Vilmundur Friðriksson (Hjarðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. desember 2010 kl. 23:38 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. desember 2010 kl. 23:38 eftir Frosti (spjall | framlög) (setti inn mynd)
Fara í flakk Fara í leit
Fjölskyldan frá Hjarðarholti. Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir. Þuríður Pálína Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir. Óþekktur ljósmyndari myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar

Vilmundur Friðriksson, Hjarðarholti, fæddist 19. september 1883 á Kalastöðum í Landeyjum og lést 20. maí 1923. Vilmundur fór til sjóróðra í Vestmannaeyjum og árið 1908 kaupir hann Víking með fleiri mönnum og hafði formennsku á honum til ársins 1911 en þá kaupir hann Gideon og er formaður á honum til vertíðarloka ársins 1914. Síðar er Vilmundur með ýmsa báta til ársins 1923 en hann lést það ár.

Dætur Vilmundar



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.