna í loftinu. Leikurinn var þar af leiðandi spennandi í meira lagi og þurfti framlengingu til að fá úrslit sem urðu þau að gestirnir sigruðu 23-22, en eftir venjulegan leiktíma var staðan 19-19. Það sást strax frá fyrstu mínútu leiksins að taugar leikmanna voru þandar til hins ýtrasta. Mikið var um mistök, spilaðar voru stuttar sóknir og tekin ótímabær og erfið skot í sókninni. ÍBV var þó alltaf skrefi á undan og rúmlega það því þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru Eyjastelpur þremur mörkum yfir, 6-3.

Eyjastelpur spýttu í lófana og hvattar áfram af troðfullri Höllinni. Var mál manna  sennilega hafi ekki fleiri mætt á kvennaleik í Eyjum. Staðan var 19-17 þegar aðeins um fjórar mínútur voru eftir og margir farnir að hugsa um leikina við Gróttu/KR.  Í Fréttum segir að FH-ingar hafi ekkert gefist upp  „og jöfnuðu þegar 30 sekúndur voru eftir. ÍBV geystist þá í sókn og Andrea skoraði að því er virtist fullkomlega löglegt mark, en slakt dómarapar leiksins virtist vera ákveðið í því að fá framlengingu og meiri spennu í leikinn og dæmdu því markið ólöglegt fyrir eitthvað sem enginn veit. Leiktíminn rann út og grípa varð til framlengingar þar sem FH tók öll völd á vellinum á meðan leikmenn ÍBV gerðu sig seka um hræðileg mistök og fljótfærni þegar mest á reyndi. Alls fékk liðið fjögur tækifæri á að jafna leikinn í seinni hálfleik framlengingarinnar, en allt kom fyrir ekki og FH fagnaði sigri að lokum“.

Leika til  úrslita

ÍBV-stelpurnar í meistaraflokki gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta með sigri sínum á FH í oddaleik í Hafnarfirði. ÍBVstúlkur höfðu frumkvæði allan leikinn og sýndu að þær höfðu að fullu náð sér eftir skellinn í síðasta leik.  Staðan var 9 - 14 í hálfleik en lokatölur urðu 20- 24 ÍBV í vil. Og leika því til úrslita við  Gróttu/ KR. Sigbjörn Óskarsson, þjálfari stúlknanna, var að vonum ánægður með árangur stúlknanna enda er þetta besti árangur Eyjamanna í handbolta til þessa. „Liðið var frábært bæði í vörn og sókn, stelpurnar sýndu að þær voru fyllilega búnar að ná sér eftir áfallið úti í Eyjum þar sem þær steinlágu fyrir framan sitt fólk í Eyjum," sagði Sigbjörn.

Næstum komnir í úrslitakeppnina

Hann var frekar leiðinlegur handboltaleikurinn sem boðið var upp á  þegar ÍBV tók á móti í HK í 20. umferð Nissandeildar karla. ÍBV var lengi í gang og framan af fyrri hálfleik voru gestirnir ávallt skrefi á undan. Leikurinn endaði þó með sigri ÍBV 29-25 og er ÍBV því orðið nokkuð öruggt um sæti í úrslitakeppni Nissandeildarinnar í ár. Eru Eyjamenn í 6. sæti með 22 stig ásamt þremur öðrum liðum.

Beiðni um styrk

Það  dylst engum að það kostar mikla vinnu og mikla peninga að  halda úti meistaraflokksliðum ekki hvað síst í efstu deildum. Undir lok handboltavertíðarinnar hjá kvennahandboltanum, var fjárhagur deildarinnar orðinn ansi þungur. Stjórn deildarinnar leitaði því til hins almenna Eyjamanns um stuðning. Var þessi fréttatilkynning birt í  Fréttum.

Kæri bæjarbúi.

Nú er langt liðið  á keppnistímabilið og vilja leikmenn og handknattleiksráð þakka bæjarbúum fyrir frábæran stuðning því án ykkar væri liðið ekki komið eins langt. Meistaraflokkurinn er nú í annað skiptið komið í 4ra liða úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn og eigum við raunhæfa möguleika á að ná lengra þ.e. að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Það er mjög dýrt að halda úti eins öflugu kvennahandboltaliði eins og okkar'. Margar okkar stelpna fara í framhaldsnám til Reykjavíkur og eru því mun örari breytingar á okkar liði en öðrum.

Síðustu keppnistímabil höfum við þurft að fá erlenda leikmenn til þess eins að geta haldið úti liði, Þessi vetur er búinn að vera okkur dýr. en á móti kemurr að árangurinn er búinn að vera góður.

Okkur í kvennahandbolta ÍBV langar að fara þess á leit við þig. hvort þú sért tilbúin(n) til að  styðja okkur fjárhagslega með því að greiða viðkomandi innborgunarseðil að upphæö kr. 700 sem samsvarar aðgangseyri að einum leik.

Sjáumst vonandi í Höllinni á komandi leikjum.

Áfram ÍBV.

Handknattleiksráð ÍBV

5. flokkur Íslandsmeistari

Í byrjun apríl gerðu stelpurnar í  5. flokki ÍBV í handbolta sér litið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki. Mikil viðhöfn var á flugvellinum, þegar stelpurnar komu með bikarinn. Forráðamenn ÍBV færðu þeim blóm og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri tók á móti þeim ásamt stelpum í meistaraflokki ÍBV í  handboltanum.

Sigur á Íslands- og bikarmeisturum

Óhætt er að segja að Íslands- og bikarmeistarar Aftureldingar úr Mosfellsbæ hafi beðið skipbrot í Eyjum þar sem þeir réðu ekki við öfluga vörn heimamanna, sem fögnuðu sigri 23:19. Ljóst var að heimamenn komu mun ákveðnari til leiks og ætluðu sér ekkert annað en sigur og þrjú mikilvæg stig í þessum leik. Eyjamenn voru án síns besta manns, Miro Bavisic, sem tók út leikbann í þessum leik. Það virtist ekki há liðinu á neinn hátt, því liðið var að leika sem ein heild. Þessi „vondi kafli  sem virðist hrjá svo mörg lið í deildinni leit aldrei dagsins ljós í leik heimamanna, og var ÍBV örugglega að leika sínar bestu 60 mínútur á þessari leiktíð. Að sama skapi voru brotalamir í leik Aftureldingar, bæði í vörn og sókn.

