Ólafur Örn Arnarson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Örn Arnarson.

Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum fæddist 27. júlí 1933 í Arnardrangi og lést 1. maí 2021.
Foreldrar hans voru Örn Hauksteinn Matthíasson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. ágúst 1907 í Haukadal í Dýrafirði, d. 13. júní 1994, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir frá Arnardrangi, húsfreyja, f. 30. október 1909 í Reykjavík, d. 13. ágúst 1985.

Börn Guðrúnar og Arnar:
1. Ólafur Örn Arnarson læknir, f. 27. júlí 1933 í Eyjum, d. 1. maí 2021. Kona hans Kristín Solveig Jónsdóttir, látin.
2. Ingólfur Arnarson tannlæknir, f. 25. ágúst 1943, d. 25. október 2007. Fyrrum kona hans Kolbrún Ingimarsdóttir. Fyrrum kona hans Halldóra Anna Þorvaldsdóttir. Kona hans Halldóra Haraldsdóttir, látin.
3. Sylvía Arnardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 9. febrúar 1935, d. 4. febrúar 2016. Maður hennar Magnús Snorrason.
Fóstursonur fyrstu sjö ár ævi sinnar, sonur Sigríðar Ólafsdóttur systur Guðrúnar:
4. Ólafur Hrafn Kjartansson tæknifræðingur, f. 26. maí 1945. Kona hans Kristín Nikulásdóttir.

Ólafur Örn var með foreldrum sínum í æsku, í Arnardrangi með móður sinni við fæðingu, fluttist með henni til Reykjavíkur nýfæddur.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1953, lauk prófi í læknadeild Háskóla Íslands 9. júní 1961, tók ameríska útlendingaprófið (ECFMG) í Reykjavík 1961.
Hann lauk kandídatsári sínu á Íslandi og í Connecticut í Bandaríkjunum, lærði þvagfæraskurðlækningar í The Cleveland Clinic Educational Foundation í Cleveland Ohio í Bandaríkjunum frá júlí 1966 til júní 1969, tók námskeið í þvagfæraskurðlækningum í Cleveland 1972, í Chicago 1974, í London 1976, í Turku, Kaupmannahöfn og Glasgow 1978 og í Helsingborg 1979.
Ólafur Örn fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 9. nóvember 1963, fékk sérfræðingsleyfi í þvagfæralækningum á Íslandi 22. janúar 1970.
Hann var ráðgefandi sérfræðingur á Landspítalanum frá desember 1970 til janúar 1975, var starfandi sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum á Landakotsspítala frá desember 1970-1996, yfirlæknir frá janúar 1980-1996.
Hann var dósent í þvagfæraskurðlækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá desember 1977-1986.
Ólafur var framkvæmdastjóri upplýsinga- og gæðamála á Sjúkrahúsi Reykjavíkur frá 1. janúar 1996 til starfsloka.

Félags og trúnaðarstörf:
Í stjórn Læknastöðvarinnar í Glæsibæ, Læknafélags Reykjavíkur, Krabbameinsfélags Íslands, varaformaður læknaráðs Landakotsspítala, formaður 1980-1996. Í samninganefnd sérfræðinga 1974-1978, í stjórn námssjóðs lækna 1975-1980, varaformaður framkvæmdastjórnar Landakotsspítala janúar 1977-1996, í stjórn Læknafélags Íslands 1979-1983, í ýmsum nefndum á vegum ráðuneyta um skipulags- og heilbrigðismál.
Ritstörf:
Clinical Experience with the Ileal Conduit in Children, (sérfræðiritgerð), greinar í Læknablaðinu og fleiri tímaritum. Hann var ritstjóri og annaðist útgáfu á ársskýrslu Landakotsspítala 1974-1994.
Þau Kristín giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Seltjarnarnesi.
Kristín lést 2014 og Ólafur 2021.

I. Kona Ólafs Arnar, (20. september 1957), var Kristín Sólveig Jónsdóttir húsfreyja, stúdent, læknaritari, f. 21. maí 1933 í Stykkishólmi, d. 24. júlí 2014. Foreldrar hennar voru Jón Steingrímsson sýslumaður, f. 14. mars 1900 á Húsavík, d. 22. júlí 1961, og kona hans Karítas Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1899 í Reykjavík, d. 22. september 1982.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ólafsdóttir bygginga- og jarðskjálftaverkfræðingur, f. 7. nóvember 1959.
2. Sverrir Ólafsson rafmagnsverkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 14. nóvember 1960. Kona hans Ingibjörg Hauksdóttir.
3. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur, háskólakennari, f. 25. janúar 1965. Maður hennar Ole Aabo Jörgensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.