Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Auðbjörg Ástrós, unga víf
Fara í flakk
Fara í leit
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Auðbjörg Ástrós, unga víf
- Auðbjörg Ástrós, unga víf,
- Árna, sem er dóttir.
- Frá henni hverfi hryggð og kíf,
- en heilla veitist gnóttir.
- Veitist henni viskan há,
- velgengni með sanna.
- Hljóti jafnan hringagná
- hylli Guðs og manna.
- Farsældar hún feti veg
- fram til lífsins enda.
- Gæskan Drottins guðdómleg
- gef henn´i í dýrð hans lenda.
- Henni, ef auðlegð hlotnist fá,
- hjálpi þurfamönnum,
- hún fær launin himnum á
- heitin Guð af sönnum.
- Hennar líði ævin öll
- með ánægju og sóma.
- Síðan Guðs í himna höll
- hljót´i um eilífð ljóma.
- Mitt svo þrjóta masið skal,
- minnka óðar gnóttir.
- Enda ég mitt óbreytt tal,
- – Ingibjörg Jónsdóttir.