Agnar Guðnason (skipstjóri)
Agnar Guðnason, skipstjóri fæddist 11. febrúar 1966.
Foreldrar hans Guðni Ólafsson, skipstjóri, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, og Gerður Sigríður Sigurðardóttir, húsfreyja, myndlistarmaður, f. 27. desember 1944.
Þau Vilborg giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Svanhvít giftu sig, eiga tvö börn. Þau búa við Vestmannabraut 74.
I. Fyrrum kona Agnars er Vilborg Erla Valdimarsdóttir, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 24. júlí 1963. Foreldrar hennar Valdimar Kristján Jónsson, f. 20. ágúst 1934, d. 5. maí 2016, og Guðrún Lillý Sigmundsdóttir, f. 2. mars 1935, d. 9. febrúar 2012.
Barn þeirra:
1. Sara Rut Agnarsdóttir, f. 25. júní 1991.
II. Kona Agnars er Svanhvít Yngvadóttir, húsfreyja, grunnskólakennari, f. 15. ágúst 1967.
Börn þeirra:
1. Guðni Geir Agnarsson, f. 12. desember 1999.
2. Tumi Agnarsson, f. 17. ágúst 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Svanhvít.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.