Strax í seinni hálfleik bættu Eyjamenn við forystuna og voru komnir með 8 marka forystu þegar stundarfjórðungur var að baki. Staðan 15:9. Á þessum kafla var Gísli Guðmundsson, markmaður ÍBV, að verja ágætlega. Einnig gekk 3-2-1 vörn heimamanna upp og voru Mosfellingar bæði hugmyndasnauðir og þungir í sóknarleik sínum og virtust engin svör hafa við sprækum Eyjamönnum. Undir lok leiksins brugðu Mosfellingar á það ráð að leika maður á mann vörn en allt kom fyrir ekki og Eyjamenn lönduðu enn einum heimasigrinum. Lokatölur leiksins, 23:19

Í hálfleik í viðureign ÍBV og UMFA, tóku Eyjamenn leikhlé sem væri ekki í frásögur færandi ef formaður handknattleiksdeildar UMFA, Jóhann Guðjónsson, hefði ekki rokið inn á miðjan völlinn og átti eitthvað vantalað við dómara leiksins, Einar Sveinsson og Rögnvald Erlingsson. Formaðurinn var fljótlega leiddur af velli og róaður niður.

Meðalaldur leikmanna ÍBV í leiknum 22 ár. Þar af voru fjórir leikmenn sem leika í 3. flokki ÍBV. Leikmennirnir fjórir sem um er að ræða heita Kristinn Jónatansson, Sindri Ólafsson, Sigurður Ari Stefánsson og Sigþór Friðriksson. Aldursforseti liðsins er Guðfinnur Kristmannsson, 29 ára.

Knattspyrnuráð tekur fram fyrir hendur aðalstjórnar

Á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍBV í febrúar er sagt frá því að knattspyrnudeild ÍBV hafi rætt við rætt við vallaryfirvöld í Laugardal um að fá afnot af Laugardalsvellinum fyrir heimaleiki liðsins í úrvalsdeildinni í sumar.

Í viðtali sem Morgunblaðið átti við Þorstein Gunnarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar sagði hann: „Það er ekki gert ráð fyrir því á þriggja ára áætlun bæjarstjórnar að byggð verði stúka eða skipulögð áhorfendasvæði við Hásteinsvöll. Sex ára aðlögunartími sem KSI gaf okkur rann út síðasta sumar en þá fékk félagið frest þar til Vestmannaeyjabær skilaði inn framkvæmdaáætlun til KSÍ. Við höfum óskað eftir skýrum svör-

um frá KSI um hvort félagið muni að óbreyttu lenda f heimaleikjabanni næsta sumar, eins og reikna má með".

Á fundi aðalstjórnar 20. febrúar er þetta mál tekið fyrir. Í bókun fundarins segir að aðalstjórn átelji knattspyrnuráð fyrir þessi vinnubrögð og ítrekaði að aðalstjórn fari alfarið með þessi mál. Samþykkti knattspyrnuráðið að draga bréf sitt til baka.

Karlaliðið í 5. sæti

Karlalið ÍBV sigraði tvo síðustu leiki sína í Nissandeildinni  í handbolta. Liðið vann Fram á útivelli 18-15 og Stjörnuna 28-22. ÍBV endaði tímabilið þar með í fimmta sæti með jafnmörg stig og Haukar sem enduðu í því fjórða en með lakari markatölu. Haukar og ÍBV munu því mætast í 8 liða úrslitum. 

Samgöngur trufla

Lokaumferð 1. deildar karla þurfti að fresta í tvígang.  Frestað var vegna þess að ófært var með flugi til Vestmannaeyja og einnig um tíma til Akureyrar og komust liðin sem þangað áttu að fara ekki á áfangastað. Ekki var brugðið á það ráð að senda Stjörnuliðið til Vestmannaeyja með Herjólfi og Valsmenn landleiðina til Akureyrar, þar sem ekki er hægt að skylda liðin til að fara aðra leið sé flugleiðin ófær.

„Við getum ekkert gert nema hafa skýrar reglur til að vinna eftir og það er í höndum félaganna að setja þessar reglur þar sem þau hafa atkvæða- og tillögurétt á ársþingum HSÍ. Til þess að koma í veg fyrir að leikjum og umferðum sé margoft frestað verða félögin að taka af skarið og setja skýrar reglur um hvað gera skal," sagði Einar Þorvarðarson í viðtali við Morgunblaðið.

„Það sem við þurfum fyrst og fremst að glíma við er veðráttan og þá einkum hversu erfitt það getur verið að komst til Eyja vegna hennar," segir Einar ennfremur. Hann segir það lýsa ástandinu betur en mörg orð að fresta hafi þurft leikjum í 1. deild karla í Vestmannaeyjum a.m.k. fimmtán sinnum í vetur og væru þá ótaldar aðrar frestanir vegna leikja þar eða vegna þess að Eyjamenn komust ekki upp á land.

Fært var með Herjólfi til Vestmannaeyja þessa helgi og því hefði verið möguleiki á að senda handknattleikslið Stjörnunnar þá leiðina til Eyja og Valsmenn landleiðina til Akureyrar  og leika lokaumferðina á réttum tíma. Í veðurspá var gert ráð fyrir að ekki viðraði vel til innanlandsflugs næstu daga og því átti veðrið ekki að koma á óvart Til þess að hægt sé að skikka félögin til að ferðast með öðrum hætti en flugi þarf þó að breyta reglugerð hjá HSÍ og er það þá félaganna að gera breytingar, hafi þau á annað borð áhuga á því.

Fresta varð leik FH og ÍBV í undanúrslitum í handknattleik kvenna, en leikurinn átti að fara fram í Kaplakrika. Það var gert þrátt fyrir að flogið væri á milli lands og Eyja.  Ástæðan var sú að ÍBV átti pantað flug með Flugfélagi íslands sem ekki flaug til Eyja í gær. Hins vegar fóru vélar Íslandsflugs á milli lands og Eyja og með Íslandsflugi komust Stjörnumenn til þess að leika við ÍBV í 1. deild karla í gærkvöld. Hins vegar var allt uppbókað með Íslandsflugi frá Eyjum og því komst ÍBV-liðið ekki til Reykjavíkur þótt það hefði viljað skipta um flugfélag.  

