Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/1998 -

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

1998 - Íslands- og bikarmeistaratitlar

Þrettándinn með bravör

Þrettándinn var haldin með miklum bravör sem áður og mikill fjöldi fólks fylgdi jólasveinum og þeirra fylgifiskum um götur bæjarins og uppá malarvöllinn í Löngulág. Safnast var saman við Molda þar sem tilkomumikil flugeldasýning lýsti upp kletta og himinn og gladdi þann mikla fjölda fólks sem ætlaði að eiga þar stefnumót við tröll, jólasveina, álfa, púka og annað hyski heldur ófrýnilegt.

Íslandsmeistaratitill og bikarmeistaratitill segir Völvan

Völva Frétta, Matthildur Sveinsdóttir spáði fyrir íþróttum á nýbyrjuðu ári:

Handboltinn: „Handboltaliðinu gengur ágætlega en á í einhverju fjársvelti. Liðið fær ekki nægilegan stuðning og missir mjög trúlega einn leikmann. Liðið á eftir að koma á óvart tvisvar á árinu." Knattspyrnan „Það verða tveir menn mjög áberandi og liðið byrjar ekki vel. Það verður rótleysi í liðinu sem berja verður niður strax ef árangur á að nást. Þetta er ekki síst spurning um andlega uppbyggingu. Það verður að sameina strákana betur. Þegar þeir hafa unnið bug á rótleysinu á liðið góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og bikarnum. Mér sýnist þeir muni halda Íslandsmeistaratitlinum og vinna bikarinn af Keflavík. Spilið þeirra fræga frá því í fyrra kemur að minnsta kosti upp og í betra samhengi."

 Jói fékk Fréttapíramídann

Fréttapíramídinn er viðurkenning, sem blaðið Fréttir veitir árlega þeim félögum eða einstaklingum sem þykja  hafa lagt mikið að mörkum til samfélagsins á hinum ýmsu sviðum. Að þessu sinni hlaut Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs ÍBV,  Fréttapíramída fyrir framlag sitt til íþróttamála.

Leiktíminn ekki sniðugur

Meistaraflokkur kvenna mætti Val á útivelli í fyrsta leik ársins. Svo virtist sem jólin sæti  í ÍBV stelpunum. Úrslitin urðu 26 - 21 Valsstúlkum í hag og er ÍBV í áttunda sæti 1. deildar með 11 stig eftir 12 umferðir. „Það er mest lítið um leikinn að segja," sagði Jón Bragi Arnarsson þjálfari eftir leikinn í viðtali við Fréttir. „Þetta er ekki sniðugur leiktími, 3. janúar svona rétt eftir jólin. Tvær stúlknanna voru að koma beint að utan. Það er þó engin afsökun. Stelpumar náðu að skapa sér færi en nýttu þau ekki og það dugar ekki gegn markmanni sem ver 20 skot," sagði Jón Bragi ennfremur. Um leikinn er það að segja að Valsstúlkurnar voru seinar í gang. Brenndu m.a. af þremur vítum og komst ÍBV í 1 - 4. Eftir það fóru gestgjafarnir í gang og náðu að jafna 5 - 5. Náðu síðan forystunni sem þær héldu til loka. Undir lok seinni hálfleiks tókst Eyjastúlkunum að klóra aðeins í bakkann, komust í 20 - 17 en þrjú mörk Valsstúlkna í röð gerðu vonir um sigur að engu. Mörk ÍBV: Sandra Anuliet 6, Andrea Atladóttir 6/1, Ingibjörg Jónsdóttir 4/2, Sara Ólafsdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1 og María Rós Friðriksdóttir 1. Eglé Pletiené varði 10 skot þar af eitt vítakast.

 „Okkar tími er eftir áramót“

Fyrsti leikur karlaliðsins var hinsvegar gegn stjörnuprýddu liði Aftureldingar í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar og var leikið að  Varmá í Mosfellsbæ. Í Fréttum segir að fyrirfram hafi menn ekki verið alltof bjartsýnir á þennan leik en eftir að Guðfinnur Kristmannsson hafi gefið tóninn fyrir ÍBV í byrjun leiks hafi aldrei verið vafi á því hverjir færu með sigur af hólmi. „Eyjapeyjar komu greinilega vel stemmdir til leiks og tóku leikinn strax í sínar hendur. Þetta kom kjúklingunum úr Mosfellsbæ í opna skjöldu og var greinilegt vanmat í herbúðum þeirra. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og var það því sem köld vatnsgusa í andlit Eyjamanna þegar Svavar Vignisson, sem spilað hafði mjög vel í byrjun leiks, fékk rauða spjaldið fyrir mjög svo smávægilegt brot í byrjun leiks. En strákarnir létu þetta ekki á sig fá og léku af mikilli skynsemi allan leikinn og létu leikmenn Aftureldingar aldrei í friði. Afturelding náði aðeins einu sinni að jafna í 15-15 en í kjölfarið fylgdu 4 mörk IBV og héldu þeir forystunni út leikinn.“  Lokatölur urðu 24-29. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, var að vonum kampakátur í  leikslok og stoltur af frammistöðu strákanna. „Okkar tími er alltaf eftir áramót. Þetta er bara svona og verður ekki breytt," sagði Þorbergur eftir leikinn. Mörk ÍBV: Zoltán Belánýi 8/2, Hjörtur Hinriksson 7, Guðfinnur Kristmannsson 3, Robertas Pauzuolis 3, Sigurður Bragason 3, Svavar Vignisson 2, Erlingur Richardsson 1. Sigmar Þröstur varði 9/2 skot.

Dapurt gengi í meistaraflokkanna í innanhússknattspyrnu

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu meistaraflokkanna fór fram í byrjun janúarmánaðar, bæði í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki var ÍBV í riðli með ÍBK, ÍA og Leikni. Okkar mönnum gekk ekki vel, þeir  byrjuðu á því að tapa fyrir ÍBK 1-4 og ÍA 3-6 en náðu að halda sæti sínu í deildinni með því að sigra Leikni 6-5.

Kvennaliðið náði sér heldur ekki á strik. Úrslit leikja urðu: ÍBV-Reynir  3-0.   ÍBV-Breiðablik 0-3.  ÍBV-Valur 1-5.  ÍBV - ÍBA 3-1.  Stelpurnar lentu í 3. sæti í sínum riðli og komust ekki í úrslit.

..........en stelpurnar í 2. flokki stóðu sig frábærlega

Sömu helgina og meistaraflokkarnir kepptu  í innanhússknattspyrnu var einnig Íslandsmót í innanhússknattspyrnu yngri flokka og var keppt á Reykjavíkursvæðinu. 2. flokkur kvenna stóð sig frábærlega, vann sinn riðil og mun spila í úrslitakeppni sem fara á fram í febrúar. Einstök úrslit urðu þessi: ÍBV - Fylkir 4 – 2.  ÍBV-ÍR 10-0 ÍBV- Afturelding 3 – 2.  ÍBV - Haukar 3 – 3.  Þjálfari stelpnanna er Heimir Hallgrímsson.

Unglingaráð stofnað

Í janúarbyrjun var gengið frá stofnun unglingaráðs ÍBV í fótboltanum. Ráðið á að sjá um þriðja flokk og þar fyrir neðan. Ráðið skipaði Jón Óskar Þórhallsson, Friðrik Friðriksson (markmaður), Hlynur Sigmarsson, Sigurbergur Ármannsson og Ólafur Snorrason.

Baráttusigur

Meistaraflokkur kvenna í handbolta mætti Haukum í Hafnarfirði í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar.  Og nú sátu jólin greinilega ekki í þeim. Þær sigruðu með glæsibrag eftir framlengdan leik, 22-23. Úrslitin voru nokkuð óvænt, sérstaklega í ljósi þess að bikarmeistarar Hauka voru með vænlega stöðu í hálfleik, 13 - 8. Það virtist fátt ætla að koma í veg fyrir öruggan Haukasigur en með mikilli baráttu og sterkri vörn náði ÍBV að snúa leiknum sér í hag og var mikil spenna allt til enda. Aðeins 1 - 2 mörk skildu liðin að á lokasprettinum en Eyjastúlkur ætluðu sér greinilega ekkert annað en sigur og uppskáru samkvæmt því.

Með sigrinum komst  ÍBV í undanúrslit bikarkeppninnar. Jón Bragi Arnarsson, þjálfari ÍBV var í sjöunda himni eftir leikinn. „Það verður að segjast alveg eins og er að útlitið var nú heldur svart í hálfleik en við neituðum að gefast upp og með skipulögðum varnarleik ásamt frábærri liðsheild þá tókst okkur að knýja fram sigur í lokin. Til marks um varnarleikinn þá fékk ÍBV aðeins á sig 4 mörk á 28 mínútum í seinni hálfleik. Stelpumar eru staðráðnar í að fara alla leið“, sagði Jón Bragi við viðtali við Fréttir.  Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 8, Ingibjörg Jónsdóttir 6, Sara M Ólafsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Sandra Anulyte 2, Stefanía Guðjónsdóttir I, María Rós Friðriksdóttir 1.

Bikardraumar fyrir bí

Það var rafmagnað andrúmsloft í Höllinni, þegar karlalið ÍBV mætti Val í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta, hér í Eyjum 22. janúar. Stemmningin var frábær, með hljómsveitina Stallahú í broddi fylkingar. Eftirlitsdómari leiksins hafði einhverjar athugasemdir við spilamennsku hljómsveitarinnar og stoppaði leikinn tvisvar í byrjun leiks. Það virkaði sem vítamínsprauta á stuðningsmenn ÍBV sem studdu lið sitt dyggilega. Það dugði ekki til, því Valur vann 22 - 23.

Án Andreu Atladóttur áttu ÍBVstelpurnar aldrei möguleika á móti Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fór fram í Garðabæ og lauk með 25 mörkum Stjörnunnar gegn 17 mörkum ÍBV. Í hálfleik var staðan 12 - 8 Garðbæingum í vil.

Stórsigur gegn Víkingi

Eftir tapið gegn Val í bikarkeppninni sýndu ÍBV strákarnir sínar bestu hliðar þegar þeir mættu Víkingum í Nissandeildinni.  Leikurinn náði aldrei að yerða spennandi þar sem yfirburðir ÍBV voru miklir í leiknum. Fyrirfram var búist við jöfnum baráttuleik þar sem Víkingar eru næstneðstir með þrjú stig og eru að berjast fyrir tilveru sinni í deildinni. En það fór á annan veg,  ÍBV vann leikinn 31-22.

2. flokkur steinlá gegn Val

2. flokkur karla í handboltanum fékk Val í heimsókn í endaðan janúar. Liðið átti mjög á brattann að sækja allan leikinn og tapaði með 8 marka mun, 14 - 22. Eyjastrákar máttu sín lítils gegn sterkri vörn og góðum markmanni  Vals  og náðu ekki að skora fyrsta mark sitt fyrr en rúmlega 13 mínútur voru liðnar af leiknum. En í vörninni stóðu þeir sig vel ásamt góðri markvörslu Reynis og var staðan, 7-9 í hálfleik.  Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur og juku forskot sitt jafnt og þétt. Sóknarleikur ÍBV var ekki nógu góður, boltinn gekk illa manna á milli og voru strákarnir að reyna að gera allt upp á eigin spýtur. Þó sáust einstaka góð tilþrif gegn góðu liði Valsmanna, sem hafa á að skipa einu besta liði landsins í þessum aldursflokki. En lokatölur, 14-22. Reynir Pálsson, markmaður stóð sig einna best Eyjastráka.

Ljóst er að í 2. flokki ÍBV er margir efnilegir leikmenn, sem eiga örugglega eftir að skila sér upp í meistaraflokk ef rétt er haldið á málum. Mörk ÍBV: Richard 4, Jón Helgi 3/2, Elías Ingi 2, Sigurður S. 1, Unnar 1, Þorsteinn 1, Sigurður E. 1 og Gunnar Bergur 1. Varin skot: Reynir 11/1, Davíð 2/1.

Slakt gengi í innanhússknattspyrnunni

Helgina 9.-11 .janúar fór fram Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu yngri flokkanna. 4. flokks strákarnir voru mjög óheppnir og misstu leiki niður í jafntefli eða tap á síðustu sekúndunum. Úrslit leikja urðu þannig: ÍBV-ÞrótturVogum l-0.  ÍBV-ÍA 3-3. ÍBV-ÞrótturRvk. 2- 3.  ÍBV-Víðir Garði 1-1.  ÍBV - KFR 2 -1.  Því miður komust Eyjastrákar ekki í úrslit en marga ljósa punkta var að sjá í leik þeirra. Sigurlás Þorleifsson stjórnaði flokknum og Kristinn R. Jónsson, sem mun þjálfa flokkinn í sumar, var honum innan handar.

Fimmta flokki karla gekk mjög illa á Íslandsmótinu í innanhússknattspymu og vann aðeins 1 leik í sínum riðli. Sigurlás Þorleifsson, þjálfari, sagði að mikið hefði verið um forföll hjá sínum strákum og einnig hefði reynsluleysi verið áberandi. „Það var þétt spilað, aðeins 1 leikur á milli okkar leikja þannig að það var margt sem varð til þess að árangurinn varð ekki betri en raun bar vitni," sagði Sigurlás að lokum. En úrslit leikjanna fóru sem hér segir: ÍBV-ÍR 2- 8.  ÍBV - Fjölnir 0 – 3.  ÍBV-FH 1-1. ÍBV - Njarðvík 3 – 2.  ÍBV-Þróttur 0-7.

Haukastelpur náðu fram hefndum

Haukastelpurnar náðu fram hefndum gegn ÍBV í 17. umferð 1. deildarinnar í handbolta, eftir ófarirnar í bikarnum. Leikið var í Hafnarfirði og lauk honum með yfirburðasigri Hauka, 34-21, í hálfleik var staðan 17 -10. „Það er mest lítið um þennan leik að segja," sagði Jón Bragi Arnarsson, þjálfari eftir leikinn, í viðtali við Fréttir. „Við gerðum of mikið af mistökum, sendingar voru ónákvæmar og við vorum að klikka í dauðafærum. Á meðan allt gekk upp hjá þeim gekk ekkert upp hjá okkur." Stelpurnar eiga fimm leiki eftir í deildinni en þær eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig. .

Sigmar Þröstur varði 26 skot og skoraði 2 mörk

Það gekk hinsvegar betur hjá karlaliðinu í handbolta þegar það mætti Haukum. „Við lékum okkar besta leik á vetrinum og það gekk allt upp af því sem við ætluðum okkur. En það kom okkur á óvart hvað Haukarnir gáfust fljótt upp," sagði Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari eftir að ÍBV burstaði Hauka í útileik í janúar, 33 - 22. Staðan í hálfleik var 11-19 ÍBV í vil. Haukar áttu aldrei svar við ákveðnum Eyjamönnum og gáfust hreinlega upp þegar leið á leikinn. Á meðan lék ÍBV á als oddi og fór hamförum í leiknum eins og tölurnar bera með sér. Robertas var tekinn úr umferð en það kom Eyjamönnum ekki á óvart því það hafði verið sérstaklega æft fyrir leikinn. Sem dæmi um yfirburði ÍBV má nefna að Sigmar Þröstur náði að skora 2 mörk. Mörk ÍBV: Bello 8, Robertas 7, Sigurður Braga 3, Hjörtur 3, Guðfinnur 2, Erlingur 2, Svavar 2, Sigmar Þröstur 2 og Davíð 1. Sigmar Þröstur varði 26 skot.

Hlynur íþróttamaður Vestmannaeyja

Það kom engum á óvart á viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja, að Hlynur Stefánsson, knattspyrnumaðurinn knái var valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja ársins 1997. Á viðurkenningahátíðinni rakti Þorsteinn Gunnarsson, formaður valnefndar Íþróttabandalagsins,  glæsilegan feril Hlyns á í knattspyrnu sem hann kórónaði sl. sumar með frábærri frammistöðu í Íslandsmeistaraliði ÍBV þar sem hann var fyrirliði liðsins. „Hlynur lék sinn fyrsta leik með ÍBV 1982 en stimplaði sig inn í fótboltann í sínum fyrsta alvöru leik, 1983, með því að skora þrennu. Hlynur lék með ÍBV í 2. deild 1984 og 1985 en hélt til Noregs 1986 og lék með 3. deildarliði í Þrándheimi. 1987 kom hann heim á ný til ÍBV en 1988 lék hann með Víkingi. Aftur sneri Hlynur heim 1989 og átti stóran þátt í því að koma ÍBV upp í 1. deild og var lykilmaður liðsins næstu þrjú árin. 1992 fór Hlynur í atvinnumennsku og lék með Örebro í Svíþjóð næstu þrjú árin við góðan orðstír. Með Örebro lék Hlynur 101 deildaleik í Allsvenskan og skoraði 11 mörk," sagði Þorsteinn.

Mikil sigling á karlaliðinu

Eyjamenn tóku á móti neðsta og lélegasta liði deildarinnar, Breiðablik, í Nissan deildinni um miðjan febrúar. Fyrir leikinn var aðeins spurning um hve stór sigur ÍBV yrði og þó svo að Eyjamenn spiluðu á hálfum hraða allan leikinn, þá var sigurinn mjög öruggur, 35 mörk gegn 23. Mörk ÍBV: Zoltán Belánýi 12/5, Hjörtur Hinriksson 7, Guðfinnur Kristmannsson 6, Svavar Vignisson 4, Erlingur Richardsson 3, Robertas Pauzuolis 2, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 18. Þeir héldu síðan í Hafnarfjörðinn nokkrum dögum síðar og mættu FH-ingum. ÍBV  þótti spila fantavel  vel í þessum leik og með Sigmar Þröst sem besta mann, sigruðu þeir sannfærandi, 24-26.

Kvennaliðinu gengur ekki eins vel

ÍBV stelpur mættu liði Gróttu/KR, hér heima, í tveimur leikjum í 1. deild kvenna í lok febrúar.. Sparnaðarráðstöfun réði því að báðir leikirnir fóru fram í Vestmannaeyjum. Því miður náðu Eyjastelpur ekki að nýta sér heimavöllinn og töpuðu báðum leikjunum, þeim fyrri 19 - 20 en seinni leikurinn endaði 15 -19. Fyrri leikur liðanna var jafn og skemmtilegur. Gestirnir höfðu reyndar undirtökin allan fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi, 9-12. Eyjastelpur tóku sig síðan saman í andlitinu í síðari hálfleik og aðeins eitt mark skildi liðin að síðustu 15 mínútumar. Grótta/KR marði síðan sigur í lokin, 19-20.  Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 7/2, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sara Ólafsdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 1, Hind Hannesdóttir 1. Varin skot: Eglé Plétjiené 15/2.

ÍBV stelpur byrjuðu seinni leikinn af miklum krafti en náðu ekki að fylgja því eftir. Í stöðunni 4- 2 snéru gestirir blaðinu við og sigu rólega framúr. Staðan í hálfleik var 8 - 11. Eyjastelpur tóku síðan aftur kipp í byrjun síðari hálfleiks en það fjaraði fljótlega út og Grótta/KR sigraði leikinn örugglega, 15- 19. Mörk IBV: Sandra Anulyte 6/2, Ingibjörg Jónsdóttir 5/1, Stefanía Guðjónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Sara Ólafsdóttir 1 og Eglé markmaður, 1 mark. Varin skot: Eglé Plétjiené 13/1

Í Fréttum segir að ÍBV hafi spilað nokkuð góða vörn í þessum leikjum og markvarslan var góð en aðalhöfuðverkur liðsins sé sóknarleikurinn, sem er mjög fálmkenndur og ómarkviss. Þess beri þó að geta að Andrea Atladóttir hafi ekki getað spilað á fullum krafti vegna veikinda og það munar um minna. Eglé stóð sig vel í markinu en hún er allt of bráð í að kasta boltanum fram. „Til að dæma leikina voru fengnir tveir svartklæddir fýlupúkar að sunnan og fá þeir eina hauskúpu hvor, fyrir frammistöðu sína í leikjunum“.

4. flokkur í 2. sæti

Helgina 13. til 15.febrúar fór fram hér í Eyjum, fjölliðarnót 4. flokks karla í handknattleik. ÍBV strákar spiluðu að þessu sinni í fyrstu deild og er óhætt að segja að þar er á ferð mjög samstilltur og efnilegur hópur. Eyjapeyjar gerðu sér lítið fyrir og lentu í 2. sæti og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer 21. mars n.k. Úrslit leikja ÍBV urðu sem hér segir: ÍBV-Valur 17-30.  ÍBV-Fram 18-17.  ÍBV-Stjarnan 19-15.  ÍBV-ÍR 19-19.

Duttu út í 8 liða úrslitum

8 liða úrslit 4. flokks kvenna í handknattleik fór fram í Eyjum síðustu helgina í febrúar. ÍBV stelpur mættu liði Stjörnunnar í Garðabæ og töpuðu  14 - 10 og eru þar með úr leik. Mörk ÍBV í leiknum skoraðu: Bjarný 3, Rakel 2, Hjördís 2, Elfa 1, Lilja 1 og Edda 1. Þjálfari stelpnanna er Stefanía Guðjónsdóttir.

