Ólafur Jónsson (Dalahjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Jónsson frá Leiðvelli í Meðallandi, V.-Skaft. fæddist þar 26. júní 1799 og lést 21. júlí 1838.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, f. 1773 á Fossi á Síðu, d. fyrir 1845, og fyrri kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1762, d. 24. nóvember 1820 á Hörgslandi.

Ólafur var með foreldrum sínum á Leiðvelli 1801 í Bakkakoti í Meðallandi 1802-1806, á Söndum þar 1806-1812, var niðursetningur á Undirhrauni í Meðallandi 1815-1817, síðar matvinningur á Ytri-Ásum í Skaftártungu til 1821, var á Kvískerjum 1821-1822, matvinnungur á Skaftárdal á Síðu 1822-1824, vinnumaður í Ytri-Dalbæ í Landbroti 1824-1826, á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1826-1828.
Ólafur fór til Eyja 1828.
Þau Ástríður giftu sig 1828, eignuðust tvö börn, en misstu annað barnið ungt. Þau bjuggu í Dalahjalli, fluttust til Lands 1830.
Ólafur var vinnumaður í Hörgsdal 1830-1831, á Mýrum 1831-1833, í Jórvík 1833-1834, bóndi þar 1834-1838, er hann drukknaði í Eldvatni í Meðallandi.
Ástríður giftist aftur. Hún lést 1883.

I. Kona Ólafs, (6. júlí 1828), var Ástríður Þorbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 22. september 1799 í Bakkahjáleigu í A.-Landeyjum, d. 29. apríl 1883.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ólafsdóttir, f. 27. janúar 1830 í Dalahjalli, mun hafa dáið ung.
2. Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1838 í Jórvík, d. 23. janúar 1920 á Syðri-Fljótum í Meðallandi.Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.