Meiri agi og hugur við verkefnið

Boris Bjarni Akbasev þjálfari meistaraflokks ÍBV var í viðtali við Fréttir í marslok. Um dvölina í Eyjum sagði hann:  „Það er öðru vísi að búa hér en annars staðar þar sem ég hef verið. Vestmannaeyjar eru lítill staður og fólk fylgist mjög náið með því sem er að gerast í kringum sig. Ekki svo að skilja að það sé slæmt að búa hérna, alls ekki, ég er bara vanur að búa á stærri stöðum. Fyrstu mánuðina kom mér varla dúr á auga vegna þess hvað ÍBV gekk illa og ég var ekki ánægður með það. Í 40 ár hef ég unnið sem þjálfari og í 25 ár þjálfaði ég sama liðið í Sovétríkjunum og svo var ég í eitt ár í Ísrael, þannig að ég hef ekki svo mikinn samanburð fyrir utan Ísland.  Ég vil taka mér tíma til að gera félagið gott fyrir framtíðina og ég tel það mjög mikilvægt. Fyrir mér eru allir leikmenn mikilvægir fyrir félagið. í byrjun var erfitt að koma inn á æfingu og ætla að fá aga, en þetta eru góðir strákar og ef maður er fylginn sér þá kemur virðing fyrir þjálfaranum og það gerir verk hans auðveldara," sagði þessi smávaxni Rússlandsættaði Íslendingur.

Það fyrsta sem Boris gerði þegar hann tók við ÍBV liðinu var að gera róttækar breytingar á varnarleiknum sem skilaði sér í að vörnin var aðall Eyjamanna.           

„Það lið sem býr yfir meiri aga og er með hugann við verkefnið sigrar, svo einfalt er það. En auðvitað er erfitt að búa til gott lið á nokkrum mánuðum enda er ÍBV með nánast nýtt lið frá því  í fyrra. Þá kemur margt sem þarf að huga að, eins og mórallinn í hópnum og annað  þess háttar“, sagði Boris.

ÍBV úr leik í úrslitakeppninni

Eftir að hafa verið taplausir í síðustu átta leikjum í röð skall karlalið ÍBV harkalega til jarðar í fyrsta leik sínum gegn Haukum í Hafnarfirði í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Liðið átti sér ekki viðreisnar von í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem liðið lenti mest níu mörkum undir. Haukarnir sigruðu með sex mörkum 27-21 sem verður að teljast vel sloppið úr því sem komið var.

Seinni leikur ÍBV og Hauka í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta  verður lengi í minnum hafður því hann bauð upp á allt sem einn leikur getur boðið upp á. Jafnt var á öllum tölum allan leikinn og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit og því miður komu þau í hlut Hauka sem sigruðu með einu marki, 36 - 37. ÍBV var þar með úr leik í úrslitakeppninni.        

ÍBV og Haukar eru eins ólík lið og tvö lið geta orðið, Eyjamenn léttleikandi og spila skemmtilegan handbolta en Hafnfirðingarnir eru þungir og spila heldur leiðinlegan bolta. Það bæta þeir sér upp með mikilli reynslu og það var hún sem fyrst og fremst skóp þeim sigurinn.

„Ég er þokkalega sáttur við tímabilið. Veturinn er skref fram á við og ef okkur tekst að halda sama mannskap en framtíðin björt. Þetta var jafn og spennandi leikur og við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór," sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði ÍBV í viðtali við Fréttir, eftir leikinn.

Stolt Vestmannaeyja - Íslandsmeistarar

Stolt  Vestmannaeyja um þessar mundir, kvennalið ÍBV í handboltanum heldur áfram að gera það gott í úrslitakeppninni. Í fyrsta leiknum sigruðu þær GróttuKR með 30 mörkum gegn 25. Mikil stemning var í Eyjum fyrir þessum leik, húsfyllir og fólk byrjaði að streyma að klukkutíma fyrir leik. Leikurinn var einnig mikil skemmtun þar sem hraður handbolti og mikil barátta voru í fyrirrúmi, sem að vísu kom niður á gæðunum en hver tók eftir því? ÍBV tók völdin á vellinum frá fyrstu mínútu og var varnarleikur liðsins nánast óaðfinnanlegur fyrsta fjórðung leiksins, enda skoraði Grótta/KR aðeins þrjú mörk á þessum kafla. Stelpurnar tóku áhættu með því að keyra á hraðaupphlaupum, sú áhætta skilaði sér í fimm marka forystu 7-2, en staðan í leikhléi var 14-11 ÍBV í vil.

Aftur sigur

Í öðrum leik liðanna sem fór fram á heimavelli Gróttu/KR leit framan af ekki út fyrir að ÍBV myndi sigra. ÍBV-stelpurnar byrjuðu reyndar leikinn eins og þær enduðu þann fyrsta. Fyrstu tvö mörkin voru þeirra og tóku þær Öllu Gorgorian úr umferð í varnarleiknum. Heimamenn svöruðu með þremur mörkum og komust svo fljótlega í þriggja marka forystu. En með mikilli baráttu náðu stelpurnar að saxa á forskot Gróttu/KR fyrir hlé og í hálfleik var staðan 13-12. ÍBV byrjaði leikinn heldur illa í seinni hálfleik og lentu stelpurnar fljótlega fjórum mörkum undir 16-12. Brugðið var á það ráð að taka tvo af sóknarmönnum Gróttu/KR úr umferð, en það herbragð virkaði engan veginn enda erfitt að verjast aðeins fjórar. Það var ekki fyrr en að Ingibjörgu Jónsdóttur var vikið af velli í tvær mínútur þegar vel var liðið á seinni hálfleik að hlutirnir fóru að ganga. Ekki svo að skilja að Ingibjörg hafi verið liðinu Akkilesarhæll, þvert á móti en liðið varð hins vegar að breyta varnarleiknum í kjölfarið og eftir það var spiluð 6-0 vörn út leikinn með prýðisgóðum árangri. Stelpumar sýndu það sem eftir lifði leiks að þær geta ráðið við hvaða manneskju og hvaða lið sem er þegar þær spila eðlilegan varnarleik. Fljótlega var munurinn aðeins orð inn tvö mörk og aðeins sex mínútur til stefnu. Þrátt fyrir að hafa skotið tvisvar í stöng á þessum lokakafla leiksins, og reyndar sex sinnum í seinni hálfleik, náði ÍBV liðið að jafna leikinn og fékk tækifæri á að gera út um hann á síðustu andartökum leiksins en tíminn reyndist of naumur. Lokatölur urðu 21-21 og því varð að framlengja. Í framlengingunni var ÍBV mun sterkari aðilinn. Þrátt fyrir að staðan væri jöfn eftir fyrri hálfleik, þá héldu stelpurnar sínu striki og skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mín- útunum og tryggðu sér mikilvægan sigur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, 25-27.

