Úr fórum Árna Árnasonar. Ókunnir höfundar/Gamanvísur

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Úr fórum Árna Árnasonar


Gamanvísur


Það var hérna einn sunnudag.
Það var hérna einn sunnudag, ég komst á kendirí,
en hvað ég drakk, ég þarflaust tel að skýra neitt frá því.
Um kvöldið niðr’i í bæ ég gekk og sveitapíu sá,
sem stóð á báðum áttum Íslandsbanka hjá.
Þá kemur Kalli,
sá kvennatralli,
og segir: „Má ég fá að fylgja yður heim?“
Svo kímir Kalli,
sá kvenntralli,
en ég stend álengdar og stari á eftir þeim.


Í bíó stóð ég kvöld eitt, því komið hafði seint,
og kvenmannshönd ég náði í og þrýsti hana leynt.
Svo náttúrlega bauð ég henni heim þá búið var,
og þögult blikk og dáldið bros og nikk var hennar svar.
Þá kemur Kalli,
sá kvennatralli,
og segir „má ég ekki fylgja yður heim?“
Svo kímir Kalli,
sá kvennatralli,
en ég stend álengdar og stari á eftir þeim.


Ég fór með Imbu frænku minni á orkan ball,
því enda þótt hún sé skyld mér er hún fyrir rall.
Hún dansaði við alla hreint, en ég komst aldrei að
og eimitt þegar að við vorum rétt að leggja á stað,
þá kemur Kalli,
sá kvennatralli,
og segir „má ég ekki fylgja yður heim?“
Svo kímir Kalli,
sá kvennatralli,
en ég stend álengdar og stari á eftir þeim.


Ég giftist henni Tótu í haust og tryggðir hún mér sór,
en tæplega ég get hugsað um, hvað illa það fór.
Það voru naumast allir komnir út úr kirkjunni
og konan mín stóð hjá mér þarna út á götunni.
Þá kemur Kalli,
sá kvennatralli,
og segir „má ég ekki fylgja yður heim?“
Svo kímir Kalli,
sá kvennatralli,
en ég stend álengdar og stari á eftir þeim.


Bæjarbragur
1. Hafið þið ekki gefið gaum að blöðonum,
sem gefin eru út á helstu stöðonum
hér í bænum haldið er á spöðonum
slíkt bannsett blaða fár
er byrð´i í ár.
Um vit ber ekkert vott:
Það er illt til af spurnar,
hvað þeir eru þunnir, þessir ritstjórar
því aldur ber af öllum hér,
sem fást við blek og blý.
Það þýðir ekki að bera á móti því.
Nú ekki par,
þótt það sé illt til afspurnar!
2. Á kvöldin hérna kapphlaup er á bíóin
á kaffihúsum spila vinar tríóin.
Mig furðar ei þótt fólkið þangað flýi inn
það skaðar ei, skilst mér
að skemmta sér.
En hér, sem ella sést,
að í hófi er allt best.
Það er illt til afspurnar
hvað fólk er orðið komulaust með kirkjurnar.
Já, því er verr,
því fer sem fer.
Fólk gleymir stund og stað,
en það stoðar ei neitt að fást um það.
Nú ekki par,
þótt það sé illt til afspurnar.
3. Í sumar voru fluggarpar í förum hér
og fagurmæli báru þeir á vörum sér.
En borgarstjórinn blíðmáll fyrir svörum er,
og býður upp á allt,
sem út er falt.
Með bros og blíðuhót,
þeir báðu um stefnumót!
Það er illt til afspurnar,
hvað þeir voru magnaðir við meyjarnar.
Þeir hlógu hátt
og drukku dátt,
svo enginn komst þar að.
En ekki stoðar neitt um það að fást
Nú ekki par,
þótt það sé illt til afspurnar.Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit