Ólafur Ólafsson (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Ólafsson bóndi í Miðbýli í Akraneshreppi, síðar hjá dóttur sinni á Löndum fæddist 22. nóvember 1853 í Hlíðartúni í Sökkólfsdal í Dalasýslu og lést 22. nóvember 1922 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon frá Efrihreppi í Skorradal í Borgarfirði, bóndi víða í Borgarfirði, en var síðar vinnumaður í Dalasýslu, f. um 1810, d. 26. maí 1866, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Króki í Norðurárdal í Borgarfirði, húsfreyja, f. 1809, d. 26. ágúst 1866.

Ólafur fluttist á Akranes, var vinnumaður á Ytri-Hólmi, síðan húsmaður á Traðarbakka 1881-1882, í Háuhjáleigu 1882-1884. Hann var bóndi á Miðbýli 1884-1897. Þá fluttist hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur.
Ólafur fluttist með Sigríði dóttur sinni, börnum hennar og Jóhönnu Viktoríu til Eyja 1908, þar sem Sigríður var bústýra og síðar á árinu kona Guðmundar Magnússonar á Lágafelli.
Ólafur var lengst hjá Sigríði dóttur sinni, en var hjá Rannveigu dóttur sinni á Gjábakka 1913 og 1914.
Hann lést á Löndum 1922.

Kona Ólafs (23. október 1880), var Jóhanna Guðbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja frá Suðurríki hjá Borg á Mýrum, f. 20. júní 1856, d. 23. nóvember 1902.
Börn þeirra voru:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri, stýrimaður, f. 6. ágúst 1880, fórst með Rigmor í Biskæjaflóa 1918.
2. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Löndum, síðar í Reykjavík, f. 19. desember 1881, d. 23. desember 1952.
3. Rannveig Ólafsdóttir húsfreyja í Stakkahlíð og víðar, síðar í Reykjavík, f. 27. apríl 1884, d. 19. júlí 1941.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.