Þóra Marta Stefánsdóttir
Þóra Marta Stefánsdóttir kennari fæddist 1. nóvember 1905 í Lundi í Reykjavík og lést 27. september 1981.
Foreldrar hennar voru Stefán Bjarni Jónsson kaupmaður, síðar bóndi á Undralandi í Rvk, f. 18. janúar 1861, d. 6. október 1928, og kona hans Guðný Jóhanna Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1875, d. 15. apríl 1939.
Þóra nam í Verslunarskóla Íslands 1921-1923, lauk kennaraprófi 1933, fór í námsferð til Danmerkur 1931, lauk námi í Handíðaskólanum (kvöldnámskeið og teiknikennsla) 1946-1948, átti námsdvöl (smeltilist og þýska) í Þýskalandi 1953.
Hún kenndi börnum og unglingum 1928-1931, kenndi í einkaskóla (ungar stúlkur) 1933-1934, kenndi í forföllum í Laugarnesskóla 1936-1937. Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum og stundakennari í Iðnskólanum þar 1944-1945, í Austurbæjarskólanum 1945-1946, Laugarnesskólanum 1946-1947, var teiknikennari í kvöldskóla í Rvk 1946-1950, í handíðaskóla (barnateiknun) 1946-1947, stundakennari í barnaskóla Vesturbæjar frá 1958. Hún var kennari í forföllum í barnaskóla á Vatnsleysuströnd, Gull. 2 mánuði 1960-1961.
Þóra Marta hóf framleiðslu skrautmuna úr smelti 1953.. Hún hélt málverka- og smeltimunasýningu í Rvk 1961, endurstofnaði Heildverslun Stefáns B. Jónssonar í Rvk 1953 og rak hana síðan.Hún var formaður Handavinnudeildar Breiðfirðingafélagsins 1950-1952, sat í stjórn Foreldrafélags Laugarnesskóla (gjaldkeri) frá stofnun 1953 og til 1958.
Rit:
Lóa landnemi, barnasaga frá Nýja Íslandi, með myndum eftir höfund, 1949.
Æviminning Stefáns B. Jónssonar, í Breiðfirðingi 1951.
Þrjú smákvæði, í sama 1951.
Kvæði í sama 1957.
Fyrsta hverahitun á Íslandi, í Lesbók Morgunblaðsins 1955.
Ferðaþættir frá Þýskalandi sumarið 1957, í Alþýðublaðinu 1958.
Þau Karl giftu sig 1933, eignuðust tvö börn.
Þóra Marta lést 1981 og Karl 1984.
I. Maður Þóru Mörtu, (1. nóvember 1933), var Karl Heinrich Albertsson Hirst vélsmíðameistari, f. 31. júlí 1907, d. 9. desember 1984. Foreldrar hans voru Max Karl Albert Hirst sjóliðsforingi og kennari í Kiel og kona hans Maria, f. Schiemann.
Börn þeirra:
1. Max Stefán Hirst verslunarstjóri f. 4. desember 1934.
2. Karl Jóhann Már Hirst bifreiðastjóri, f. 28. september 1938.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.