Árni Árnason (Kró)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Árnason tómthúsmaður, vinnumaður, lausamaður, sjómaður í Kró, fæddist í Miðskála u. Eyjafjöllum, skírður 27. ágúst 1837 og lést 13. apríl 1881.
Foreldrar hans voru Árni Ólafsson vinnumaður í Meðallandi og u. Eyjafjöllum, húsmaður, síðast tómthúsmaður í Naustakoti á Vatnsleysuströnd, f. 28. nóvember 1801 á Undirhrauni í Meðallandi, drukknaði 12. febrúar 1845 af skipi út af Króksósi í Garði, Gull., og kona hans Guðrún Árnadóttir, f. 1810.

Árni var niðursetningur í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum 1850 og var þar enn 1852, kom að Felli í Mýrdal frá Hrútafellskoti u. Fjöllunum, var vinnumaður þar til 1863, líklega húsmaður á Ketilsstöðum í Mýrdal 1863-1865, var vinnumaður á Kárhólmum þar 1865-1866, húsmaður á Brekkum þar 1866-1868.
Þau Guðrún fluttust úr Mýrdal að Miðhúsum 1868, voru þar í vinnumennsku 1869. Hann var vinnumaður í Juliushaab 1870, í Garðinum 1871 og 1872, tómthúsmaður í Helgahjalli 1873-1876 með Guðrúnu. Þau voru húsfólk í Kornhól 1877, í Kró 1878-1880.
Hann dó úr lungnabólgu 1881 í Hjalli, sem er líklega Króarhjallur.

Kona Árna, (16. október 1862), var Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1821, d. 29. október 1887.
Þau voru barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.