Agnes Sif Andrésdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Agnes Sif Andrésdóttir viðskipta- og ferðamálafræðingur, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar fæddist 31. maí 1973.
Foreldrar hennar Andrés Sigmundsson, bakarameistari, f. 11. desember 1949, og fyrri kona hans Hrafnhildur Ástþórsdóttir, húsfreyja, íþrótta- og tómstundafræðingur, forstöðumaður, f. 20. júní 1949.

Börn Hrafnhildar og Andrésar:
1. Sigmundur Andrésson sjávarútvegsfræðingur, forstjóri fiskiðnaðarverksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi, f. 14. ágúst 1968 í Eyjum. Kona hans Azadeh Masoumi verkfræðingur, af persneskum ættum.
2. Sigurjón Andrésson markaðsfræðingur hjá Sjóvá, f. 10. desember 1970 á Akureyri. Kona hans er Margrét Sara Guðjónsdóttir, menntaskólakennari.
3. Agnes Sif Andrésdóttir viðskipta- og ferðamálafræðingur, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 31. maí 1973, ógift.
Barn Andrésar og Þuríðar, síðari konu hans:
2. Guðrún Heba Andrésdóttir, f. 6. október 1989, d. 29. október 2009.

Agnes hefur eignast eitt barn. Hún býr í Hfirði.

Barn Agnesar Sifjar er
1. Saga Sif Agnesardóttir, f. 1. janúar 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.