Íslandsmeistarar

Kvennalið ÍBV mætti Gróttu/KR í þriðja leik úrslitaviðureignar liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Eyjum.  Reyndar var ekki útlit fyrir flug um morguninn, en Gunnar Gunnarsson þjálfari Gróttu/KR dreif sínar stelpur í Herjólf þar sem liðið fékk að kynnast því að það er ekki svo auðvelt að taka Herjólf. En engu að síður þakkarvert framtak Gróttu/KR. Leikurinn hófst því á réttum tíma, korter yfir átta fyrir sjónvarpið en seinni hálfleikur var sýndur í beinni. Íþróttamiðstöðin var þá löngu orðin yfirfull. Fyrri hálfleikur var í járnum að flestu leyti, liðin leiddu bæði um tíma en þegar á leið komst Grótta/KR tveimur mörkum yfír 8-10 og liðið leiddi í hálfleik 9-11. Amela Hegic byrjaði leikinn af krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum ÍBV ásamt því að leggja upp það fimmta. Vigdís var einnig fljót að finna sig í markinu, varði alls níu skot í fyrri hálfleik og átti eftir að láta mikið til sín taka seinna í leiknum.

Seinni hálfleikur byrjaði vel og ÍBV skoraði fyrsta markið úr sinni fyrstu sókn. En stelpurnar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun, því að Grótta/KR skoraði þrjú mörk í röð og IBV lenti fjórum mörkum undir þegar hálfleikurinn var rétt hálfnaður. Þá tóku við einar skemmtilegustu fimmtán mínútur sem boðið hefur verið upp á í íþróttahöllinni. Sigbjöm tók leikhlé og barði bar- áttuandann í stelpurnar. Liðið tók leikinn í sínar hendur upp frá því og varnarleikur liðsins var ógurlegur og bak við múrinn stóð Vigdís sem varði eins og berserkur.

Það tók ÍBV aðeins rúmlega tvær mínútur að jafna leikinn, 15-15 og aðrar tvær mínútur að ná tveggja marka forystu. ÍBV hafði þar með breytt nánast töpuðum leik í opinn og skemmtilegan leik þar sem ÍBV hafði undirtökin.

Stelpumar höfðu skorað hvorki meira né minna en sex mörk í röð í sex sóknum. Leikur gestanna hreinlega hrundi, mest vegna sterks varnarleiks ÍBV og Grótta/KR náði aðeins að skora úr tveimur sóknum af síðustu tólf.

Mikil spenna var síðustu mínútur leiksins eftir að skyttan sterka úr Gróttu/KR Alla Gorgorian hafði minnkað muninn niður í eitt mark 18- 17. En leikmenn ÍBV voru með allt á hreinu og Anita Andreasen skoraði sigurmarkið úr frábæru gegnumbroti.

Vigdís toppaði svo frammistöðu sína og liðsins með því að verja síðasta skot gestanna í leiknum og ÍBV sigraði 19-17 í vægast sagt frábærum handboltaleik.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok meðal hinna rúmlega átta hundruð áhorfenda leiksins enda í fyrsta skipti sem Íslandsmeistaratitill meistaraflokks kvenna kemur til Vestmannaeyja.

Mörk ÍBV: Anita 6, Amela 4/2, Ingibjörg 3, Mette 2, Guðbjörg 2, Andrea Atladóttir 2. Varin skot: Vigdís 21.

Vigdís markvörður

„Ég átti alls ekki von á að við myndum vinna úrslitakeppnina þrjú núll," sagði Vigdís markmaður eftir leikinn, við Fréttir. „Eftir leikinn á mánudaginn var maður hálfhræddur því við vissum að þær myndu koma alveg geðveikar til leiks, sem þær gerðu. Leikurinn var frekar erfiður framan af en þegar við jöfnuðum 15-15 þá var þetta komið. Maður leit bara á pallana og sá stemninguna og þá vissi ég að við myndum hafa þetta. Þetta var náttúrlega bara stress í fyrri hálfleik, en svo gat maður bara ekki verið stressaður í seinni hálfleik." 

Ingibjörg línumaður

„Innst inni þá trúði ég því að við gætum þetta," sagði Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði eftir leikinn, við Fréttir. „Þetta er alveg æðislegt. Frábært að vinna Íslandsmeistaratitilinn fyrir fullu húsi hér í Vestmannaeyjum. Ég á bara ekki til orð yfir þetta. Þetta er toppurinn," og þar með hvarf fyrirliðinn í kossaflóðið.“ 

Sigbjörn þjálfari

„Ég átti alveg eins von á þessu," sagði Sigbjörn þjálfari þegar Fréttir ræddu við hann eftir leikinn. „Við höfum verið að spila virkilega vel að undanförnu og við förum í alla leiki til þess að vinna. Mér fannst við vera með betra lið og af hverju  áttum við þá ekki að vinna? Sjálfur vissi ég að við gátum klárað þetta í þremur leikjum, eins og við gerðum“. Sigbjörn sagði að þrjár fjölskyldur hafi borið uppi kvennahandboltann og átti hann þar við Björgvin Eyjólfsson og Ólöfu Heiðu Elíasdóttur, Þorvarð Þorvaldsson og Guðrúnu Ragnarsdóttur og Grím Guðnason og Eygló Kristinsdóttur. „Þau hafa haldið kvennahandboltanum gangandi hérna undanfarin ár og þau eiga mikið í þessu í kvöld, þetta er titillinn þeirra. Það er svo sannarlega sætt að vera þjálfari ÍBV og vinna þetta fyrir þau, það finnst mér aðalatriðið." Sigbjörn sagði um leikinn að það hafi hjálpað mikið að hafa sigrað á útivelli í leik númer tvö. „Við höfðum trú á því að við gætum það og gerðum það, en eins og ég segi þá er liðið í toppformi og mér finnst ÍBV vera besta liðið í ár."

Gott samstarf

Í úrslitaleikjum kvennaliðs ÍBV hafa margir lagt hönd á plóginn. Áberandi var hversu gott samstarf var á milli handknatteiksráðs kvenna og karla, þar sem þeir síðarnefndu hafa starfað við ýmis störf á leikjum kvenfólksins, bæði í gæslu sem og í skemmtiatriðum. Er óhætt að segja að þetta komi dálítið spánskt fyrir sjónir þar sem í annarri af helstu keppnisíþróttum bæjarfélagsins var samstarf karla- og kvennadeildar ekki eins áberandi, ef eitthvað var.

Markaskorari fundinn?

Eyjamenn virðast hafa fundið nýjan markaskorara í knattspyrnunni. Bjarni Geir Viðarsson, tvítugur piltur sem hafði að mestu vermt varamannabekkinn hjá ÍBV undanfarin tvö ár, skoraði 7 mörk fyrir liðið í tveimur leikjum í deildarbikarnum í Reykjaneshöll í endaðan mars. Fyrst gerði hann tvö mörk í 4:2 sigri á Leikni úr Reykjavík og síðan skoraði Bjarni 5 mörk í stórsigri, 11:1, á Bruna frá Akranesi.

