Ólafur F. Hjartar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Þórðar Friðriksson Hjartar.

Ólafur Þórðar Friðriksson Hjartar bókasafnsfræðingur, kennari fæddist 15. október 1918 á Suðureyri í Súgandafirði og lést 4. maí 2006.
Foreldrar hans voru Friðrik Sigurbjörn Hjartarson Hjartar skjólastjóri, f. 15. september 1888, d. 6. nóvember 1954, og kona hans Kristín Þóra Jónsdóttir Hjartar, húsfreyja, f. 19. desember 1896, d. 31. desember 1982.

Ólafur lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1939 og kennaraprófi 1942. Hann stundaði nám í bókasafnsfræði við School of Librarianship, University College, London 1946-1947. Hann lauk BA-prófi í Háskóla Íslands í ensku og dönsku 1954.
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1942-1943, Barnaskólanum á Siglufirði 1943-1944, Gagnfræðaskólanum á Akranesi 1944-1946 og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1954-1955. Hann var stundakennari í bókasafnsfræði í Háskóla Íslands í nokkur ár.
Hann var starfsmaður Fjármálaeftirlits skóla 1955-1956, bókavörður við Háskólabókasafn 1947-1953, og bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur 1957-1958, við Landsbókasafn Íslands frá 1958, og deildarstjóri þar frá 1973. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. æðsti templar stúkunnar Einingar 1951-1952, organisti stúkunnar Einingarinnar nr. 14 í áraraðir, var framkvæmdastjóri áfengis- og bindindismálasýningar haustið 1955. Ólafur var í stjórn Bókavarðafélags Íslands á árunum 1960-1964 og 1969-1973.
Hann reit fjölda rita og greina.
Þau Sigríður giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 2006 og Sigríður 2018.

I. Kona Ólafs, (27. desember 1947), var Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir frá Akranesi, húsfreyja, f. 22. júlí 1927, d. 2. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson sjómaður, smiður á Akranesi, f. 9. júlí 1897 í Stóra-Lambhaga í Borgarfirði, d. 2. júní 1981, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1897 á Hamraendum í Borgarfirði, d. 8. september 1990.
Börn þeirra:
1. Svavar Ólafsson Hjartar verkstjóri í Svíþjóð, f. 2. febrúar 1951. Kona hans Ulla-Britt Söderlund.
2. Sverrir Ólafsson Hjartar guðfræðingur í Svíþjóð, f. 29. júní 1955. Kona hans Marianne Blomberg.
3. Þóra Ólafsdóttir Hjartar fóstra á Dalvík, f. 18. desember 1960. Maður hennar Magnús Gamalíel Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið. 16. maí 2006. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.