Þórarinn Þorsteinsson (Turninum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. nóvember 2017 kl. 10:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2017 kl. 10:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn

Þórarinn Þorsteinsson eða Tóti í Turninum eins og hann var gjarnan kallaður fæddist 29. júlí 1923 og lést 26. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sjómaður. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum, fyrst í Lambhaga og síðan Hjálmholti.

Þann 10. maí árið 1947 kvæntist hann Guðríði Haraldsdóttur frá Garðshorni og þar bjuggu þau fyrstu árin. Árið 1950 keyptu þau Litlabæ og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust fjögur börn.

Árið 1952 keypti Þórarinn hluta í Söluturninum og rak hann ásamt Rúti Snorrasyni fram til gosársins 1973 en þá fór Turninn eins og allt hans nágrenni undir hraun. Strax að gosi loknu fór Tóti út í Eyjar og byrjaði aftur sinn verslunarrekstur en var þá einn. Verslunin var þá fyrst til húsa í Drífanda en síðar flutt í húsnæði á Strandvegi.

Myndir