Gott gengi

Gengi karlaliðs ÍBV í knattspyrnu hefur átt góðu gengi að fagna í deildarbikarkeppninni. Það lagði  að velli 1. deildarlið ÍR. Ingi Sigurðsson skoraði mark leiksins í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf. Kristinn Jónsson sagði í samtali við Fréttir að ÍBV hefði verið betri aðilinn í leiknum. „Þetta var reyndar dálítið köflótt hjá okkur. Fyrri hálfleikur var okkar eign frá upphafi til enda, en í seinni hálfleik gáfum við aðeins eftir án þess þó að missa stjórn á leiknum.“ ÍBV hafði  spilað þrjá leiki í deildarbikarnum og unnið þá alla.

Fjáraflanir

Á fundi aðalstjórnar 25. apríl  lá fyrir ósk frá knattspyrnuráði karla um að fá að skipta út skilti með Týsmerkinu á handriði Týsheimilisins og setja þar í staðinn merki ÍBV. Á þessu skilti áttu svo auk þess að vera auglýsingar. Stjórnin samþykkti þessa ósk en vildi að kvennaknattspyrnan fengi rétt á setja auglýsingar á handriðið til jafns við karlaknattspyrnuna. Ekki reyndust allir hrifnir af þessari breytingu, að Týsmerkið hyrfi fyrir ÍBV merkinu.

Á sama fundi var rætt um fjáraflanir. Ákveðið var að gossala á Þjóðhátíð verði í höndum kvennaknattspyrnunnar. Knattspyrnuráð karla og kvenna sjái um sjómanndagsball og skipta ágóða á milli sín. Húkkaraballið á Þjóðhátíðinni sjái karla og kvennaráðið  um og ágóðinn skiptist þannig að karlaknattspyrnan fái 60% og kvennaknattspyrnan 40%.

Kostnaður við Þjóðhátíð of mikill

Þjóðhátíðarnefndin mætti á fund aðalstjórnar. 25. apríl, en Þjóðhátíðarnefndina  skipa, Birgir Guðjónsson, Ólafur Týr Guðjónsson, Sigurfinnur Sigurfinnsson, Friðberg Sigurðsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Sigurður Þórarinsson og Stefán Agnarsson. Var rætt um síðustu þjóðhátíð og hvernig til tókst. Voru menn sammála  um að lækka þurfi kostnað við Þjóðhátíðarhaldið og var rætt hvernig það megi gerast. Þá viðraði Ólafur Týr þá hugmynd að setja girðingu á golfvöllinn yfir þjóðhátíðina  til stýra betur aðgangi gesta að henni. Var samþykkt að ræða við golfklúbbinn um það. Einnig var samþykkt að þjóðhátíðarnefndin fengi leyfi aðalstjórnar til að kaupa  ódýran pallbíl til nota við undirbúning Þjóðhátíðarinnar. 

Vöruval til liðs við ÍBV

Stúlknamót ÍBV-íþróttafélags í knattspyrnu verður framvegis  Vöruvalsmótið. Skrifað var undir samning þess eðlis í byrjun apríl.  Vöruval er aðalstyrktaraðili mótsins og sagðist Ingimar Georgsson, kaupmaður  í viðtali við Fréttir, vera mjög ánægður með að vera kominn í samstarf við íþróttahreyfinguna. „Mótið hefur verið að vaxa um leið og kvennaknattspyrnan í landinu og er gaman að fá að taka þátt í því," sagði Ingimar.

Nýtt íþróttahús

Húsasmiðjan og Húsey Vestmannaeyjum voru með hagstæðasta tilboðið í nýtt íþróttahús, sem rísa á rétt við gamla íþróttahúsið. Er það  framleitt af finnsku verksmiðjunni Rannila en reist af Íslendingum. Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur sagði í viðtali við Fréttir  að samkvæmt sinni bestu vitund séu  samningar mjög langt komnir um fjármögnum hússins og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður húsið tilbúið næsta vor.  Auk þess verða byggðir fjórir búningsklefar ásamt salernum og fundarherbergjum sem tengjast núverandi anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.

4. flokkur datt út

Fjórði flokkur kvenna ÍBV í handbolta tapaði í undanúrslitum bikarkeppninnar á mánudaginn gegn hinu sterka liði FH, en leikið var í Hafnarfirði. Stelpurnar lentu 5-0 undir og hélst sá munur nánast út leikinn en lokatölur urðu 21-17. Staðan í hálfleik var 2-7 FH í vil. Þrátt fyrir tapið var Hannes Jón, þjálfari stelpnanna, nokkuð sáttur við tímabilið. „Við erum með yngra lið en FH þar sem flestar okkar stelpur eru annaðhvort á yngra ári, eða ennþá í fimmta flokki. En þrátt fyrir að vinna enga titla er ég ánægður með hversu stelpurnar hafa bætt sig og þróað sinn leik. Það er ljóst að á næsta ári verður fjórði flokkurinn mjög öflugur hjá ÍBV." 

Fámennt í 3. flokki

Þriðji flokkur kvenna ÍBV lék einnig í bikarkeppninni en á föstudaginn léku þær gegn Fram. Flokkurinn hætti við keppni í Íslandsmótinu þar sem ekki var mannskapur til að halda úti liði en þess í stað sá fjórði flokkur um að klára bikarkeppnina fyrir þær. Mikill líkamlegur munur er á stelpum í fjórða flokki og þriðja flokki, hvað þá þegar hluti liðsins kemur úr fimmta flokki, en þrátt fyrir það þá leiddu stelpumar leikinn í hálfleik með einu marki 8- 9. Leikurinn tapaðist reyndar 21-18, sem er ágætis árangur hjá þessu unga liði ÍB V. Mörk ÍBV skoraðu Margrét Lára 7, Anita 3, Halla 2, Þórsteina 2, Ema 2 og Bjarný 2.

Ágætis árangur 2. flokks

Annar flokkur kvenna lauk handboltatímabilinu um miðjan apríl.. Liðið vann Víking í tveimur leikjum og héldu síðan  á Seltjarnarnesið  og kepptu gegn Gróttu/KR.  - ÍBV tapaði leiknum 20-19 en hann var spennandi eins og lokatölurnar bera með sér.

Markahæstar í leiknum voru þær Guðbjörg 7, Hind og Anita 4.