Stjarnan hrapaði í Eyjum

25. febrúar mættust í Nissandeildinni, lið ÍBV og Stjörnunnar, hér í Eyjum. Fyrirfram var búist við miklum baráttuleik, þar sem bæði lið berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni. Það er ekki hægt að segja annað en að Eyjamenn hafi farið á kostum í þessum leik. Í Fréttum segir að Eyjapeyjar hafi skemmt stuðningsmönnum sínum með góðum varnarleik, frábærum sóknarleik og síðast en ekki síst skemmtilegum uppákomum. „Leikurinn var í járnum mestallan fyrri hálfleik en í þeim síðari valtaði ÍBV yfir andstæðinga sína og sigraði, 30-22. Hinn lipri hornamaður, Hjörtur Hinriksson, gaf ÍBV tóninn í upphafi leiks, með miklum tilþrifum. Annars var jafnræði með liðunum til að byrja með, liðin spiluðu skemmtilegan bolta og nokkuð mikill hraði var í leiknum. En vendipunktur leiksins var þegar um 5 mínútur voru til leikhlés, þá tóku Eyjamenn mikinn kipp og komust í 5 marka mun, 15-10 og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik var sannkölluð flugeldasýning af hálfu ÍBV. Eyjamenn lokuðu vörninni, hraðaupphlaupin komu á færibandi og sóknarleikur liðsins var sem vel smurð vél, og um miðjan síðari hálfleik var ÍBV komið í 13 marka forystu, 26-13. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var varamönnum ÍBV leyft að spreyta sig, þar á meðal var kornungur varamarkmaður, hinn 17 ára gamli Davíð Egilsson, sem stóð sig mjög vel. Í lokin tók Stjarnan sig aðeins saman í andlitinu og lokatölur urðu 30 - 22. Eyjamaðurinn, Arnar Pétursson, var einna skástur í annars slöku liði Stjörnunnar og skoraði 6 mörk.“

 Tap fyrir FH

Það gekk ekki eins vel hjá kvennaliðinu þegar ÍBV mætti FH í Hafnarfirði. Miklar sviptingar voru í leiknum, sem sést best á því að Eyjastúlkur höfðu yfir í hálfleik 10 -12, en töpuðu síðan leiknum með sjö marka mun, 25 - 18. ÍBV stelpur léku fyrri hálfleikinn af mikilli skynsemi og höfðu, sem fyrr segir, yfir í hálfleik, 10-12. Undir lok fyrri hálfleiks þurfti fyrirliði ÍBV, Ingibjörg Jónsdóttir, að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið skurð á höfuðið og spilaði hún ekki meira með í leiknum. Andrea Atladóttir var ennþá meidd og lék ekki með og eftir að hafa misst Ingibjörgu útaf, áttu Eyjastelpur á brattann að sækja í seinni hálfleik. Lokatölur leiksins, 25-18. ÍBV er nú í næstneðsta sæti deildarinnar og mun að öllum líkindum mæta liði Hauka í úrslitakeppninni. Mörk ÍBV: Sara Ólafsdóttir 5, Sandra Anulyte 4, Hind Hannesdóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Stefanía Guðjónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Eyrún Sigurjónsdóttir 1 og Eglé Plétjiené 1.

Auglýsingastríð í uppsiglingu

Fréttir segja frá því að Knattspyrnudeild ÍBV hafi farið fram á heimild til að setja upp auglýsingu á norðurgafli Íþróttamiðstöðvarinnar. Öll auglýsingamál á knattspyrnuvöllum bæjarins sem eru keppnisvellir liða knattspyrnudeildar eru alfarið á þeirra vegum en ekki annarra deilda. Hyggist knattspyrnudeild breyta því fyrirkomulagi mun íþrótta- og æskulýðráð skoða málið frekar. Þess ber að geta að handknattleiksdeild ÍBV er með auglýsingu á téðum gafli og menn hafa af því verulegar áhyggjur að einhverjar auglýsingaerjur muni blossa upp á milli deildanna.

Erfitt hjá 2. flokki

Annar flokkur karla í handknattleik spilaði einn leik í Íslandsmótinu, hér í Eyjum í byrjun mars.  ÍBV strákar mættu þá frísku liði ÍR-inga og máttu þola 11 marka tap, 23-34. Eyjastrákar voru yfirleitt skrefi á eftir gestunum í þessum leik en þó ber að geta þess að stór hluti 2. flokks ÍBV er skipað leikmönnum, sem spila með þriðja og jafnvel fjórða flokki, þannig að styrkleikamunurinn á þessum strákum er þó nokkur. ÍBV strákar gerðu sitt besta í þessum leik en það dugði skammt til. Staðan í hálfleik var 12 -18 . í seinni hálfleik misstu Eyjamenn ÍR-inga enn lengra fram úr sér og lokatölur, sem fyrr segir 23 - 34.

Bestu menn ÍBV í þessum leik voru Ríkharð Guðmundsson (3.flokki) og Óskar Jósúason. Mjög frískir og spilandi leikmenn.

Mörk ÍBV: Óskar 7, Ríkharð 7/2, Sigurður Ari 2, Gunnar B. 2, Unnar 2, Elías 12 og Þorsteinn 1. Varin skot: Davíð 4, Kristinn 1.

Framarar engin hindrun

„Eyjahraðlestin" mætti liði Framara í Nissandeildinni 1. mars. Fyrir þennan leik höfðu Framarar unnið 10 heimaleiki í röð og voru í 2. sæti deildarinnar. En það skipti engu máli fyrir fríska Eyjamenn, sem héldu uppteknum hætti frá síðustu leikjum, og þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í spennandi leik, 23 - 24. Í hálfleik var staðan 14 -13 Fram í vil. Varnarleikur ÍBV-liðsins hefur verið skotheldur að undanförnu og á því varð engin breyting. Framarar komu mjög ferskir til leiks og höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn en Eyjamenn misstu þá aldrei langt framúr sér og var munurinn aðeins 1 mark í hálfleik, 14 - 13. I seinni hálfleik setti ÍBV síðan í fluggír og munaði þar mest um markvörslu Sigmars Þrastar, sem hreinlega lokaði markinu í nokkrar mínútur og á því tímabili komst ÍBV í 5 marka forystu. Framarar áttu ekkert svar við leik Eyjamanna og þurftu að játa sig sigraða, 23 - 24. Eyjamenn áttu sannkallaðan toppleik á sunnudaginn var. Simmi var hreint út sagt frábær og varði 22 skot í leiknum, þar af 14 í seinni hálfleik. Vörnin gat ekki verið betri og sóknarleikurinn fjölbreyttur, með Robertas í broddi fylkingar. Mörk ÍBV: Robertas 8, Belánýi 6/6, Guðfinnur 4, Svavar 4, Hjörtur 1 og Sigurður 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 22/1.

Sannkallað markaregn

7. mars áttust við í l.deild kvenna, lið Stjörnunnar og ÍBV. Fyrir þennan leik var ÍBV í næstneðsta sæti deildarinnar en Stjarnan í því efsta. Þetta var bráðskemmtilegur markaleikur en Stjörnustúlkur höfðu sigur, 32 - 29. ÍBV stelpur áttu ágætis leik gegn Stjörnunni og í hálfleik hafði Stjarnan aðeins l mark yfir, 15-14. Í seinni hálfleik fékk sóknarleikur beggja liða að njóta sín á kostnað varnarleiksins. Stjarnan hafði alltaf undirtökin og sigraði, sem fyrr segir, að lokum. 32-29. Sandra Anulyte átti frábæran leik fyrir Eyjastelpur og skoraði hún 12 mörk.

Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 12, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Stefanía Guð jónsdóttir 4, Anna Hallgrímsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 1.

Tilraunaverkefni

Í mars stóð knattspyrnudeild ÍBV fyrir svokallaðri Hæfileikamótun ÍBV sem Landsbanki Íslands styrkti. Um athyglisvert tilraunaverkefni er að ræða þar sem reynt var að gera leikmenn í 2. og flokki, karla og kvenna, sjálfstæðari og agaðri til að takast á við verkefni framtíðarinnar á fótboltavellinum. Öllum leikmönnum ÍBV á eldra ári í 3. flokki karla og kvenna og í 2. flokki karla og kvenna (nema elsta árinu hjá strákunum) gafst kostur á því að taka þátt í verkefninu. Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, sagði í viðtali við Fréttir að  hæfileikamótunin byggist annars vegar á því að liðleiki og styrkleiki leikmanna er mældur og í framhaldi af því fá þeir einkaæfingaáætlanir sem þeim er ætlað að framfylgja sjálfir en íþróttakennari mun koma þeim af stað. „Hins vegar verður árinu skipt í þrjú tímabil en hvert tímabil hefst með fyrirlestrahelgi þar sem leikmenn eru fræddir um ýmsa hluti sem eiga að styrkja þá í sínum einkaæfingum og sem leikmenn framtíðarinnar.“

Þrjú töp í þremur leikum

Eyjamenn fengu hið skemmtilega lið ÍR í heimsókn 17. mars  og var þetta jafnframt síðasti leikur ÍBV í deildinni. ÍR-ingar komu ÍBV í opna skjöldu með góðum leik og frábærri baráttu. Línumaðurinn snjalli, Svavar Vignisson, lék ekki með, þar sem hann var veðurtepptur í Reykjavík og munaði um minna. Lið ÍR hafði undirtökin allan leikinn og uppskar sigur, 27-29.

Fyrsti leikur kvennaliðs ÍBV og Hauka í úrslitakeppninni fór fram á 18. mars í Hafnarfirði og steinlágu Eyjastelpur í þeim leik, 25-18. Annar leikur liðanna fór síðan fram hér í Eyjum, 20. mars. Sá leikur var æsispennandi og þurfti að framlengja hann, eftir að jafnt hafði verið í leikslok. 17-17. Haukar unnu svo í framlengingu 23-20. ÍBV stelpur voru þar með úr leik í úrslitakeppninni.

Greip í handlegg dómarans

Karlalið ÍBV komst í 8 liða úrslitin í handboltanum og fengu þar Fram til að kljást við en í liði Fram léku tveir Eyjamenn, þeir Magnús Arngrímsson og Gunnar Berg Viktorsson. Fyrsta leikinn sem leikinn var í Reykjavík, sigraði Fram 29-26. Annan leikinn sem fram fór í  Eyjum sigraði  ÍBV 28-26. Úrslitaviðureignin fór svo fram í Framhúsinu í Reykjavík. Morgunblaðið greinir þannig frá leiknum, sem Fram sigraði stórt, 28-18:  „Það hefði farið betur á því að létt væri í mönnum allan leikinn þótt mikið væri í húfi. Sumir leikmenn ÍBV virtust mjög æstir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar litlu munaði að upp úr syði á kafla. En það var fleirum heitt í hamsi því þegar tæpar 12 mínútur voru liðnar af leiknum varð að vísa einum áhorfanda úr húsinu. Þetta var miðaldra karlmaður, sem teygði sig inn fyrir auglýsingaskiltin og greip í handlegg annars dómarans.

Eyjamenn náðu tvívegis að jafna í leiknum, 1:1 og 2:2, en eftir það tókst þeim aðeins þrívegis að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé en í leikhléi hafði Fram 12:9 yfir og jók forystuna í upphafi þess síðari og þegar hann var hálfnaður var staðan 15:10. Þannig var hún í heilar

sex mínútur og mikið var barist og vel tekið á. Fram náði að leysa hnútinn og þá var björninn unninn. „Sókn okkar var afskaplega döpur og í raun ekkert meira um það að segja," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið. „Þegar þrír af lykilmönnum okkar í sókninni bregðast allir í sama leiknum þá er ekki von á góðu," sagði þjálfarinn.

Í Fréttum sagði Sigurður Friðriksson, fyrrverandi handboltakappi: „Þetta var agalegt. Þetta er bara einn af þessum dögum, þar sem allt gengur upp hjá öðru liðinu, en ekkert hjá hinu. Þetta var erfiður leikur hjá strákunum og það fór einfaldlega of mikil orka í það að reyna að vinna upp forskot Framara. Varnarleikur liðsins og markvarslan gekk ekki upp í þessum leik og það munar um minna."

Zóphonías Bragi Belányi 

25. mars hélt handboltinn sitt árlega slútt með hófi í Höllinni. Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar. Magnús Bragason er spurður í viðtali við Fréttir hvort hann væri sáttur með veturinn: „Ég held að ef að menn líta yfir farinn veg, þá geta þeir ekki verið annað en sáttir. Fyrir síðasta tímabil missum við 5 menn, en fáum tvo í staðinn. Okkur var spáð falli í deildinni, en við föllum út í 8-liða úrslitum fyrir Fram og komumst í undanúrslit í bikarnum gegn Val. Þetta held ég að sé alveg ásættanlegur árangur," sagði Magnús. ,,Einnig er vert að minnast þess góða samstarfs, sem karla- og kvennadeildirnar í handbolta hafa átt í vetur og einnig hafa engir meiriháttar árekstrar verið á milli handknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar. Þess ber þó að geta að þetta er fyrsta árið sem nýja félagið er starfandi, þannig að það er ekkert skrýtið þó að einhverjir hagsmunaárekstrar séu, þar sem allir eru jú auðvitað að passa sitt. En ég er bjartsýnn á að þetta eigi eftir að verða betra og betra með tímanum."

Með Magnúsi í handboltaráði voru Eyþór Harðarson gjaldkeri, Jóhann Pétursson ritari, Viktor Ragnarsson, Kári Vigfússon og Sigurður Richardsson meðstjórnendur.

Bestu leikmenn 2. flokks voru valin Guðbjörg Guðmannsdóttir og Ríkharð Þ. Guðmundsson.

Bestu leikmenn meistaraflokkanna voru Ingibjörg Jónsdóttir og Sigmar Þröstur Óskarsson sem varði flest skot í deildinni í vetur.

Sigurður Bragason og Hind Hannesdóttir þóttu sýna mestar framfarir vetrarins.

Markahæstu leikmenn meistarflokks voru Sandra Anulyte og Zoltán Belányi sem varð íslenskur ríkisborgari á árinu. Hann tók sér nafnið Zóphanías Bragi Belánýi. Braganafnið tók hann til heiðurs Braga Steingrímssyni, guðföður sínum.

Hjónin Eygló Kristinsdóttir, og  Grímur Guðnason voru heiðruð, en þau voru að láta af störfum fyrir handboltann eftir 20 ára starf.

Unglingaráð lyft Grettistaki

Með sameiningu hins nýja félags, ÍBV-íþróttafélags, var ákveðið í samráði við meistaraflokksráð karla- og kvenna, að öll skipulagning og peningaleg stjórnun yngri flokkana, yrði undir einum og sama hattinum. Í framhaldi af því var stofnað unglingaráð, sem hefur breytt allri umgjörð yngri flokkana hér í Eyjum til betri vegar. Unglingaráðið skipa; Óla Heiða Elíasdóttir, Óskar Freyr Brynjarsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Hlynur Sigmarsson og Ingibjörg Jónsdóttir.

Óla Heiða Elíasdóttir, ein af meðlimum unglingaráðsins, sagði í samtali við FRÉTTIR, að miðað við að þetta væri fyrsta árið sem ráðið væri starfandi þá hefði öll vinna gengið mjög vel, en alltaf mætti gera betur. „Starf ráðsins í grófum dráttum, er að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokkana og þess má geta að unglingaráðið réðst í ráðningu Rússans, sem hefur störf hér 1. júlí næstkomandi. Við sjáum svo um að skipuleggja allar túrneringar, sem fara fram hér í Eyjum. Í keppnisferðum upp á land, sjáum við um allt uppihald krakkanna, en aðalstjórn ÍBV sér um að borga flug," sagði Óla Heiða. Óla Heiða sagði að störf ráðsins hefðu margt jákvætt í för með sér, þetta væri mikill peningalegur léttir fyrir foreldra, þar sem nú þyrftu foreldrar aðeins að borga eitt æfingagjald til félagsins, hvort sem krakkarnir þeirra væru bæði í handbolta og fótbolta. Krökkunum var síðan gefinn kostur á að kaupa safna eigin bolta og fengu þeir þá á kostnaðarverði. „ Margt annað væri hægt að tína til, en einna jákvæðast í þessu öllu saman er, að nú er samvinnan milli stelpu- og stráka flokkana orðin mun meiri en var, og það er góð þróun," sagði Óla Heiða að lokum.

Uppskeruhátíð yngri flokkanna

Starfið hjá yngri flokkum handboltans gekk vel í vetur og árangurinn hjá þeim var góður. Upp úr stendur glæsilegur árangur 6. flokks kvenna A liðs, sem lenti í 2. sæti í Íslandsmótinu eftir að hafa verið í 1. eða 2. sæti allan veturinn. B lið 6. flokks kvenna stóð sig einnig mjög vel þótt þær hafi ekki náð verðlaunasæti en þær komust í úrslitakeppnina og stóðu sig ágætlega. Þarna eru framtíðarstelpur, handboltans í Eyjum og nokkrar geta orðið framtíðar leikmenn í landsliðinu ef rétt er haldið á spilum. 4. flokkur karla stóð sig einnig vel og lenti í 5. sæti Íslandsmótsins og þar er á ferðinni hópur efnilegra stráka er eflaust eiga eftir að ná langt á komandi árum. 3. flokkar karla og kvenna stóðu sig einnig mjög vel og eru í hópi 8 bestu liða landsins og er þar margt um efnilegt handboltafólk sem getur gert góða hluti á komandi árum ef þau halda áhuganum og metnaði.

Eftirtalin hlutu verðlaun á uppskeruhátíð yngri flokkanna:

3. flokkur karla

Efnilegasti: Unnar Ólafsson.

Mestu framfarir: Davíð Egilsson.

Besti leikmaðurinn: Ríkharð Guðmundsson.

3. flokkur kvenna

Efnilegust: Hind Hannesdóttir.

Mestu framfarir: Anna Rós Hallgrímsdóttir

Besti leikmaðurinn: Guðbjörg Guðmannsdóttir

4. flokkur karla

Efnilegastur Sigurður Ari Stefánsson

Mestu framfarir: Kristinn Jónatansson

4. flokkur kvenna

Efnilegust: Lilja Arngrímsdóttir

Mestu framfarir: Dagný Hauksdóttir

5. flokkur karla

Besta ástundun: Kári Kristjánsson

Mestu framfarir: Ragnar Smári Ragnarsson

5. flokkur kvenna

Besta ástundun: Sara Sigurlásdóttir

Mestu framfarir: Aníta Ýr Eyþórsdóttir

6. flokkur karla eldri:

Besta ástundun: Baldvin Sigurbjörnsson

Mestu framfarir: Hilmar Björnsson

6. flokkur yngri:

Besta ástundun: Daði Ólafsson

Mestu framfarir: Bjarni Sighvatsson.

6. flokkur kvenna eldri:

Besta ástundun: Margrét Lára Viðarsdóttir

Mestu framfarir: Hanna Carla Jóhannsdóttir

6. flokkur kvenna yngri:

Besta ástundun: Sæunn Magnúsdóttir

Mestu framfarir: Ester Óskarsdóttir

Kvennaknattspyrnan útundan?

Á aðalfundi félagsins 21. apríl gagnrýndi Sólveig Adólfsdóttir knattspyrnudeild vegna kvennaknattspyrnunnar. Fannst henni lítil umfjöllun um hana. Sagðist hún hrædd um að ef ekki yrði fylgt eftir árangri þeirra og þeim ekki sýndur áhugi, þá myndi árangur þeirra detta niður. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar svaraði henni og sagði þetta alfarið stjórn félagsins að kenna. Sagði stjórn félagsins ekki hafa veitt kvennaknattspyrnunni fjáröflun og hann hefði ítrekað borið þetta upp á stjórnarfundum félagsins en málið ekki hafa verið leyst.  Sólveig vill skýrari svör frá knattspyrnuráði, hvort það styðji við bakið á meistaraflokki kvenna. Jóhannes svaraði og kvartaði yfir aðalstjórn og að það vanti fólk í knattspyrnuráð kvenna, stjórnin geri ekkert í  þeim málum og óskaði eftir fólki í ráðið. Áður hafði Jóhannes  á stjórnarfundi  18. mars óskað eftir auknum fjármunum frá aðalstjórn því of mikið fé færi í kvennaknattspyrnuna frá knattspyrnuráði karla.

Fylgiskjöl vantaði

Á aðalfundinum voru lagðir fram reikningar félagsins og samþykktir. Bókhald aðalstjórnar var í góðu lagi en samþykkja þurfti reikninga deildanna með fyrirvara, þar sem þeim var ábótavant, fylgiskjöl vantaði og skýringar ófullnægjandi.

Ný stjórn var kosin,  hana skipa: Þór Vilhjálmsson, formaður. Með honum, Birgir Guðjónsson, varaformaður; Ingibjörg Sigurjónsdóttir, gjaldkeri; Jón Óskar Þórhallsson, ritari og Eyþór Harðarson. Seinna á árinu sagði Jón Óskar sig úr stjórninni og tók Ómar Garðarsson þá við starfi ritarans.

Um 50 manns mættu á  aðalfundinn.

