Ásdís Þórarinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Þórarinsdóttir, húsfreyja, starfsmaður Sparisjóðsins, húsvörður í Hamarsskóla, dagmóðir, fæddist 20. maí 1956 í Rvk, ættuð frá Vopnafirði.
Foreldrar hennar Þórarinn Árnason, f. 24. maí 1924, d. 24. janúar 2012, og Vagnbjörg Jóhannsdóttir, f. 1. september 1925, d. 3. maí 2005

Ásdís eignaðist barn með Sigurgeiri 1982.
Þau Ágúst Ómar hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Boðaslóð 7.

I. Barnsfaðir Ásdísar er Sigurgeir Árnason, f. 25. apríl 1956.
Barn þeirra:
1. Hermann Sigurgeirsson, annar eigenda að HS Vélaverki, f. 7. janúar 1982.

II. Sambúðarmaður Ásdísar er Ágúst Ómar Einarsson, netagerðarmaður, bifvélavirki, smiður, rak bifreiðaverkstæðið Bólverk, f. 25. desember 1959 að Hólagötu 26.
Börn þeirra:
1. Einar Ágústsson, f. 21. janúar 1988.
2. Davíð Ágústsson, f. 8. febrúar 1990.
3. Bjartey Ágústsdóttir, f. 26. apríl 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.