Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Eykyndill 20 ára
Jump to navigation
Jump to search
- Úr fórum Árna Árnasonar
- EYKYNDILL 20 ÁRA
- Lag: Ég elska hafið.
- Lag: Ég elska hafið.
- Vort óskabarn, við tvítugs tímamót,
- mátt teljast ungt, en komið vel á fót.
- Þú hefir unnið afrek bernsku frá,
- sem allir meta, þakka, lofa og dá.
- Um brimaströnd þú berð í hendi ljós,
- að björgun vinnur jafnt til lands og sjós,
- af ósérplægni eins um nótt sem dag,
- í allra þágu, að bættum þjóðarhag.
- Vér óskum, að þú lýsir langa stund
- til lands-vors - heilla ávaxtir þitt pund,
- að giftudrjúg þín vinni hjálparhönd,
- um hafsins djúp, um fjall, um dal og strönd.
- Svo lengi brimið brotnar upp við sand,
- að byggt er okkar kæra föðurland,
- og eygló björt á eyjafjöllin skín,
- af ást og þökk mun verða getið þín.