Konurnar í 5. sæti deildarbikarsins

Karlalið ÍBV í knattspyrnu féll út úr 8-liða úrslitum deildarbikarsins, þegar þeir mættu KR-ingum 2. maí. Leikið var á Tungubökkum í Mosfellsbæ, við sæmilegar aðstæður á grasi. KR-ingar byrjuðu betur og komust í 2-0, en Steingrímur Jóhannesson, breytti stöðunni í 2-2 á stuttum tíma, með góðum mörkum. KR skoraði síðan úr víti í seinni hálfleik, og lokatölur leiksins urðu, 3-2.

Kvennaliðið lék um 5. sætið í deildarbikarnum við Stjörnuna. og unnu þær nokkuð sannfærandi, 0-1. Það var hin unga og efnilega Bryndís Jóhannesdóttir, sem skoraði eina mark leiksins

Bjartsýnn á sumarið ef allir taka þátt með okkur

Árið 1998 var annað árið sem Bjarni Jóhannsson þjálfaði knattspyrnulið ÍBV. Miklar væntingar voru í bænum varðandi liðið að það nái að verja Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Bjarni var í viðtali við  Fréttir skömmu fyrir Íslandsmótið. Þar er hann m.a. spurður hvernig sumarið leggist í hann: „Sumarið leggst ágætlega í mig, að vísu höfum við ekki verið að spila nægilega vel í undanförnum leikjum en þar kemur margt til. Það sem er fyrir mestu, er að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir fyrsta leik og halda því út mótið."

Miklar breytingar voru á liðinu frá síðasta ári. Segist Bjarni mjög sáttur við hópinn. „Við misstum marga í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil og einhvern veginn verður að fylla í þau göt, sem þessir menn skilja eftir sig. Það er náttúrlega mjög erfitt að starfa við þannig aðstæður að þurfa að móta nánast alveg nýtt lið á hverju ári, en svona er gangurinn í þessu."

Þá var Bjarni spurður hvernig undirbúningi liðsins yrði háttað fyrir fyrsta leik sumarsins? „Þar sem þetta hefur verið svolítið tætingslegt að undanförnu, hópurinn tvískiptur og síðan voru 3 úr hópnum að koma til landsins í síðustu viku, þá höfum við ákveðið að fara á laugardaginn á Hvolsvöll. Þar ætlum við að taka æfingu á laugardag og sunnudag og virkilega þjappa okkur saman fyrir átök sumarsins. Við gerðum þetta einnig í fyrra og heppnaðist sú ferð alveg frábærlega. Allir þurfa að taka þátt í þessu með okkur, bæði stjórn og stuðningsmenn liðsins. Ef allur þessi pakki nær að vinna saman, sem ein heild, þá er ég bjartsýnn á góðan árangur í sumar. Við verðum að vera varkárir í sumar, því allir vilja vinna meistarana." 

Komnir og farnir

Íslandsmeistarar ÍBV misstu marga leikmenn úr sínum herbúðum frá árinu áður. Fyrstan skal nefna markaskorarann mikla, Tryggva Guðmundsson, sem fór til Tromsö í Noregi. Bjarnólfur Lárusson fór til Hibernian í Skotlandi. Guðni R. Helgason fór til Wattensheid í Þýskalandi. Sverrir Sverrisson gekk til liðs við Malmö í Svíþjóð. Bjöm Jakobsson fór í KR. Hermann Hreiðarsson fór til C.Palace á Englandi. Þeir sem komnir eru í staðinn; Ívar Ingimarsson úr Val, Steinar Guðgeirsson úr Fram, Kristinn Lárusson úr Stjörnunni, Kjartan Antonsson úr UBK, Jens Paeslack frá Þýskalandi og þeir Sindri Grétarsson og Kristján Georgsson frá Skallagrími. 

Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins

ÍBV og Þróttur skildu jöfn, 3-3 í í opnunarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Fyrsta mark Íslandsmótsins skoraði Steingrímur Jóhannesson. En þegar skammt var til leiksloka höfðu Þróttarar yfirhöndina, 3-2. Sigurvin Ólafsson jafnaði fyrir Eyjamenn á síðustu mínútu leiksins og verða að teljast heppnir að hafa náð einu stig út úr viðureigninni við nýliðana, var skrifað í Morgunblaðið að leik loknum. Í blaðinu er svo rætt við Bjarna Jóhannsson þjálfara ÍBV sem var ánægður með jafnteflið. „Það má segja að þetta glæsilega jöfnunarmark Sigurvins á lokamínútunni hafi bjargað andlitinu fyrir okkur. Þróttarar eiga heiður skilinn fyrir góða baráttu og frábæran sigurvilja. Þeir uppskáru eitt stig og áttu það skilið. Ég er mjög ánægður að vera búinn með þennan leik á móti Þrótti  í Laugardalnum. Þeir eru með stemmningslið og slík lið er erfitt að sækja heim. Það verða ekki mörg lið sem fara með sigur héðan í sumar." 

Þjóðverji í  víking hjá ÍBV

Íslenskir knattspyrnumenn hafa í ríkum mæli á undanförnum árum farið í víking til Þýskalands og leikið með þarlendum liðum. Það er fátíðara að þýskir knattspyrnumenn komi til Íslands en það gerði Jens Paecslack, sem leikur nú með Íslandsmeisturum ÍBV.  Jens Paecslack er 24 ára gamall sóknarmaður, stór og sterkur. Hann hefur vakið athygli með ÍBV í tveimur fyrstu umferðunum og skorað í þeim báðum. Eyjamenn eru ánægðir með framherjann og segjast hafa fengið þann leikmann sem þá vantaði. Hann leikur í sömu stöðu og Tryggvi Guðmundsson lék í fyrra - á vinstri kantinum. Jens segist ekki sjá eftir því að hafa komið til Eyja. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jens: „Þennan stutta tíma sem ég hef verið hér kemur mér mest á óvart hvað fólkið er vinalegt. Þegar ég kom hingað fyrst fór Jóhannes Ólafsson formaður með mig í skoðunarferð um bæinn og sagði mér sögu Eyjanna. Þegar við fórum upp á Helgafell sagði hann mér að við stæðum á eldfjalli og það hafi gosið síðast fyrir 25 árum og gæti alveg eins gert það aftur, þá varð mér órótt. Hann sagðist ekki hafa viljað segja mér frá eldgosinu fyrr vegna þess að þá hefði ég aldrei komið! Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og spyrja sífellt hvernig mér líði og hvort þeir geti gert eitthvað til að aðstoða mig. Þetta er eins og ein stór fjölskylda, ólíkt því sem ég hef vanist í Þýskalandi þar sem samkeppnin er mjög hörð og óvægin. Umhverfið er því mjög afslappandi og hægt að einbeita sér betur að því sem skiptir máli - að leika vel fyrir liðið. Eldstöðvarnar trufla mig ekki því fólkið er svo yndislegt."

Komnar og farnar

Nokkrar breytingar urðu á  meistaraflokksliði kvenna. Komnar eru Karen Burke frá Everton og Hrefna H. Jóhannesdóttir og Olga Stefánsdóttir úr KR.  Farnar eru Guðbjörg Guðmannsdóttir sem er hætt, Joan Nilson farin til Svíþjóðar. Þá fór Petra Fanney  barneignarfríi. Seinna um sumarið yfirgaf Karen Burke Eyjarnar, ástæðuna sagði hún vera persónulega.

Ódýrt tap gegn Stjörnunni

Kvennalið ÍBV lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu gegn Stjörnunni úr Garðabæ. Margir biðu spenntir eftir fyrsta leik stelpnanna, en úrslitin urðu því miður ekki eins og allir vonuðust eftir. Eyjastúlkur töpuðu nokkuð stórt, 5-1, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0. Íris Sæmundsdóttir skoraði eina mark ÍBV, með góðum skalla. Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn, að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af leiknum. „Við spiluðum ekki vel og vorum í talsverðum erfiðleikum í fyrri hálfleik. En við vorum alls ekki lakara liðið í þessum leik, heldur voru það þrjú ódýr mörk, sem gerðu gæfumuninn.“ 

Sigur og tap

Eyjakarlar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við ÍBK á þeirra eigin heimavelli í gegnum tíðina, en þeir sneru heldur betur við blaðinu í 3. umferð Íslandsmótsins. Í Fréttum var sagt að leikurinn hafi farið  rólega af stað og liðin skipst  á að sækja. En framherjinn snöggi, Steingrímur Jóhannesson, kom ÍBV í vænlega stöðu snemma í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði hann eftir klaufaleg mistök varnarmanna Keflavíkurliðsins, en það seinna má segja að hann hafi skorað eftir sendingu frá sjálfum sér. Eyjamenn bættu síðan við þriðja markinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en þar var að verki Jens Paeslack, sem skoraði með þrumuskoti, rétt fyrir utan vítateig, eftir að Steingrímur hafði lagt boltann út á hann. Staðan því 0-3 í hálfleik, Eyjamönnum í vil.  Heimamenn reyndu að byrja seinni hálfleik af krafti og fengu oft á tíðum góð færi, en annaðhvort fór boltinn ekki nálægt markinu, eða að Gunnar markmaður sá við skotum Keflavíkur. Lítil spenna var í seinni hálfleik, þar sem ÍBV hafði nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik og fór svo að lokatölur leiksins urðu, 0-3.

Kannski vanmat

Það voru mikil vonbrigði og kannski vanmat þegar ÍBV mætti nýliðum ÍR í Landssímadeildinni, á annan í hvítasunnu. Leikið var í Mjóddinni, heimavelli ÍR.

ÍBV virtist vera komið á gott skrið, eftir mjög sannfærandi sigra í síðustu leikjum. En heimamenn komu mun ákveðnari til leiks og fór svo að þeir uppskáru sigur að lokum 1-0. Leikmenn ÍBV-liðsins fóru greinilega ekki með réttu hugarfari í þennan leik og alla baráttu virtist vanta í liðið.

Gerðu það sem þurfti

Morgunblaðið sagði í umsögn sinni um karlalið ÍBV og Fram í 4. umferð sem leikinn var á Valbjarnarvelli, að leikmenn ÍBV hafi gert það sem þurfti til að sigra leikinn 2-0. Þeir hafi hinsvegar verið mjög værukærir og tekið eina og eina rispu sem dugði þeim til sigurs gegn neðsta liðinu í deildinni.  

Rúlluðu gestunum upp

2. flokkur karla hóf sína knattspyrnuvertíð með sigri á Grindavík, hér heima. Eyjastrákar léku mjög sannfærandi í fyrri hálfleik, og hreinlega rúlluðu gestunum upp. Boltinn gekk manna á milli og var leikur þeirra mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Staðan í hálfleik var 3-0. Í seinni hálfleik missti ÍBV dampinn og Grindavík komst betur inn í leikinn. Gestirnir náðu að minnka muninn í 3-2, en lengra komust þeir ekki.

Bestu menn ÍBV í leiknum voru Páll Almarsson, sterkur varnarmaður, Hjalti Jónsson og Bjarni G. Viðarsson, sem vora duglegir á miðjunni og Óskar Jósúason, sem gerði mikinn usla í vörn gestanna. Mörk ÍBV skoruðu: Óskar 2 og Hjalti 1. Lið ÍBV var þannig skipað: Gunnar-Elías, Páll, Jón H.-Unnar, Davíð. Hjalti, Bjarni, Birgir-Óskar, Magnús (Gunnar H.) 

2. flokkur kvenna

Fyrsti leikur 2. flokks kvenna var gegn KR hér í Eyjum. ÍBVstelpumar spiluðu vel í leiknum og áttu aldrei í vandræðum með gestina. ÍBV sigraði í leiknum með fjórum mörkum gegn einu og mörk Eyjastelpna í leiknum skoruðu þær; Bryndís Jóhannesdóttir tvö mörk, Lára D. Konráðsdóttir og Hrefna I. Jóhannesdóttir, eitt mark hvor. 

3. flokkur kvenna

3.  flokkur kvenna lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu gegn Val að Hlíðarenda og voru ÍBVstelpur ekki í vandræðum með heimamenn. Þær sigruðu í leiknum, 1-3. Mörk ÍBV skoruðu þær Kristjana, Elva og Erna, eitt mark hver.

4. flokkur kvenna

Fjórði flokkur kvenna lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu gegn liði Hauka í Hafnarfirði. A-liðið burstaði sinn leik, 0-8 og fór Margrét Lára á kostum í leiknum og skoraði 7 mörk, en Thelma skoraði það áttunda. B- liðið hafði einnig yfirburði í sínum leik, sigraði 0-5. Mörk ÍBV skoruðu þær; Erla Signý 2, Signý 2 og Anna Fríða 1.

2. flokkur karla

2. flokkur karla lék við Þrótt úr Reykjavík í sínum fyrsta útileik. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað, en Eyjapeyjar náðu engan veginn tökum á leiknum, þar sem öll orkan hjá þeim fór í óþarfa tæklingar og brot. Það voru margir ungir og efnilegir strákar í þessum flokki, sem þurftu að einbeita sér betur að því að spila góðan og taktískan fótbolta, því að getan er fyrir hendi. Þróttarar skoruðu fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik, en Bjarni Geir Viðarsson jafnaði metin rétt fyrir hálfleik, með góðu skallamarki. Í seinni hálfleik var tveimur leikmönnum gestanna vikið af leikvelli, og eftirleikur ÍBV-liðsins var frekar auðveldur. Varnarjaxlinn, Páll Almarsson, tryggði sigur ÍBV með tveimur frábærum skallamörkum í seinni hálfleik, og lokatölur leiksins því, 3-1.

3. flokkur karla

Þriðji flokkur karla lék tvo leiki á Akureyri í lok maí. Þeir gerðu jafntefli við KA, 3-3, en töpuðu fyrir Þór, 5-0. Þá fengu þeir KR í heimsókn og léku við þá í  Eyjum og unnu, 7-2. Á sunnudaginn fór ÍBV liðið til Reykjavíkur og lék gegn Þrótti, og endaði leikurinn 3-1, fyrir ÍBV. Mörk ÍBV í þeim leik, skoruðu þeir; Gunnar H, Ívar og Olgeir, eitt mark hver. Ekki finnast gögn um markaskorun í hinum leikjunum.

Slæmt gengi kvennaliðsins

ÍBV stúlkur töpuðu fyrir Val 5:2 í efstu deild, Meistaradeildinni. Morgunblaðið segir svo frá leiknum:  „Það var samt grimmt lið ÍBV, sem byrjaði leikinn betur og það skilaði marki Bryndísar Jóhannesdóttur á 10. mínútu. En Eyjamenn voru ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Bergþóra Laxdal fyrir Val þegar hún fylgdi eftir er Sigríður Kristmannsdóttir markvörður ÍBV varði aukaspyrnu Hjördísar Símonardóttur og boltinn datt fyrir markið. Laufey Ólafsdóttir kom Val í 2:1 skömmu síðar með þrumuskoti í slá og inn. Strax í upphafi síðari hálfleiks bætti Ása Ingibergsdóttir við marki fyrir Val en þá sögðu Eyjastúlkur hingað og ekki lengra. Sigríður Ása Friðriksdóttir skaut í þverslá Vals og skömmu síðar fór skot Fannýjar Yngvadóttir líka í slána en í þetta skiptið fór boltinn inn í markið og munurinn eitt mark, 3:2. En Valsstúlkur voru ekki búnar að segja sitt síðasta orð, Hjördís bætti við öðru marki sínu og rétt fyrir leikslok innsiglaði Bergþóra Laxdal sigur Vals.“ ÍBV liðið var án stiga og í neðsta sæti deildarinnar.

Steingrímur örfættur?

Eyjamenn tóku Valsmenn í bakaríið á Helgafellsvelli í Landssímadeildinni. Leikurinn endaði 6- 1 fyrir Eyjamenn og var sigurinn síst of mikill. Einkum var það í fyrri hálfleik sem okkar menn óðu í færum en þá náðu þeir aðeins að skora tvö mörk. Steingrímur Jóhannesson hefur svo sannarlega sprungið út í sumar og með þremur mörkum í þessum leik sýndi hann og sannaði að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari var ekki að kaupa köttinn í sekknum með því að velja Steingrím í landsleikinn á móti Suður-Afríku.

„Ég er að byrja þetta mót vel og er að smella meirihlutanum af þessum átta mörkum með vinstri," sagði Steingrímur. „Ég held að ég sé að átta mig á því eftir öll þessi ár að ég er vinstri fótar maður," bætti hann við og hló. „Menn lögðu sig fram í leiknum, vildu bæta fyrir ÍR-leikinn og það tókst. Nú erum við í efsta sæti og ætlum okkur að halda því,“ sagði  Steingrímur Jóhannesson í viðtali við Fréttir.

Flott pæjumót

Níunda Pæjumóts ÍBV verður lengi minnst fyrir veðurblíðunnar sem stúlkurnar nutu alla mótsdagana. Mótið hófst strax á fimmtudagsmorguninn þó mótssetningin væri ekki fyrr en um kvöldið. Þegar upp var staðið höfðu 1003 mörk verið skoruð af 295 leikmönnum í 328 leikjum. Vestmannaeyingar geta vel unað árangri sinna stúlkna í mótinu. Þær léku til úrslita í fjórum flokkum af átta og stóðu uppi sem Pæjumótsmeistarar í 4. flokki A og 6. flokki B. Þessi frábæri árangur staðfestir að ÍBV er að festa sig í sessi sem verðandi stórveldi í kvennaknattspyrnunni. Sól og blíða settu svo sannarlega mark sitt á Pæjumótið 1998. Skilaði það sér í betri knattspyrnu og öll framkvæmd mótsins varð svo miklu léttari og skemmtilegri og síðast en ekki síst fóru keppendur héðan með góðar minningar um sólbakaðar Vestmannaeyjar.

Keppendur voru hvorki fleiri né færri en 830, stelpur á aldrinum 6 til 15 ára. Alls tóku 15 félög þátt í mótinu með samtals 82 lið og var keppt í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta aldursflokki. Eftir því sem leið á mótið jókst spennan en þegar nær dró lokum riðlakeppninnar sást að hverju stefndi, ÍBV og Breiðablik voru að ná bestum árangri. Þegar upp var staðið áttu þessi stórveldi kvennaknattspyrnunnar sín hver fjögur liðin í úrslitum. Breiðablik hafði svo betur, sat uppi með þrjá Pæjumótstitla en ÍBV tvo sem verður að teljast mjög góður árangur. Varð ÍBV meistari í 4. flokki A og 6. flokki B.

Í 2. sæti varð ÍBV í 5. flokki A og 3. flokki.

Árangur hjá öðrum liðum ÍBV var eftirfarandi: ÍBV varð í 3. sæti í 3. flokki A, í 6. sæti og 11. sæti 4. flokki B, í 5. sæti í 5. flokki B, í 3. sæti í 6. flokki A og í 3. og 4. sæti í 6. flokki B. Úrslitaleikirnir fóru fram á Þórsvellinum sem skipt var niður í þrjá velli og um tíma voru lið frá ÍBV að spila á þeim öllum. 

Margrét Lára ætlar að leika með ÍBV í framtíðinni

Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV varð Pæjumótsmeistari í 4. flokki A, og jafnframt varð hún markahæst í sama flokki, en hún skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk á mótinu. Margrét Lára varð 12 ára á árinu og var þetta  fimmta Pæjumótið sem hún tók þátt í. En er þetta alltaf jafn skemmtilegt spurði blaðamaður Frétta? „Já, það finnst mér. Mótið í ár var sérstaklega skemmtilegt, vegna þess að veðrið var svo gott. Síðan var líka frábært að spila leikina og að standa uppi sem sigurvegarar," sagði Margrét Lára. Henni fannst einnig mjög gaman á kvöldvökunni, þar sem Greifarnir spiluðu og grillaðar voru pylsur og drukkið gos.

Uppáhaldsleikmaðurinn hennar er  Ronaldo.

Hér heima er ÍBV númer eitt og Ívar Ingimarsson í miklu uppáhaldi.

Margrét Lára sagðist ætla að leika með meistaraflokki kvenna ÍBV í framtíðinni, en hún ætlar einnig að læra að verða sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari. 

Ágætt gengi yngri flokkana

Fimmtudaginn 11. júní, spilaði 2. flokkur karla  gegn Breiðabliki á útivelli, og endaði leikurinn þar meðjafntefli, 0-0. Þriðjudaginn 16. júní fengu þeir síðan lið Fjölnis í heimsókn, og var sá leikur í bikarkeppninni. ÍBV hafði mikla yfirburði í leiknum, og sigraði 7-0. Mörk ÍBV skoruðu: Bjarni Geir 3, Óskar 1, Birgir 1 og Unnar 1. Mánudaginn eftir léku þeir gegn Fylki hér heima og töpuðu, 0-2.

Fjórði flokkur karla spilaði í A-deild, og áttu þeir töluvert á brattann að sækja.. Mánudaginn 15. júní fengu þeir KR-inga í heimsókn og urðu lokatölur leiksins, 1-5. Eina mark ÍBV í leiknum skoraði Karl. Viku síðar komu ÍRingar í heimsókn, og unnu gestirnir leikinn, 2-4. Mörk ÍBV skoruðu: Friðrik og Andri.

