Þórey Hannesdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Þórey Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari fæddist 4. febrúar 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hannes Þórólfsson frá Litlu-Ávík í Árneshreppi, Strand., lögreglumaður, f. 8. desember 1922, d. 24. nóvember 1990, og Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, saumakona, kaupmaður, afgreiðslumaður, f. 19. nóvember 1925 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýr, d. 5. júlí 2005.
Þórey varð gagnfræðingur í Kvennaskólanum í Rvk 1969, stundaði nám í Gilroy High School í Gilroy í Kaliforníu 1969 til 1970, varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1977, lauk námi í H.S.Í. í mars 1974. Hún stundaði nám í íslenskum fræðum í H.Í.
Þórey var hjúkrunarfræðingur á geðdeild Borgarspítalans 24. mars 1974 til 22. júlí s. ár, á bæklunardeild Lsp 1. október 1974 til 15. febrúar 1975, á gjörgæsludeild 1. júní 1975 til 20. júlí s. ár, aukavinna á veturna 1975 til 1977, starfaði í Vinje Helsesenter í Þelamörk í Noregi júní 1976 til ágúst s. ár, á handlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri 1. júní 1977 til 15. júlí s. ár, á lyflækningadeild Bsp 23. október 1977 til 1. maí 1978, á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 1979, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1980 til 1981, í tímabundnum afleysingum í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 1982-1988, á gjörgæsludeild Lsp 1. júlí til 31. desember 1983, tímabundið 1984 og 1985 og frá 1. október 1986. (Þannig 1989).
Þórey var íslenskukennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum um 20 ára skeið.
Þau Baldur giftu sig, eignuðust þrjú börn.
I. Maður Þóreyjar er Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri brunavarna á Héraði, f. 16. júlí 1949. Foreldrar hans Páll Gíslason, f. 18. janúar 1912, d. 23. ágúst 1981, og Ingunn Einarsdóttir, f. 7. september 1914, d. 7. mars 2007.
Börn þeirra:
1. Nína Guðrún Baldursdóttir, f. 10. maí 1989.
2. Hrafnhildur Baldursdóttir, f. 22. janúar 1991.
3. Hannes Kjartan Baldursson, f. 29. ágúst 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Þórey.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.