Ágústnótt

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð,
um þig syngur æskan hýr
öll sín bestu ljóð.
Ljósin kvikna brennur bál,
bjarma slær á grund.
Ennþá fagnar sérhver sál
sælum endurfund.
Glitrandi víf og vín
veita mér stundar frið.
Hlæjandi ljúfa líf,
ljáðu mér ennþá bið.
Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð,
hjá þér ljómar ljúf og hýr
lífsins töfraglóð.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Árni úr Eyjum
Hlusta á tóndæmi af tonlist.is