Þá léku þær  tvo leiki gegn Víkingi hér í Eyjum. Fyrri leikurinn endaði með sigri ÍBV 23-19 en mörk ÍBV skoruðu þær Guðbjörg 8, Anna Rós 5, Anita 5, Erna 3, Þorsteina 2 og Bjarný 1. Seinni leiknum, sem háður var klukkutíma eftir fyrri leikinn, lauk einnig með sigri ÍBV. Lokatölur í þeim leik urðu 25-19 og mörkin skoruðu þær Guðbjörg 8, Anita 8, Anna Rós 3, Halla 2, Bjarný 2, Elva 2.

Í 2. flokki er teflt fram mjög ungu liði, alveg niður í 4. flokk en þær hafa verið að standa sig mjög vel og eiga eftir að búa að þeirri reynslu sem þær fengu í vetur.

Lokahóf með bravör

Lokahóf  ÍBV í handboltanum fór fram í Týsheimilinu og var að venju hið glæsilegasta. Hæst bar að sjálfsögðu árangur stelpnanna í meistaraflokki sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. En fleira var að minnast frá nýliðnum vetri og var það gert með tilþrifum, bæði í gamni og alvöru. Helsta afreksfólkið var heiðrað fyrir árangur vetrarins og stjórnarfólk var heiðrað fyrir frábær störf í þágu handboltans í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina.

Lokahóf handboltans hafa alla tíð verið með skemmtilegri samkomum sem í boði eru hér í bæ. Skemmtiatriði voru heimatilbúin og þó sum þeirra ættu kannski frekar heima í heimateitum er ekki annað hægt en að hrífast með orkunni og gleðinni sem kemur fram þegar handboltafólk bregður á leik. Herlegheitunum stjórnaði Jóhann Pétursson af sinni alkunnu lagni. Fór hann á kostum í lýsingum sínum í myndasýningu kvöldsins. Af skemmtiatriðunum bar hæst kvikmyndasýningu sem Daði Pálsson og Sigurður Bragason áttu heiðurinn af. Síðan tók við hvert skemmtiatriðið af öðru í bland við ávörp og heiðranir.

Bestu leikmenn í meistaraflokki voru valin Amela Hegic og Erlingur Richardsson. Markahæst voru Amela Hegic og Miro Barisic. Mestu framfarir sýndu Hind Hannesdóttir og Gísli Guðmundsson. Besti varnarmaðurinn var Ingibjörg Jónsdóttir. Bestur í 2. flokki karla var Hannes Jónsson. (Birt úr Fréttum) 

Kristinn Rúnar

Síðastliðið haust tók nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu við stjórnartaumunum af Bjarna Jóhannssyni. Nýi skipstjórinn í brúnni heitir Kristinn Rúnar Jónsson og hefur starfað í kringum ÍBV liðið síðan 1998. Hver er Kristinn Rúnar Jónsson?  Fréttir ræddu við Kristinn rétt fyrir Íslandsmótið: „Ég fæddist fyrir um það bil 35 árum í Reykjavík, þar sem ég hef alið manninn stóran hluta ævinnar. Ég lék með Fram nánast alla mína tíð sem leikmaður, þar af um 320 leiki með meistaraflokki og vann þar nokkra titla, Íslands- og bikarmeistaratitla. Einnig lék ég með yngri landsliðum Íslandsog 12 A-landsleiki á sínum tíma. Ég er kvæntur Svövu Margréti Ingvarsdóttur og eigum við þrjár dætur. Ég vann hjá Bæjarleiðum við bókhalds- og fjármálastörf en það hef ég gert undanfarin 10 ár. Ég er þjálfari meistaraflokks karla ÍBV og hef menntað mig nokkuð sem þjálfari, m.a. tekið flest þau stig sem KSÍ býður upp á og einnig setið fjölmarga fyrirlestra um þjálfun og knattspyrnu."

Aðspurður um formið á liðinu segir það í ágætu standi.  „Það hefur verið ágætis stígandi í leik okkar fram að þessu og ég vona að við höldum áfram á þeirri braut. Formið verður líklega ekki vandamál í sumar þar sem við höfum hlaupið og lyft meira en áður á kostnað fótboltans. Ástæðan er harður vetur og aðstöðuleysi. Hópurinn er tvískiptur eins og undanfarin ár. Í Reykjavík er erfitt að komast að á völlunum og í húsum. Höfuðborgarliðin láta auðvitað sín lið ganga fyrir og einu tímarnir sem við fáum á gervigrasi eru kannski rétt fyrir miðnætti“.

Þá sagði Kristinn að  ástandið í  Eyjum sé lítið skárra. „Veðurfarið afar óhagstætt og malarvöllurinn var nánast ónothæfur. Því miður geta Eyjamenn ekki verið í samstarfi við önnur bæjarfélög um hluti eins og knattspyrnuhús. Þau lið sem hafa slík hús hafa ákveðið forskot.“

Aðspurður um markmið sumarsins sagði Kristinn: „Við hljótum náttúrulega alltaf að stefna hátt. Menn sem hafa unnið titla þyrstir auðvitað í meira og þeir vita hvað þarf til að ná árangri. Hins vegar ætla ég ekki að vera að lofa neinu nema því að ég mun gera mitt allra besta til þess að ná árangri með liðið, meiru get ég ekki lofað." sagði Kristinn að lokum.

Lokin hjá 6. flokki

Handknattleikstímabilinu lauk formlega um mánaðamótin apríl-maí hjá stúlkunum í 6. fl. þegar um 180 stúlkur tóku þátt í Sparisjóðsmóti Vestmannaeyja. Þetta var fimmta og síðasta mótið á tímabilinu 1999- 2000 en hvert mót fyrir sig gaf stig til Íslandsmeistaratitils og því var til mikils að vinna fyrir sum liðin. Leikið var í A-,B- og C- liðum og fyrir mótið var hörð keppni um Íslandsmeistaratitilinn og þá sér í lagi um 1. og 2. sætið í b-liðum þar sem Grótta var með 34 stig fyrir Sparísjóðsmótið, HK 32 og svo rétt á eftir kom Fram með 25 stig. Eyjastúlkur áttu ekki möguleika fyrir þetta mót þar sem þær höfðu aðeins tekið þátt í tveimur mótum áður en komið var að Sparisjóðsmótinu. Þó svo mótin hafi verið fimm í vetur þá eru reglurnar þannig að aðeins fjögur bestu mótin hjá hverju liði telja til Íslandsmeistaratitils og því var hvergi hægt að slaka á.

