Ásgeir Ámundsson
Ásgeir Jón Ámundsson netagerðarmeistari í Netagerð Ingólfs, bjó síðar á Seyðisfirði, fæddist 1. apríl 1943 á Landamótum á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði og lést 28. apríl 2023.
Foreldrar hans Kristbjörg Ásgeirsdóttir, f. 23. desember 1915 á Brimbergi við Seyðisfjörð, d. 16. ágúst 2003, og Amund Willy Abrahamsen, f. 8. ágúst 1920 í Skien í Noregi, d. 10. maí 1986.
Þau Sigrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 8.
I. Kona Ásgeirs Jóns er Sigrún Sigfúsdóttir, húsfreyja, f. 3. ágúst 1941. Foreldrar hennar voru Sigfús Sveinsson, sjómaður, verkamaður, f. 24. apríl 1907, d. 18. nóvember 1993, og kona hans Guðrún Gissurardóttir, húsfreyja, f. 7. apríl 1912, d. 18. nóvember 2002.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ásgeirsdóttir, f. 26. janúar 1964.
2. Björn Ásgeirsson, f. 18. október 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.