Þriðji flokkur karla var að gera góða hluti, og í þessum flokki voru margir ungir og efnilegir strákar að koma upp. Þeir heldu til  Siglufjarðar  um miðjan júní  og léku þar gegn KS. Eyjapeyjar höfðu mikla yfirburði í leiknum og unnu 1-7. Mörk ÍBV skoruðu: Gunnar Heiðar 2, Einar Hlöðver 1, Guðgeir 1, Bjarni 1, Atli 1 og Ívar 1.

Tveim dögum síðar mætti ÍBV síðan Keflavík í bikarnum og fóru með sigur af hólmi, 4-1. Mörk ÍBV skoruðu: Gunnar Heiðar 3 og Atli.

Annar flokkur kvenna var á miklum skriði. Þær fengu Hauka í heimsókn, og sigruðu örugglega, 5- 1. Mörk ÍBV skoruðu: Hrefna 2,  Jóna Heiða 2 og Hjördís 1.

Þriðji flokkur kvenna fékk Breiðablik í heimsókn  og voru gestirnir teknir í bakaríið. ÍBV vann 4-0 og mörkin skoruðu þær: Kristjana 2, Eva 1 og Silvía R. 1.

Misjafnt gengi

Kvennalið meistaraflokks ÍBV átti misjöfnu gengi að fagna í Meistaradeildinni. Þegar þær mættu ÍA voru þær enn án sigurs en ætluðu að selja sig dýrt gegn þeim Skagastúlkum.  Fyrri hálfleikur var þokkalega leikinn og var greinilegt að gestirnir ætluðu sér að pakka í vörn og beita skyndisóknum. Það bar árangur, því á 17. mínútu leiksins komust Skagastúlkur yfir, og var staðan í hálfleik, 0-1. ÍBV stelpur komu grimmar til síðari hálfleiks en ekkert gekk að koma boltanum inn fyrir marklínu andstæðinganna. Það var ekki fyrr en á 80. mínútu að Fanný Yngvadóttir náði að jafna metin fyrir ÍBV, og héldu nú flestir að fyrsta stigið væri í höfn. En Eyjastúlkur voru ekki hættar og fimm mínútum síðar, skoraði Bryndís Jóhannesdóttir, sigurmark ÍBV í leiknum.

Nokkrum dögum síðar mættu þær svo KR-ingum sem spáð var Íslandsmeistaratitli. Svo fór  að KR sigraði 4-0.  Sigurlás Þorleifsson, þjálfari Eyjastúlkna sagði eftir leikinn að liðið sitt hefði átt sinn besta leik en lukkudísirnar ekki verið þeim hliðhollar. 

Nýir búningar en það leikurinn sem skiptir máli

ÍBV hélt forystu sinni í Landssímadeildinni eftir 2- 0 sigur á Grindvíkingum í 7. umferð Landssímadeildarinnar.  Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Grindvíkinga sem greinilega sættu sig við að ná einu stigi í Eyjum. Fyrir vikið var leikurinn frekar leiðinlegur því sóknarmenn þurftu að sækja fram gegn 11 manna vörn gestanna. Einkum setti þetta svip á fyrri hálfleik þegar Eyjamenn höfðu stífa austanátt í bakið. Fyrra mark ÍBV kom um miðjan síðari hálfleik og eftir það opnaðist leikurinn og varð skemmtilegri. Gestirnir sóttu meira en sigur Eyjamanna var aldrei í hættu og þegar fimm mínútur yoru til leiksloka koma seinna mark ÍBV.

ÍBV mætti í nýjum búningum í leikinn gegn Grindavík, mjög skrautlegum; hvítum treyjum með rauðum og svörtum ermum. Ívar Bjarklind sagði í viðtali við Fréttir að þeir hefðu verið minntir á það fyrir leikinn. „ Jóhannes formaður sagði fyrir leikinn að það væru ekki búningarnir heldur leikurinn sem skipti máli. Þetta var greinilega það sem mannskapurinn þurfti. Mér fannst við spila vel og voru allir á fullu allan tímann. Boltinn gekk vel og þó þeir legðust í vörn héldum við áfram að spila, Þetta kom svo í lokin eins og gerðist oft í fyrra. Við náum að hamra á liðunum þangað til þau fara að gefa sig. Ég er því mjög ánægður með leikinn," sagði Ívar. 

Fjölmennasta Shellmótið til þessa

Shellmótið, sem fram fór síðustu helgina í júní, var hið fjölmennasta til þessa. Yfir 1000 drengir úr 6. flokki, á aldrinum 8 -10 ára mættu til keppni í a, b, c og d flokkum. Annar eins fjöldi þjálfara, fararstjóra og foreldra mætti á svæðið, þannig að hér hafa verið um 2000 aðkomumanns vegna þessa móts. Mikill hluti gestanna, annarra en keppenda, gisti í Herjólfsdal og var yfir að líta svipað og á þjóðhátíð. Þetta mót fór frábærlega fram, þaulskipulagt frá A til Ö og ekki skemmdi fyrir að fádæma veðurblíða var alla mótsdagana. Sérstakt blað, Shellmótsfréttir, var gefið út á hverjum morgni og komu þar fram öll úrslit dagsins á undan, ásamt viðtölum og fleiru. Samtals voru skoruð 1660 mörk á mótinu, þar af flest hjá a-liðum eða 425, 409 hjá b-liðum, 399 hjá c-liðum og 278 hjá d-liðum. Sjálfsmörk voru 43.

Í Fréttum segir að miklar framfarir hafi orðið í knattspyrnunni hjá drengjunum í 6. flokki. Þarna hafi mátt sjá brasilíska sömbutakta, argentínskan tangó, danskan valstakt, þýska snerpu, ítalska lipurð og kerfisbundinn enskan bolta svo að fátt eitt sé nefnt Margir hraðir og skemmtilegir leikir sáust á mótinu og greinilegt að þjálfun og umgjörð margra liða á þessu móti er til fyrirmyndar.

„Ég er svekktur“

Topplið ÍBV sótti ekki gull í greipar Skagamanna í 7. umferð Íslandsmótsins. Töpuðu 1-0. „Það hefði verið gott að koma þeim langt frá okkur því það er gott að hafa eitthvert forskot upp á að hlaupa þegar kemur að svona auknu álagi," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir leikinn í viðtali í Morgunblaðinu. „Ég er svekktur yfir leiknum en það var eins og eitthvert andleysi hrjáði okkur. Við vorum alltof passasamir, ætluðum að fá þá framar á völlinn en þeir komu ekki þangað og það hentar okkur ekki að bíða - frekar að við eigum að sækja. Við spiluðum ágætlega fram að miðju en leikmenn virtust gera sér að góðu að halda aðeins boltanum. Það var lítið í gangi hjá þeim, markið var með ákveðnum heppnistimpli og þetta var eiginlega jafnteflisleikur með stöðubaráttu á miðjunni. Að öðru leyti var ekkert sem kom okkur á óvart í leik Akurnesinga“, sagði Hlynur.

Næsti leikur liðsins var svo við Leiftur á Ólafsfirði. Þar varð slæm brotlending. Fékk liðið hvorki fleiri né færri en 5 mörk á sig í þessum leik og náði ekki að skora nema eitt.

Nokkrum dögum síðar lék ÍBV liðið við Þór á Akureyri í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Þórsarar höfðu átt erfitt uppdráttar í 1. deildinni það sem af var sumri, en það var ekki að sjá í þessum leik því aðeins eitt mark skildi liðin að í leiknum sem lauk með 1 - 2 sigri ÍBV.

Fjölnir engin fyrirstaða

Svo virtist sem kvennalið  ÍBV væri aðeins að rétta úr kútnum. Þær fengu Fjölni í heimsókn. Var leikið við mjög góðar aðstæður á Hásteinsvelli. ÍBV var í næst neðsta sæti  fyrir  þennan leik en Fjölnir var í því fimmta. 4-1 urðu leikslok fyrir ÍBV.                                                                       

Íris Sæmundsdóttir og Olga Stefánsdóttir skoruðu 2 mörk hvor.

ÍBV lagði KR í tvígang

Það er alltaf stórleikur í Eyjum þegar ÍBV og KR eigast við, en þessi lið mættust í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu 14. júlí. Liðin höfðu mæst í deildinni fimm dögum áður, og þá fóru Eyjamenn með sigur af hólmi, 3-1. Margir voru smeykir fyrir þessa viðureign, sérstaklega í ljósi þess að tölulegar staðreyndir voru ekki hliðhollar ÍBV fyrir þennan leik. En þegar sömu lið mætast tvisvar sinnum, með stuttu millibili, þá er mjög sjaldgæft að sama liðið vinni báða leikina. Þetta sálarstríð þurftu Eyjapeyjar að yfirstíga, og það gerðu þeir með miklum sóma.

Í Fréttum sagði að leikurinn hafi þróast svipað og í deildinni fimm dögum áður. „Eyjamenn héldu boltanum mun meira, en KR-ingar bökkuðu og reyndu að beita skyndisóknum. Bæði lið léku mjög varfærnislega og var ekki mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Mun meiri kraftur var þó í ÍBV-liðinu, en heimamenn náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Staðan í hálfleik var 0 - 0. Seinni hálfleikur var nánast spegilmynd af þeim fyrri, en KR-ingar voru heldur hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. En hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í netið að loknum venjulegum leiktíma, og því þurfti að grípa til framlengingar. Sigurmark leiksins kom þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Þá fékk Kristinn Hafliðason boltann fyrir utan vítateig KR og lét hann skot vaða að marki. Boltinn fór í einn varnarmanna KR, breytti um stefnu og í netið fór hann. KR-ingar reyndu að sækja að krafti eftir þetta mark, en vörn ÍBV var föst fyrir og engin virkileg hætta skapaðis. Eyjamenn léku ágætlega í leiknum, þó svo að þeir hafi ekki náð að skapa sér hættuleg marktækifæri. Gunnar var öruggur í markinu, vörnin var þétt og sókndjörf, miðjan dreifði spilinu vel og Steingrímur var duglegur frammi.“ 

Bikardraumur úti

Rétt fyrir Þjóðhátíð fékk 2. flokkur karla lið Keflavíkur í heimsókn. Þetta var leikur í bikarkeppni KSÍ, og því að duga eða drepast. Þarna mættust tvö af betri liðum landsins og var mikið í húfi í þessum leik. Jafnræði var með liðunum fyrri hluta leiksins, en staðan í hálfleik var, 2-1. Fyrirliði ÍBV, Bjarni G. Viðarsson, var rekinn útaf í fyrri hálfleik, vegna tveggja gulra spjalda, sem og einn Keflvíkingur. Magnús Elíasson, skoraði bæði mörk ÍBV í fyrri hálfleik, fyrst eftir gott spil og seinna markið gerði hann eftir stungusendingu. En í byrjun seinni hálfleiks gerðu Keflvíkingar tvö mörk með stuttu millibili, og náðu undirtökunum í leiknum. Fjórða mark gestanna kom um miðjan seinni hálfleikinn, og með því marki fengu Eyjamenn rothöggið. Lokatölur leiksins urðu því, 2-4, og ÍBV þar með úr leik í bikarnum. Magnús Elíasson, átti bestan leik Eyjapeyja, en aðrir geta mun betur.

Ágætt gengi yngri flokkanna

Gengi yngri flokka ÍBV þetta sumarið hefur verið ágætt. Félagið tók þátt í Íslandsmóti allra yngri flokkanna. Síðustu dagana fyrir Þjóðhátíðina fór 2. flokkur kvenna í Garðabæinn og lék við Stjörnuna. Þeim leik lyktaði með jafntefli 1-1.  Mark ÍBV skoraði Hjördís Halldórsdóttir. Nokkrum dögum síðar stelpurnar FH í heimsókn, og endaði leikurinn með sigri ÍBV, 5- 0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0. Hanna, Hjördís Halldórs., Hrefna, Íris og Hjördís Jóhannesar skoruðu mörk ÍBV.

Þriðji flokkur karla fékk KA frá Akureyri í heimsókn. Eyjamenn áttu ekki í vandræðum með gestina að norðan, og sigruðu örugglega, 6-0. Gunnar Heiðar skoraði fjögur mörk í leiknum, en þeir Atli og Bjarni Rúnar eitt mark hvor.

Strákarnir í fjórða flokki hafa staðið sig framar vonum í sumar. Nú síðast lögðu þeir lið Leiknis úr Reykjavík, með fjórum mörkum gegn einu. Víðir Róbertsson gerði þrennu í leiknum og Andri Ólafsson skoraði eitt mark.

Fimmti flokkur karla var heldur betur á skotskónum þessa síðustu daga júlímánaðar þegar liðið spilaði við Leikni úr Reykjavík. Hjá a-liðunum endaði leikurinn, 5-1 og skoruðu þeir Björgvin 3 og Grétar 2 mörk. B-liðið burstaði sinn leik, 15-0, og meðal markaskorara voru þeir; Einar K, Garðar Ó, Bjarni, Ragnar, Steingrímur, Hersir, Sævald og Þorgils O.

Tóku Stjörnuna í nefið

Meistaraflokkur kvenna fékk Stjörnuna úr Garðabæ í 8 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli, við mjög góðar aðstæður og lauk með 2 - 0 sigri ÍBV. Stjarnan kærði leikinn og taldi einn leikmann ÍBV ólöglegan. Svo fór að kæra Stjörnunnar var tekin gild og henni dæmdur sigur í leiknum.

Það var engu líkara en Eyjastelpur hefðu þetta á bak við eyrað þegar þær tóku Stjörnuna í nefið leik liðanna í Eyjum nokkrum dögum síðar. Úrslit leiksins urðu sex mörk gegn einu og þar með komst ÍBV upp að hlið Stjörnunnar með tíu stig. ÍBV-stelpurnar sýndu strax að þær ætluðu sér ekkert nema sigur og fyrsta markið kom strax á fjórðu mínútu þegar Bryndís Jóhannesdóttir skoraði glæsimark.

Íris Sæmundsdóttir bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik. Fyrri hluti seinni hálfleiks var algjör einstefna að marki Stjörnunnar. Hjördís Halldórsdóttir fór fyrir Eyjastelpum og skoraði tvö fyrstu mörkin í hálfleiknum. Í Fréttum var sagt að eftir það hafi farið að bera á einbeitingarleysi hjá ÍBV og á 20. mínútu tókst Stjörnunni að skora sitt fyrsta og eina mark. „Þá tók Olga Stefánsdóttir málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk og þar með varð niðurlæging Stjörnunnar algjör. Best í liði ÍBV var Anna Rentschler, stjórnaði vel á miðjunni og sótti óhikað í andstæðingana. Lið ÍBV: Petra 7 - Fanný 7, Erna 7, Sigríður Á 8, Kristín E. 6) - Elena 8, Anna 9, Hrefna 7 (Dögg L. 5), Hjördís 8 (Jóna Heiða 5)- Íris 8, Bryndís 7 (Olga 8).“ 

Steingrímur stefnir  á markakóngstitilinn

Eyjamenn fengu spútniklið Þróttar úr Reykjavík, í Landssímadeildinni í síðasta heimaleik fyrir Þjóðhátíð.  Leikið var í blíðskaparveðri á frábærum Hásteinsvelli. Leikurinn var frábær skemmtun og voru yfirburðir ÍBV þó nokkrir og lauk leiknum með sigri heimamanna 3-0 . Fyrirfram var búist við einvígi markahæstu manna deildarinnar, Steingríms Jóhannssonar hjá ÍBV og Tómasar Inga Tómassonar Eyjamannsins í liði Þróttara. Því einvígi lauk með yfirburðasigri Steingríms sem náði að skora þrennu í leiknum.

Þessir fyrrum félagar í ÍBV voru markahæstir í Landssímadeildinni fyrir þennan leik. Steingrímur hafði skorað 14 mörk í 11 leikjum og en markakóngsmetið var 18 mörk.  Tómas Ingi hafði  skorað níu mörk og til samans má geta þess að  þeir félagar höfðu skorað 23 mörk. ÍBV hafði skorað 26 mörk það sem af var Landssímadeildinni en næstu lið ekki nema 18 mörk.

Liðsauki í handboltanum

Í Fréttum var sagt frá því að 2 nýir leikmenn væru þegar komnir í lið ÍBV fyrir næsta vetur og skuli þar fyrstan nefna, Valgarð Thoroddsen, hornamanninn snjalla, sem lék með Val á síðustu leiktíð. Valgarð hefur alla tíð leikið með Val, hann á að baki 11 landsleiki, ásamt því að hafa spilað með yngri landsliðum Íslands. Valgarð mun vinna hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja, en það starf hafði mikið að segja um ákvörðun hans að koma til Eyja. Valgarð gerði eins árs samning við ÍBV, en miklar líkur eru á því að hann muni spila lengur með liðinu. Hinn nýi leikmaðurinn er Giedrius Cerniauskas, litháísk stórskytta. Hann er margreyndur landsliðsmaður, sem spilar horn með landsliði sínu, en er skytta hjá félagsliði. Hann varð markahæstur í litháísku deildinni á síðustu leiktíð. Giedrius hefur einnig leikið í Tékklandi. Þá hafa Eyjamenn einnig endursamið við Robertas Pauzuolis, sem lék með ÍBV síðasta tímabil, við góðan orðstír. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, því að félagslið Robertas í Litháen, Granitaz Kaunes, hefur farið fram á stjarnfræðilegar upphæðir fyrir Robertas. Eyjamenn em tilbúnir að greiða sanngjarnt verð fyrir hann, en það mun skýrast í vikunni hverjar málalyktir verða. Þá hefur Eyjamaðurinn sterki, Daði Pálsson, ákveðið að leika með ÍBV á ný, en hann lék með Haukum á síðustu leiktíð.

Lofað utanlandsferð

Á stjórnarfundi aðalstjórnar 9. júlí segir að ákveðið sé að setja reglur um ferðir yngri flokka félagsins erlendis, enda geti annað orðið mjög kostnaðarsamt fyrir börnin og foreldrana. Á fundinum var ítrekuð fyrri ákvörðun stjórnarinnar að 4. flokkur karla og kvenna í handknattleik færi út næsta sumar og knattspyrnulið þessara flokka árið 2000. Í bókun segir hinsvegar: „Staðan er hinsvegar þannig að unglingaráð knattspyrnunnar hafði lofað 3. flokki næsta árs utanlandsferð og hefur þegar hafið söfnun. Var sú ákvörðun tekin í góðri trú að sögn Jóns Óskars Þórhallssonar, formanns unglingráðs knattspyrnunnar, þar sem ekki var vitað um áform handknattleiksdeildar fyrr en um seinan. Voru málin rædd og voru sumir fundarmenn á þeirri skoðun að setja unglingaráði knattspyrnunnar þann eina kost að draga loforð sitt til baka gagnvart drengjunum.  Öðrum fundarmönnum fannst ótækt að drengirnir yrðu sviknir vegna þessa. Var ákveðið að senda bréf til unglingaráðanna þar sem þeim væri gerð grein fyrir fyrri ákvörðun aðalstjórnar félagsins, sem þó fannst ekki í fundargerðum hennar. (fundurinn gerir athugasemd við að ítrekaðar séu samþykktir frá fyrri stjórnum félagsins en finnast ekki fundargerðabókum þess.) Virtust fundarmenn þó á því að finna lausn á þessa sérstaka tilviki en var þó engum falið að fara í málið. 

2-0 tap í fyrri leik Evrópukeppninnar

Það er möguleiki í stöðunni, þó vissulega verði það erfitt og menn verða að leggja sig fullkomlega fram," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV í viðtali við  Morgunblaðið, eftir 2:0 tap fyrir FK Obilic í Belgrad 22. júlí, en leikurinn sem var í forkeppni Evrópumóts félagsliða var fyrri viðureign félaganna. Sá síðari verður í Vestmannaeyjum 29. júlí. „Nú vitum við fyrir víst að hverju við göngum og nú er bara að nýta sér veikleika þeirra. Heimavöllurinn hefur reynst okkur vel og engin ástæða til annars en svo verði áfram. Þetta verður síðasti leikur fyrir þjóðhátíð og ef það verður þjóðhátíðarstemmning utan vallar jafnt sem innan getur allt gerst," sagði Bjarni ennfremur. Leikmenn Obilic voru mun meira með knöttinn í leiknum  og Eyjamenn vörðust aftarlega og náðu sjaldan að sækja svo nokkur hætta skapaðist af uppi við mark heimamanna. Þá höfðu aðstæður mikið að segja en þrátt fyrir mikla veðurblíðu á sunnanverðu landinu síðustu vikur eru Eyjamenn ekki vanir því að leika knattspyrnu í 35 til 40 gráða hita og heiðskíru veðri líkt og var í Belgrad. Það dró mjög úr krafti leikmanna ÍBV, einkum er á leið. Heimamenn gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og voru þau bæði í ódýrara lagi að mati Bjarna, en hann hafði lagt upp með að halda markalausu. „Með smáheppni hefði það tekist. Við áttum í vök að verjast allan leikinn og varnarleikurinn var nokkuð góður. Þeir fengu fá opin færi, að því leyti getum við verið ánægðir með varnarvinnuna. Sárast var að skora ekki því mörk á útivelli því þau vega svo þungt í keppninni, en við náðum aldrei að ógna verulega að marki þeirra og nýta veikleika þeirra í vörninni."

