Aðalheiður Magnúsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Aðalheiður Magnúsdóttir.

Aðalheiður Magnúsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 18. desember 1926 á Söndum á Akranesi og lést 20. október 2011.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon skipasmiður á Söndum, f. 30. maí 1876, d. 14. apríl 1949, og kona hans Guðrún Símonardóttir húsfreyja, f. 23. október 1888, d. 29. desember 1965.

Aðalheiður nam í Unglingaskólanum á Akranesi, í Námsflokkum Reykjavíkur 1944-1945, lauk kennaraprófi 1949.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1949-1950, stundaði smábarnakennslu í Reykjavík frá 1951, forfallakennslu í Miðbæjarskólanum 1951-1952, var kennari í Austurbæjarskólanum frá 1952.
Þau Haukur giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Aðalheiður lést 2011.

I. Maður Aðalheiðar, (17. júní 1950, skildu), var Haukur Dalbú Þórðarson, síðar yfirlæknir, f. 3. desember 1928, d. 4. október 2006. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson bóndi í Hrauntúni í Biskupstungum, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 6. maí 1888, d. 20. mars 1963 og Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1901, d. 15. mars 1999.
Börn þeirra:
1. Pétur Haukur Hauksson læknir, f. 12. nóvember 1950. Kona hans Anne Grethe Hansen.
2. Þórður Hauksson kerfisfræðingur, f. 12. nóvember 1952. Fyrrunm kona hans Hjördís Guðmundsdóttir. Kona hans Kristjana Garðarsdóttir Fenger.
3. Magnús Hauksson rafmagnsverkfræðingur, f. 25. júní 1959. Kona hans Hrafnhildur Guðmundsdóttir.
4. Gerður Sif Hauksdóttir leikskólakennari, f. 25. ágúst 1962. Maður hennar Karl Benediktsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 28. október 2011. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.