Ólafur Helgi Snorrason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Helgi Snorrason.

Ólafur Helgi Snorrason frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, bóndi í Oddakoti í A.-Landeyjum fæddist þar 19. júní 1880 og lést 17. október 1967 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Snorri Jónsson bóndi í Skálakoti, f. 3. september 1852, d. 9. mars 1935, og kona hans Ástríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1847, d. 18. apríl 1937.

Þau Jóhanna giftu sig 1922, eignuðust ekki börn saman, en Jóhanna eignaðist fimm börn í fyrra hjónabandi sínu. Þau bjuggu í Oddakoti 1925 til 1942.
Jóhanna lést 1942 og Ólafur Helgi 1967.

I. Kona Ólafs Helga, (12. desember 1922), var Jóhanna Einarsdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 29. apríl 1877, d. 18. nóvember 1942 í Hólmi í A.-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Einar Gunnsteinsson bóndi, f. 18. maí 1846, d. 24. janúar 1927, og kona hans Ástríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. desember 1841, d. 26. janúar 1898.
Börn Jóhönnu:
1. Halldór Ágúst Bjarnason, f. 10. ágúst 1908, d. 2. október s. á.
2. Árni Gunnar Bjarnason, f. 4. október 1909, d. 27. apríl 1910.
3. Helga Bjarnadóttir vinnukona í Oddakoti, f. 11. febrúar 1911, d. 28. júlí 1946.
4. Jóhannes Bjarnason, f. 14. nóvember 1912, d. 28. mars 1913.
5. Guðrún Bjarnadóttir, f. 26. maí 1914, d. 17. febrúar 1915.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.