Úr leik í Evrópukeppninni

Seinni leikur Eyjamanna og júgóslavnesku meistararnir, FK Obilic fór fram á Hásteinsvelli  29. júlí. Það var því ljóst að IBV átti á brattann að sækja í þessum leik. Mikil eftirvænting og spenna ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna ÍBV fyrir þennan mikilvæga leik. Um 1600 manns lögðu leið sína á völlinn, til þess að leggja sitt af mörkum og koma Eyjamönnum áfram í Evrópukeppninni. Var sannkölluð Þjóðhátíðarstemmning á leiknum.

Fréttir segja frá því að Eyjamenn hafi komið einbeittir og grimmir til leiks. „Þeir náðu að þétta vörnina mjög vel og voru oft mjög nálægt því að opna vörn gestanna. Lið Obilic var mjög sterkt í þessum leik og sást því oft á tíðum skemmtilegur samleikur hjá báðum liðum. Mikil barátta var í byrjun leiks, en undir lok fyrri hálfleiks náðu Eyjamenn að komast yfir með marki, Kristins Hafliðasonar. Staðan var l-0 í leikhléi, og möguleikar ÍBV um að komast áfram, jukust til muna. Sama baráttan var í síðari hálfleik, og vantaði aðeins herslumuninn til að fá annað mark ÍBV í leiknum. En um miðjan síðari hálfleik var vonarneisti heimamanna slökktur, eftir mjög klaufalegt mark, sem verður að skrifast á Gunnar í markinu. Nú þurftu Eyjamenn að skora þrjú mörk til viðbótar til að komast áfram, og það var einfaldlega of mikið. Júgóslavamir bættu síðan við öðru marki undir lok leiksins, lokatölur því 1 - 2. Bestu menn ÍBV í leiknum voru þeir Ívar Bjarklind, Ívar Ingimarsson og Hlynur Stefánsson. 

Ósætti á stjórnarfundi

Á stjórnarfundi aðalstjórnar 9. júlí var tekið fyrir bréf frá handknattleiksdeild. Þar var drepið á nokkra hnökra sem hafa verið í skipulagningu félagsins á meðan  það slítur barnsskónum eins og sagði í bréfinu. Fannst handknattleiksdeild  að deildin hefði borið skarðan hlut frá borði. Var málinu frestað til stjórnarfundar 23. júlí. Á þeim fundi kom fram að Þorsteinn Gunnarsson frkvstj. Knattspyrnudeildar og Þór Vilhjálmsson, formaður félagsins hafi fundað með stjórn handknattleiksdeildar. Þeir samþykktu að deildin fengi greidda eina milljón króna, sem einskonar sáttagreiðslu. Jón Óskar Þórhallsson greiddi atkvæði gegn tillögunni og mótmælti því að greiddir yrðu út slíkir fjármunir án þess að lyft væri hendi í þágu félagsins.  Voru reyndar fleiri á því máli en greiddu þó atkvæði með tillögunni í þágu friðar. Undraðist Jón Óskar að ekki væri sýnt fram á fjárhagslegt tjón skv. bréfinu áður en upphæðin væri ákveðin. Kallaði hann greiðsluna brandara. Féllu þessi viðbrögð í grýttan jarðveg, enda taldi formaðurinn sig hafa verið að leita sátta.

Vel heppnuð þjóðhátíð, þrátt fyrir misjafnt veður.

Þjóðhátíðin 1998 var sett með formlegum hætti 31. júlí. Föstu liðirnir á þjóðhátíð, brennan á föstudagskvöldinu, flugeldasýningin á laugardagskvöldinu og brekkusöngurinn voru á sínum stað á þjóðhátíðinni. Brennan var af hefðbundinni stærð og naut sín ágætlega í góðu veðri. Ekki blés eins byrlega á laugardagskvöldið. Rigning og þoka. En þegar flugeldasýningin átti að byrja  var eins og rofaði til og naut flugeldasýningin sín mjög vel.

Að venju stjórnaði Árni Johnsen brekkusöngnum og sagði hann brekkukórinn þann stærsta til þessa. Stuðmenn komu enn eina ferðina og stálu senunni.  Einkum voru þeir öflugir síðustu nóttina en þá linntu þeir ekki látum fyrr en klukkan að ganga átta á mánudagsmorguninn.

Talið var að um 7500 gestir hefðu verið á þessari þjóðhátíð. Veðrið spilar alltaf stórt hlutverk á þjóðhátíð. Að þessu sinni voru ýmsar útgáfur af því. Á föstudeginum var gott veður og Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta  og hélst svo fram að hádegi á laugardag. Þá tók að rigna og  þoka lagðist yfir Eyjarnar, nema meðan flugeldasýningin stóð yfir. Sunnudagurinn var blautur með þoku. Það var mál manna að þjóðhátíðin hefði heppnast ágætlega og lögreglan lýsti yfir nokkurri ánægju með gesti Þjóðhátíðar, sem langflestir voru til fyrirmyndar, þó séu alltaf svartir sauðir sem ekki kunna fótum sínum forráð.

Miðaverð í Dalinn var kr. 7.000 en kr. 6.500 í forsölu. Hústjöld í Dalnum voru 289.

Þjóðhátíðarlagið 1998 var eftir Geirmund Valtýsson og textinn eftir Guðjón Weihe og Geirmund og heitir; Við erum öll á Þjóðhátíð. 

Eyjamenn í bikarúrslit 3ja árið í röð

Það er alltaf sagt að við komum þungir til leiks eftir þjóðhátíð en við afsönnuðum það núna," sagði Ívar Bjarklind, markahrókur ÍBV í viðtali við Fréttir eftir bikarleikinn gegn Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn var á Hásteinsvelli og lauk með 2- 0 sigri ÍBV og skoraði Ívar bæði mörkin. Hann var færður fram í seinni hálfleik og gjörbreytti með því leik liðsins. „Mér finnst alltaf gaman að spila frammi eins og ég gerði hjá KA," bætti Ívar við.

Sigla hraðbyri

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu var á mikilli siglingu í Landssímadeildinni og margir á þeirri skoðun að þeir verji Íslandsmeistaratitlinn. Liðið mætti Keflvíkingum á Hásteinsvelli og vann 3-1. Keflvíkingar unnu ÍBV í meistarakeppninni í vor, 3 - 1, en Eyjamenn náðu að sigra ÍBK fyrr í sumar nokkuð sannfærandi, 0-3. Þessi leikur sem var í 12. umferð  var sannkallaður 6 stiga leikur, því með sigri gestanna hefðu þeir náð að blanda sér í toppbaráttuna ásamt ÍBV, ÍA, KR  og Leiftri.

Því næst fengu ÍBV strákarnir ÍR í heimsókn.  Eyjamenn áttu heldur betur harma að hefna gegn gestunum úr Breiðholtinu því í fyrri leik liðanna sigruðu ÍR-ingar 1-0. En að þessu sinni fengu Breiðhyltingar að kynnast því hvar Davíð kaupir ölið, því ÍBV gjörsigraðu þá, 4-1.

Þvílík tímasóun, skrifaði íþróttafréttaritari Frétta um leik leik Vals og ÍBV sem leikinn var á Valsvelli í blíðskaparveðri og var leiknum sjónvarpað beint á SÝN. Stuðningsmannahópur ÍBV á fastalandinu fjölmennti á leikinn og fólk hér í Vestmannaeyjum sat fast við sjónvarpsskjáinn. En engin rós er án þyrna. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og sýndu Eyjamenn sinn allra lélegasta leik þetta sumarið.

Með samtakamætti hefst þetta allt

Starfsemi ÍBV íþróttafélags er ótrúlega margþætt og mikil. Án fjölmargra stuðningsmanna væri félagið ekki jafn öflugt og raun ber vitni. Það er því oft ástæða til að þakka fyrir það mikla starf. Eftir þjóðhátíð birtist í Eyjablöðunum þakkartilkynning frá leikmönnum og knattspyrnuráði:

„Óhætt er að segja að Íslandsmeistarar ÍBV karla hafi haft í nógu að snúast undanfarnar vikur. Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan og framundan er bikarúrslitaleikur sunnudaginn 30. ágúst þar sem ÍBV verður þriðja árið í röð að berjast í þessum stærsta einstaka leik ársins. Það er stórafrek út af fyrir sig að komast í bikarúrslitaleik, því megum við ekki gleyma. Að undanförnu hefur stjórn knattspyrnudeildar þurft að leita til ýmissa aðila með aðstoð vegna ýmissa verkefna. Þar má nefna uppákomurnar í Skvísusundi fyrir bikarleikinn gegn KR og Evrópuleikinn gegn FK Obilic, sjónvarpsútsendingar vegna Evrópuleiksins, öryggisgæslu í kringum þann leik, Húkkaraballið, þjóðhátíðina o.fl. að ógleymdum leikjunum sjálfum. Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV, framkvæmdastjóri og leikmenn liðsins vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað  að undanförnu. Aðalstjórn Íþróttabandalagsins með formanninn Ásmund Friðriksson í fararbroddi hefur reynst okkur mjög vel. Herjólfur, Vestmannaeyjabær, Hótel Þórshamar, Hótel Bræðraborg, Íslandsflug, Einar Hallgrímsson rafvirki, Flugfélag Íslands, Hertoginn, Lanterna og Sigga í Skuld fá bestu þakkir fyrir stuðninginn í tengslum við Evrópuleikinn. Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Guðjón bæjarstjóri og IV reyndust okkur sérlega vel. Sérstakar þakkir fá sjómennirnir 25 sem sáu um dyravörsluna á Húkkaraballinu, þið eruð frábærir og sannir stuðningsmenn. Þið eigið inni stóran greiða hjá okkur. Á Húkkaraballinu stóð Ásmundur formaður einnig fyrir sínu. Á þjóðhátíðinni var einvalalið sem aðstoðaði okkur í sölubúðunum með Sigurberg Ármannsson, Magnús Sigurðsson og Svein Þorsteinsson og fjölskyldu í fararbroddi. Stjórn ÍBV- íþróttafélags er sérstaklega þakkað fyrir sitt framlag við nýju búningsklefana við Týsheimilið sem hafa gjörbylt aðstöðu leikmanna ÍBV til hins betra. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV í Eyjum er á mikilli uppleið og hefur skapað frábæra stemmningu í Skvísusundi. Ástar þakkir. Og stuðningsmenn ÍBV sem hafa mætt  svo frábærlega vel á bikarleikina, Evrópuleikinn og svo auðvitað deildarleikina; kærar þakkir fyrir frábæran stuðning og góða stemmningu. Fjörið er rétt að byrja og við treystum á að þið mætið sem flest á bikarúrslitaleikinn 30. ágúst nk. á Laugardalsvelli. Sjálfsagt gleymum við einhverjum en það er alls ekki viljandi. Hafið öll bestu þakkir fyrir. Með samtakamætti hefst þetta allt. Vonandi nær ÍBV-liðið að standa undir öllu þessu en með öflugum stuðningi stuðningsmanna og fyrirtækja er allt hægt.

Áfram ÍBV - Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV - Leikmenn ÍBV

Sigrar og tap

Eyjastúlkur léku gegn efsta liði Vals í meistaradeild kvenna í knattspyrnu í lok ágúst. Stelpurnar fóru fullar sjálfs trausts í leikinn, þar sem þær höfðu verið að spila glimrandi bolta í undanförnum leikjum. Allt stefndi í sigur Eyjastúlkna en á síðustu mínútunni fengu þær á sig tvö mörk og töpuðu 2-1 .

Næstu helgi á eftir var haldið á Skipaskaga. ÍBV stúlkur höfðu fyrir þennan leik, aldrei farið með sigur af hólmi frá Skaganum, en þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér nálægt toppnum. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins, en Eyjastelpur létu það ekkert á sig fá og svöruðu með þremur mörkum fyrir leikhlé. ÍA komst síðan í 2-3 en ÍBV ætlaði ekki að láta þau þrjú stig sem voru í boði, af hendi og bættu stelpurnar við fjórða markinu. Heimamenn áttu síðasta orðið í leiknum og urðu lokatölur leiksins því, 3-4.

Næstur var heimaleikur gegn Haukum. Leikið var á þungum Hásteinsvelli og áttu bæði lið erfitt uppdráttar í leiknum.  Leikurinn var ekki mjög skemmtilegur á að horfa enda var veðrið og völlurinn ekki uppá það besta. Haukastelpur vörðust mjög vel nánast engin færi sköpuðust í fyrri hálfleik, fyrir utan eitt sláarskot sem Haukarnir áttu. Seinni hálfleikur byrjaði aftur á móti fjörlega og á fyrstu mínútunum komst Bryndís Jóhannesdóttir ein innfyrir vörn gestanna, lék á markmanninn en skotið var of laust og bjargað var á marklínu. ÍBV sótti mun meira og Elena átti sláarskot þegar líða fór á leikinn. Allt virtist stefna í steindautt jafntefli, þegar Íris Sæmundsdóttir skoraði, á 85 mínútu, af stuttu færi eftir skot frá Olgu Stefánsdóttur. Aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Bryndís Jóhannesdóttir annað mark ÍBV eftir skot af markteig. Það var síðan gamla kempan, Erna Þorleifsdóttir, sem skoraði þriðja og síðasta markið á 90 mínútu. Glæsilegt mark. Lokatölur leiksins urðu því 3-0 og nokkuð sanngjarn sigur þó svo að mörkin hafi öll komið á síðustu 5 mínútum leiksins. Eyjastelpur sýndu mikinn styrk í þessum leik, með því að halda áfram allt til enda án þess að hætta að sækja.

17 ár bið eftir bikarnum á enda

Lið ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn 30. ágúst þegar það sigraði Leiftur frá Ólafsfirði 2 - 0 í úrslitaleik keppninnar á Laugardalsvelli. Fögnuður Eyjamanna, bæði á leikvellinum og í stúkunni, var mikill í leikslok og margir stundu: Loksins, loksins. ÍBV lék nú til úrslita þriðja árið í röð en tvö síðustu árin hafa Eyjamenn orðið að sætta sig við tap. Það var því mikil gleði sem ríkti þegar flautað var til leiksloka, fólk féllst í faðma, hrópaði, klappaði og söng og mátti sjá tár blika á hvarmi hjá mörgum. Stuðningsmenn ÍBV byrjuðu upphitun fyrir leikinn á laugardagskvöld með stórdansleik á Broadway en síðan var haldið áfram að morgni sunnudags í Framheimilinu.

Stemmningin á leiknum var frábær og náði hámarki í leikslok þegar Hlynur fyrirliði hóf bikarinn á loft, enda ætlaði fagnaðarlátunum á Laugardalsvelli aldrei að ljúka.

ÍBV liðið sigldi til Eyja með Herjólfi eftir leikinn, með bikarinn í farteskinu, og var tekið á móti liðinu á glæsilegan hátt er það kom til hafnar í Eyjum. Þegar fánum prýddur Herjólfur sigldi inn á höfnina með leikmennina og bikarinn á brúarvængnum, var flugeldasýning á hafnargarðinum og í Friðarhöfn og lúðrar voru þeyttir. Mikill mannfjöldi var á Básaskersbryggjunni, bryggjan nánast full af fólki og bílum, og gífurleg gleði ríkjandi.

Forseti bæjarstjórnar óskaði liðinu til hamingju og leikmenn, þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar fengu afhent blóm frá bæjarstjórn og stjórn ÍBV um leið og mannfjöldinn hyllti þá ákaft.

Eftir móttökuna á Básaskersbryggju var boðið til fagnaðarhátíðar í veitingatjaldinu í Herjólfsdal þar sem fagnað var fram eftir nóttu.

Kaldur og rólegur Steingrímur

Fréttir gerðu þessum bikarleik góð skil með mikilli umfjöllun og viðtölum. Það efni sem hér er birt er tekið úr Fréttum:

Kristinn Jakobsson, dómari, flautaði til leiks og þar með var baráttan hafin inni á vellinum. Áhorfendur sem þanið höfðu raddböndin á annan klukkutíma í stúkunni fyrir leik gáfu ekkert eftir og bættu við snúningi þegar leikurinn hófst. Það fór þungur kliður um stúkuna þegar Leiftursmenn komust í opið færi strax á fyrstu mínútunum en Gunnar markvörður bjargaði glæsilega og þá létu Eyjamenn vel í sér heyra. Áfram ÍBV glumdi úr stúkunni. Leiftursmenn virkuðu ákveðnari á fyrstu mínútunum og það mátti greina óróleika hjá mörgum áhorfendum en ekkert var gefið eftir í hvatningunni. Eyjamenn náðu fljótlega tökum á leiknum og fóru að leika við hvurn sinn fingur. Leikurinn var opinn, hraður og skemmtilegur og áhorfendur kunnu vel að meta það. Sóknir ÍBV þyngdust smá saman og hættuleg færi sköpuðust svo oft var risið á fætur í stúkunni og á víxl heyrðust feginsstunur, þegar eitthvað gekk upp, eða vein yfir því þegar Eyjamenn kláruðu ekki færin sem fengust.  Og á milli var kallað:  Áfram ÍBV eða þá að ÍBV lagið var sungið.

Þegar Leiftursmaðurinn Páll Guðmundsson varði boltann með höndum á marklínu og Kristinn dómari dæmdi vítaspyrnu á Leiftur og gaf Páli rauða spjaldið var mikið fagnað í stúkunni. Steingrímur Jóhannesson gekk kaldur og rólegur að boltanum og stillti upp á vítapunktinn. Grafarþögn ríkti í stúkunni og margir hugsuðu eflaust til vítaspyrnunnar sem fór forgörðum á móti Keflavík í fyrra. Sumir földu andlitið í höndum sér og þorðu vart að horfa á spyrnuna og spenna var í hverju andliti. Taugarnar voru þandar. Steingrímur var öryggið uppmálað og renndi knettinum örugglega í netið, 1 - 0 fyrir ÍBV, og það brjálaðist allt í stúkunni. Það var klappað, dansað, sungið faðmað og kysst. Steingrímur hljóp að stúkunni og steytti hnefa framan í áhorfendur til merkis um að nú yrði kné látið fylgja kviði. „Bikarinn til Eyja, bikarinn til Eyja," sungu stuðningsmenn ÍBV og greinilegt var að mikil spenna losnaði við markið.

Þegar flautað var til leikhlés og leikmenn ÍBV gengu til búningsklefa stóðu áhorfendur í stúkunni upp og fögnuðu þeim vel. Fólk streymdi úr stúkunni til að létta á sér eða ná í kaffisopann.

Við „skálarnir" voru spekingslegar umræður um fyrri hálfleikinn og menn skiptust á skoðunum. Það var létt yfir Eyjamönnum og þeir farnir að eygja von um að nú hefðist þetta ef til vill loksins.

Hjalti tók af skarið

Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri og ÍBV stjórnaði leiknum. Strákarnir léku eins og þeir sem valdið hafa og sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru en inn vildi tuðran ekki. Það var því oft staðið upp og stunið í stúkunni. Það var ekki fyrr en Hjalti Jóhannesson tók af skarið, renndi sér í gegnum vörn Leifturs og lagði boltann í netið, með hægri fæti, og tuðran lá loks í marki Leiftursmanna. Það hreinlega truflaðist allt í stúkunni og leikmennirnir á vellinum fögnuðu ofsalega. Gunnar markvörður óð fram á miðju og veltist þar um í faðmlögum en aðrir leikmenn hrúguðust á Hjalta úti við hliðarlínu. "Bikarinn til Eyja, bikarinn til Eyja," glumdi nú í stúkunni milli þess sem ÍBV lagið var sungið. Stemmningin var ótrúleg.

„Hér er ég, Gunni Sig."

Mínúturnar tifuðu og Leiftursmenn fengu nokkur tækifæri en Gunnar Sigurðsson í markinu hirti þá bolta sem á rammann komu, oft með glæsibrag. Eftir eina frábæra markvörslu snéri Gunnar sér til stúkunnar og lét vita með látbragði sínu að hann væri þarna til að halda hreinu. „Hér er ég, Gunni Sig," gaf hann til kynna og sjálfstraustið geislaði af honum.

Loksins, loksins, var 17 ára bið á enda

Eftir því sem leiktíminn styttist efldust áhorfendur í stúkunni og þegar bikarinn var kominn á hliðarlínuna nokkrum mínútum fyrir leikslok var fjörið orðið ólýsanlegt. Þegar Kristinn dómari flautaði til leiksloka ætlaði allt um koll að keyra. Leikmenn, þjálfarar, knattspyrnudeildarmenn og áhorfendur fögnuðu ofsalega. Loksins, loksins var 17 ára bið á enda.

Eftir að búið var að fagna vel og lengi voru verðlaun afhent. Leiftursmenn fengu silfrið og tóku stuðningsmenn ÍBV í stúkunni þá undir með stuðningsmönnum Leifturs og hvöttu þá um leið og þeim var þakkað fyrir leikinn. Liðsmenn ÍBV stigu síðan á pallinn og fengu gullpeninga sína en síðan afhenti Davíð Oddsson,  Hlyni fyrirliða bikarinn góða og það var mögnuð stund þegar hann hóf bikarinn á loft. Markmiðinu var náð og fögnuðurinn og ánægjan voru ómæld enda féllu örugglega gleðitár hjá mörgum á þessari stund. Fagnaðarlátum ætlaði síðan aldrei að linna enda engin ástæða til annars en að njóta stundarinnar í botn.