Eins og fyrr segir var þetta síðasta mótið sem gaf stig til Íslandsmeistaratitils og þegar úrslit lágu fyrir í Sparisjóðsmótinu þá var einnig ljóst hvaða lið stæðu uppi sem Islandsmeistarar í 6. fl. kvenna í a-,b- og c-liðumtímabilið 1999-2000. Aðeins þrjú félög sópuðu til sín öllum verðlaununum á Íslandsmótinu af þeim níu verðlaunasætum sem voru í boði, það voru Grótta, Fram og HK.

Lok í deildarbikarnum

Síðasti deildarbikarleikur karlaliðs ÍBV í knattspyrnu var við Fylki á malarvelli þeirra í Árbænum.  Þarna mættust Kristinn R. Jónsson þjálfari IBV og Bjarni Jóhannsson þjálfari í fyrsta skipti og hafði Bjarni betur í þeim slag. Skemmst er frá því að segja að ÍBV náði sér engan veginn á strik í leiknum og tapaðist leikurinn 2-0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1 -0. Sóknarleikur ÍBV þótti bitlaus og hugmyndasnauður í leiknum, en liðið lék án þeirra Inga, sem var í banni og Steingríms sem var veikur. Hlynur Stefánsson sagði að ef líta ætti á björtu hliðar málsins þá væri ágætt að fá spark í rassinn áður en deildin hefst.

Kvennalið ÍBV spilaði einnig sinn síðasta leik í deildarbikarnum þegar liðið mætti Stjörnunni. ÍBV tapaði leiknum 4-0 og komst þar með ekki áfram í keppninni. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, sagði að þótt leikurinn hafi ekki skipt neinu máli um hvaða lið kæmust áfram þá hefði verið ástæðulaust að tapa honum. „Við vorum ekki að spila nógu vel á móti þeim og því fór sem fór. Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði á meðan okkur vantaði nokkra leikmenn, en það á ekki að skipta máli."

Sibbi þjálfari ársins

Lokahóf handknattleiksfólks fór fram á Broadway fystu helgina í maí. Og að sjálfsögðu fékk Eyjafólk sinn skerf af tilnefningum til verðlauna, þótt verðlaunin hefðu sjálfsagt átt að vera fleiri. Sigbjörn Óskarsson var valinn þjálfari ársins í 1. Nissandeild kvenna og kom valið fáum á óvart enda hefur hann náð ótrúlega góðum árangri þann stutta tíma sem hann hefur verið sem þjálfari meistaraflokksliða ÍBV.

Ingibjörg Jónsdóttir var valin besti varnarmaður 1. Nissandeildar kvenna. Ingibjörg var einnig tilnefnd sem besti leikmaðurinn og sem sá prúðasti en það sýnir kannski best hversu góður íþróttamaður Ingibjörg er. Þó að hún sé besti varnarmaðurinn þá er hún ekki grófur leikmaður, enda tilnefnd fyrir prúðmennsku. 

Vilja bæta samskipti við stuðningsmenn

Í upphafi knattspyrnutímabilsins boðaði knattspyrnuráð ÍBV íþróttafélags til kynningarfundar. Vilji knattspyrnuráðs er að auka vægi stuðningsmanna í kringum leiki meistaraflokks karla. Til dæmis sú hugmynd að flagga ÍBV fánum á flaggstöngum um bæinn á leikdegi og gera leikdag að sannkölluðum hátíðisdegi fjölskyldunnar. Einnig að gefa úr leikskrá fyrir hvern leik í sumar sem verður dreift í öll hús kvöldið fyrir leik. Undantekningin á þessu eru fyrstu tveir leikirnir, enda er mjög stutt á milli þeirra og því gefin út aðeins ein leikskrá fyrir þessa tvo leiki. Lukkudýr verður á leikjum ÍBV um sumarið en Lúlli Lundi er sameiginlegt lukkudýr handboltans og fótboltans í Vestmannaeyjum og mun Lúlli mæta tímanlega fyrir leik og rífa upp stemmninguna. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV mun áfram starfa en sú nýbreytni verður tekin upp að sjómönnum mun verða gert kleift að taka upptökur af leikjum ÍBV með sér á sjó þar sem þeir eiga ekki heimangengt á leiki liðsins. Blaðamannafundir verða eftir leiki þar sem leikmenn, þjálfarar og jafnvel dómarar koma og svara spurningum en stuðningsmönnum ÍBV verður gert kleift að fylgjast með og spyrja spurninga. Fundunum verður útvarpað á ÍBV útvarpinu FM 104,7 sem Tryggvi Már Sæmundsson sér um, en útvarpið verður starfrækt í kringum leiki ÍBV og m.a. verður útileikjum lýst.

Þá kom fram að  Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar hefði sagt upp störfum og væri að fara að starfa sem íþróttfréttamaður Stöðvar 2.

ÍBV spáð þriðja sætinu

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Nissandeildinni spáðu KR sigri í deildinni og fengu þeir 280 stig. Skagamenn voru settir í annað sæti með 265 stig og ÍBV í það þriðja með 243 stig og skera þessi þrjú lið sig nokkuð úr. Fram hlaut 174 stig, Grindavík 152 stig, Fylkir 146 stig, Keflavík 129 stig, Leiftur - 115 stig, Breiðablik 92 stig og Stjarnan 51 stig.

Breytingar á liðinu

Nokkar breytingar urðu liðinu frá síðasta sumri: Komnir eru Páll Guðmundsson, Momir Mileta og Magnús Sigurðsson. Farnir: Ívar Ingimarsson, Ívar Bjarklind, Kristinn Hafliðason, Zoran Miljkovic, Sindri Grétarsson.

4 stig í fyrstu tveimur leikjunum

Karlalið ÍBV spilaði sinn fyrsta leik í Landssímadeildinni 18. maí við Fylki og var leikið í Eyjum.  Leikurinn einkenndist af því að ÍBV sótti látlaust en Fylkir lá aftarlega og beitti hættulegum skyndisóknum. Nokkur vorbragur var á leik liðanna, en Hásteinsvöllur kom frekar illa undan vetri og átti það sinn þátt í að gæði leiksins urðu ekki mikil. En úrslitin urðu Eyjamönnum frekar óhagstæð, jafntefli 2-2 gegn nýliðum Fylkis. Fréttir segja í umsögn um leikinn að ljóst sé að ÍBV verði að skerpa leik sinn nokkuð ef liðið ætlar sér í toppbaráttuna í sumar.

