Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir frá Valhöll við Strandveg 67, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 6. desember 1941.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristján Þórðarson skipstjóri, stýrimannaskólakennari, f. 18. mars 1917, d. 30. maí 1960, og kona hans Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1921 á Strandbergi, d. 21. maí 2013.

Börn Guðfinnu og Þorsteins:
1. Lilja Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1940 í Valhöll. Maður hennar Gylfi Sigurjónsson.
2. Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, bankastarfsmaður, f. 6. desember 1941 í Valhöll. Maður hennar Gunnar Björnsson.
3. Elísa Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, flugfreyja, f. 28. ágúst 1946 í Valhöll, d. 1. janúar 2020. Fyrsti maður hennar var Jóhann Vilbergsson, látinn. Fyrrum menn hennar Jón Hjartarson og Grétar Þorsteinsson.
4. Eygló Þorsteinsdóttir viðskiptafræðingur í Keflavík, f. 30. mars 1951 í Reykjavík, d. 25. desember 2006. Maður hennar Geir Newman.

Aðalheiður Laufey var bankastarfsmaður, þjónustustjóri og húsfreyja í Rvk.
Þau Gunnar Björnsson giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður Aðalheiðar Laufeyjar er Gunnar Björnsson hagfræðingur, f. 26. ágúst 1941. Foreldrar hans Björn Friðgeir Björnsson, f. 18. september 1909, d. 21. desember 2000, og Þuríður Margrét Þorsteinsdóttir, húsfreyja, afgreiðslustúlka, f. 9. júní 1909, d. 28. mars 1961.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Gunnarsson, læknir, B.Sc. í lífeðlisfræði, f. 7. maí 1967. Kona hans Hallgerður Gunnarsdóttir.
2. Eyvindur Grétar Gunnarsson, lögfræðingur, f. 31. ágúst 1970. Kona hans Elfa Ýr Gylfadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.