Það voru glaðir og sælir stuðningsmenn og leikmenn ÍBV sem gengu léttir á spori af velli eftir að hafa fagnað vel og lengi.

Þú þekkir þá alla Davíð, er það ekki

Þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn kom hann fyrst að Hlyn fyrirliða og heilsaði upp á hann. Síðan er það venjan að fyrirliðinn gangi með heiðursgestinum og kynni leikmennina fyrir honum. Hlynur var meira með hugann við leikinn en formsatriðin fyrir leik og náði ekki að fylgja ráðherranum eftir sem var að flýta sér í skjól undan rigningunni. Hann kveikti svo á perunni þegar Davíð var hálfnaður að heilsa leikmönnunum og fór þá til hans og sagði. „Það þarf ekkert að kynna þá sérstaklega fyrir þér. Þú þekkir þá alla, er það ekki? Þetta eru sömu strákar og undanfarin tvö ár."

Þarf ekki endilega að vera stúkumaður

Á bikarleiknum vakti það athygli hversu lögregla gekk vasklega fram í því að hafa gætur á stuðningsmönnum liðanna sem voru við stemmningseflingu í stúkunni. Fylking lögreglumanna mændi í stúkuna og hafði gætur á því hvort stúkumenn væru að dreypa á ölföngum. Ef einhver fráneygur lögreglumaður kom auga á slíkt var hann í talstöðvarsambandi við "collega" sína í stúkunni, sem umsvifalaust þefuðu upp meintan öldrykkjumann og tóku af honum ölið. Var hinn félagslegi órói í stúkunni talinn stafa af umferð lögreglumanna í ölþefi, en ekki vegna spennu og upplifunar á leiknum. „Það er ástæða til að benda lögreglunni á að þótt að maður sitji í stúku á fótboltaleik þarf maður ekki nauðsynlega að vera stúkumaður þ.e. meðlimur í bindindisstúku.“ Sagði einn vallargestanna.

Margir lögðu hönd á plóg

Undirbúningur stuðningsmannafélaga ÍBV í Eyjum og Reykjavík var að vanda mikill og skapaði gríðarlega skemmtilega umgjörð um leikinn. Segja má að upphitun fyrir leikinn hafi byrjað í Eyjum á fimmtudagkvöld þegar stuðningsmannafélagið efndi til Bikarkvölds á Fjörunni þar sem stuðningsmenn komu saman ásamt þjálfara og fyrirliða ÍBV. Sátu þeir fyrir svörum og farið var yfir sumarið og leikinn framundan.

Stuðningsmannafélagið í Reykjavík var með sölubás í Kringlunni á föstudag og laugardag þar sem ýmiss ÍBV varningur var seldur. Búningar, húfur, treflar og jafnvel nærföt með ÍBV merki á runnu út og það var greinilegur hugur í stuðningsmönnum ÍBV. Á laugardagskvöld var ÍBV kvöld á Broadway   þar sem fyrsta alvöru upphitunin fyrir bikarleikinn fór fram. Að loknum kvöldverði var sungið og trallað við undirleik Eymannafélagsins. Dregnir voru upp ýmsir baráttusöngvar til ÍBV og þeir æfðir þar til hljómsveitin Skítamórall tók við og leiddi stuðið fram á nótt. Talið er að á þriðja þúsund manns hafi komið á ÍBV kvöldið á Broadway og það glumdi vel í þegar Ragnar Sigurjónsson, stjórnandi ÍBV kórsins í Reykjavík, steig á svið og lét gesti á Broadway æfa nýjasta stuðningshrópið: í - í - ÍBV.

Síðasta upphitun fyrir leik hófst í Framheimilinu við Safamýri fyrir hádegi á sunnudag. Þar komu stuðningsmenn ÍBV saman og fínstilltu strengina fyrir leikinn. Í Framheimilinu var boðið upp á reyktan lunda, öl og fleira góðgæti og stuðningslagið; Komum fagnandi, glumdi í hljóðkerfinu. Hljómsveitin Skítamórall flutti síðan nokkur lög áður en gengið var í skrúðgöngu við undirleik Lúðrasveitar Vestmannaeyja frá Framheimilinu á Laugardalsvöll. Ragnar Sigurjónsson stjórnaði æfingum á hrópum og köllum fyrir leik klæddur fagurbleikum blúndukjól og stemmningin magnaðist eftir því sem nær leik leið.

Umgjörð um leikinn og undirbúning hans var frábær og þeim sem að stóðu til mikils sóma. Undirbúningur þessi er enn ein rós í hnappagat stuðningsmannafélags ÍBV sem hefur í undirbúningi úrslitaleikja undanfarinna tveggja ára alltaf náð að skapa frábæra stemmningu og enn tókst þeim að toppa það sem áður var gert. Til hamingju stuðningsmenn ÍBV. 

2. Íslandsmeistaratitlar í yngri flokkunum

Yngri flokkar ÍBV í knattspyrnu létu heldur betur að sér kveða í sumar. Þeir náðu flestir frábærum árangri, reyndar þeim langbesta í mörg herrans ár. Þetta er virkilega jákvæð þróun og sýnir svo ekki verður um villst að sameining flokkanna er heldur betur að skila sér. Árangur sumarsins eru tveir Íslandsmeistaratitlar, allir stúlknaflokkar ÍBV komust í úrslitakeppni og allir drengjaflokkarnir stóðu sig framar vonum.

Í yngri flokkunum er keppt í Íslandsmóti í 2., 3., 4. og 5. flokki og reyndar í 6. flokki drengja. 2. flokkur ÍBV karla undir stjórn Kristins R. Jónssonar vann B-riðilinn með miklu öryggi. Liðið var með 28 stig, vann 9 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði 2. Þama eru margir efnilegir strákar en helmingur byrjunarliðsins gengur upp í meistaraflokk.

3. flokkur drengja undir stjórn Björns Elíassonar lenti í 2. sæti í B-riðli og komst því upp í A-riðil. ÍBV var með 30 stig, 12 stigum á eftir Þór Ak. sem var með fullt hús stiga.

4. flokkur drengja undir stjórn Kristins R. Jónssonar stóð sig vonum framar. Liðið lék í A-riðli og var búist við mjög erfiðum róðri, jafnvel að liðið myndi falla. En strákarnir stóðu sig mjög vel, lentu í 7. sæti af 11 liðum, unnu 4 leiki en töpuðu 6.

5. flokkur drengja undir stjórn Sigurlásar Þorleifssonar stóð sig með prýði. Þar er keppt í A og B og gildir sameiginlegur árangur beggja liða þar sem úrslit A vega þyngra.

5. flokkur lék í B-riðli og vantaði hársbreidd til að komast upp í A-riðil. Liðið komst hins vegar í úrslitakeppnina og stóð sig þar með prýði þótt ekki kæmist það í úrslitaleik.

6. flokkur drengja undir stjórn Jón Ólafs Daníelssonar varð í 2. sæti í Pollamótinu og komst ekki í úrslit. Flokknum óx ásmegin eftir því sem leið á sumarið.

2. flokkur Helgina 28. - 30. ágúst léku stelpurnar í 2. flokki í úrslitakeppninni, sem fram fór á Akranesi. Þar spiluðu þær tvo leiki og unnu þá með miklum yfirburðum sem tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Þar mættu þær Val í æsispennandi leik. Á Akranesi unnu þær lið Fjölnis, 4 - 0 og skoraði Guðbjörg Guðmannsdóttir tvö mörk, Bryndís Jóhannesdóttir og Jóna Heiða Sigurlássdóttir eitt mark hvor. Í seinni leiknum voru Blikastúlkur teknar í kennslustund og endaði sá leikur einnig, 4 - 0. Bryndís Jóhannesdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þessi úrslit þýddu það að ÍBV-stelpurnar voru komnar í úrslitaleikinn.

Mótherjar stelpnanna þar voru erkifjendurnir úr Val, en ÍBV hafði spilað tvisvar áður við Val um sumar og tapað í bæði skiptin. Úrslitaleikurinn fór síðan fram í byrjun september og var spilað á Haukavelli í Hafnarfirði. Fréttir segja frá því að  Valsstelpur hafi komið frekar sigurvissar til leiks en það komi ÍBV bara til góða. Eyjastúlkur gerðu fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og var þar að verki Hjördís Halldórsdóttir. Valur jafnaði skömmu síðar, en Bryndís Jóhannesdóttir kom ÍBV í 2 - 1. Þannig var staðan í hálfleik.

Strax í byrjun síðari hálfleiks jöfnuðu Valsstelpur, en það var síðan Bryndís Jóhannesdóttir, sem tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu undir lok leiksins. ÍBV-stelpurnar stóðu sig frábærlega í þessum leik en af öðrum ólöstuðum þá var Bryndís Jóhannesdóttir maður leiksins.

Stúlkunum var fagnað með blómum við heimkomuna og í hálfleik í leik ÍBV og Fram í Landssímadeildinni voru þær heiðraðar sérstaklega.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari stelpnanna sagði í viðtali í Fréttum að árangurinn hafi ekki komið sér á óvart. „Ég get ekki sagt það. Ég vissi alltaf að ég væri með gott lið í höndunum. Valur var reyndar búinn að vinna alla sína leiki í sumar, en þegar fyrirkomulagið er með þeim hætti að spilaður er úrslitaleikur, þá er allt lagt undir og spurningin er bara sú hvort liðið kemur betur stemmt til leiks, og í ár voru það við“.

Hver var lykillinn að þessari velgengni ykkar, að þínu mati? ,Þetta eru allt duglegar og metnaðarfullar stelpur og síðan er enginn vafi á að Sigurlás Þorleifsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, hefur skilað frábærri vinnu, þar sem stór hluti stelpnanna hefur tekið undirbúningstímabil hjá meistaraflokki og æft með honum. Nokkrar hafa verið að spila með meistaraflokki  í sumar og hefur það tvímælalaust skilað sér með reynslu inn í 2. flokkinn, og þá sérstaklega nú undir lok móts. Einnig fengum við sterkar stelpur úr 3. flokki til að styrkja hópinn og síðan byrjuðu nokkrar sterkar stelpur aftur, sem voru hættar. Ég vil svo þakka stelpunum fyrir frábært samstarf í sumar," sagði Heimir að lokum.

3. flokkur kvenna undir stjórn Heimis stóð sig einnig geysilega vel. ÍBV stelpurnar lentu í 2. sæti í sínum riðli og komust auðveldlega í úrslit. Í úrslitunum voru stelpumar óheppnar að komast ekki í úrslitaleik. Engu að síður stóðu þær sig mjög vel.

4. flokkur kvenna undir stjóm Írisar Sæmundsdóttur sló í gegn. A-lið ÍBV varð í 2. sæti í sínum riðli og komst í úrslit. Þar lenti ÍBV í 3. sæti og var hársbreidd frá því að komast úrslitaleik. B-liðið vann sinn riðil og gerði sér svo lítið fyrir og varð Íslandsmeistari á glæsilegan hátt. S

5. flokkur kvenna undir stjórn Olgu Stefánsdóttur stóð sig einnig mjög vel, bæði á Pæjumóti, hnátumóti og Gull og silfurmóti og unnu til verðlauna.

6. flokkur undir stjórn Ernu Þorleifsdóttur stóð sig einnig vel í sumar og vann til verðlauna á Pæjumóti og Gull- og silfurmótinu.  

Kvennaliðið í 4. sæti en karlaliðið með aðra hönd á Íslandsmeistaratitlinum

Meistaraflokkur kvenna fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í næstsíðasta leik sínum  og máttu sætta sig við ósigur gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum. Þær gerðu aftur á móti góða ferð í Grafarvoginn nokkrum dögum síðar  þar sem þær unnu stórt. Þetta var síðasti leikur sumarsins og hafnaði ÍBV í 4. sæti.

Karlaliðið fékk hinsvegar Framara í heimsókn á Hásteinsvöllinn í 15. umferð. Leikið var í mildu haustveðri. Framarar höfðu  átt erfitt uppdráttar um sumarið  ÍBV hefur vermt toppsætið nánast allt frá byrjun móts. Lyktir leiksins urðu 2-0 fyrir ÍBV.

Grindavík og ÍBV áttust við í 16. umferð Landssímadeildarinnar. Leikið var í strekkingsvindi í Grindavík og var lítið um glæsileg tilþrif í leiknum, sérstaklega af hálfu Eyjamanna. Grindavík var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en ÍBV þurfti þrjú stig í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík hafði betur með marki á 8. mínútu en eftir sátu Íslandsmeistararnir með sárt ennið.

Síðasti heimaleikur ÍBV í Landssímadeildinni, fór fram á Hásteinsvelli 20. September. Það voru Leiftursmenn frá Ólafsfirði, sem komu í heimsókn og sóttu ekki gull í greipar heimamanna. Lið gestanna var hálf vængbrotið í þessum leik, þar sem í liðið vantaði um átta af fastamönnum liðsins. Mikið hafði verið talað um fyrir þessa viðureign að Leiftursmenn hafi ætlað að tapa leiknum til að auka möguleika sína á Evrópusæti, og til gamans má geta að leikur ÍBV og Leifturs var eini leikurinn í 16. umferð, sem ekki var á Lengjunni. Það fór svo að  ÍBV vann þennan  næstsíðasta leik sinn 2-0.  

Komu sáu og sigruðu KR – Íslandsmeistarar 2. árið í röð

Leikur KR og ÍBV í lokaumferð Landssímadeildarinnar verður lengi í minnum hafður, kannski ekki hjá KR-ingum,  heldur hjá Íslandsmeisturum ÍBV og Vestmannaeyingum öllum.

Í Morgunblaðinu segir svo um leikinn:

„Stemmningin var frábær í Frostaskjóli löngu fyrir leik. Þegar flautað var til leiks var greinilegt að dagsskipun KR-liðsins var að leika til sigurs. Strax var blásið til sóknar í herbúðum þeirra, þar sem aðeins sigur færði KR-ingum hinn langþráða Íslandsmeistaratitil, sem þeir unnu síðast fyrir þrjátíu árum, 1968.

Hugsunin um sókn var það sterk, að leikmenn KR-inga sofnuðu á verðinum og voru slegnir út af laginu eftir aðeins 4,50 mín. Þá vann Kristinn Hafliðason knöttinn, náði að rífa sig frá tveimur KR-ingum og senda glæsilega sendingu inn fyrir vörn KR, þar sem Ingi Sigurðsson var á réttum stað og sendi knöttinn í netið. Óvænt óskabyrjun Eyjamanna var þeim óneitanlega dýrmæt. Þeir voru með réttu komnir tveimur mörkum yfir, þannig að þrautin var KR-ingum þyngri. Eyjamenn náðu mjög góðum tökum á miðjunni, sem gerði það að róðurinn var afar þungur fyrir leikmenn KR, sem urðu á augabragði yfirspenntir og greinilegt var að þeir þoldu ekki hið mikla álag sem var á þeim. Skotinn David Winnie braut gróflega á Inga Sigurðssyni á 20. mín, á vallarhelmingi Eyjamannna, eftir að hafa misst knöttinn. Þar var Winnie heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið. Einar Þór Daníelsson fékk að sjá gula spjaldið fyrir brot og einnig Andri Sigþórsson, fyrir hefndarbrot á Eyjamanni, sem hefði einnig getað orðið rautt spjald.

Að hafa flautuna djúpt í vasanum

KR-ingar gerðu harða hríð að marki Eyjamanna, án þess þó að skapa sér umtalsverð marktækifæri - lánleysi þeirra var algjört. Guðmundur Benediktsson nýtti ekki vítaspyrnu, sem KR-ingar fengu á 38 mín. - skaut hátt yfir mark Eyjamanna, knötturinn fór út fyrir völlinn. Það getur ekkert lið leyft sér að nýta ekki vítaspyrnu í eins þýðingarmiklum leik. KR-ingar vildu fá vítaspyrnu, þegar Zoran Miljkovic stökk upp og skallaði knöttinn um leið og hann hafnaði á baki Guðmundar Benediktssonar. Þar var ekki um vítaspyrnu að ræða, þar sem Guðmundur beygði sig undir Zoran, sem snerti Guðmund ekki með höndum.

Eyjamenn vildu fá vítaspyrnu, þegar David Winnie kippti Steingrími Jóhannessyni niður í vítateig. Þar var um greinilega vítaspyrnu að ræða. • Það var aftur á móti engin vítaspyrna, þegar Guðmundur Benediktsson og Zoran Miljkovic börðust um knöttinn - báðir féllu við, vítaspyrna var dæmd á Zoran. Þar var dómarinn of fljótur að flauta og fyrstu bendingar hans bentu til að Guðmundur hefði verið brotlegur. Það er oft sagt að dómarar eigi ekki að dæma leiki með flautuna uppi í sér, heldur að vega og meta aðstæður og láta knöttinn ganga áfram þegar barist er á svæðum, sem geta gefið mörk. Að hafa flautuna djúpt í vasanum á þeim stundum!

Þegar Eyjólfur Ólafsson, ágætur dómari leiksins, flautaði, var Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, að senda knöttinn í eigið mark. Með því að flauta strax - var verið að taka mark af KR-ingum. Það er ljóst að þeir hefðu frekar viljað fá markið en vítaspyrnuna.

Takið hert

Eyjamenn  drógu sig til baka í byrjun seinni hálfleiksins, ákveðnir að lokka KR-inga fram og beita síðan skyndisóknum til að refsa þeim. Þeir voru komnir með yfirhöndina og þeir hertu takið jafnt og þétt á KR-ingum. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-liðsins, reyndi hvað hann gat til að skerpa á sókninni. Hann kallaði varnarmann af leikvelli á 66. mín., Indriða Sigurðsson, og setti sóknarleikmann inná, Stefán Gíslason. Á þessum tíma voru KR-ingar hreinlega búnir að missa trúna á að þeir gætu unnið. Eyjamenn hrelldu þá stöðugt. Hjalti Jóhannesson geystist fram í sókn, átti ónákvæmt skot að marki í upplögðu færi. Kristinn Hafliðason komst í dauðafæri, en skaut rétt fram hjá marki KR. Ívar Bjarklind átti skot sem hafnaði innanvert í stönginni hjá KR. Það var svo á 78. mín. sem Kristinn Lárusson gulltryggði sigur Eyjamanna - Íslandsmeistaratitillinn var þeirra.

KR-ingar voru búnir að játa sig sigraða.

Sterkt miðja er aðall liðsins

Aðall Eyjaliðsins er geysilega sterk miðja, en miðvallarleikmenn Eyjamanna unnu orrustuna um miðjuna á auðveldan hátt. Lið sem er með miðvallarleikmenn eins og Inga Sigurðsson, Ívar Bjarklind eftir að Ingi fór meiddur af velli, Steinar Guðgeirsson, Kristin Hafliðason, Ívar Ingimarsson og Kristin Lárusson, er ekki á flæðiskeri statt. Þessir leikmenn fóru á kostum í leiknum og voru stórhættulegir í aðferðum sínum. Það er ekki ónýtt fyrir hina sterku miðverði, Hlyn Stefánsson, sem var sem klettur við Heimaey, og Zoran Miljkovic, að leika fyrir aftan þessa fimm leikmenn. Zoran hafði góðar gætur á Andra í leiknum. Þegar Ingi meiddist fór ívar fram og hans stöðu tók Guðni Rúnar Helgason, sem hreinlega klippti fyrirliða KR, Einar Þór Daníelsson, út úr leiknum. Möguleikar KR-inga voru góðir að láta drauminn rætast. Það var greinilegt í byrjun leiksins að þeir ætluðu sér að hamra á Eyjamönnum, en þeir voru slegnir út af laginu strax í byrjun. Eftir það var á brattann að sækja og þegar KR-ingar náðu ekki að nýta sér vítaspyrnuna var sem allur vindur væri úr leikmönnum KR, sem hreinlega þoldu ekki pressuna og spennuna sem fylgir því að KR hefur ekki náð að verða íslandsmeistari í þrjátíu ár. Þrjátíu ára upprifjun er þungur baggi að bera. Leikmenn KR eru ekki öfundsverðir - þeir náðu sér aldrei á strik. Helsti veikleiki KR-liðsins er að liðið vantar óneitanlega foringja til að stjórna leik liðsins á miðjunni, öflugan og hugmyndaríkan leikmann. KR-liðið er ekki eitt á báti á þessu sviði, þar sem þetta er höfuðverkur nær allra liða hér á landi.

Það var fyrst og fremst árangur Eyjamanna á heimavelli, sem færði þeim Íslandsmeistaratitilinn  í ár. Þeir unnu alla níu heimaleiki sína, sem gáfu þeim 27 stig. Fyrir leikinn gegn KR var Eyjaliðið aðeins búið af fá 8 af 35 stigum á útivelli.

