Úr fórum Árna Árnasonar. Ókunnir höfundar/Ýmsar vísur og kvæði
Fara í flakk
Fara í leit
- Tilefni: Gíslína Gísladóttir
- var að keyra fiski á handvagni af bryggjunni.
- Vagninn bilaði og fiskurinn fór í drulluna.
- Sagði þá Gíslína, sem er orðhákur mesti:
- „Djöfull og helvíti, allt í drulluna.“
- Ég rakst á það rétt fyrir stuttu,
- raun er að tala um það:
- Djöfull og helvíti duttu
- í drulluna á sama stað.
- Vestmannaeyjar
- Eflist hér byggð og bú,
- blessun og velgengni dafni.
- Verndi þig Vísir á hæð,
- vinhlýja sægirta Ey.
- Með blómum í laufgrænni laut
- og ljómandi söngfugla kliðinn,
- árshringinn árla og síð
- Eybúum skemmtun, sem ljær.
- Með blómum í laufgrænni laut
- Þú ert svo fögur og fríð
- með fjöllin og hnjúkana græna,
- að allir, sem augum þig sjá,
- óska, að þú dafnir sem best.
- Þú ert svo fögur og fríð
- Vér horfum á hátíðarstund
- á hátignarkórónu þína,
- og óskum, að gefi þér guð
- gengi um eilífa tíð.
- Vér horfum á hátíðarstund
- Það skal vort einkunnarorð
- á meðan Eyjarnar standa,
- umgirtar ólgandi sæ,
- og ómar þeim brimið við strönd.
- (Höf. ókunnur).
- Það skal vort einkunnarorð
- Heimhugur
- Hnígur sunna, særinn dynur
- svalan óð við fjörustein.
- Næðir bitur norðan vindur,
- nakin stynur skógargrein.
- Einn ég sit við sævarströndu
- sviftur blöðum undir lund.
- Þrái ég ættjörð, stúrinn, stúrinn
- og stari fram á Eyrarsund.
- Heyrðu, bára — ljúf er laugar
- lítinn stein — að fótum mér,
- hvaðan komstu langar leiðir?
- Langar til að deyja hér.
- Ertu fædd við foldu ísa
- Fróni móður dýru hjá?
- Berðu máske mjúka kveðju
- mínum kæru heiman frá?
- Sé ég brosa bláu fjöllin
- beint á móti Eyja-grund.
- Þau eru há og hrein og fögur
- og horfa tigin fram á sund.
- Þó er eitthvað, eitthvað vantar,
- augu mín því fella tár,
- það er ekki Dalfjall bláa
- og ekki Heimaklettur hár.
- Nú er heima haust og kuldi,
- heiðló flúin burtu er,
- en þó finnst mér Ísland aldrei
- eiga haust í brjósti mér,
- þar sem bjó minn besti faðir,
- bræður góðir og vina fjöld,
- og þar hvílir milda móðir,
- þögul stirð og köld.
- Sunna er hnigin, særinn þagnar,
- sefur hún við unnarstein.
- Vindur blundar báru að faðmi,
- blaðlaus hnípir skógargrein.
- Einn ég sit við sævarströndu
- sviptur blöðum undir lund.
- Þrái ég Ættjörð — stúrinn, stúrinn
- og stari fram á Eyrarsund.
- (Ókunnur höfundur)
- ★
- (Ókunnur höfundur)
- Ef símafólk brestur dug og dáð
- og djörfung til þess, það áformar.
- Þá býður því enginn betri ráð
- og blessunarríkari´en Þormar.
- ★
- Eyjasímans fólk er fátt
- finnst þó víða betra
- það hefir töfl við tímann átt
- og teflt í marga vetra.
- ★
- Ljúfar dísir lífs og friðar
- leiði þig um gæfuveg
- sól er aldrei sest til viðar
- sinni blíðu vefji þig.
- Æviþættir
- Unaðsóma
- angan blóma
- æska og vor í skauti ber.
- Vonir rætast,
- varir mætast
- vina, er ástin flug sitt ljær.
- Glóa skálar,
- gleðin bálar,
- glymur dans og hornaspil.
- Þá er kæti
- lífkvik læti
- ljúf þeim anda, er finnur til.
- Árin líða
- ævitíða
- út í tímans reginhyl.
- Sorgir mæða,
- sárin blæða,
- sést ei tíðum handaskil.
- Fyrr en varir
- flökta á skari
- fjarra daga skærust ljós.
- Straumar brotna
- stansa, þrotna
- stilltan loks við feigðarós.
- Hvað segir þú um þennan bragarhátt?
- Finnst þér hann ekki láta vel í eyrum?
- (Höf. ókunnur).