Ólafur Bjarnason (vinnumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Bjarnason,vinnumaður fæddist 1. júní 1910 á Kaldbak á Rangárvöllum og lést 20. júní 1931.
Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson, vinnumaður á Kaldbak, og kona hans Þóra Sigríður Einarsdóttir, f. 23. september 1884, d. 22. júní 1946.

Ólafur var í Eyjum á barnsaldri, kom þaðan 1921, og var tökubarn, síðan vinnumaður í Pétursey í Mýrdal til æviloka.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.