Árni Ólafsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árni Ólafsson.

Árni Ólafsson kennari fæddist 1. október 1925 í Sigtúnum í Höfðahverfi, S.-Þing. og lést 26. maí 2003.
Foreldrar hans voru Ólafur Gunnarsson útvegsbóndi, f. 27. júlí 1878, d. 15. janúar 1964, og kona hans Anna María Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1888, d. 10. júlí 1973.

Árni varð stúdent í M.A. 1946, nam í Leeds University á Englandi (enska, hagfræði) 1952-1954, í Háskólanum í Köln, Þýskalandi (hagfræði) 1954-1955, háskólanum California Polytechnic State og University San Luis, Obisbo, Cal. 1983-1984.
Árni var kennari í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1946-1947, 1949-1952 og 1959-1960, kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956-1957, Héraðsskólanum í Reykholti, Borg. 1957-1958, Gagnfræðaskóla Akureyrar 1963-1965, Iðnskóla Akureyrar frá 1971.
Hann stundaði sjómennsku, einnig rak hann fatahreinsun ásamt Vigfúsi bróður sínum á Siglufirði og Akureyri.
Þau Sveinfríður giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn.
Árni lést 2003 og Sveinfríður 2013.

I. Kona Árna, (16. maí 1975), var Sveinfríður Kristjánsdóttir frá Gásum í Ey., húsfreyja, f. 3. nóvember 1926, d. 9. júní 2013. Foreldrar hennar voru Kristján Kristjánsson bóndi, f. 1. október 1881, d. 4. mars 1964, og kona hans Jakobína Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1884, d. 2. júní 1966.
Börn þeirra:
1. Erna Guðbjörg Árnadóttir, f. 4. ágúst 1961. Maður hennar Geir Jóhannesson.
2. Kristrún Árnadóttir, f. 28. maí 1964. Maður hennar Lúðvík Lúðvíksson.
3. Ólafur Árnason, f. 8. ágúst 1966.
4. Gunnar Árnason, f. 9. apríl 1968. Fyrrum kona hans Arna Ýrr Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 5. júní 2003. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.