Ólöf Bárðardóttir (Steinum)
Ólöf Bárðardóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 31. desember 1940.
Foreldrar hennar voru Bárður Magnússon frá Steinum u. Eyjafjöllum, bóndi, f. 10. október 1911, d. 13. mars 1989, og kona hans Anna Margrét Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 20. febrúar 1913, d. 19. maí 1999.
Ólöf var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði 1959-1960.
Ólöf fór til Eyja 1957, vann við fiskiðnað, síðar á Elliheimilinu Grund í Rvk, í Ultíma og í Skógaskóla.
Þau Kristján giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Bergholti við Vestmannabraut 67 og í Hrauntúni 31, fluttu að Steinum 1985, bjuggu þar í 29 ár. Þau búa nú í Þorrasölum í Kópavogi.
I. Maður Ólafar, (11. desember 1965), er Kristján Sigurður Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, bóndi, f. 18. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Helgi Kristjánsson, pípulagningamaður, f. 30. júlí 1965. Barnsmóðir hans Anný Hafþórsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Margrét Huld Björnsdóttir.
2. Bárður Óli Kristjánsson, starfsmaður hjá Kynnisferðum, f. 19. júlí 1966. Barnsmóðir hans Kristín Erna Arnardóttir.
3. Sigurður Örn Kristjánsson, verslunarmaður, f. 17. september 1967. Barnsmóðir hans Sigrún Grétarsdóttir. Kona hans Guðrún Þórisdóttir.
4. Anna Bára Kristjánsdóttir verslunarmaður, f. 2. desember 1978. Barnsfaðir hennar Smári Óskar Hólmarsson. Sambúðarmaður hennar Þórarinn Þorleifsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kristján og Ólöf.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.