Þorsteinn Valgeir Konráðsson
Þorsteinn Valgeir Konráðsson prentari fæddist 22. október 1941 í Vatnsdal og lést 9. nóvember 2024.
Foreldrar hans Konráð Þorsteinsson verkamaður, sjómaður, pípulagningamaður, skólastjóri, f. 26. mars 1914, d. 8. október 1973, og Kristín María Sigurðardóttir, f. 18. ágúst 1915, d. 18. ágúst 1943.
Börn Kristínar Maríu og Konráðs:
1. Jóhannes Erik Konráðsson, f. 13. nóvember 1937 á Litlu-Hámundarstöðum, Árskógsströnd, Eyjaf.
2. Lóa Karen Konráðsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 23. desember 1938 á Sauðárkróki, d. 24. júlí 1998.
3. Leví William Konráðsson, f. 24. júlí 1940 á Landagötu 30, (Vatnsdal).
4. Þorsteinn Valgeir Konráðsson, f. 22. október 1941 á Landagötu
30.
5. Guðrún María Sigríður Skúladóttir (Konráðsdóttir), f. 14. júní 1943.
Börn Konráðs og Sigríðar Helgu:
6. Sigríður Konráðsdóttir, f. 19. mars 1945 á Ísafirði.
7. Ósk Konráðsdóttir, f. 22. febrúar 1946.
8. Helgi Konráðsson, f. 7. október 1948, d. 13. október 1976.
9. Anna Konráðsdóttir, f. 2. nóvember 1949.
10. Ebeneser Konráðsson, f. 11. júlí 1953, d. 21. október 2011.
11. Guðmunda Jódís Konráðsdóttir, f. 13. maí 1956.
Barn Sigríðar Helgu var
12. Unnur Valdimarsdóttir, f. 19. ágúst 1935, d. 31. desember 1959.
Fósturbarn Konráðs og Sigríðar var
12. Unnar Reynisson, f. 30. desember 1959.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk.
I. Kona Þorsteins Valgeirs er Margrét Ragnheiður Sigurðardóttir frá Keflavík, húsfreyja, stuðningsfulltrúi í skóla, f. 19. nóvember 1947. Foreldrar hennar Sigurður Gíslason, f. 16. júní 1911, d. 1. maí 2006, og Sigurlaug Anna Hallmannsdóttir, f. 17. október 1925, d. 20. febrúar 2003.
Börn þeirra:
1. Konráð Þorsteinsson, f. 17. júlí 1964.
2. Sigurlaug Anna Þorsteinsdóttir, f. 5. mars 1967.
3. Kristín María Þorsteinsdóttir, f. 5. október 1968, d. 26. febrúar 2022.
4. Sigurður Gísli Þorsteinsson, f. 26. apríl 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Margrét.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.