Árni Árnason (Frydendal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Árnason frá Steinkrossi á Rangárvöllum, snikkari í Frydendal fæddist 24. apríl 1853 og drukknaði með Jósef Valdasyni og fleiri 12. janúar 1887.

Hann var líklega sá, sem var 25 ára smíðasveinn á Strimpu í Reykjavík 1880.
Árni fluttist til Eyja frá Reykjavík 1885, titlaður snikkari, var yfirsmiður við endurbyggingu Frydendalshússins.
Hann fórst af Juli við Bjarnarey 12. janúar 1887 ásamt þrem öðrum. Tveim var bjargað.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Jósef Valdason í Fagurlyst.
2. Árni Árnason snikkari í Frydendal, 33 ára.
3. Tómas Tómasson vinnumaður í Nýjabæ, 21 árs.
4. Erlendur Ingjaldsson, þá vinnumaður á Búastöðum 58 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.