Ástrós Sigurðardóttir (Dölum)
Ástrós Sigurðardóttir frá Miðkoti í V-Landeyjum, húsfreyja í Dölum, fæddist 1861 og lést 16. ágúst 1884.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson bóndi í Miðkoti, f. 9. nóvember 1821, d. 1. janúar 1886, og síðari kona hans Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1831, d. 13. október 1873.
Ástrós var með foreldrum sínum í Miðkoti 1870.
Hún fluttist úr Útlandeyjum (V-Landeyjum) að Jónshúsi 1881, var vinnukona þar 1881, og þar var Þorsteinn Pétursson vinnumaður. Hún var bústýra hjá Þorsteini húsmanni í Dölum 1882.
Þau Þorsteinn giftu sig 1883.
Ástrós ól Ástrós 1884 og lést 12 dögum síðar.
Maður Ástrósar, (18. október 1883), var Þorsteinn Pétursson smiður í Dölum, f. 17. júní 1850, d. 22. júní 1939 Vestanhafs.
Barn þeirra var
1. Ástrós Þorsteinsdóttir, f. 4. ágúst 1884, d. 1911. Hún fór til Utah með föður sínum og stjúpu 1887, nefndist Mrs. William C. Boyd.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.