Þóra Guðmundsdóttir (kennari)
Margrét Þóra Guðmundsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 25. febrúar 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónatan Kristjánsson frá Merkisteini á Eyrarbakka, málari, f. 2. ágúst 1929, d. 17. desember 2010, og kona hans Jóna Laufey Hallgrímsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja, f. 6. mars 1920, d. 24. febrúar 2011.
Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1968, kennaraprófi 1972.
Þóra flutti til Eyja 1972, var kennari í Barnaskólanum 1972-1976, 1977-1978 og 1980-1982, í Hamarsskólanum 1982-2020. Hún bjó í Belgíu 1979-1980, vann við fiskiðnað á sumrum.
Þau Ólafur Þór giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Höfðaveg.
I. Maður Þóru, (22. júní 1978), er Ólafur Þór Sigurvinsson pípulagningameistari, afreksmaður í knattspyrnu, f. 8. apríl 1951.
Börn þeirra:
1. Bryndís Ólafsdóttir verkefnastjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, f. 30. mars 1971. Fyrrum maður hennar Frank Posph.
2. Sigurvin Ólafsson lögfræðingur, þjálfari, f. 18. júlí 1976. Kona hans Drífa Skúladóttir.
3. Guðjón Ólafsson birtingastjóri, f. 12. apríl 1989. Kona hans Hrafnhildur Ylfa Magnúsardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Þóra.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.