Ívar Björnsson (kennari)
Ívar Björnsson frá Steðja í Flókadal, Borg., cand. mag., kennari fæddist þar 28. júlí 1919 og lést 14. september 2006.
Foreldrar hans voru Björn Ívarsson frá Snældubeinsstöðum í Reykholtdsal, Borg., bóndi, f. 24. júní 1880, d. 1. apríl 1963, og kona hans Pálína Sigríður Sveinsdóttir frá Lækjarkoti í Þerárhlíð, Mýr., húsfreyja, f. 25. nóvember 1880, d. 23. janúar 1966.
Ívar var með foreldrum sínum.
Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti, Borg. 1938-1940, varð gagnfræðingur utan skóla í Menntaskólanum á Akureyri 1943, stúdent í sama skóla 1946 . Hann varð cand. mag. í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands 1952, lauk prófum í uppeldisfræði í sama skóla 1953.
Ívar var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1952-1953, gagnfræðaskólanum í Keflavík 1953-1955, unglingadeild Kópavogsskóla frá 1955-1977, í unglingadeild Langholtsskóla 1957-1958 (undirbúningsdeild undir Vogaskóla, sem þá var í smíðum og tók til starfa 1958), gagnfræðadeild Vogaskóla 1958-1964, Verslunarskóla Íslands frá 1964, verkstjóri hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sumrin 1958-1963.
Ívar birti kvæði í blöðum og tímaritum.
Þau Katrín Sylvía giftu sig 1949, eignuðust tvö börn.
Katrín Sylvía lést 2001 og Ívar 2009.
I. Kona Ívars, (16. apríl 1949), var Katrín Sylvía Simonardóttir frá Vatnskoti í Þingvallasveit, húsfreyja, f. 27. september 1912, d. 27. maí 2001. Foreldrar hennar voru Símon Daníel Pétursson bóndi, f. 2. febrúar 1881, d. 19. apríl 1966, og kona hans Jónína Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1885, d. 20. apríl 1958.
Börn þeirra:
1. Gunnar Páll Ívarsson skrifstofustjóri, f. 7. ágúst 1949.
2. Símon Helgi Ívarsson tónlistarkennari, f. 9. mars 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.