Þórunn Jónína Elíasdóttir
Þórunn Jónína Elíasdóttir húsfreyja fæddist 12. jan. 1897 og lést 20. mars 1987.
Foreldrar hennar voru Elias Hansen húsmaður á Eskifirði, f. 1873 í Sörvaag í Færeyjum, drukknaði á leið til Papóss 10. apríl 1897, og kona hans Guðfríður Guðmundsdóttir Hansen húsfreyja, f. 18. júlí 1867 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 12. desember 1944 í Calgary í British Columbia í Kanada.
Þórunn var skamma stund með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði á fyrsta ári hennar.
Hún var fósturbarn á Brekkum í Mýrdal 1900-1918, vinnukona á Ketilsstöðum þar 1918-1919, á Höfðabrekku þar 1919-1921, í Kerlingardal þar 1921-1923, á Höfðabrekku 1923-1924, á Brekkum 1924-1928, en fór þá til Reykjavíkur og til Eyja 1929.
Þau Sigurberg hófu búskap, eignuðust fjögur börn, en tvö fyrstu börn þeirra fæddust andvana. Þau bjuggu í Brautarholti við Landagötu 3b og við Skildingaveg 8, síðast á Nýja-Bergi við Vesturveg 23b.
Sigurberg lést 1865 og Þórunn 1987.
I. Sambúðarmaður Þórunnar Jónínu var Sigurberg Benediktsson verkamaður, f. 7. apríl 1899, d. 28. janúar 1965.
Börn þeirra:
1. Ónefnd, f. 10. okt. 1928.
2. Ónefndur, f. 10. nóv. 1929.
3. Benedikt Snorri Sigurbergsson vélstjóri, f. 25. nóv. 1930, d. 17. ágúst 2002.
4. Rafn Guðberg Sigurbergsson, f. 24. nóv. 1933.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.