Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/„Fótaskortur“
Fara í flakk
Fara í leit
- Þegar Guðmundur Jónsson skósmiður
- fluttist til Selfoss.
- Þegar Guðmundur Jónsson skósmiður
- Frá oss hverfur maður mætur,
- mér er sagt, hann flytji sig til lands.
- Veit ég, fólk með vota og kalda fætur
- virkilega muni sakna hans.
- Það er fregn, sem illa í eyrum lætur,
- hve alltof margir færa héðan bú.
- Hefðarfrúr og heldri manna dætur
- hjáguð sinna fóta missa nú.
- Mörg ég veit, að gömul kona grætur,
- gröm og tautar fyrir munni sér:
- „Fegri daga mega mínir fætur
- muna, frá því Gvendur skó var hér.“
- Til galla vorra beint má rekja rætur,
- að röskum handverksmanni fækkað er,
- af því, hvað við höfum fáa fætur,
- fær hann ekki nóg að starfa hér.
- Þá er öðru vert að gefa gætur,
- sem gæti skýrt, hvað til þess arna ber,
- hvort íbúarnir hafa fleiri fætur
- í „Flóanum“, en almennt þekkist hér.