Árni Ísleifsson (formaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Ísleifsson frá Bakkahjáleigu í A.-Landeyjum, bóndi, skipstjóri fæddist 1769 og lést 30. janúar 1841.
Foreldrar hans voru Ísleifur Einarsson, bóndi í Kirkjulandshjáleigu, f. 1726, d. 10. apríl 1810, og kona hans Helga Oddsdóttir, húsfreyja, f. 1732, d. 23. apríl 1813.

Börn Helgu og Ísleifs:
1. Elín Ísleifsdóttir, , húsfreyja í Austur-Búðarhólshjáleigu, f. 1767.
2. Árni Ísleifsson, bóndi, skipstjóri, f. 1769, d. 30. janúar 1841.

Þau Guðný giftu sig 1799, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kirkjulandshjáleigu í A.-Landeyjum.

I. Kona Árna, (1799), var Guðný Sigurðardóttir, frá Vatnsgarðshólum í Mýrdal, húsfreyja, f. 1767, d. 10. september 1856. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon, bóndi í Vatnsgarðshólum, f. 1721, og síðari kona hans Hallfríður Einarsdóttir, frá Geirlandi á Síðu, húsfreyja, f 1732, 3. maí 1820.
Börn þeirra:
1. Sigurður Árnason, bóndi í Hellishólum, skírður 6. júlí 1799, d. 22. október 1855. Kona hans Guðlaug Ólafsdóttir.
2. Helga Árnadóttir, húsfreyja á Kirkjulæk í Fljótshlíð, f. 3. mars 1803, d. 8. febrúar 1862. Maður hennar Einar Jónsson.
3. Oddur Árnason, bóndi í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu í Landeyjum, f. 2. október 1805, d. 17. mars 1877.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.