Sigursælasti þjálfari ÍBV til þessa

Bjarni Jóhannsson má vera stoltur af starfi sínu í Vestmannaeyjum. Hann tók við liðinu fyrir tímabilið í fyrra og Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar og léku til úrslita í bikarkeppninni en í ár tóku þeir báða stóru titlana. „Þetta er mjög góður árangur," sagði Bjarni við Morgunblaðið. „Við fengum 40 stig í deildinni í fyrra og gerðum þá 44 mörk en fengum 17 mörk á okkur. Síðan misstum við Tryggva Guðmundsson, sem var með 19 mörk, og Sverri Sverrisson, sem gerði sjö mörk, og töldu margir að við næðum ekki aftur sambærilegum árangri. Annað kom á daginn; við fengum tveimur stigum minna og gerðum 40 mörk en fengum á okkur 15 mörk. í þessu sambandi skipti verulega miklu máli að Steingrímur Jóhannesson fór snemma á gott skrið og liðsheildin var sterk. Í því sambandi má nefna að við fengum aðeins þrjú mörk á okkur í seinni umferðinni." sagði Bjarni.

ÍBV er fjórða félagið sem verður tvöfaldur meistari. KR varð það 1961 og 1963, Valur 1976 og ÍA 1983, 1984, 1993 og 1996.

Verðlaunapeningur týndist en fannst aftur

Í fögnuðinum að lokinni verðlaunaafhendingunni á KR-vellinum slitnaði gullverðlaunapeningur Kristins Hafliðasonar af borðanum og er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann var hann einungis með borðann, en taldi sig nokkuð vissan um hvar peningurinn væri niðurkominn. Sendi hann því ung skyldmenni sín til þess að finna peninginn á meðan hann fór til myndatöku með liðinu. Að henni lokinni hafði peningurinn fundist rétt við verðlaunapallinn og Kristinn gat því fest hann við borðann og var að sjálfsögðu því feginn að peningurinn fannst.

Móttökurnar í Eyjum ógleymanlegar

Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar var að vonum kátur eftir Íslandsmeistaratitlinum var náð. Í viðtali við Fréttir sagði hann: „Þetta er stærsta stund í íþróttum í Vestmannaeyjum að vinna tvöfalt í knattspyrnu sem er langvinsælasta íþróttin hér," sagði Jóhannes. „Vestmannaeyingar geta verið stoltir af sínum mönnum þó við höfum orðið að sækja menn annað. En þessi blanda hefur smollið saman og erum við að sjá árangurinn af því. Stuðningsmenn hér og uppi á landi hafa verið frábærir og eiga stóran hlut í árangrinum." Hann sagði að móttökurnar í Eyjum verði ógleymanlegar, bæði þegar þeir komu með Herjólfi og móttaka bæjarstjórnar á sunnudagskvöldið á Hertoganum. „Að sjá allan þann fjölda sem tók á móti okkur sýnir mikilvægi íþrótta fyrir Eyjamenn. Topplið eins og við erum með í dag þarf viðunandi aðstöðu og hef ég von um að farið verði að byggja stúku svo við getum leikið Evrópuleikina á Hásteinsvelli næsta sumar. Það hlýtur að vera næsta skref þegar búningsaðstaðan er loksins komin upp," sagði Jóhannes.

Steingrímur markakóngur

Á lokahófi KSÍ var Steingrími Jóhannessyni afhentur gullskórinn fyrir að vera markahæstur í Landssímadeildinni í sumar. Steingrímur skoraði 16 mörk. Þá var Steingrímur einnig valinn prúðasti leikmaður Landssímadeildarinnar en hann hefur ekki fengið gult spjald í leik í þrjú ár. Steingrímur var einnig valinn í lið ársins ásamt Hlyni Stefánssyni, fyrirliða ÍBV.

Þriðji titillinn í höfn

ÍBV og Leiftur léku í Meistarakeppni KSÍ 26. október. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri og var honum sjónvarpað beint. Mikið var um forföll í báðum liðum og í lið ÍBV vantaði fjóra fastamenn, þá; Inga Sigurðsson, Zoran Miljkovic, Ívar Ingimarsson og Hjalta Jóhannesson. Leikurinn var ágætlega leikinn og náðu bæði lið að skapa sér fullt af hættulegum marktækifærum. ÍBV landaði þarna þriðja titlinum þetta árið og sigraði 2-0. Mörk ÍBV skoruðu Ívar Bjarklind og Bjarni Geir Viðarsson.

Sigrar í fyrstu leikjunum

Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna í 1. deild í handbolta á leiktíðinni, var gegn ÍR og var leikið í Seljaskóla. Eyjastúlkur voru ekki í vandræðum með ÍR stúlkur og var sigur þeirra aldrei í hættu. Lokatölur leiksins urðu, 18-26. Að sögn Stefaníu Guðjónsdóttur, leikmanns ÍBV í viðtali við Fréttir, sem á við meiðsli að stríða og gat þar af leiðandi ekki spilað, þá var ÍBV-liðið að spila þokkalega í þessum leik. „Vörnin var slök í leiknum en sóknin lofar góðu. Erlendu stelpurnar voru góðar og þá sérstaklega þær Amela og Marie, þjálfari," sagði Stefanía. Mörk ÍBV: Amela 6, Jennie 5, Ingibjörg 4, Elísa 3, Marie 3, Guðbjörg 2, Hind 1, Eyrún 1, Aníta 1. Varin skot: Lucy 14.

Fyrsti heimaleikurinn var gegn KA.  Ungt lið norðanstúlkna átti ekkert að gera í höndum Eyjastúlkur. ÍBV vann mjög sannfærandi sigur 29-21.  ÍBV byrjaði betur í leiknum og voru Eyjastelpur með leikinn í sínum höndum frá byrjun. Staðan í hálfleikvar 18-10. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Fyrirliði ÍBV, Ingibjörg Jónsdóttir, átti stórleik og skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaskotum.  Mörk ÍBV: Ingibjörg 12/3, Marie 5, Guðbjörg 4, Elísa 2, Aníta 2, Anna R. 1, Katrín 1, Jennie 1, Hind 1.

Og svo kom jafntefli

Sannkallað glæsimark tryggði Eyjastúlkum annað stigið, þegar þær heimsóttu Seltjarnarnesið 22. október.  Heimastúlkur í Gróttu/KR voru með pálmann í höndunum í lokin, en það var Marie Axelsson, þjálfari ÍBV, sem jafnaði metin, 18-18, með glæsilegu skoti úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.

„Spái jafnri og spennandi deild“

Karlalið ÍBV lék sinn fyrsta leik í Nissandeildinni 24. september.  Þá heimsóttu þeir lið Hauka í Hafnarfirði. Staðan var jöfn í hálfleik en lokatölur 25 - 24. Eyjamenn komu nokkuð sprækir til leiks, en mikill haustbragur var á leik beggja liða. Guðfinnur Kristmannsson var sterkur í fyrri hálfleik, ásamt Sigmari í markinu en aðrir leikmenn náðu ekki að sína sitt rétta andlit. Staðan í leikhléi var 10 - 10.

„Það má segja að við rennum svolítið blint í sjóinn til að byrja með enda höfum við lítið spilað að undanförnu. Hitt er svo annað mál að í þessum leik vorum við með yfirhöndina nær allan leikinn en missum hann niður í tap í lokin. Útlendingarnir voru taugatrekktir í byrjun en spiluðu síðan mjög vel í seinni hálfleik. Deildin fer engu að síður vel af stað og ég hef trú á að hún verði jöfn og spennandi," sagði Sigmar Þröstur Óskarsson,  maður ÍBV í viðtali við  Fréttir.  Mörk ÍBV: Slavisa 6, Giedrius 5/3, Guðfinnur 4, Daði 4, Valgarð 3, Svavar 2. Varin skot: Sigmar Þröstur 17/1.

Fyrsti heimaleikur ÍBV var gegn HK en leikir þessara liða höfðu oft boðið uppá góða skemmtun. Getumunur var hinsvegar talsverður í þessum leik og ÍBV sigraði stórt, 20-12.  

Lokahóf með glæsibrag

Lokahóf knattspyrnudeildar ÍBV-íþróttafélags fór fram með miklum glæsibrag í Kiwanishúsinu 31. október. Íþróttafólk og forráðamenn íþróttamála í Vestmannaeyjum hafa ekki í annan tíma haft ríkari ástæðu til að fagna góðum árangri því meistaraflokkur karla hampaði Bikar- og Íslandsmeistaratitli og er auk þess Meistari meistaranna. Stúlkurnar í meistaraflokki náðu sínum besta árangri í sumar þegar þær náðu 4. sæti í deildinni og voru hársbreidd frá því að komast í bikarúrslitaleikinn. Auk þess náði ÍBV tveimur Íslandsmeistaratitlum í yngri flokkunum í kvennaknattspyrnunni.

Fjöldi viðurkenninga var veittur á lokahófinu, bæði frá ÍBV og KSÍ.

Ásmundur Friðriksson formaður ÍBV-héraðssambands afhenti eftirtöldum silfurmerki ÍBV: Ólafur Friðriksson, Elías Björn Angantýsson, Sigurður Guðnason, Gunnar Guðnason, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir (Beggó), Sigurlás Þorleifsson og Gunnar Svavarsson. Auk þess fékk Ingimar Georgsson silfurmerki ÍBV en hann var fjarstaddur.

Jóhann Ólafsson stjórnarmaður í KSÍ afhenti Guðmundi Þ.B. Ólafssyni, Tryggva Kr. Ólafssyni, Sigurjóni Birgissyni og Eggert Garðarssyni silfurmerki KSI.

Stjórn knattspyrnudeildar afhenti helstu styrktaraðilum fótboltans penna, pennastatíf og skrifblokk, allt úr silfri nema pappírinn í blokkinni, og var í sérsmíðuðum trékassa.

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV-íþróttafélags og Ásmundur Friðriksson formaður ÍBV héraðssambands fluttu kveðjur og Beggó afhenti 500.000 krónur til byggingar stúku við Hásteinsvöll frá Stuðningsmannaklúbbi ÍBV í Reykjavík.

Það má ekki stilla krökkum upp við vegg

Um mitt sumar var ráðinn hingað til Vestmannaeyja, nýr yfirþjálfari yngri flokkanna í handknattleik. Maður að nafni, Mickail Akbashev, var fenginn til starfans. Hann er sonur hins þekkta Boris Akbashev, sem náði frábærum árangri sem þjálfari yngri flokka Vals á sínum tíma.

Mickail var í viðtali í Fréttum um mitt haust.  Þar segist ekkert á móti því að krakkar æfi bæði handbolta og fótbolta, en sér finnist að það verði að virða meira að yfir vetrartímann er handboltatímabil í gangi. „Ég vildi byrja að æfa af krafti í sumar, en þá var ég beðinn um að fækka æfingum, svo að þær myndu ekki stangast á við fótboltaæfingar. Mér finnst bara sanngjarnt að þetta snúist við yfir vetrartímann. Krakkarnir verða að fá að velja sjálf, hvaða íþrótt þau langar til að stunda. Það má ekki stilla þeim upp við vegg.“

Þá er hann spurður hvernig honum finnist börn og unglingar standa sig í samanburði við krakka erlendis:  „Það er mjög erfitt fyrir mig að bera þetta saman, þar sem ég hef aðeins þjálfað í Moskvu og hér á Íslandi. En það sem er áberandi er agamunur. Til dæmis hér á landi eru krakkar oft að gera sömu mistökin, aftur og aftur. En það má ekki skamma eða refsa, heldur má bara segja: „Kemur." Í Sovétríkjunum var það þannig að ef sami maður gerði sömu mistökin tvisvar í leik, þá var hann bara settur á bekkinn og næsti maður fékk að spreyta sig“. 

Sundurlyndi í handboltanum og síðan sættir

Á stjórnarfundi 19. október var skýrt frá sundurlyndi sem upp kom í röðum handknattleiksmanna, vegna auglýsinga í sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Var málið rætt fram og til baka. Það var skoðun stjórnar að ekki væri heppilegt að stuðla að aðskilnaði handknattleiks kvenna og karla og þess vænst að handknattleiksdeild taki frekar skrefið framávið  og stefni að því að handknattleikurinn verði rekin undir einni stjórn handknattleiksdeildar, jafnvel þótt það þyki kostur að sérstakir einstaklingar einbeiti sér að hinum ýmsu flokkum innan deildarinnar. Samþykkt var að beina þeim tilmælum til deildarinnar að leysa þetta á farsælan hátt og var stjórnin reiðubúin að stuðla að því með þátttöku sinni.

Á stjórnarfundi 22. október var gerð grein fyrir fundi sem hluti aðalstjórnar átti með Þorvarði Þorvaldssyni hjá kvennahandboltanum, um samskipti karla- og kvennahandboltans, sem miða að því að koma öllum handboltanum undir eina stjórn. Átti síðan að kynna þessar hugmyndir fyrir karlahandboltanum. Hugmyndin féll í góðan jarðveg hjá þeim og voru deildirnar síðan sameinaðar. 

Forn frægð dugði til sigurs

Meðal þátttakenda í bikarkeppninni í handbolta var hið geðþekka b-lið ÍBV, - lið sem byggir á fornri frægð. Í 32 liða úrslitum fékk liðið íþróttafélagið Ögra í heimsókn til  Eyja. Mikil stemning var á leiknum og  margir gamlir jaxlar sem tóku fram skóna fyrir þennan leik. Mikill hugur var í b-liðsmönnum ÍBV fyrir leikinn og þeir sýndu það og sönnuðu í leiknum sjálfum, að þeir hafa engu gleymt, eða allavega ekki öllu. Þeir spiluðu hraðan og agaðan bolta og í vörninni var hvergi glufu að finna. Staðan í hálfleik var 15-8. Í seinni hálfleik fór úthaldið að segja til sín hjá heimamönnum, þrátt fyrir örar innáskiptingar. Gestirnir þjörmuðu vel að ÍBV í lokin en lokatölur leiksins urðu 25 - 24.

Markverðirnir, Steini pípari og Maggi Braga. áttu frábæran dag og voru að öðrum ólöstuðum, menn leiksins. Davíð Guðmundsson og Helgi Bragason sýndu einnig sjaldséða takta.

Eina áhyggjuefni b-liðs ÍBV fyrir komandi verkefni, var að línumennirnir; Jóhann Pétursson og Þór Valtýsson voru mjög hreyfanlegir og skapandi línumenn en þeirra aðalókostur var að þeir kunna ekki að skora mörk.

Þess má geta að til samans fengu þeir um 20 dauðafæri í leiknum en skoruðu aðeins 1 mark! Mörk ÍBV: Helgi Bragason. 6, Davíð Guðmundsson 6, Sigurður Friðriksson 4, Jóhann Benónýsson 4/1, Eyþór Harðarson 2, Jóhann Pétursson 1, Óskar F. Brynjarsson 1/1, Þorsteinn Viktorsson 1.

Öruggt hjá A-liðinu

A-lið ÍBV mætti hinsvegar liði Breiðabliks í 32-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Þetta var leikur kattarins að músinni og var sigur ÍBV aldrei í hættu. Eyjamenn léku alveg þokkalega í leiknum en leikmenn áttu í erfiðleikum með að halda góðri einbeitingu gegn mjög svo slöku liði Breiðabliks. Staðan í hálfleik var, 8- 16. Í seinni hálfleik breikkaði bilið enn meira milli liðanna og endaði leikurinn með 12 marka sigri ÍBV, 19-31. Eyjamenn létu alla varamenn sína leika í lok leiksins. Sigmar Þröstur átti góðan leik fyrir ÍBV og þá var Daði Pálsson mjög frískur í leiknum. Mörk ÍBV: Valgarð 7, Giedrius 6, Daði 5. Rakanovic 2, Guðfinnur 2, Gunnar 2, Svavar 1, Davíð 1, Þorsteinn 1. Sigurður 1, Haraldur 1 og Emil 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 20 og Ragnar 2.

Íslenskir leikmenn eða útlendir

Í blaðinu Sportlíf, sem var íþróttablað hér á landi og  Eyjamaðurinn, Jóhann Ingi Árnason ritstýrði, var birt viðtal við landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik, Þorbjörn Jensson. Viðtalið vakti mikla athygli og fékk mikið umtal og þá sérstaklega sá þáttur viðtalsins, sem snýr að leikmannamálum íslenskra félagsliða. Þorbjörn tekur mjög djúpt í árinni í viðtalinu og segir að banna eigi erlenda leikmenn hér á Íslandi og þess í stað eigi að setja peningana í að byggja upp yngri flokka félaganna.

Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV var á annarri skoðun: „Þetta viðtal er náttúrlega bull og vitleysa frá upphafi til enda, nema sá þáttur sem snýr að uppbyggingu yngri flokkanna, sem ég er alveg sammála um að þarf að gera. En einhvers staðar verður fyrirmyndin að vera. Það væri gaman að sjá hvar enski boltinn stæði í dag ef engir útlendingar væru í liðunum. Reyndin er bara sú að úti á landi getur oft verið erfitt að manna lið og þá þarf að leita út fyrir landsteinana að góðum leikmönnum, því að erlendu leikmennirnir eru mun ódýrari en þeir íslensku. Viðtalið við Þorbjörn ber þess greinileg merki að hann hefur aldrei þjálfað úti á landi og hann gerir sér heldur ekki grein fyrir að íslenskir leikmenn í dag eru rándýrir“. 

Það verður formsatriði að sigra Völsung

Þegar dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni HSÍ kom í ljós að Völsungur frá Húsavík drógst á móti b-liði ÍBV. Liðsmenn b-liðsins birtu þá í léttum dúr, opið bréf í Fréttum, svohljóðandi:

„Nú hefur verið dregið í 16-liða úrslit í bikarnum og urðu það Völsungar frá Húsavík sem mega bíta í það súra epli að tapa stórt gegn okkur í næsta leik. Það formsatriði fer væntanlega fram laugardaginn 5. desember nk. og verður auglýst nánar á Sky Sport og TV 1000. Völsungar eru þannig dottnir út úr keppninni en verða vonandi heppnari á næsta ári. Undirbúningur ÍBV-liðsins fyrir úrslitaleikinn í febrúar næstkomandi er hins vegar að fara að hefjast og er verið að semja við auglýsendur og sjónvarpsstöðvar. Þó eru nokkur atriði sem tengjast liðinu, ekki alveg á hreinu. Þar ber hæst að eftir frammistöðuna í síðasta leik tilkynnti Þór Valtýsson að hann væri hættur með old boys liðinu og hyggðist leggja skóna á hilluna. Þetta kom nú reyndar ekki eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir aðra leikmenn og þá sem sáu síðasta leik og mætti Þór vissum skilningi vegna þessarar ákvörðunar sinnar. Hinsvegar þótti rétt að reyna að tala um fyrir stráknum þar sem hann hefur nú spilað með old boys liðinu án þess að missa úr leik síðastliðin 17 ár. Þessar viðræður standa nú yfir og eru á mjög viðkvæmu stigi. Þá er okkur enn nokkur vandi á höndum. Völsungar eru frá Húsavík og teljast því óumdeilanlega norðlenskt lið. Nokkur blæbrigðamunur er á tungumáli þeirra og okkar Eyjamanna. Venjulega ætti slíkt ekki að valda neinum vandræðum en þar sem sjálfskipaður fyrirliði ÍBV old boys hefur átt í nokkrum tungumálaerfiðleikum við fyrirliða annarra liða þá hefur verið ákveðið að sjálfskipaður fyrirliði okkar muni hafa með sér túlk þegar hann ræðir við norðlenska fyrirliðann. Eyjamenn af norðlensku bergi brotnu mega því búast við því að til þeirra verði leitað í þessu skyni en allt er þetta að sjálfsögðu hugsað til að koma í veg fyrir óþægindi og leiðindi fyrir sjálfskipaðan fyrirliða ÍBV. Stóru fréttirnar eru hins vegar þær að nokkrir nýir leikmenn eru á leiðinni í liðið og þ.á.m. hefur ákveðinn núverandi landsliðsmaður sóst mjög eftir því að komast í liðið. Er þar verið að tala um töluverðar greiðslur til liðsins ef af því verður.

