Ólafur Pá Svavarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Pá Svavarsson.

Ólafur Pá Svavarsson fiskverkamaður, matreiðslumaður fæddist 2. júní 1925 í Mjósundi 4 í Hafnarfirði og lést 24. september 2010 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Svavar Einarsson frá Vopnafirði, bryti, f. 3. febrúar 1901, d. 18. júní 1933, og Guðbjörg Elín Jónsdóttir, f. 9. ágúst 1907, d. 17. janúar 1964. Ólafur var með móður sinni og móðurmóður fram yfir 10 ára aldur, en fór þá í fóstur að Burstafelli í Vopnafirði til hjónanna Jakobínu Soffíu Grímsdóttur og Metúsalems Metúsalemssonar og ólst þar upp.

Ólafur flutti til Eyja, var verkamaður í Fiskiðjunni og síðan yfirkokkur á Matstofu Fiskiðjunnar.
Þau Birgitt (Gitte) giftu sig 1959, eignuðust eitt barn og Ólafur gekk syni hennar í föðurstað. Þau bjuggu í Garðsauka við Vestmannabraut 27 og í Heiðardal við Hásteinsveg 2. Þau skildu og hún flutti til Danmerkur með börnin.
Ólafur dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hann lést 2010.

I. Kona Ólafs Pá, (6. apríl 1959, skildu), Birgitt Midda Skovsende húsfreyja, f. 22. júlí 1929. Foreldrar hennar voru Hans Jörgen Thomsen Skovsende skólastarfsmaður og kona hans Kamma Jörgine Poulsen.
Barn þeirra:
1. Kjartan Ólafsson, f. 1. desember 1959.
Barn Birgitt og fósturbarn Ólafs:
2. Flemming O. Skovsende, f. 21. júlí 1958.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.