Þórunn Jónína Elíasdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórunn Jónína Elíasdóttir.

Þórunn Jónína Elíasdóttir húsfreyja fæddist 12. jan. 1897 og lést 20. mars 1987.
Foreldrar hennar voru Elias Hansen húsmaður á Eskifirði, f. 1873 í Sörvaag í Færeyjum, drukknaði á leið til Papóss 10. apríl 1897, og kona hans Guðfríður Guðmundsdóttir Hansen húsfreyja, f. 18. júlí 1867 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 12. desember 1944 í Calgary í British Columbia í Kanada.

Þórunn var skamma stund með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði á fyrsta ári hennar.
Hún var fósturbarn á Brekkum í Mýrdal 1900-1918, vinnukona á Ketilsstöðum þar 1918-1919, á Höfðabrekku þar 1919-1921, í Kerlingardal þar 1921-1923, á Höfðabrekku 1923-1924, á Brekkum 1924-1928, en fór þá til Reykjavíkur og til Eyja 1929.
Þau Sigurberg hófu búskap, eignuðust fjögur börn, en tvö fyrstu börn þeirra fæddust andvana. Þau bjuggu í Brautarholti við Landagötu 3b og við Skildingaveg 8, síðast á Nýja-Bergi við Vesturveg 23b.
Sigurberg lést 1865 og Þórunn 1987.

I. Sambúðarmaður Þórunnar Jónínu var Sigurberg Benediktsson verkamaður, f. 7. apríl 1899, d. 28. janúar 1965.
Börn þeirra:
1. Ónefnd, f. 10. okt. 1928.
2. Ónefndur, f. 10. nóv. 1929.
3. Benedikt Snorri Sigurbergsson vélstjóri, f. 25. nóv. 1930, d. 17. ágúst 2002.
4. Rafn Guðberg Sigurbergsson, f. 24. nóv. 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.