Frekari fréttir um framvindu mála verða í næstu FRÉTTUM og mun þá skýrast hvort Magnús Bragason leikur áfram með liðinu en ákveðið hefur verið að standa fyrir skoðanakönnun um það mál og geta áhugasamir haft samband við FRÉTTIR og látið í ljós skoðun sína á þessu álitaefni. P.s. Áhorfendur á síðasta leik hafa án efa orðið varir við það þegar Sigurður hornamaður Friðriksson, tók vítakast í byrjun síðari hálfleiks og brenndi af, að mikil fagnaðarlæti brutust út meðal ÍBV-liðsins. Hið sanna er að Sigurður hafði um það mörg orð í hálfleik að hann væri vítaskytta liðsins og bauð öllu liðinu í ókeypis gos eftir leikinn og bætti síðan við að óhætt verði að leggja líka undir mat á Lanterna fyrir allt liðið ef hann myndi klikka. Eins og sannur Fagurlystarmaður var Sigurður öryggið uppmálað allt leikhléið eða alveg þangað til í byrjun síðari hálfleiks þegar hann stóð á vítapunktinum, brotnaði niður og þrumaði í markmanninn við mikinn fögnuð þyrstra og svangra leikmanna ÍBV.“ 

Voru slegnir út úr bikarnum

Ekki reyndist Völsungur sá happadráttur sem liðsmenn ÍBV-b höfðu talað um. Leikmenn ÍBV-b og flest allir Vestmannaeyingar, höfðu beðið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu, sérstaklega í ljósi þess að sæti í 8-liða úrslitum var í húfi. Eyjamenn byrjuðu mjög illa í þessum leik, lentu strax fjórum mörkum undir, 1-5 og eftir það var á brattann að sækja. Vörnin var eins og gatasigti hjá heimamönnum og sóknin gekk engan veginn upp, meðan gestirnir héldu sínu striki. Staðan í hálfleik var, 12-15. Í síðari hálfleik fóru Eyjamenn aðeins að vakna til lífsins og þegar um 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum, náði ÍBV að jafna, 21 - 21. Áhorfendur fóru þá heldur að færast í aukana og héldu að nú væri þetta loksins komið. En eitthvað fór úthaldið að segja til sín hjá okkar mönnum, því að gestirnir settu í annan gír, en heimamenn sátu eftir. Það fór svo að lokum að Völsungur sigraði með þremur mörkum, 27-30, og b-lið ÍBV því úr leik að þessu sinni. Vörn ÍBV varð þeim að falli í þessum leik og líkamlegt ástand manna tók sinn toll í lokin. Óskar Freyr og Sigurður Ari voru bestu menn ÍBV í þessum leik og Birkir Kristinsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, sýndi skemmtilega takta í markinu.

Þess má geta að í lið ÍBV vantaði marga góða menn, eins og Jóhann Benónýsson, Helga Bragason, Þorstein Viktorsson og Þór Valtýsson, og munaði um minna. „Ég verð að segja það að ég er mjög óánægður með stjórnina, þá Eyþór og Jóa. Það var mjög lítill undirbúningur fyrir þennan leik og sumir hérna voru látnir vita í morgun (laugardag) að þeir ættu að spila leikinn. En um leikinn sjálfan, þá voru þeir bara betri og byrjuðu betur. Við komumst aðeins inn í leikinn í síðari hálfleik, en líkamlega formið varð okkur að falli," sagði Óskar Freyr Brynjarsson í viðtali við Fréttir.

Mörk ÍBV: Óskar Freyr 7/4, Sigurður Ari 6, Sindri 3, Valdimar 3, Sigurður F. 3/1, Sigurður 1. 2, Þorvarður 1, Davíð 2/1. Varin skot: Birkir 7, Magnús 5,                  

Þjóðhátíðarborðið var rifið

20. desember skrifaði Sigurgeir Jónsson grein í Fréttir um  þjóðhátíðarborðið, sem stóð sunnan við veitingatjaldið. Við framkvæmdir í Dalnum um sumarið, var borðið fjarlægt. Nokkrar deilur spunnust vegna þessa og þótti sumum að þar hefði fornminjum verið fórnað. Fornminjanefnd ríkisins kærði málið til lögreglu.  Rannsóknin snérist um hvort hinu sögulega þjóðhátíðarborði hafi verið eytt og þá hvort umrætt borð hafi verið hið forna þjóðhátíðarborð, eða eitthvert annað borð.

Sigurgeir kemst hinsvegar að ákveðinni  niðurstöðu þessari grein. 

Það fór mjög fyrir brjóstið á ýmsum aðilum þegar hið margfræga „þjóðhátíðarborð" var numið á brott síðastliðið sumar. Töldu þeir að hér væri um fornminjar að ræða. Í gömlum frásögnum af þjóðhátíðarhaldi í Herjólfsdal er frá því greint að borð hafi verið í dalnum og veisluföng á því. Enginn virðist þó vita með vissu hvar það borð hefur verið staðsett. Þetta niðurrif borðsins er nú orðið að lögreglumáli. Var rannsóknarlögreglu ríkisins falið að kanna hvort friðunarlög hefðu verið brotin en lögreglan í Vestmannaeyjum hefur með málið að gera. Þeir sem eru þessum málum kunnugir, segja að borðið sem fauk í sumar sé seinni tíma smíð. Upphaf þess sé að hlaðið var undir vatnstankinn sem stóð við veitingatjaldið og var hafður smávegis skái á til að vatn næði að renna betur úr tankinum. Stuttu eftir gos var svo gengið betur frá pallinum og fengnir vanir hleðslumenn til verksins. Mun Einar Jónsson (faðir Hermanns) m.a. hafa unnið við það verk.

Á einhverri þjóðhátíð munu menn hafa viljað láta pallinn fá meira hlutverk og e.t.v. minna á gamla tíð því að upp var slegið heljarmikilli veislu þar sem m.a. var lundi á boðstólum. Var þessu slegið upp og frá því sagt að snætt hefði verið við gamla þjóðhátíðarborðið, rétt eins og 1874. Eins og áður er sagt er ekki vitað hvar hið upphaflega borð stóð (hafi þá einhvern tíma verið slíkt borð). Því miður eru þeir gengnir sem munað gætu það. En nokkrir úr hópi Vestmannaeyinga, sem komnir eru vel yfir miðjan aldur, kannast ekki við neitt borð, né heldur menjar slíks og hvað síst á þeim stað sem brúsapallurinn umræddi var reistur á.

Guðjón Magnússon, netagerðarmeistari og mikill þjóðhátíðarmaður á vegum Týs, segist ekki muna eftir neinu slíku á flötinni. Hann hafi og fyrir mörgum árum nokkrum sinnum leikið golf á þessum slóðum og ekkert hafi þá verið þar sem minnti á slíkt, ekki einu sinni pallurinn margumræddi enda hafi hann komið miklu síðar.

Magnús Grímsson, frá Felli, er maður margfróður og minnugur. „Ég byrjaði árið 1934 að vinna við þjóðhátíð fyrir Þór, við brennuna," sagði Magnús. „Og þá var ekkert borð þarna. Ég man líka þegar ég byrjaði í golfinu 1944 en þá var golfvöllurinn bara sex holur. Fjórða flötin var einmitt þar sem þetta borð átti að hafa staðið en um það voru engin merki. Svæðið var eggslétt og ekki nokkur ójafna þar. Ég er þess fullviss að hafi þetta borð einhvern tíma verið í dalnum þá var það ekki á þessum stað. Þarna lá vegur upp að Fjósakletti, upp í malarnámið sem þar var og grjóthóll rétt hjá honum. Það kom stundum fyrir að við slógum í hólinn þegar við vorum að reyna að komast inn á flötina og þá lentu menn í vandræðum," sagði Magnús. „Það getur verið að borðið hafi lent undir grjóthólnum eða veginum þegar hann var lagður á sínum tíma en þarna á flötinni hefur það ábyggilega ekki verið. Pallurinn, sem var rifinn í sumar, var settur upp til þæginda út af vatninu og mér finnst ekki mikil eftirsjá í honum. Ég sé ekki ástæðu til að fara að búa til fornminjar sem ekki eru neinar fornminjar. Það er verið að reyna að búa sem best í haginn í dalnum, bæði fyrir þjóðhátíð og þá sem vilja njóta þar útivistar og þetta er bara liður í því," sagði Magnús Grímsson.

Fleiri úr hópi eldri golfleikara, sem muna vel eftir gamla golfvellinum, taka í sama streng, aldrei hafi þarna verið neitt sem minnti á slíkt.

Samkvæmt tillögum að skipulagi í dalnum er gert ráð fyrir að borð verði hlaðið rétt norðvestan við litla danspallinn, öllu minna um sig en pallurinn sem rifinn var í sumar. Er vonandi að menn taki gleði sína á ný þegar það verður orðið að veruleika. Sjálfsagt kemur frekari lögreglurannsókn til með að leiða eitthvað frekar í ljós um þetta margfræga borð en ljóst er að upphafleg staðsetning fæst ekki á hreint nema efnt verði til miðilsfundar. Og það er líka nokkuð ljóst að forsvarsmenn þjóðhátíðarnefndar verða tæplega sóttir til saka fyrir að spilla fornminjum. Eigi að leita sökudólga í borðsmálinu verður að leita lengra aftur, í þjóðhátíðanefndir fyrr á öldinni, þá sem hófu malarnámið í dalnum nú eða upphafsmenn golfíþróttarinnar í Eyjum.

Allir þessir aðilar liggja undir grun um að hafa eytt borðinu góða. Gallinn er bara sá að halda þyrfti enn annan miðilsfund til að fá það allt á hreint.

Sigurgeir Jónsson 

Eyjamenn lögðu toppliðið

Eyjamenn fengu topplið Fram í heimsókn 3. desember. Fram og Afturelding höfðu verið hvað sterkust í Nissandeildinni í vetur og með sigri gegn ÍBV hefðu Framarar tryggt sér farseðilinn á Norðurlandamót félagsliða, sem nú hefur verið sett á laggirnar. Leikur Eyjamanna hefur aftur á móti verið mjög sveiflukenndur það sem af er og hefur ÍBV ekki unnið neinn útileik á tímabilinu, en á heimavelli hafa þeir verið mjög sterkir og ekki tapað stigi. Áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum með sína menn á fimmtudaginn, enda léku Eyjamenn við hvern sinn fingur og unnu. „ Þetta var mikill  baráttuleikur. Við spiluðum mjög skynsamlega og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur. Mér fannst sóknin hjá okkur sannfærandi allan leikinn og vörnin var mjóg góð í seinni hálfleik. Þetta var ljúfur sigur og sérstaklega er það þægilegt að vera taplausir á heimavelli," sagði Guðfinnur Kristmannsson í viðtali við Fréttir, en hann átti stórleik og skoraði 11 mörk. Mörk ÍBV: Guðfinnur 11/5, Svavar 6, Sigurður 3, Valgarð 2, Davíð 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 20/3.

Andleysi en sigur

ÍBV og ÍR mættust í 1. deild kvenna 3. desember. Leikið var í Eyjum og bjuggust flestir við öruggum sigri ÍBV á ÍR, sem voru nýliðar í deildinni. Enda varð sú raunin og urðu lokatölurnar 24 - 18 ÍBV í viI. Eyjastúlkur náðu ekki að hrista gestina af sér í byrjun og voru í töluverðum vandræðum allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var lélegur og sóknin var mjög ósannfærandi. Mótstaða ÍR-inga setti ÍBV eitthvað út af laginu, en þrátt fyrir það höfðu Eyjastúlkur tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11.

Í Fréttum er sagt ÍBV hafi byrjað seinni hálfleikinn af mun meiri krafti, hraðaupphlaupin gengu upp og með þeim náðu heimamenn að leggja grunn að sigrinum. Vörnin small saman og sóknarleikurinn var mun yfirvegaðri. Lokatölur leiksins urðu þvi, 27-23.

Eyjastelpur voru alls ekki að spila vel þessa dagana. Mikið andleysi ríkir í liðinu og samstaðan er í algjöru lágmarki, sem sýnir sig best að liðið lendir í vandræðum með afspyrnuslakt lið eins og nýliða ÍR.

Amela og Ingibjörg voru bestar í liði IBV og einnig náðu Elísa og Hind vel saman á vinstri vængnum. Mörk ÍBV: Ingibjörg 9/1, Amela 8/2, Elísa 4, Hind 3/1, Guðbjörg 2, Eyrún 1 Varin skot: Petra 8.

Margir leikir

Það er af nógu að taka á íþróttasviðinu hjá ÍBV íþróttafélagi. Yfir vetrartímann er gríðarlegur fjöldi handboltaleikja, karla og kvenna, meistaraflokkanna og yngri flokkanna. Í þeirri samantekt um starfsemi félagsins sem hér er tekin saman, er mörgu sleppt, annað væri nánast ógerlegt. Heimildir þær sem notast er við, eru íþróttafréttir sem birtast í dagblöðunum í höfuðborginni og svo eyjablaðið Fréttir, auk þess blöð sem ÍBV íþróttafélag hefur gefið út.

Helgina 27. - 29. nóvember fór fram fjölliðamót 3. flokks kvenna og var leikið í Reykjavík. Stelpurnar unnu einn og töpuðu einum fyrri daginn, en seinni daginn léku þær einum manni færri, einhverra hluta vegna, og töpuðu þá báðum sínum leikjum. Úrslit leikjanna urðu þannig: Valur-ÍBV 12-11 Mörk ÍBV: Hind 5, Edda 3, Anna Rós 2, Kolbrún 2 og Aníta 1.

ÍR-ÍBV 10-14 Mörk ÍBV: Hind 6, Anna Rós 2, Aníta 2, Elfa 2, Eyrún 2.

ÍBV-FH 10-16 Mörk ÍBV: Eyrún 4, Hind 2, Aníta 2, Anna Rós l, Elfa l.

ÍBV-Fylkir 15-17 Mörk ÍBV: Hind 5, Eyrún 4, Kolbrún 3, Elfa 2, Anna Rós 1.

Undir jólin er sagt frá því í Fréttum að  2. flokkur karla hafi fengið lið FH í heimsókn. „Leikið var í Eyjum og voru Eyjapeyjar alltaf skrefinu á undan gestunum. Staðan í hálfleik var 16 - 12. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri og sigruðu Eyjapeyjar örugglega í leiknum, 33 - 26. Margir sprækir strákar eru í þessum flokki og ber þar helst að nefna Sigurð Ara Stefánsson, sem er mikið efni, og Ríkharð B Guðmundsson, sem er mjög öflug hægri handar skytta. Mörk IBV: Sigurður Ari 10, Gottskálk 6, Birgir 5, Ríkharð 5, Jóhann 4, Unnar 2, Elías 1. Þjálfarar eru Mickail Akbashev og Helgi Bragason. Helgi stýrði sínum mönnum í þessum leik og er þar á ferðinni mjög skynsamur og röggsamur stjórnandi.

Þá lék meistaraflokkur kvenna við Haukastúlkur í 1. deildinni. Var leikið í Hafnarfirði. ÍBV var án þeirra Marie Axelson, þjálfara og Lúsí markmanns, en þær léku ekki vegna meiðsla. Máttu Eyjatúlkur þola tap 24 -18. Eyjastúlkur komu grimmar til leiks og börðust mun betur en í undanförnum leikjum. En Eyjatúlkur máttu engu að síður þóla tap 24 -18. Heimamenn sigruðu með 6 marka mun, 24 -18. Mörk ÍBV: Ingibjörg 6, Amela 6/5, Jennie 2, Hind 2 og Elísa 1.

6. flokkur í handboltanum

6. flokkur kvenna lék í fjölliðamóti þann 31.október og var leikið í Reykjavík.

Úrslit urðu sem hér segir: ÍBV - Fjölnir 19-2 ÍBV - Stjarnan 8 - 6 ÍBV - Haukar 7 - 5 Stelpurnar komust í milliriðil og urðu úrslit þannig: ÍBV-Grótta 2- 9 ÍBV - Valur 4 - 8 ÍBV-FH 8-10 Markahæstar voru þær; Ester Óskarsdóttir með 20 mörk, Svala Jónsdóttir 14, Sæunn Magnúsdóttir 11, Silja Guðjónsdóttir 2 og Hildur Bjarkardóttir með 1 mark.

Árangur liðsins verður að teljast góður, miðað við að önnur lið voru búin að spila fullt af æfingaleikjum. B-liðið spilaði einnig þrjá leiki: ÍBV-HK 4- 4 ÍBV - Grótta 3-11 ÍBV - Fram 2 – 8. Markahæstar voru þær; Anna Margrét Kristinsdóttir með 7 mörk og Sara Sigurðardóttir með 2 mörk.

Handboltinn um áramót

Fréttir fóru yfir stöðu mála hjá meistaraflokkum ÍBV um áramótin. Er sú úttekt birt hér:

ÍBV-karlar

Eyjamenn eru með nokkuð þægilega stöðu um miðbik deildarinnar. Eftir 13 leiki í deildinni eru Eyjamenn í 6. sæti deildarinnar með 14 stig. ÍBV hefur unnið sex leiki, tapað fímm og gert tvö jafntefli. ÍBV hefur verið ósigrandi á heimavelli í vetur og ekki tapað stigi. Á útivelli hafa þeir ekki átt eins miklu láni að fagna, og eru ennþá án sigurs þar. Nokkur stígandi hefur verið í ÍBV-liðinu í vetur og þegar þeir fara að standa sig betur á útivelli, þá verða þeir til alls líklegir. Hópurinn virðist vera mjög sterkur og samheldinn, sem sýnir sig best að maður kemur í manns stað þegar meiðsli koma upp, án þess að það bitni mikið á liðinu. Þeir; Daði Pálsson, Giedrius og Rakanovic, eru allir meiddir, en vonir standa til að þeir verði orðnir klárir eftir áramót. Sigmar Þröstur Óskarsson, hefur spilað hvern stórleikinn á fætur öðrum, og þá hefur Guðfinnur Kristmannsson, verið gífurlega sterkur  það sem af  er vetri. Litháinn, Giedrius Cemauskas, hefur staðið undir væntingum, en Júgóslavinn, Slavisa Rakanovic, valdið miklum vonbrigðum. En hvað hefur þjálfari IBV, Þorbergur Aðalsteinsson, að segja um erlendu leikmennina. „Litháinn hefur skilað sínu eins og við var að búast, en Valgarð hefur verið ein styrkasta stoð ÍBV-liðsins í vetur. Júgóslavinn hefur enn ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hef ég enga skýringu á því. Við skulum samt athuga að Robertas, sem var hérna í fyrra, var lélegur fyrri hluta móts, en mjög góður eftir áramót. Hvað varðar þær kröfur sem á að gera til erlendra leikmanna, þá reynum við að sjálfsögðu að fá þá bestu sem völ er á. Við fórum seint af stað að leita að leikmönnum og framboð af góðum leikmönnum er ekki mikið, þar sem þeir bestu fara annaðhvort til Frakklands eða Þýskalands. Íslenskir leikmenn í dag eru rándýrir, þannig að við verðum að leita út fyrir landsteinana að góðum leikmönnum," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV.

ÍBV stúlkur

Eyjastúlkur hafa verið í miklum vandræðum í vetur. Fjórir útlendingar voru fengnir til ÍBV fyrir tímabilið. En það er ekki hægt að segja annað en að liðið hafi valdið vonbrigðum. ÍBV er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir 10 leiki. Þær hafa unnið þrjá leiki, tapað sex og gert eitt jafntefli. Þess má geta að ÍBV hefur aðeins unnið nýliða deildarinnar, KA og ÍR. Á pappírunum er hópurinn hjá ÍBV einn sá sterkasti á landinu. En því miður hefur ekki farið saman, styrkur hópsins og árangur í leikjunum.

Hverju er þar um að kenna er erfitt að segja, en útlendingarnir og heimamennirnir hafa engan veginn náð að skapa eina sterka liðsheild í vetur. Auðvitað þurfa lið sinn aðlögunartíma og vonandi mun leikur ÍBV-liðsins, þróast í rétta átt á nýju ári. Margar ungar og efnilegar stelpur eru að koma upp og að þeim þarf að hlúa. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, hefur átt ágætis leiki í vetur og sömu sögu er að segja um þær; Lúsí, Marie, Guðbjörgu og Amelu. Þær Jennie og Lúsí hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu, en verða klárar eftir áramót. Marie, þjálfari, sleit krossbönd fyrir nokkrum vikum og verður frá út tímabilið.

En hvað hafa útlendingarnir sýnt í vetur? Sænski þjálfarinn, Marie, er ágætis leikmaður en sem þjálfari, hefur hún engan veginn náð að skapa gott og samheldið lið. Landi hennar, Jennie, er miðlungsleikmaður, sem lítið hefur komið út úr. Hinar króatísku, Amela og Lúsí, eru mjög góðir leikmenn, sem vonandi eiga eftir að styrkjast á nýju ári. Margir spyrja kannski sjálfa sig: Er það þess virði að fá alla þessa útlendinga? Hvað kostar þetta? Liðið getur ekki fallið um deild, því ekki að byggja liðið upp frá grunni og þá eingöngu á Eyjastelpum?

Hvert er álit Þorvarðar Þorvaldssonar, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna, á þessu máli? „Ég verð að segja alveg eins og er að ég átti von á betra gengi. Væntingarnar voru kannski of miklar og ég hélt að þetta tæki styttri tíma að smella saman. Okkur vantaði markmann og það að fá þessa fjóra útlendinga, átti að vera einskonar lyftistöng fyrir kvennahandboltann hér í Eyjum. Við ætluðum að styrkja stöðu okkar í deildinni og fá fleiri til að æfa handknattleik. Það er mjög erfítt að halda úti mannskap hér í Eyjum, þar sem stelpur fara í skóla til Reykjavíkur og margar hverjar hætta í handbolta. Nú síðan er lokað fyrir leikmannaskipti l. nóvember, og ef leikmenn standa sig ekki hjá okkur, þá verður að tilkynna félagsskipti fyrir þann tíma. Aðkomumenn eru alltaf þó nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum, þannig að þessi tímasetning er náttúrlega mjög óhagstæð okkur, " sagði Þorvarður Þorvaldsson, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna.


Til baka á forsíðu