Ástríður Einarsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Einarsdóttir vinnukona, síðar í dvöl hjá Jóni syni sínum á Oddsstöðum fæddist 1782 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og lést 8. febrúar 1855 á Oddsstöðum, (skráð Ástríður Jónsdóttir við greftrun, ,, skjólstæðingur sonar síns á Oddsstöðum.“).
Foreldrar hennar voru Einar Vigfússon bóndi í Ystabæliskoti, f. 1759, d. 23. desember 1804, og kona hans Sesselja Tómasdóttir húsfreyja, f. 1745 á Núpi þar, d. 8. september 1825.

Ástríður var vinnukona í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum 1801, var á Rauðhálsi í Mýrdal 1808 við fæðingu Jóns, vinnukona í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1816, vinnukona í Ysta-Skála þar 1835, í Stóru-Hildisey 1840.
Hún var komin að Oddsstöðum 1845 og dvaldi þar til dd. 1855.
Ástríður var ættmóðir Skuldarsystkina.

Barnsfaðir hennar var Þorgeir Eiríksson bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1768, d. 1. maí 1834 á Dyrhólum þar. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson bóndi í Dyrhólahverfi og á Ketilsstöðum, f. 1736, d. 2. október 1814, og kona hans Björg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1734, d. 22. september 1825.
Barn þeirra var
1. Jón Þorgeirsson bóndi og hagyrðingur á Oddsstöðum, f. 1808 á Rauðhálsi i Mýrdal, d. 6. júní 1866 í Vanangri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.