Áslaug Tryggvadóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Áslaug Sigríður Tryggvadóttir kennari fæddist 9. maí 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Tryggvi Haraldsson lögreglumaður, síðar yfirdeildarstjóri Pósts og síma, f. 25. febrúar 1918, d. 25. febrúar 2000, og kona hans Svava Hjaltadóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1925, d. 30. nóvember 2007.

Áslaug varð stúdent í Verslunarskóla Íslands 1975.
Hún var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1975, stundakennari í Grunnskóla Vestmannaeyja 1981-1982. Þau Nebojsa Hadzic giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Maður Áslaugar er Nebojsa Hadzic verkamaður, frá Júgóslavíu, f. 20. nóvember 1939.
Börn þeirra:
1. Radinka Hadzic, f. 11. febrúar 1974.
2. Emil Hadzic, f. 3. september 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.