Nokkrum dögum síðar kom Stjarnan í heimsókn. Allar aðstæður til knattspyrnu voru afar erfiðar, austan strekkingur, gekk á með skúrum og hrollkalt ásamt því að Hásteinsvöllur á töluvert í land með að verða leikfær. En engu að síður tókst ÍBV að spila boltanum ágætlega megnið af leiknum og tryggja sér svo þrjú dýrmæt stig með 2-0 sigri.

Meistaraflokkur kvenna

Þjálfarar meistaraflokks kvenna sumarið 2000 voru þau Heimir Hallgrímsson og Stefanía Guðjónsdóttir. Þrír leikmenn höfðu horfið á brott frá síðasta sumri,  þær Hrefna Jóhannesdóttir, Íris Sigurðardóttir og Jóna Sigurlásdóttir. En nýir leikmenn voru:  Samantha, Lisa Sandys og Laufey Jóna Sveinsdóttir.

Tap í fyrsta leik

Kvennalið ÍBV spilaði sinn fyrsta leik í Landsímadeildinni gegn KR á útivelli. Lauk leiknum með 3 - 1 sigri gestgjafanna. Heppnin var þó ekki með ÍBV í þetta skiptið, liðið fékk á sig frekar ódýr mörk og náði aðeins að skora eitt eftir laglega sókn ÍBV. Heimir Hallgrímsson var þrátt fyrir tapið nokkuð sáttur við leik liðsins: ,.Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur. Það er kannski ljótt að segja það en ég er bara nokkuð ánægður með stelpurnar enda voru allar að spila mjög vel, sérstaklega fannst mér ungu stelpurnar eins og Biddý, Elfa Asdís og Elva Dögg koma sterkar til leiks. En maður er náttúrlega aldrei ánægður með tap, fótboltinn er bara stundum þannig að betra liðið sigrar ekki og það átti svo sannarlega við um þennan leik." 

 Yfirburðirnir nægðu ekki

Fyrsti útileikur karlaliðsins var gegn Fram þar sem fyrrum ÍBV-arinn Sigurvin Ólafsson leikur þetta sumarið. Fyrir leikinn höfðu Frammarar ekki skorað mark og voru án stiga þannig að búist var við þeim dýróðum. Raunin varð reyndar sú að ÍBV sótti nánast linnulaust allan leikinn, en eins og í fyrstu tveimur leikjunum tekst liðinu illa að skapa sér afgerandi færi og skoraði ÍBV aðeins eitt mark. Þar var að verki Goran Aleksic sem var allt í öllu í leik ÍBV.

Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari IBV þjálfari ÍBV, var að vonum frekar súr í bragði eftir jafnteflið. Í viðtali við Fréttir sagði hann: „Maður er náttúrulega aldrei sáttur við nema 3 stig. Við áttum náttúrulega að klára þetta. Fyrri hálfleikur var góður hjá okkur og við áttum hreinlega leikinn. f seinni hálfleik duttum við aðeins niður en mér fannst samt aldrei nein hætta vera á ferðum. Við fengum ágætis færi, sérstaklega í seinni hálfleik og við vorum náttúmlega bara aular að klára þetta ekki. Markið sem við fengum á okkur var algjört slys og ég veit ekki hvort menn hafa haldið að þetta hafi verið búið, enda komið fram á nítugustu mínútu."

 Valsstúlkur steinlágu

Ef einhverjir hafa haldið að ÍBVstelpurnar hafi verið sáttar við að tapa fyrir KR með  tveimur mörkum á útivelli í fyrstu umferðinni, þá áttu þeir hinir sömu eftir að reka upp stór augu eftir leik ÍBV og Vals sem fór fram á Hlíðarenda 26. maí. ÍBV gerði sér lítið fyrir og sigraði af öryggi með tveggja marka mun 0-2 og skoraði Bryndís Jóhannesdóttir bæði mörkin. ÍBV  landaði þar með einum glæsilegasta sigri sínum í seinni tíð, enda enduðu Valsstúlkur í öðru sæti í Íslandsmótinu í fyrra og voru taldar meðal þriggja bestu liðanna  þetta sumarið.

Vantar stöðugleika

Í 5. umferð Landsímadeildarinnar mætti karlaliðið ÍA uppi á Akranesi. Leikurinn átti að fara fram á mánudegi, en vegna veðurs var honum frestað um einn dag. Leikmenn og forráðamenn ÍBV voru allt annað en ánægðir með vinnubrögð KSÍ, enda var vitað um hádegisbil að ekki væri hægt að leika knattspyrnu uppi á Skaga. En leikurinn fór hins vegar fram á þriðjudagskvöld og endaði með markalausu jafntefli. Í Fréttum sagði að ÍBV hafi sjaldan sótt gull í greipar Skagamanna uppi á Skaga og ekki varð breyting þar á. „Fyrri hálfleikur var illa leikinn af báðum liðum og ótrúlegt að sjá hversu mikill munur var á leik ÍBV frá því í síðasta leik gegn Keflavík. Liðin skiptust á að sækja, en heldur voru Skagamenn beittari framan af. Á 13. mínútu dæmdi slakur dómari leiksins vítaspyrnu á lið ÍBV og var erfitt að sjá af hverju, en Birkir Kristinsson varði vítaspyrnuna glæsilega og réttlætinu þar með fullnægt. Momir Mileta átti hinsvegar hættulegt skot að marki úr aukaspyrnu rétt fyrir leikhlé en boltinn strauk slána. ÍBV byrjaði með látum í seinni hálfleik og fóru fjölmargir áhorfendur á bandi ÍBV að sjá fyrir sér fyrsta mark ÍBV í leiknum. Þrátt fyrir mikla yfrrburði tókst ÍB V ekki að skapa sér almennileg færi, ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok að Jóhann Möller, sem var nýkominn inn á sem varamaður fékk boltann á vítateig og var allt í einu einn á móti markmanni. En hann var of lengi að átta sig á tækifærinu og markvörður Skagamanna hirti boltann af tánum á honum. Leikurinn endaði því með 0-0 jafntefli sem verða líklega að teljast nokkuð sanngjörn úrslit. Ingi Sigurðsson sagði eftir leikinn að IBV þyrfti að einbeita sér að því að leika vel tvo leiki í röð. „Þetta var lélegt hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik en aðeins skárra í þeim seinni. Mér fannst liðið bara ekki berjast nógu mikið og hálfgert andleysi í þessu en við verðum hinsvegar að læra það að spila vel tvo leiki í röð. En ég er mjög ósáttur við að fara héðan ofan af Skaganum með aðeins eitt stig, mér fannst við eiga að fara með þau öll."


Annáll síðari hluta þessa árs er í vinnslu

Til baka á forsíðu